Þjóðviljinn - 17.11.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.11.1944, Blaðsíða 7
► JÓÐVILJINN 7 =i Föstudagur 17. nóv. 1944. Skipsdrengurinn á Blossa Friskó Kiddi tók langa og mjóa stöng af káe'tuþak- inu, fór með hana út að borðstokknum miðskipa, rak þar endann ofan í sjóinn og í botn. Hér um bil fimmtán fet, sagði hann. Hvernig botninn er? Sandbotn, var svarið. Bíddu lítið, við reynum aftur. Fimm mínútum seinna fór stikan aftur í bo’ín. Tveir faðmar, sagði Friskó Kiddi. Klöpp. Franski Pési neri ánægður saman höndunum. Mik- ið gott, mikið gott, sagði hann. Eg alltaf hitti botninn. Þú gabbar ekki gamlan mann. Eg er viss. Friskó Kiddi hélt áfram að mæla dýpið og kanna botninn og kallaði í hvert skipti árangurinn til Franska Pésa. Jói, sem ekkert þekkti á þetta, furðaði sig á því, hve vel þeir þekktu botninn í flóanum. Tíu fet, klöpp, hélt Friskó Kiddi áfram. Ellefu fet, klöpp. Fjórtán fet, leðja. Sextán fet, sandur. Enginn botn. Ah! Áll, sagði Franski Pési. í nokkrar mínútur var enginn botn, þangað til Friskó Kiddi kallaði allt í einu: Átta fet — hart! Það er nóg, kallaði Franski Pési, fram á, Sjói, fella fokkuna. Þú Kid, hafa til stjakann. Jói leysti fellitaugina og felldi seglin. Akkerið falla, var næsta skipun. Það rann útbyrðis og kom brátt til botns. Friskó Kiddi renndi út nokkru af keðjunni og festi hana síðan. Þeir hlóðu seglunum, gengu frá öllu og fóru síðan að sofa. Klukkan var sex, þegar Jói vaknaði og gekk aftur í stýrishúsið og litaðist um. Það var kominn vindur og stórstjór. Blossi valt og rykkti í akkerisfestina. Jói varð að grípa í beitiásinn til að hrökkva ekki útbyrðis. Loft- ið var grátt og þrungið og bar engin merki sólar, stór ský voru á fleygiferð. Jói skyggndist um eftir landi. Hálfa aðra mílu burtu sá hann langa og lága sandfjöru, sem brimrótið hamaðist við. í fjarlægð sáust Kontra- Costa-fjöllin. Jói leit í aðra átt og sá þar litla skútu, sem hoppaði og ruggaði og rykkti í akkerisfestina, tæplega fimmtíu faðma frá þeim. Hún var hér um bil í beina stefnu af vindborða og Jói gat lesið nafn hennar um leið og hún hófst upp á öldutoppana. Hollendingurinn fljúgandi, einn af bátunum, sem hann hafði séð 1 höfninni í Oak- land. Ofurlítið til vinstri við hann lá Draugurinn og út af þeim lágu sex eða sjö aðrar skútur fyrir akkerum. Hvað sagði ég ekki? Jói leit snöggt við. Franski Pési hafði komið út úr káetunni og horfði sigri hrósandi fram undan sér. Hvað sagði ekki ég? Ekki hægt gabba gamlan mann. Eg rata í myrkri eins vel og í sóskini. Eg veit — ég veit. Skyldi hann hvessa? spurði Friskó Kiddi innan úr káetunni, hann var að kveikja upp eldinn. Franski Pési horfði rannsakandi á loftið og sjóinn nokkra stund. Hvessir kannski, lygnir kannski, var hans tvíræða svar. Búðu til morgunverðinn, svo að skafa botninn. Reykurinn, sem lagði upp úr öllum skútureykháfun- um, bar þess vitni, að alls staðar væri verið að mat- reiða fyrstu máltíð dagsins. Hvað Blossa snerti, stóð það ekki á löngu, þeir gerðu brátt eitt rif í stórseglið og bjuggust til að létta akkerum. ANTON P. TSÉKKOFF: GRESJAN var ákaflega sterkbyggður og í hverri hreyfingu hans lýsti sér dirfð fullhugans, sem trúði á mátt sinn og megin. Hann yppti öxlum, krosslagði handleggina og hló hærra en hinir. Hann renndi kesknisfullum augunum til himins, leit á veginn og vagnana, án þess að stöðvast við nokkurn hlut, og það var eins og hann langaði til að drepa eitthvað bara til að eyða tím- anum, eða hafa eitthvað til að hlæja að. Hann hræddist sýni- lega ekkert, og kærði sig áreið- anlega bölvaðan um- álit Jegor- úska á honum. En Jegorúska hataði þetta hrokkna, flaxandi hár, andlit hans og afl hans af öllu hjarta og hlustaði með ótta og viðbjóði á hlátur hans og hugsaði um hvaða orð hann gæti haft um hann. Pantelí gekk líka að vatns- bólinu, hann tók lítið grænt gler af fórnarlampa upp úr vasa sínum, þurrkaði af því með dulu og fyllti það úr fötunni og drakk, síðan fyllti hann glasið aftur, sveipaði það inn í dul- una og lét í vasa sinn. Hvers vegna drekkur þú úr lampa, gamli maður? spurði Jegorúska hissa. Sumir drekka úr fötu, aðrir úr lampa, svaraði karlinn, hver eftir því, sem honum sýnist. Drekk þú úr fötunni og verði þér að góðu. Elskan, fallega elskan, sagði Vassja allt í einu í gælurómi. Elskan. Hann horfði eitthvað út í blá- inn og brosti votum augum. Við hvern ertu að tala? spurði Kírúa. Við elsku tófuna, sem liggur þarna á bakinu og leikur sér eins og hundur. Allir fóru að horfa í sömu átt og hann, en enginn gat séð tófuna annar en Vassja og hann var hreykinn af því. Hann hafði ákaflega skarpa sjón og sá svo langt frá sér, að gresjan var alltaf full af lífi fyrir augum hans. Hann þurfti ekki annar en líta í kringum sig til að sjá tófu eða héra, eða eitthvert ann að dýr, sem var að fela sig. Allir gátu auðvitað séð héra, sem hljóp yfir veginn eða eftir gresjunni, en Vassja sá villt dýr í fylgsnum sínum- Og vegna þess, að Vassja hafði svona góða sjón, var sem hann sæi inn í aðra veröld, sem aðrir gátu ekki eygt, og hún var líklega falleg eftir upphrópunum hans að dæma, það var ekki hægt annað en öfunda hann. Þegar vagnarnir héldu af stað aftur hringdu kirkjuklukk- umar til tíða. V. Vagnlestin ók eftir árbakkan- um öðru megin við þorpið. Sól- skinið var brennheitt eins og fyrri daginn, loftið kyrrt og þjakandi. Nokkur tré voru á árbakkanum, en skuggi þeirra féll ekki á veginn heldur á ána, svo að þeir kældu engan, vatn- ið í ánni endurspeglaði bláan himininn og var fagurt á að líta. Stjopka, einn ekillinn, sem Jegor hafði ekki séð fyrr, mað- ur frá Litla-Rússlandi í síðri skyrtu, beltislaus og víðum buxum, flýtti sér úr fötunum og fleygði sér út í ána. Hann fór þrisvar sinnum í kaf, synti svo á bakinu með lokuð augu og ánægjusvip. Á svona heitum dögum, þeg- ar hvergi er hægt að flýja und- an sólinni, er gutl í vatni og blástur í manni, sem er að baða sig í því, eins og fögur hljóm- list. Dímoff og Kíúra afklædd- ust einnig og fóru að dæmi Stjopka, þeir hlógu dátt og á- nægjulega um leið og þeir stungu sér út í tælandi vatnið. Kírúa blés og frísaði og hóst- aði og hrópaði, að þeir ætluðu að drekkja sér, en Dímoff elti hann og reyndi að ná í fæturna ó honum. Haha! náðu í hann, haltu hon- um! kölluðu þeir. Kírúa hló og skemmti sér, en andlitssvipur hans var eins og á þurru landi, heimskulegur og hálf hissa, eins og einhver hefði læðzt aftan að honum og sleg- ið í hausinn á honum. Jegor- úska fór líka úr fötunum. en hann fór ekki út í af bakkan- um, heldur hljóp upp á hæð og Ætt Bretakonunga: („Óðinn“, des. 1914). „ — Þeir eru ættaðir frá Auð- unnarstöðum í Víðidal í Húna- vatnssýslu og er sú ætt rakin þannig: (1) Auðunn bóndi á Auðunn- arstöðum í Víðidal. Hans dóttir (2) Þóra mosháls. Hennar dótt- ir (3) Úlfhildur, gift Guðbrandi Kúlu. Þeirra dóttir (4) Ásta, gift Haraldi og Sigurði Sýr. Hennar sonur (5) Ólafur kon- ungur helgi. Hans dóttir (6) Úlfhildur, gift Ottó hertoga í Brúnsvík, þeirra sonur (7) Magnús hertogi af Brunsvik. Hans dóttir (8) Wulfhild, gift Hinriki hertoga svarta. Þeirra sonur (9) Hinrik hertogi dramb- láti. Hans sonur (10) Hinrik ljón (11). Ottó keisari IV., for- faðir Welfaættarinnar, sem Eng landskonungar og flestir að'ir stakk sér úr um tíu feta hyð. Hann fór í boga í loftinu og sökk djúpt í vatnið, það var svalt og hressandi og hann var endurnærður, þegar hann kom upp á yfirborðið. Hann greip sundtökin, blés frá sér og opn- aði augun, en sólin skein beint framan í hann. Fyrst sá hann ekki neitt, svo var eins og allt væri með öllum litum regnbog- ans- Hann flýtti sér í kaf aftur, opnaði þar augun og sá eitt- hvað bjart og grænleitt eins og í tunglsljósi. Hann komst ekki enn til botns, en naut svalans á meðan hann var að koma upp. Hann dró svo fast að sér and- ann, að honum fannst ekki ein- ungis lungu sín fyllast lofti, heldur einnig maginn. Síðan lagðist hann á bakið og busl- aði eins og hann gat til þess að njóta. sem bezt þessarar stund- ar, sem hann gat verið í vatn- inu, unz hann var orðinn upp- gefinn. Hinn bakki árinnar var vaxinn1 illgresi, það var gyllt að sjá í sólinni og blómin hengu döpur og sofandi og reyndu að snerta hið kælandi vatn. Á ein- um stað bærðist sefið við bakk- ann og þeir Stjopka og Kírúa fóru að reyna að ná í síli. Sko sílið, strákar, hrópaði Kírúa, sem hafði náð einu. Jegorúska synti að sefinu, stakk sér þar og fór að fálma eftir sílum. Niðri í leðjunni fann hann eitthvað snarpt við- komu, kannski voru það brodd- ar á síli. En í sama bili þreif einhver í fótinn á honum og dró hann upp á vatnsflötinn. Jegor- þjóðhöfðingjar Evrópu eru komnir af“. Ættartölu þessa kveðst ,,Óð- inn“ hafa eftir „fróðum rnanni, Eiríki prófessor Briem“. ★ Kona nokkur kom til prests og kvartaði um sambúðina við manninn sinn. Sagði hún að þau gætu aldrei sézt án þess að ríf- ast. Bað hún prestinn að gefa sér góð ráð. „Sjálfsagt kona góð“, sagði prestur. ,.Þér þurfið aðeins að halda hin tíu boðorð guðs, — og kjafti“. ★ Reiður faðir við ungan mann: „Eg krefst þess að fá að vita hvort nokkuð er á milli yðar og dóttur minnar“. „Ekkert herra. — ekkert nema þér“. C£ ÞETTA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.