Þjóðviljinn - 17.11.1944, Side 8

Þjóðviljinn - 17.11.1944, Side 8
þJÓÐVILHN Burðarþol Olfusátbrúar sýnir gamanleikinn „H ANN," eftir Alfred Savoir í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl: 2. Aðgangur bannaður fyrir börn. > • BAZAR Kvenfélags Nessóknar opnar í dag kl. 2 í Góð- templarahúsinu. Ágætir munir: Fatnaður, ísaum- ur, vefnaður, prjónles og önnur handavinna auk margs annars. Þegar éi talaði við StaSín... Framhald af 5. síðu. in, þetta er erfitt verk og tíminn, sem því er veittur, er alltof stutt- ur!“ Stalin svarar: „Hér fáumst við eingöngu við erfið verk. X’að er einmitt af þvi að verkið er erfitt, að við fórum fram á hjálp yðar. — Segið bara, hverrar aðstoðar þér þarfnizt og sjáið um, að allt sé gert vel og nógu fljótt“. fþróttanðmskelðin... Framhald af 2. síðu. líka orðið sammála um það, að ekki beri að nota þessi nám- skeið sem sérstakt auglýsinga- númer fyrir félögin. Læt ég svo útrætt um þetta að sinni. Ritstj. Framhald af 5. síðu. VII. ATIIUGANIR Á BRÚ, EFTIR AÐ HENNI VAR LYFT Eftir að aðgerðir fóru fram á brúnni, voru gerðar athuganir og maelingar á formbreytingum brú- arinnar, og keniur þá í Ijós, að hún svignar 8—10 cm á miðju, þegar ö tonna bíll ekur hægt yfir hana. Þegar 7)4 tonns- bíll ekur hægt yfir brúna, svignár hún um 12 cm á miðju. Það má fullyrða, að slíkar form- (breytingar, sem hér um ræðir, erú mun meiri en traust megi telja, þegar einnig er tekið tiflit til þess, að flestir hlutar brúarinnar eru orðnir 53 ára gamlir, svo sem stöpl ar, burðarstrengir og þverbitar. Langbitar voru endurnýjaðir fyrir ca. 15 árum, og sömuleiðis mun brúargólfið vera yngra. VIII. BURÐARÞOL BRÚAR Samkvæmt fyrrgreindum athug unum á ástandi brúarinnar, telj- um vér ekki rétt, að leyft verði þyngfi ökutækum en 6 tonna að fara yfir brúna og að fól'k í hinum stóru áætlunarbílum sé látið ganga yfir brúna. Vegna aldurs brúar- innar og hinnar miklu svignun- ar langbitanna, leggjum við til, að úr því verði bætt með því að setja nýja þverbita með tilheyrandi tog- böndum í bilin á milli núverandi þverbita. Mundi það dreifa vagn- þunganum betur á strengi og lang- bita og á þann hátt auka örygg- ið. IX. AUKIÐ BURÐARÞOL Eins og áður hefur verið tekið fram, er viðgerð sú, sem fram fóf á brúnni, eftir að hún féll niður, Öll miðuð við það, að brúin sé til bráðabirgða eða til ca. eins árs notkunar. Fari aftur á móti svo, að útlit verði fyrir, að nota þurii brúna um lengri tíma, verður að sjálfsögðu að gera frekari ráðstaf- anir í tæka tið, áður en 12 mánuð- ir eru liðnir, og munduin vér | leggja til, að bætt verði einum 2V2” burðarstreng í hyora brúar- hlið og þeim fest í steypta stöpla, svo að öruggt verði til lengri notk- unar, þannig að hinn nýi strengur létti áreynslu af þeim bráðabirgða- festingum, sem eru nú á gömlu Strengjunum. Einnig hafa verið atluigaðir möguleikar á því að setja mun gild ari langbita í stað þeirra, sem nú eru, en þá kemur í Ijó$, að þyngd- araukning, sem þá er orðin, er það mikil (ca. 65 kg. pr. hl.m. livor- um megin), að hætta er á, að öðr- um eldri hlutum brúarinnar, ]i. é. stöplum og turnum, verði ofboðið. Verði áður nefndar styrkingar framkvæmdar á brúnni, yrði aft- ur athuguð svignun brúarinnar og ástand, og teljum vér þá líklegt, að óhætt verði að leyfa um hana umferð 8 tonna bíla. Reykjavík, 10. nóvember 1944. Árni Pálsson. Benedikt Gröndal. Árni Snævarr“. Að fengnu áliti verkfræðing- anna hefur vegamálastjóri ritað allsherjarnefnd eftirfarandi: VEGAMÁLASTJÓRINN Reykjavík, 13. nóvemebr 1944. „Hér með sendist afrit af áliti þeirra verkfræðinganna Árna Páls- sonar, Árna Snævarrs og Ben. Gröndals um burðarþol Ölfusár- brúar. Komast þeir að þeirri niður- stöðu, „að ekki verði leyft þyngri ökutækjum en 6 tonna að fara yfir brúna, og að fólk í hinum stóru á- ætlunarbílum sé látið ganga yfir brúna“. Leggja þeir jafnframt til, að til frekara öryggis verði fest nýjum þverbitum undir brúna og þeir festir í strengina með nýjum togböndum. Jafnframt telja þeir, að ef horf- ur verði á því, að nota þurfi brúna um lengri tíma, þ. e. fram yfir 1 ár, þá verði að gera frekari ör- yggisráðstafanir, og leggjá til, að þá verði bætt einum burðarstreng 2% þuml. að þvermáli í hvora brú- arhlið til þess að létta áreynslu-af þeim bráðabirgðafestingum, sem nú eru á gömlu strengjunum. Teilja þeir líklegt, að þá yrði ó- hætt að leyfa umferð 8 tonna bif- reiða um brúna. Með tilvísun til þessa, tel ég og sjálfsagt að hcfjast sem fyrst handa um að koma fyrir nýjum S þverbitum undir brúna. Það mun Ikosta, mjög lauslega áætlað, ekki minna en 40 þúsund krónur. Kemur þá til álita, hvort ekki ætti þegar í stað að reyna að útvega 2 nýja burðarstrengi. Strengirnir, svo og að koma þeim ij fyrir, kostar sennilega ekki minna •| en 75 þús. kr. Enn hefur ckki verið unnt að jj! byrja á nýrri brú, sérstakl. vegna |I þess, að nægilegt efni er hér ekki fáanlegt og brezk yfirvöld liafa neitað um útflutningsleyfi á steypu styrktarjárni, og hafði þó utanrík- isráðuneytið mjög eindregið far- ið fram á sérstaka undanþágu, enda var talin ærin ástæða til að vænta þess, að Bretar féllust á, að hér væru alveg óvenjulegar ástæð- ur fyrir hendi. Vcrður nú að lcita Sex ára afmælis Æskulýðsfylkingarinnar verður minnzt með kaffikvöldi í Alþýðuhúsinu, föstudag- inn 17- þ. m. kl. Sl/2. DAGSKRÁ: 1. Skeœmtunin sett. 2. Ræði: Haraldur Steinþórsson. 3. Ræða: Bóas Emilsson. 4. Upplestur: Hjálmar Ólafsson. 5. Ræðz: Áki Jakobsson. 6. Dans. Fjöldasöngur á milli atriða. Félagar fjölmennið og hafið með ykkur gesti- Félagar Sós-j íalistafélagsins og gestir þeirra eru velkomnir. Aðgöngumiðar seldir á Skólavörðustíg 19 frá kl. 4—7 og í Alþýðuhúsinu eftir kl. 8. STJÓRNIN. NÝJA BÍG Ævintýri íieikhúsinu („Lady of Burlesque“) Sérkennileg og spennandi mynd- Aðalhlutverk: BARBARA STANWYCK og MICHAEL O’SHEA. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. TJARNAEBfÓ Sjóhetjur (Heros of the Sea). Rússneskur sjónleikur um Svartahafsflotann í orustu. S. D. STOLYAROV, A. M. MAKSIMOVA, A. A. ARKADEV. Sýnd kl. 5, 7 og 9- Ný bófes lslenzk samvinnufélög - hundrað ára Rochdaleíélagið á aldarafmæli á þessu hausti og verð- [ ur þess afmælis minnst víða um heim. En á þessu hausti á samvinnuhreyfingin íslenzka einn- ig aldarafmæli. Haustið 1844 voru fyrstu verzlunarsamtök I bænda, sem kunnugt er að stofnað hafi verið til með formlegum hætti, mynduð norður í Þingeyjarsýslu. Arnór Sigurjónsson hefur kannað þær heimildir, sem handbærar eru, um þessi fyrstu verzlunarfélög, aðdrag- ] anda og áhrif þeirra. Bókin „íslenzk samvinnufélög hundr- að ára“, er niðurstaða þeirra rannsókna. Jafnframt því, £ sem Arnór segir hér hina merkilegu sögu fyrstu verzlun- arfélaganna þingeyzku, rekur hann og aðdraganda og sögu Gránufélagsins, Félagsverzlunarinnar við Húnaflóa, Verzl- unarfélagsins í Reykjavík og upphaf Kaupfélags Þingeyinga. ] Bókin er því stórmerk og sérlega glögg heimild um jj þýðingarmikinn þátt (í íslenzkri menningar- og f ramfara- baráttu. En hún er jafnframt mjög læsilegt rit. Ritleikni Arnórs Sigurjónssonar er alkunn og frásagnarháttur rnjög] skemmtilegur. Verður ekki á betri skemmtilestur kosið en suma kafla þessarar bókar. Um bókina í heild er það að se^ja, að hún bregður ljósi yfir líf og baráttu kynslóðar, sem er orðin okkur, er nú lifum, furðulega fjarlæg, þótt ekki séu liðin nema 60—100 ár síðan hún var uppi. Enginn samvinnumaður getur látið hjá líða að lesa þessa fróðlegu og skemmtilegu bók. Snaefandsúfgáfan DANSSKÓLI minn tekur til starfa næstu daga. Kennt verður: Nýtízku samkvæmisdansar og Ballet. Upplýsingar í síma 2016 daglega til næstkomandi mið- vikudags frá kl. 2. SIF ÞÓRZ danzkennari. til Ameríku, en þaðan hefur sótzt mjög seint að ná í járn. Er því hæpið, að byrjað verði á nýju brúnni að nokkru ráði fyrr en síðla vetrar eða í vor snemma, mcð því lika, að timbur í steypu- mót kemur ekki fyrr en undir áramót. Eg tel þó, að þess megi vænta, að nýja brúin geti verið ' fullgerð undir árslok 1945, ef ekki stendur á brúarefni. Þrátt fyrir það tel ég öruggara og eftir atvik- um réttara að reyna að útvega sem fyrst tvo nýja strengi frá Bretlandi, þó að það ■ taki 2—3 mánuði minnst. Má þá sjá tfl, er þcir koma, livort hcnta þætti að kosta þvi til að bæta þeim við á gömlu brúna eða geyma, þar til ! hún yrði ef til vill sett upp annar staðar, styrkt og endurbætt, og þá meðal annars á nýjum strengjum, því að ekki mundi þykja öruggt að nota lengur gömlu strengina“. Leggur vegamálastjóri til að lokum að „ríkisstjórninni verði falið að styjrkja brújna á þann hátt, sem lagt er til í áliti verk- fræðinganna“. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.55 e h. til kl. 8.25 f. h. Næt’.irakstur: Hreyfill, sími 1633. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólaanum, sími 5030. Bygginsamálasýningln verður op- in daglega kl. 1—10 fram á n.k. sunnudagskvöld. Hátt á 4. þúsund manns hafa séð sýninguna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.