Þjóðviljinn - 18.11.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1944, Blaðsíða 3
Xaugardagur 18. nóvember 1944. ÞJÓÐVILJINN •J r Málgagn Æskulýðsf ylkin garinnar (Sambands ungra sósíalista) Greinar og annað efni sendist á skrifstofu félags- ins, Skólavörðust. 19. merkt „Æskulýðssíðan“. .•W Verklýðshreyfingín 50 ái a íslenzk verklýðsbreyfing á hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Á þessum merkilegu tímamótum lítur íslenzk alþýða til baka. Hún minnist braut- ryðjendanna sem stofnuðu fyrstu verklýðsfélög'n fyrir 50 árum, minnist hins csárplægna -•starfs, sem síðan hefur verið unnið í fjölda morgum verk- lýðsfélögum víðsvegar vm land ið. Alþýðunni er ljóst. að þær kjarabætur, sem tekizt hefur -að fá henni 'til handa. hafa kost •að fórnfúsa haráttu fjölmargra hinna beztu manna oj kvenna úr hópi alþýðunnar. Ár eftir ár, háði í'lenzk al- þýða baráttu sína í verklýðsfé- lögunum oft við ofruefli aftur- Thaldssamrar yfjrstéttar. En með styrk verklýðshreyfmgarinnar að baki sér, sigraði alþýðan íjafnan áð lokum. ★ Ungfr íslendingar úr alþýðu- ■stétt, éiga verklýðshreyfingunni imikið áð þakka. Án 'hennar he^ði alþýðan .•aldréi xmnið sigra sína. Án ihennar hefði ekki tekizt að :skapa'þau lífskjör og menning- ■ arskilyrði sem alþvðuæskan á -nú við að búa. Við þökkum' :starf forustumannanna, sem hörðust fyrir rétti alþýðunnar, fyrir rétti okkar, hinnar kom- ?mdi kynslóðar og gerðu verk- iýðshreyfinguna sterka og vold- wga eins og hún er nú. En æskan má aldrei líta svo til baka yfir farinn veg, að hún ekki um leið geri sér þess grein, íið hennar er framtíðin. Hlut- verk hennar verður að vera ekki einungis að varðvsita þau verðmæti sem henni hafa hlotn azí fyrir ötula baráttu forvígis- manna verklýðshreyfingarinnar, heldur einnig að starfa í fram- ítiðinni í anda þeirra, vinna þrotlaust og í fullkominni ein- ingu að hagsmunamálum alþýð- unnar. íslenzk æska — menn <og konur — getur ekki á neinn hátt betur goldið þá þakkar- :skuld sem hún stendur í við verklýðshreyfinguna, en að sýna í verki, að hún finnur köll- un sína til að vinna það mikla starf sem framundan er: að :skapa á íslandi alþýöustétt sem á þess kost að veita sér þá ge §o jseujmcj unq jo unjuuaui ping ÆskulýðsfYlking- í arinnar seit á morgun Á morgun, sunnudaginn 19. nóv., kl. 1 e. h. verður sett þing Æskulýðsfylkingarinnar, sam- bands ungra sósíalista, að Skólavörðustíg 19. Þar verða rædd framtíðarverkefni Æskulýðs- fylkingarinnar, helztu áhugamál íslenzkrar æsku og kosin sambandsstjórn til tveggja ára. Öllum meðlimum Æskulýðsfylkingarinnar er heimilt að sitja þingið sem áheyrendur, meðan húsrúm leyfir. Samvinnustefnan og sósíalisminn i Vér móímælum ... í meir en fimm ár höfum vér íslendingar hlustað á ægi-frétt- ir styrjaldarinnar- Nokkrum sinnum hefur miskunnarleysi hennar snert oss sjálfa. Skip vor hafa farizt og sjómenn vor- ir látið lífið, ýmist af orsökum, sem standa í sambandi við eðli- legan gang hins takmarkalausa sjóhernaðar, en oftar vegna morðfýsnar þýzku nazistanna, sem sökkva óvopnuðum skipum hlutlausrar þjóðar og myrða þegna hennar á svívirðilegasta hátt, án þess að vinna með því nokkurn hernaðarlegan sigur. Gagnstætt því sem talið er til riddaramennsku ráðast þess- ir stríðsmenn nazismans á „garðinn þar sem hann er lægst- ur“, myrða varnarlausa sjó- menn smáþjóðar, sem hefur eng in tök á að verja sig, þjóð, sem hvorki hefur her né flota og hefur orðið að þola það að land Æ.F.R. iu’nnhí § á a afmælis síns Æskulýðsfylkingin í Reykjavík minntist 6 ára afmælis síns með samsæti að Ingólfs Café i gær- kvöld. Ræður fluttu þeir Bóas Emilsson, formaður Fylkingarinn- ar, Aki Jakobsson, atvinnumála,- ráðherra og Haraldur Steinþórs- son, stud. jur. Hjálmar Ólafsson, stud. med. las upp og fjöldasöng- ur var á milli atriða. Loks var stiginn dans fram eftir nóttu. Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík getur litið yfir starf sitt á síð- ustu sex árum með góðri sam- vizku, það hefur verið óeigingjarnt starf í þágu hinnar íslenzku verk- lýðshreyfingar. vinna að algerri útrýmingu fá- tæktar og atvinnuleysis á ís- landi. hennar væri hertekið og notað til stríðsaðgerða, gegn vilja hennar. Mörgum af sínum hraustu sonum, sjómonnunum, sem þrátt fyrir allar hættur og ógnir, hafa 'siglt um úthöfin, til austurs og vesturs öll stríðs- áriri, hefur hún orðið að sjá á bak. Nú nýlega hefur enn bætzt við þarin hóp. Farþegaskipið Goðafoss er skotið í kaf af þýzkum kafbáti án aðvörunar, mnan íslenzkrar landhelgi. Tuttugu og fjórir þegnar far- ast, sjómenn, konur og böm. Um leið og öll íslenzka þjóðin tekur þátt í hryggð þeirra, sem þarna misstu ástvini sína, á hún engin orð til að lýsa þeirri villimennsku, þeirri takmarka- lausu grimmd, sem kemur fram í þessum viðburðh • Stríðsþjóðirnar hafa hlotið mörg sár og stór í þessari styrj- öld. En oss virðist að aðstaða vor sé nokkuð önnur en þeirra, þar sem vér erum hlutlaus þjóð. En fyrir morðtólum þeirra, sem virða ekki alþjóða- lög — og rétt, —'má hlutleysi vort sín einskis. Aldrei höfum vér verið átak- anlegar minntir. á það en nú, hve takmarkalaus grimmd þýzku nazistanna er. sem nota vígvélar sínar til að drepa frið- sama menn, konur og börn, án nokkurs tilgangs. Hver sannur íslendingur for- dæmir atferli þýzku nazistanna. Hin þýðingarlausa árás þeirra a hið íslenzka skip, fyllir Iijörtu vor réttlátri reiði. Húr> sameinar oss í baráttunnt gegn nazismanum- Sameining ís ■ lenzku þjóðarinnar gegn hroða- stefnu hans er hið eina svar er vér getum gefið við hinum villi- mannlegu árásum nazistanna á skip vor, og hinum svívirðilegu morðum þeirra á íslenzkum borgurum. Ó. Margt af ungu fólki sveitanna hallast að Framsóknarflokknum, •og víst er nokkur ástæða til þess. Eins og kunnugt er, eru bæði hér- aðsskólarnir og kaupfélögin starf- rækt sem áróðursmiðstöðvar fyrir Framsóknarflokkinn, bæði leynt og Ijóst. Þar sem þetta eru yfir- leitt vinsælar og að mörgu leyti gagnlegar stofnanir, þá fer ekki hjá því, að þær hafi allmikla póli- tízka þýðingu. Það er líka að mörgu leyti eðli- legt, að ungt sveitafólk sé fylgj- andi samvinnustefnunni, en eins og kunnugt er, telur Framsóknar- flokkurinn sig vera málsvara henn- ar. Samvinnustefnan bendir vissu- lega á lausn á mörgum vandamál- um þjóðanna, en því miður ekki öllum. Stórhuga æskumanni finnst fátt um, er hann sér, að samvinnu- stefnan, eins og hún er skýrgreind, dregur ekki úr þeirri ófriðarhættu, sem skapast af samkeppni milli þjóða um markaði og nýlendur. Til þess dugar ekki minna en skipulögð og sámræmd framleiðsla l allra þjóða eftir sameiginlegri á- ætlun, en þetta cr eitt höfuðatriði sósíalismans, sem „samvinnu- menn“ hafa ekki viljað gera að stefnumáli sínu. En svo ófullkomin og ófullnægj- andi sem samvinnustefnan er, eins og hún er mótuð af hagfræðingum hennar, þá er stefna Framsóknar- flokksins hálfu ófullkomnari, því að Framsóknarflokkurinn hcjur svikið samvinnustefnuna. Skal þetta nú rökstutt nánar. Merkur samvinnumaður sagði á hátíð í tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar í sumar, að ekki væri ástæða til að minn- ast þessara tímamóta, ef sam- vinnan hefði ekkert gildi annars staðar. Með því er átt við sam- eign framleiðenda á framleiðslu- tækjunum og skiptingu arðs í lilut- falli við framlagða vinnu. Nú vil ég spyrja: Ilafa Fram- sóknarmenn verið fylgjandi fram- leiðslu á samvinnugrundvelli? — Svarið liggur beint við. Eitt helzta fjandskaparefni Framsókn- armanna gegn sósíalismanum er það, að sósíalistar í Rússlandi hafa auk þess að gera samvinnustefn- una allsráðandi í verzluninni, haf- ið stórkostlega samvinnufram- leiðslu, og er þá einkum átt við ! samyrkjubúin. Þau hafa verið sár þyrnir í augum íslenzkra „sam- vinnumanna“. Margir munu ætla, að vart sé hægt að ganga lengra í að svíkja stefnu sína. En sagan er ekki nema hálf. í tímaritinu Samvinnirnni var s.l. ár haldið fram þeirri skoðun, að barátta milli kaupmanna og kaupfélaga sé ótímabær og livorug stéttin eigi að rcyna að útrýma hinni. Sem sagt: Eftir að hafa svikið það meginstefnumál samvinnumanna að koma framleiðslunni á sam- vinnugrundvöll, ætlar Framsókn að svíkja að hálfu eða öllu leyti það stefnumál að koma verzlun- inni á samvinnugrundvöll. Þá má nú segja, að skörin er farin að fær- ast upp í bekkinn. Hver sá, sem hlynntur er samvinnustefnunni, hlýtur því að yfirgefa Framsókn- arflokkinn. En hvert á hann að snúa sér? MáSki til Sjálfstæðis- flokksins? Því er fljótsvarað, að þar eiga samvinnumenn ekki heima. Framsóknarflokkurinn hef- ur svikið samvirinustefnuna í tryggðum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft sýnt samvinnunni fullan fjandskap, enda er það eðlilegt, þar sem sá flokkur er fyrst og fremst flokkur atvinnurekenda, sem hefur jafnan talið það hlut- verk-sitt að styðja einkarekstur og vinna gegn samvinnustefnunni. Nú er komið að þeirri þjóðmála- stefnu, sem enginn hugsandi mað- ur getur leitt hjá sér, en það er sósíalisminn. Vil ég þá fyrst snúa mér að afstöðu sósíalista til sam- vinnustefnunnar. Það er ljóst af framansögðu, að sósíalistar í Sov- étríkjunum hafa ekki einasta kom- ið allri verzlun á samvinnugrund- völl, heldur meginhluta fram- leiðslunnar. Þar er samvinnan því á hívrra þróunarstigi en annars staðar í lieiminum. En sósíalistar láta sér þetta ekki nægja. Þeir koma á allsherjar skipulagningu framleiðslunnar. Samvirk fram- leiðsla í stað sundurvirkrar útrým- ir kreppum og atvinnuléysi og skápar frið og. einingu meðal sósí- aliskra þjóða innbyrðis. Það hefur líka sýnt sig, að Sovétþjóðirnar, sem áður börðust oft harðri bar- áttu hver við aðra, lifa nú í sátt og samlyndi, og virðist eindrægni þeirra aldrei hafa verið meiri en nú. Sósíalisminn tryggir hverjum einstalding þjóðfélagsins fullan árangur af starfi sínu og rétt til að lifa mannsæmandi lifi, sem -er laust við fylgifiska kapitalismans: atvinnuleysi, kreppur og stríð. Samvinnustefnan á höfuðvígi sitt meðal sósíalista. En í þeirri mynd, sem forystumenn hennar hafa framkvæmt hana hér á landí, er húa, vægast sagt hvergi nærrt fullnægjandi, til úrlausnar á vandamálum þjóðfélagsins. Ungir sósíalistar gagnrýna harð- lega þá misnotkun samvinnu- stefnunnar sem átt hefur sér stað hér á landi, frá liendi Framsókn- armanna. Allir góðir samvinnuinenn telja það skyldu sína að fylkja sér um þann flokk, Sósíalistaflokkinn, sem einn íslenzkra stjórnmála- flokka getur, samkvæmt' stefnu- skrá sinni, annast framkvæmd samvinnustefnunuar á fullkomlega heilbrigðan hátt og skipað henni þann sess er henni hæfir. P. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.