Þjóðviljinn - 26.11.1944, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.11.1944, Qupperneq 4
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. nóvexnber 1944. þJÓÐVIUINN Útgefandi: Sarfieiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfíis Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsjrrent h.f., Garðastrœti 17. Leið „sálufélaganna” eða leið sameining- arinnar Það er aug'ljóst að á Alþýðusambandsþinginu skiptist algerlega í tvö horn: Annars vegar eru þau öfl, sem sameina vilja krafta alþýðunn- ar til þess að vinna hagnýtt starf, að því að tryggja afkomu hennar og frelsi — hins vegar eru þau öfl, sem vilja sundra verklýðshreyfingunni, til þess að leiða yfir hana vanmátt og niðurlægingu. Þessi sundrunaröfl eða „sálufélagarnir", eins og Sæmundur Ólafsson nefnir þau, eru agentar Framsóknar innan verfclýðshreylfingarinnar. Fyrir alþýðu íslands liggur það, að velja á milli þessara afla. • Leið „sálufélaganna“ í kaupgjaldsmálum þekkir verkalýðurinn af dýrkeyptri reynslu. Það var leið þrælalaga, leið lögþvingaðrar kaup- lækkunar í skjóli gengislækkunar. Leið sameiningaraflanna í kaupgjaldsmálum þekkir verka- lýðurinn líka af eigin raun. í krafti einingarinnar í Alþýðusam- bandinu síðustu tvö ár hefur íslenzkur verkalýður unnið stærstu sigra sögu sinnar. Sú eining hefur þýtt hagsbætur og aukinn rétt fyrir hvert verkamannaheimili á íslandi. • Leið „sálufélaganna“ — eins og HeJgi Ilannesson lýsti henni — í stjórnmálum: sameining þriggja flokkanna gegn sósíalistum þekkir al- þýðan líka af dýrkeyptri reynslu: Það var leið þjóðstjórnarinnar, — og nú er það draumur Jónasar frá Hriflu og Vísis að feta þá braut með hálfu verra framferði en»þjóðsljórnin sýndi. „Sálufélagarnir“ óska þess að sá draumur rætist og vinna að því af öllum mætti. Leið sameiningarinnar hefur leitt til mydunar þeirrar ríkis- stjómar, sem nú situr, — þar sem Sósíalistaflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn starfa saman, og Alþýðusambandíð, Farmanna- og fiskimannasambandið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja lýsa fylgi sínu við stefnu stjómarinnar, sem er sú róttækasta sem nokkur íslenzk stjóm hefur haft, að sögn Alþýðublaðsins. Gegn slíkri stjóm börðust sálufélagamir og berjast enn. • Leið „sálufélaganna“ er að eyðileggja verklýðsfélögin, ef þeir geta ekki ráðið þeim. Það voru þeir „sálufélagarnir“, sem heimtuðu Iðju leysta upp, níddu Hlíf og rógbáru Dagsbrún. Sami rógburðurinn er nú hajfinn af Hannibal Valdimarssyni um Alþýðusambandið, þegar hann lýsir því sem „maðkaveitu innan frá og kalkaðri gröf að utan“. Þetta eru sömu mennirnir, sem ekki hika við að falsa undirskriftir og falsa kjörbréf, ef þeir halda sig geta grætt á því. Leið sameiningarinnar hefur á tveim undanfömum áram gert Alþýðusambandið að voldugustu samtakaheild á landinu. Undir því að það vald haldist, á alþýðan framtíð sína og afkomu. — Þess vegna reyna nú agentar afturhaldsins að eyðileggja þetta vald alþýðunnar. Framsókn vinnur að því öllxun árum. • Sálufélag Sæmundar Ólafssonar og kumpána við Hrifluafturhaldið er svo náið, að hvorugir hika við að svívirða sjómennina, einmitt þegar þeir hætta mestu fyrir þjóð sína. Jónas frá Hriflu mótaði brennimerkið ,jhræðslupeningar“, þegar hann ætlaði að hindra kauphækkun sjómanna. Sæmundur sálufélagi lýsti sjómennina „sökudólga“ að því að ofhlaða skipin, — til þess þannig að reyna að hindra að sjómenn, samkvæmt tillögum Alþýðusambandsstjórnarinnar, fengju sjálfir eftirlitið með skipunum í sínar hendur. Sjómenn í Hafnarfirði spurðu hins vegar hvorki Sæmund né Jónas að, er þeir tóku raunverulega eftirlitið með hleðslunni í sínar hendur. • íslenzk alþýða veit að hún á allt sitt undir einingunni, undir algerum sigri sameiningaraflanna. Islenzka þjóðin á framtíð sína og frelsi undir því að öfl sam- einingarinnar sigri með henni. Hún veit, að ef sálufélagar Hanni- bals Valdimarssonar, — mannsins sem ekki svífst þess að sví- hamsóknarðgenfarnir á AJþýðusainbaiidsþíngfmi aíhjápa sig; Sunnudagur 26. nóvember 1944. — ÞJÓÐVILJINN „Lskulýðsfylkingin heldur Skilnaðarhóf ; h,-’7 fl T •" / "■ ’> '7*'/ .Sameining gegn kommúnistiim1 er Iporð Kitiers, Krifiujónasar, Alþýðublaðsins og Vísis Afluthaldsklíkan í Alþýðuflokknum lýsír því þanní$ scm fakmatkí sínu að sprengja núverandí rikíssfjórn og koma á affurhaldssfíórn i anda Vísís gegn vetkalýðnum Nokkru eftir að kosningar til þessa Alþýðusam- bandsþings voru hafnar, gerðist það að atvinnurekend- ur Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði söfnuðu liði til þess að kjósa Alþýðuflokksmenn á Alþýðusambandsþingið. Vísir — blað harðsvíruðustu afturhaldsklíku atvinnurekendastéttarinnar — hrópaði þegar um hinn mikla sigur, er unnizt hefði í Hafnar- firði. Sigur hverra? Sigur afturhaldsaflanna. 11 Samtímis vitnaðist það, að hægri klíka Alþýðu- flokksins hafði um allt land reynt að mynda bandalag við Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn um að hindra að verklýðssinnar og sameiningarmenn yrðu kosnir á Alþýðusambandsþingið. Þetta var ekkert leyndarmál, en Helgi Hannesson — framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins staðfesti þetta enn betur á Alþýðusambandsþinginu í fyrradag með því að skora á ALÞÝÐUFLOKKSMENN, FRAM- SÓKNARMENN OG SJÁLFSTÆBISMENN AÐ SAM- EINAST GEGN KOMMÚNISTUM, EN SVO KALL9 ÞESSIR HERRAR ALLA VERKALÝÐSSINNA. \ Með þessari áskorun lýsti hann yfir að það er enn stefna hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum að reyna að sameina afturhaldsöflin til þess að éyðileggja verk- lýðssamtökin. Framtíð Alþýðusambandsins og velferð verkalýðs- samtakanna í landinu er undir því komin að samein- ingarmenn, sósíalistar og Alþýðuflokksmenn, og allir einlægir verkalýðssinnar, hvar í flokki sem þeir standa, taki höndum saman um að hindra þau f jörráð við verk- lýðshreyfinguna, sem afturhaldsöflin í landinu undir forustu hægri klíkunnar í Alþýðuflokknum hafa á- formað. Um leið og þeir Jón Rafnsson og Stefán Ögmímdsson lýstu skemmdarstarfi Sæmundar Ólafs- sonar í sambandsstjórn og „sálu- félaga“ hans í samtökunum, fóru þeir mjög lofsamlegum orðum um samstarfið við forseta sambands- ins, Alþýðuflokksmanninn Guðgeir Jónsson, réttsýni hans og cinlægni í samstarfinu, enda hafa flestar ákvarðanir sambandsstjórnarinnar verið gerðar mcð næstum einróma samkomulagi. SKEMMDARSTARF SÆMUNDAR ÓLAFSSONAR OG „SÁLUFÉLAGA“ IIANS. Á þessu góða samstarfi sam- bandsstjórnarinnar var þó ein und- antekning: Sæmundur Ólafsson og skemmdarstarfsemi hans. Ákvörðun sambandsstjórnar um að vinna að stofnun Bandalags vinnandi stétta á íslandi var tek- in einróma, en síðan snýst at- vinnurekandinn Sæmundur Ólafs- j son gegn þessari ákvörðun og hef- I ur hatrammar árásir á hana og j síðan frömdu 'Sæmundur Ólafssón 1 og „sálufélagar“ hans hvert skemmdarverkið á fætur öðru, og skal lítillcga drepið á nokkur þeirra. VEGAVINNUDEILAN. Þegar Alþýðusambandið stóð í harðvítugri deilu við ríkisstjórn afturhaldsins um kaup og kjör vcgavinnumanna, víkur Sigurjón Á. Ólafsson — sem fyrir atbeina Alþýðuflokksins var fulltrúi verka- lýðssamtakanna í Félagsdómi — virða minningu Jóns Sigurðssonar og Skúla Thoroddsens, — hefðu ráðið, væri ísland ekki orðið lýðveldi. Eining alþýðunnar er skilyrðið fyrir einingu þjóðarinnar. Þess vegna þarf öll alþýða að fylkja sér um sameiningaröflin í Alþýðusambandinu og varðveita einingu þess sem fjöregg sitt- sæti í dóminum að tilefnislausu og lætur varamann sinn fremja það óhæfuverk að dæma verkfalls- réttinn af Alþýðusambandinu. Dómur þessi átti sér enga stoð í lögum og var því hreinn stétt- ardómur. IÐJUDEILAN. Þegar Iðja hafði staðið 3 vikur í verkfalli til þess að bæta kjiir meðlima sinna krefst Sæmundur Ólafsson þess í Alþýðublaðinu, að Iðja, félag iðnverkafólksins í Reykjavík, sé leys,t upp, samtök þessa fólks drepin. Þetta var ósvífnari krafa en harðvítugustu meðlimir Vinnu- veitendafélagsins þorðu að bera fram. Samtímis þessu berst svo Sig- urjón Á. Ólafsson fyrir því í Fé- ‘lagsdómi, að verkfallsbrot séu lög- fest, í þeim tilgangi að auðveldara yrði að drepa félag iðnverkafólks- ins. ÞÁTTUR ALÞÝÐU- BLAÐSKLÍKUNNAR. Alþýðublaðsklíkan var frá upp- hafi miðstöð er stjórnaði skemmd- arstarfseminni í verklýðshreyfing- unni og er hér ékki rúm til að rekja .feril hennar allan, aðeins drepið á hinar fjandsamlegu og skilyrðislausu árásir hennar á verkamannafélagið Dagsbrún. Þegar Dagsbrún sagði ekki upp samningum lýsti Alþýðublaðið því yfir, að „kommúnistar“ væru að svíkja verkamennina um kjara- bætur, og þegar Dagsbrún sagði upp jamningum til þess að bæta kjör meðlimanna sagði Alþýðu- blaðið einnig, að „kommúnistar“ væru nú að svíkja verkamenn! Þá má ekki gleyma hinni lúa- legu árás Alþýðublaðsins á Verka- mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði, þegar það átti í harðri deilu við atvinnurekendur á síðasta hausti. IJÆGRI KLÍKA ALÞÝÐU- FLOKKSINS SAT FRÁ UPP- HAFI Á SVIKRÁÐUM. í umræðunum á Alþýðusam- bandsþinginu hefur upplýstst mjög mikilvægt atriði: Sæmundur Ólafsson bar það á Hermann Guðmundsson, að liann hefði brugðizt. Hverju hefur Ilermann Guð- mundsson brugðizt? Hann hefur starfað að hagsmunum verklýðs- samtakanna samkvæmt samein- ingarvilja 17. þingsins. Ilann hef- !ur ekki brugðizt umbjóðéndum sínum, íslcnzkum verkamönnum og konum, en hann liefur brugðizt — eins og hann orðaði það sjálfur — „því hlutverki sem Sæmundur Ólafsson og hægri klikan ætlaðist til að hann ynni í sambandsstjórn“. Fram að því að Hermann var kosinn í sambandsstjóm var hann Sjálfstæðismaður. Hlut- verk það, sem Sæmundur Ól- afsson og „sálufélagamir“ ætl- uðust til að hann ynni, var það, að hann — íhaldsmaðurinn — tæki höndum saman við hægri klíku Alþýðuflokksins og ynni gegn sameiningarmönnum, m. ö. o. hægri klíkan var, þrátt fyrir allt einingarskraf, þegar frá upphafi ákveðin í því að svíkja hina stéttarlegu einingu. Eftir þessar upplýsingar Sæ- mundar Ólafssonar fer það að verða skiljanlegt, hvers vegna hægri klíka Alþýðuflokksins skar upp herör til þess að tryggja aft- urhaldinu mciri hluta á þessu þingi. Eftir þessar upplýsingar er það ofurskiljanlegt, hvers vegna Sæmundur Ólafsson og „sálufélag- a"r“ hófu hinar hatrammlegu árás- ir í upphafi þessa þings á meiri líluta sambandsstjórnar fyrir að framkvæma ákvarðanir 17. þings- ins. Öllum verklýðssinnum hafa orð- ið það sér vonbrigði, hvernig tíma Alþýðusambandsþingsins hefur verið eytt fram að þessu, að hægri klíka Alþýðuflokksins hefur með árásum sinuiri á meiri hluta sam- bandsstjóirnar og pólitískum ill- deilum tekizt að hindra þingið í því að vinna að þeim úrlausnar- efnum verklýðssamtakanna, scm þingið var kvatt saman um. En um það tjáir ekki að sakast, held- ur verður að horfast í augu við þá staðreynd, að slíkir skemmdar- vargar eru enn innan verklýðs- hreyfingarinnar, og þá jafnframt að taka ^fleiðingunum af því og berjast gegn þeim án allrar misk- unnar. ÁRÁSIR IIÆGRI KLÍK- UNNAR Á MEIRI HLUTA SAMBANDSSTJÓRNAR. Það var Sæmundur Ólafsson og „sálufélagar“, sem í upphafi þings- ins hóf hatrammar árásir á meiri hluta Alþýðusambandsstjórnarinn- ar og starfsmenn sambandsins. Þessar árásir yöktu furðu þing- fulltrúanna, einkanlega fulltrú- anna utan af landi, sem lítt eru kunnir vinnubrögðum hægri klíku Alþýðuflokksins hér í Reýkjavík, og voru komnir um langan veg víðsvegar að af landinu til þess að starfa að velferðarmálum verk- lýðssamtakanna. Þessar árásir áttu sér vitanlega sínar orsakir, sem hafa greinilega komið fram í umræðum á þinginu undanfarna daga og skulu nokkuð raktar hér. HVEÉNIG VAR ALÞÝÐU- SAMBANDSSTJÓRNIN MYNDUÐ? Alþýðusambandsþingið 1942 var fyrsta þingið eftir að flokkseinræði Alþýðuflokksins í verklýðshreyf- ingunni hafði verið afnumið. Alþýðusambandsþingið 1942 var háð undir merkjum einingarinnar, þeirrar einingar að allir verklýðs- sinnar, hvar í flokki sem þeir stæðu, tækju höndum saman um að vinna að hagsmunamálum .stéttarinnar. í stjórn sambandsins voru kosn- ir 4 sósíalistar, 4 Alþýðuflokks- menn og 1 Sjálfstæðismaður. Með þessu var verið að framkvæma vilja verkalýðsins í bæjum og þorpum íslands, sem krafðist sam- eiginlegra átaka um hagsmuna- mál verklýðsstéttarinnar. SIGRAR JIINNAR STÉTTARLEGU EININGAR. Sigrar Alþýðusambandsins og hin margfölduðu áhrif þess síðustii 2 ár hafa sýnt að stefna hinnar stéttarlegu einingar var rétt. Sigr- arnir hafa fyrst og fremst unnizt vegna þess, að verkamennimir sjálfir í hinum ýmsu verkalýðsfé- lögum stóðu saman og að ekki að- eins hinir fjölmörgu ágætu Alþýðu- flokksverkamenn í hinum ýmsu fé- 'lögum, heldur einnig Alþýðu- flokksmenn í sambandsstjórn, voru einlægir í starfi sínu. „VERUM DRENGIR GÓÐ- IR, SEGJUM SATT“. — IIELGI IIANNESSON! í ræðu sinni í fyrradag gerði Ilelgi Hannesson sér tíðrætt um baráttu hægri klíku Alþýðuflokks- ins gegn einræði „kommúnista“. Honum hefði verið nær að láta það ógert. VerkaJýðurinn man of vc4 flokkseinræði Alþýðuflokksins í verklýðshreyfingunni áður en sameiningin sigraði. Þá höfðu eng- ir aðrir en Alþýðuflokksmenn full réttindi innan verklýðshreyfingar- innar. Það er slíkt ,,lýðræði“ sem hægri klíkan berst fyrir. Hvað það er, sem vakir fyrir hægri klíkunni með skemmdar- starfseminni í sambandsstjórn, árásunum á meiri hluta sambands- stjórnar á þinginu, kemur bezt í ljós ef athuguð er afstaða hægri klíkunnar til núverandi ríkisstjórn- ar. Hægri klíka Alþýðuflokksins barðist hatramlega gegn því að núverandi ríkisstjórn væri mynd- uð. Tilgangur liægri klíkunnar með tilraununum til þess að eyðileggja verklýðssamtökin er því enginn annar en sá, að sprengja núverandi ríkisstjórn og hindra framkvæmd xStefnuskrár hennar og koma á aft- urhaldsstjórn er drottni í valdi „hruns“ og atvinnuleysis. Með því móti hugsar hægri kJíkan sér að verða nokkurs konar „lénslierra“ auðvaldsins yfir beygðum, þræl- bundnum verkalýð. En íslenzkur verkalýður þekkir of vel atvinnuleysistímana gömlu og einræðistíð Alþýðuflokksins til þess að slíkt megi takast. fyrir fulltrúa á 4. þingi sambands ungra sósíalista í kvöld kl. 9.30 í Aðalstræti 12 uppi. * Ræður flytja: Haraldur Steinþórsson-, Halldór Stefánsson, Gísli Halldórsson og Magnús Torfi Ólafsson. Upplestur: Óskar Þórðarson frá Haga og Páll Bergþórs- son. Fjöldasöngur milli atriða. Dans. Öllum meðlimum í Æ. F. er heimill aðgangur, meðan húsrúm leyfir. Sósíalisfafélag Rðyfejavíbur ,■ ■ • v . A í,j- . /.'S> ■ ■?■■■■■ •?-■•/■:/y. ■£& /*//* 'J.y- . ° -'■- Vy Bréf fyrrverandi stjómar Verklýðsfélags Sléttuhrepps um það, að félagið hafi verið dautt í tvö ár. Uill> .smililagir1 ttægrl hingnr m llss sm hli lalsada tliM „Sálufélagarnir“ í hægri klíku Alþýðuflokksins báru hin ar þyngstu ásakanir á starfs- menn Alþýðusambandsins, á- sakanir sem þeir urðu síðan að éta ofan í sig Hefði þeim ekki verið nær að upplýsa þingið um falsaða kjörbréfið frá Verklýðsfélagi Sléttuhrepps í stjómartíð þeirra sálufélaganna á árinu 1942. Á Alþýðusambandsþinginu I nóv. 1942 mætir fuíltrúi frá Verkalýðsfélagi Sléttuhrepps með undirritað kjörbréf og sat þingið með fullum réttindum. Nokkrum mánuðum síðar eða 1 marz 1943, barst svo núver- andi sambandsstjórn bréf frá stjóm þessa félags, nokkurs- konar dánarvottorð, þar sem skýrt er frá því að félagið sé uppleyst og hafi ekki haldið fund — verið steindautt í tvö ár. Vilja „sálufélagar“ hægri Framhald á 8. síðri. boðar til ALMENNS FUNDAR í Listamannaskálanum þriðjud. 28. nóv. kl. 8.30 e.h. Ræðumenn á fundinum verða: * Sigfús Sigurhjartarson, alþm. Steingrímur Aðalsteinsson, alþm. Gunnar Jóhannsson, verkam., formaður verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði. Haraldur Steinþórsson, forseti Æskulýðsfylk- ingarinnar (samb. ungra sósíalista). Elísabeth Eiríksdóttir, kennari, formaður verkakv.fél. Einingar, Akureyri. Jói Tímóteusson, sjómaður, formaður Verka- lýðsfélags Bolungavíkur. Skúli Guðjónsson, bóndi, Ljótunnarstöðum, Strandasýslu. Jóhannes úr Kötlum, skáld. Hljómsveit hússins leikur í fundarbyrjun og á milli ræðanna verða leikin sönglög á píanó. Stjórn Sósíalistafélags Reykjavíkur. ■ Vér þökkum innilega fyrir þá miklu samúð og hluttekningu, sem oss hefur verið sýnd í sambandi við „Goðafoss^-slysið 10. þ. m. ■

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.