Þjóðviljinn - 30.11.1944, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 30.11.1944, Qupperneq 3
Fimmtudagur 30. nóv. 1944- ÞJÖÐVILJINN 3 Bœndaráðstefna Alþýðusambandsins; M sanstarl bxida ag nmaiaaaa kA aaiðsn Rádsfefnan gerðí álykfanír um ýms hagsmunamál sveífafófksíns Bændaráðstefna sú, er Alþýðusamband íslands boðaði til á s. I. sumri, var haldin í Reykjavík, dagana 23.—26. nóv. For- seti Alþýðusambands íslands, Guðgeir Jónsson, setti ráðstefnuna og bauð fullltrúa velkomna. Ávörp fluttu af hálfu Alþýðusam- bandsins þeir Jón Rafnsson og Hermann Guðmundsson. Fundarstjórar ráðstefnunnar voru þeir Ingólfur Þorsteinsson og Magnús Ingimundarson en ritarar Skúli Guðjónsson og Ját- varður Jökull. Fimm nefndir voru starfandi á ráðstefnunni. Þeim Steingrími Steinþórssyni, búnaðarmálastjóra og Pálma Einarssyni, jarðræktarráðunaut, var boðið á ráðstefnuna þegar rædd voru skipulagsmál landbúnaðarframleiðslunnar og ný- byggðamál. Búnaðarmálastjóri gat ekki mætt vegna anna, en Pálmi Einarsson mætti á ráðstefnunni og flutti mjög ýtarlegt og fróðlegt erindi. Ráðstefnan samþykkti eftirtaldar ályktanir, allar í einu hljóði: 1. Um verðlag og afurðasölumál (Frá verðlagsnefnd). 2. Kaupgjalds- og vegavinnumál (Frá kaupgjaldsnefnd). 3. Um skipulagningu framleiðslunnar (Frá skipulagsnefnd). 4. Um samstarf verkamanna og bænda (Frá samstarfsnefnd). 5. Ályktun allsherjamefndar (Frá allsherjarnefnd). Ráðstefnunni var slitið sunnudaginn 26. nóvember. 30—40 fulltrúar sátu ráðstefnuna. í framkvæmdarnefnd til und- irbúnings næstu ráðstefnu voru kosnir þessir menn: Guðm. Pétursson, Mel, Mýra- sýslu, Skúli Guðjónsson, Spjót- unnarstöðum, Strandasýslu. Gunnar Benediktsson, Hvera- gerði, Árnessýslu, Játvarður Jökull, Miðjanesi, Barðastranda sýslu og Ásmundur Sigurðsson Reyðará Austur-Skaf taf ells • sýslu. ÁLYKTUN í VERÐLAGS- OG AFURÐASÖLUMÁLUM 1. Ráðstefnan lítur svo á, að með samkomulagi sex-manna- nefndarinnar um hlutfall milli kaupgjalds og söluverðs land- búaðarvara hafi verið stigið þýðingarmikið spor í rétta átt. Leggur ráðstefnan ríka áherzlu á, að einnig eftir stríð haldist sá háttur að búvörur verðlegg- ist eftir reglum, sem fulltrúar íramleiðenda og neytenda koma sér saman um. Telur ráðstefnan eðlilegast að verð varanna sé miðað við með- albú og framleiðsluskilyrði í betra lagi. Jafnframt verður að gera sérstakar ráðstafanir á- kveðnar eftir staðháttum á hverjum tíma, til að tryggja lífsafkomu þeirra bænda: sem búa við svo slæm skilyrði, að þau veiti þeim ekki viðunandi lífskjör og lögð áherzla á að greiða þeim götu til betri lífs- skilyrða. 2. Ráðstefnan lítur svo á, að sölu og dreifingarkostnaður landbúnaðarvara sé í flestum tilfellum óhæfilega hár og legg' ur ríka áherzlu á að allt verði gert sem unnt er til að draga úr honum. 3. Ráðstefnan telur að leggja beri megináherzlu á það. að bú- vöruframleiðslan beinist inn á þær brautir, sem að þörfum neytendanna vita og telur það megin nauðsyn að taka upp ýmsar nýjar framleiðslugrein- ir og skipuleggja þær sem fyr- ir eru betur í samræmi við eft- irspurn og neyzluþörf. Lítur ráðstefnan svo á, að með núver andi afurðasölulöggjöf hafi ekki verið stefnt að þessu marki og hún sé þegar orðin úrelt og þurfi endurskoðunar við, enda hafi hún að nokkru valdið því misræmi, sem nú er milli kjöt- og mjólkurfram- leiðslu í landinu. Leggur ráðstefnan til að í þeim héruðum, þar sem sauð- fjárrækt hlýtur að verða aðal- atvinnuvegur enn um sinn, fái bændur sams konar forréttindi á innlenda markaðinum með sína framleiðslu og mjólkur- framleiðendur hafa þegar feng ið með sínar framleiðsluvörur. Ennfremur að þeim héruðum utan núverandi mjólkursölu- svæða, sem talizt geta heppi- leg til nautgriparæktar, verði sköpuð skilyrði til mjólkurfram leiðslu t. d. með styrk til þess að koma upp mjólkurvinnslu- stöðvum (þurrmjólkurvinnsla). 2. KAUPGJALDS OG VEGA- VINNUMÁL (Frá verlcamálanefnd). 1. Ráðstefnan álítur að nauð- syn sé að samræma kaup vega- vinnumanna og annarra dag- iaunamanna í sveitum landsins. 2. Ráðstefna álítur 8 stunda vinnudag í vegavinnu sjálf- sagðan og við landbúnaðarstörf þar sem því verður við komið og leggur ríka áherzlu á að lög- gjöf um þessi efni verði hald- in. 3. Ráðstefnan er mótfallin kauplækkun og telur að hún sé ekki fyrst og fremst úr- lausn hinna aðkallandi vanda- mála. 4. Ráðstefnan leggur áherzlu á að verkalýðssamtökin gang- ist fyrir því að við vinnu í slát- urhúsum og á öðrum stærri vinnustöðvum í sveitum, gildi hið sama um kaup og kjör og umsamið er á hverjum tíma við ríkisstjórnina í op.inbérri vinnu sveitum. SKIPULAGNING FRAM- LEIÐSLUNNAR ' Ráðstefnan telur brýna nauð- syn að beina þróun landbúnað- arframleiðslunnar í það horf að sem mest verði framleitt fyr ir innlendan markað, með því að dregið sé úr kjötframleiðslu, en mjólkurframleiðsla aukin í þeim héruðum, sem næst liggja helztu markaðsstöðum landsins, eða teljast vel fallin til framleiðslu á vinnsluvörum úr mjólk. Jafnhliða verður að stefna að því, að innan fárra ára verði allur landbúnaður rekinn á ræktuðu landi, eða öðru landi þess ígildi. Heppilegust leið til að ná þessu marki telur ráðstefnan vera stofnun byggðahverfa á ákveðnum stöðum, þar sem lögð sé áherzla á framleiðslu þeirra vara, sem helzt er skort- ur á í landinu, mjólkurvörur egg, grænmeti o. fl- Telur ráð- stefnan að ekki verði hjá því komizt að hið opinbera láti til sin taka meir en verið hefur, um að koma framleiðslu land- búnaðarvara á heilbrigðan grundvöll með löggjöf og fjár- iramlögum um stofnun slíkra nýbyggða á þeim svæðum, þar sem bezt skilyrði, með tilliti til landgæða, samgangna við mark aði, jarðhita, rafvirkjunar o. s. frv. Telur ráðstefnan að tillögur þeirra Steingríms Steinþórsson an búnaðarmálastjóra og Pálma Einarssonar jarðræktarráðu- nauts um stofnun byggða- hverfa, stefni í rétta átt og legg ur áherzlu á, að gripið verði til skjótra og raunhæfra aðgerða í þessu máli. Telur ráðstefnan fnimvarp þeirra Kristins E. Andréssonar og Brynjólfs Éjarnasonar merki legt laganýmæli í búnaðarmál- um og lýsir yfir eindregnu fylgi sínu við meginatriði þess. SAMSTARF VERKAMANNA OG BÆNDA Ráðstefnan lítur svo á. að í öllum meginatriðum fari svo saman bæði menningarlegar og hagsmunalegar þarfir allra vinn andi stétta í landinu, bæði til sveita og við sjó, að sem nán- ast samstarf þeirra sé þeim öll- um gagnkvæm nauðsyn til að tryggja hagsmuni þeirra allra sem fyllstum mæli. Fyrir því lýsir ráðstefnan íylgi sínu við stefnuskrá banda lags vinnandi stétta og lýsir á- nægju sinni yfir því hvað á- unnizt hefur um myndun þess. Telur ráðstefnan nauðsyn bera til, að hið bráðasta takist að sameina allar vinnandi stéttir landsins í bandalagi vinnandi stétta og þá fyrst geti verið um launverulegan einhug að ræða málum þjóðarinnar og trygg- ing fyrir því, að stefnt sé að efnahags- og menningarlegri hagsæld alþýðunnar í meðferð þeirra, þegar slíkt bandalag al- þýðunnar getur einhuga mark- að stefnu í þjóðarmálum og staðið að baki forustu þeirra hverju sinni. Ráðstefnan heitir því á Al- þýðusamband íslands og önnur þau stéttarsamtök, er þegar hafa tjáð sig fylgjandi stofnun bandalags vinnandi stétta, að kosta kapps um að fá félags- samtök bænda til þátttöku. Þá heitir ráðstefnan á alla þá sveitamenn, sem skilja nauð- syn þess bandalags, að vinna sem ötullegast að því, hver sínu héraði, að skipulögð sam- vinna megi sem fyrst takast milli alþýðu manna í sveitum og við sjó. Fyrir því samþykkir ráðstefn an að kjósa úr sínum hópi 5 manna nefnd, og sé hlutverk hennar eftirfarandi: 1. Að vinna að því, að sam- tök bænda gerist aðilar að Bandalagi vinnandi stétta og skipuleggja áhugahópa í sveit- um, er vinni að því marki. 2. Að hafa samband og sam- vinnu við Bandalas* vinnandi stétta um að tryggja sem nán- ast samstarf við alþýðu sveit- anna og fá aðstoð þess til að vinna bandalagshugmyndinni fylgi með því að komast í blöð in um málið, gefa út sérstök rit því skyni, halda uppi erinda- rekstri o. fl. 3. Að undirbúa og gangast fyrir nýrri ráðstefnu á grund- velli þeirra ályktana sem gerð- ar hafa verið á þessari ráð- stefnu þar sem saman komi fulltrúar félaga í sveitum eða áhugahópa og einstakir áhuga- menn, og leggur ráðstefnan á- herzlu á, að ráðstefna sú gæti orðið þegar á næsta hausti. FRÁ ALLSHERJARNEFND Bændaráðstefna Alþýðusam- bands íslands haldin í Reykja- vík dagana 23.-26. nóv. 1944 lýsir ánægju sinni yfir nýsköp- un þeirri, sem ríkisstjórnin hyggst að koma í framkvæmd, hvað snertir atvinnuvegi þjóð- arinnar. Sérstaklega vill ráðstefnan benda á eftirfarandi: Þar sem það er öllum ljóst, 'að landbúnaðurinn er rekinn neð seinvirkum aðferðum og hefur þess vegna dregizt aftur úr öðrum atvinnuvegum, sem hafa nútímatækni í þjónustu sína, þá lítur ráðstefnan svo á, að alger nýsköpun þurfi að eiga sér stað í landbúnaðinum á næstunni m. a. með sam- færslu byggðarinnar á þeim stöðum, þar sem hentugast er til byggðahverfa með tilliti til raforku, ræktunar, markaða o. s. frv. Einnig lítur ráðstefnan svo á, að ýtarleg rannsókn þurfi sem fyrst að fara fram á því hvem- ig eigi að haga hinum einstöku framleiðslugreinum með tilliti til hinna breytilegu búnaðar- skilyrða á hverjum stað, svo að framleiðsluvörur bænda geti verið sem allra fjölbreyttastar og um leið vandaðastar og standi fyllilega jafnfætis við landbúnaðarvörur annarra þjóða að gæðum- Ráðstefnan lítur svo á að hið sívaxandi jarðabrask sé stór- hættulegt fyrir landbúnaðinn og skorar á Alþingi að setja ýt- arlega löggjöf því til hindrun- ar, enda verði að því stefnt að ríki og hreppsfélög eignist þær jarðir, sem ekki eru í sjálfs- ábúð. Það er einróma álit ráðstefn- unnar að framvegis þurfi að verða sem bezt samvinna milli alþýðusamtakanna í bæjum og borpum og félagssamtaka sveitaalþýðunnar, svo að hinar vinnandi stéttir geti sameinazt eina órjúfandi heild, sem standi að baki þeim verkefn- um, sem núverandi ríkisstjóm hyggst að framkvæma. Frakkar gera ráðstaf- anir gegn Gyðinga- hatri Andre Tixier, innanríkisráð- herra Frakhlands, hejur tilkynnt, að gripið verði til skjótra ráðstaf- ana gegn samtökum, Gyðingahat- ara. Yfirvöldin ætla að láta fram- kvæma húsrannsóknir á heimilum og í skrifstofum og handtaka, ef þörf krefur, forystumenn hins ný- stofnaða „bandalags til varnar hagsmunum þeirra, sem keypt liafa fyrirtæki Gyðinga“. Þetta bandalag liefur mótmælt því, að þessum fyrirtækjum sé skilað aftur til Gyðinga þcirra, sem áttu þau. Það hefur sent ráðherranum á- skoranir, dreift flugritum með samskonar óhróðri gegn Gyðing- um og nazistar hafa breitt út.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.