Þjóðviljinn - 03.12.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1944, Blaðsíða 1
Sfórsfgur rauða hersíns í Ungvcrralandi lOeiis eii oinarliu nilll soiltlers los 10 mstorrihls Rússar taka Szekpzavd, Kaposovar. Paks og Dombovar Rauði herinn nálgast nú síðustu varnarlínu Þjóð- verja fyrir austan landamæri Austurríkis. Stalín marskálkur gaf út sérstaka dagskipun í gær um nýjan stórsigur 3. Úkrainuhersins í Suður-Ungverja- landi. — í tveggja daga sókn hefur hann sótt fram 50 km. á 120 km. langri víglínu og tekið borgimar Szek- szard, Kaposovar, Paks um 300 þorp og bæi. Ósigur Þjóðverja á vestur- bakka Dónár er svo herfilegur, ;aÖ talið er, að þeim muni veitast mjög erfitt að veita Rússum öfl- uga mótspyrnu fyrr en þeir koma að síðustu varnarlínu þeirra fyr- ir austan landamæri Austurríkis. Balatonvatn myndar þá varnar- línu á kafla. Rauði herinn er kominn góðan spöl norður fyrir Paks á vestur- bakka Dónár, og eru Þjóðverjar orðnir smeykir um, að Rússar hafi í hyggju að komast á bak við Búdapest. — Yfirvöld borg- arinnar eru farin að gera ýmsar ráðstafanir fil undirbúnings, ef til umsátar skyldi koma. Rauði herinn á þarna um 80 km. ó- og Dombovar auk þeirra farna norður til borgarinnar. — í þessari sókn nýtur hann stuðn- ings rússneskra skipa á Dóná. Því lengra sem rauði herinn sækir vestur á bóginn, því lengri verður undanhaldsleið þýzka hersins, sem enn er á Balkan- skaga. — Er það ekki minnsta á- hyggjuefni Þjóðverja út af sókn rauða hersins. 30 KM. FRÁ KOSICE í Tékkoslóvakíu verður rauða hernum vel ágengt. — Tók hann um 25 þorp í Slovakíu í gær, og eru nú um 30 km. frá borginni Kosice, sem Ungverjar hernámu, er þeir réðust á Tékkoslóvakíu 1938. Fyrirlitningin skín úr svip þessarar frönsku konu, þar sem hún ir á þýzkan herfanga. Ffárlagafrtiftivarpfð ÚR LÍFI ALÞÝÐUNNAR Halldór H. Snæhólm hlaut verölaunin Verðlaunin í greinasamkeppninni úr lífi alþýðunnar hlaut að þessu sinni reykvískur verkamaður, Hall- dór H. Snæhólm. Er grein hans hirt á 3. síðu. Sendið verðlaunagreinar til rit- stjórnar Þjóðviljans, Austurstræti 12, Rvík. Verðlaunin eru 100 kr„ veitt vikulega. Bandarfkiamenn komnir inn í Saarlautern 3. bandaríski herinn und ir stjórn Pattons er kom- inn inn í úthverfi Saarlaut erns í Saarhéraði. Miklir eldar loga í borg- inni eftir loftárásir og stór- skotahríð Bandamanna. Saarlautern er fyrsta stóra borg- in í Saarhéraði, sem Bandamenn komást inn í. — Hún er mið- stöð vega og járnbrauta í miklu kolanámahéraði. 9. HERINN INN í JtÍLICH 9. bandaríski herinn hefur brot- izt inn í bæinn Júlich við ána Roer og fcekið nokkurn hluta hans. — Hann er einnig kominn inn í Linn- ich. Bjart veður var í gær, og gerðu Thunderbolt-flugvé'lar miklar árás ir á varnarstöðvar Þjóðverja á eystri' bakka Roers. 1. bandaríski herinn hefur ger- Framhald á 8. síðu. # 0 I* Islenzkir sjðmenn sæmdir brezkri orðu Ftamlög til skóla, sjúkrahúsa, hafnargerða og vegalagninga stór hækkuð f,á fromvarpi fyrrverandi ríkisstjórnar Fjárveitinganefnd hefur skilað nefndaráliti um fjárlagafrumvarpið 1945. Nefndin gerir mjög víðtækar breytingatillögur við frumvarpið. Þessar eru helztar: í gær afhenti brezki sendiherr- ann, herra Gerald Shepherd, þrem íslendingum British Empire orð- una fyrir björgun brezkra sjó^ manna úr sjávanháska. Orðuna Heiilaóskir frá frjáls- um Dönum Forsætisráðhera hefur borizt eftirfarandi símskeyti frá for- ingja frjálsra Dana, Christmas Möller: „Á 26. afmæli fullveldis- dags fslands bið ég yður að móttaka beztu óskir mínar um hamingjuríka framtíð íslandi og íslend- ingum til handa.“ Forsætisráðhera hefur svarað rnieð svohljóðandi símskeyti: „Þegar íslendingar í fyrsta skipti eftir stofnun lýðveldisins minnast fullveldisdagsins, færi ég yður einlægar þakkir fyrir vinarhug yðar og glöggan skiln- ing á íslenzkum málstað. Eg óska af alhug að þér meg- ið sem fyrst snúa heim í frjálst i'öðurland.“ hlutu þeir Einar Jónasson hafn- sögumaður, Björn Guðmundsson skipstjóri og Jón Axel Pétursson hafnsögumaður. Afchöfnin fór fram að heimili brezku sendiherrahjón- anna, Höfða, að viðstöddum eig- inkonum orðuþega, skipshöfn dráttarbátsins „Magna“, hafnar- stjóra og konu hans og ýmsum yf- irmönnum brezka flotans hér við land. í ræðu, er sendiherra hélt við þetta tækifæri, skýrði hann frá at- vikum á þessa leið: „Nóttina 10. janúar 1944 strand aði brezkt herskip við Lundey í myrkri. Stormur var og úfinn sjór. Brezkur dráttarbátur fór þegar til aðstoðar, en varð að hverfa aftur vegna stórhríðar. Klukkustund síðar var önnur tilraun gerð, en vegna veðurs lét dráttarbáturinn ! ekki að stjórn, og varð aftur frá að hverfa. Hálfri klukkustund síð- ar tilkynnti skipstjórinn á brezka herskipinu, að hann væri að yfir- gefa skip sitt, og fór þá brezki dráttarbáturinn þegar í stað aft- ur á vettvang ásamt öðrum skip- um, til þess að skyggnast eftir Framh. á 5. síðu. Tekjuhlið frumvarpsins er hækkuð um rúmar 13 milljónir krónur. Gjaldahlið. Þessar eru helztu hækkanir til menntamála: 1. Til tilrauna- og æfingaskóla Kennaraskólans 250 þús. kr. (Var ekkert á frumvarpinu. 2. Til bamaskóla utan kaup- staða 800 þús. kr. í stað 400 þús. 3- Til byggingar héraðaskóla 800 þús. í stað 500 þús. kr. 4. Stofnkostnaður gagnfræða- skóla 830 þús. kr. í stað 550 þús. 5. Til íþróttakennaraskóla 150 þús. kr. (Var ekkert í frumv.). 6. Til íþrótasjóðs 600 þús. kr. (Var 450 þús. kr.). 7. Til iðnskólabyggingar 300 þús. kr. (Var 200 þús. kr.). Til vegalagninga er gert ráð fyrir 35 millj. kr. hækkun frá frumvarpinu. Fjárveitingu til hafnargerða legugr nefndin til að hækki um 13 millj. frá frumv. Lagt er til að til nýrra vita verði veitt 600 þús. í frumv. voru 250 þús. kr. Til byggingar sjúkrahúsa og læknisbústaða er lagt til að var- ið verði 13 millj. meir en frumv. gerði ráð fyrir. Þá er lagt til að tekið verði upp í frumv. 1 milljón kr. fjár- veiting til jóðminjasafns. Samkvæmt beiðni ríkisstjóm- arinnar er tekið upp á 22. gr. heimild handa ríkisstjóminni til þess að taka allt að 15 millj. kr. lán til þess að kaupa fiski- skip frá Svíþjóð. Fyrir þriðju umr. eru nokkrar breytingatillögur væntanlegar. Er þar fyrst að geta hækkun tekjubálksins, en ríkisstjómin mun ætla sér að gera tillögur þar um. Þá er enn ótekið upp í frumv. talsverð hækkun útgjalda sezr. leiða mun af samþykkt launa- laganna- Fulltrúr Sósíalistaflokksins í fjárveitinganefnd geta þess í nefndarálitinu að þeir hefðu viljað fella niður einstaka út- gjaldaliði sem enn eru á frum- varpinu, en hinsvegar óskað eft- ir að meira fé hefði verið varið til ýmsra framkvæmda. Vegna þess að óvenjulegur á- hugi mun vera meðal almenn- ings, fyrir breytingartillögum veitinganefndar, mun verða skýrt frá þeim næstu daga. Vichy-herforingi dauOúdsmdur Parísarútvarpið tilkynnir, að George Lelong, fyrrum herstjóri Vichy-stjórnarinnar í Haute Sa- voie, hafi verið dæmdur til dauða fyrir samvinnu við óvin- ina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.