Þjóðviljinn - 03.12.1944, Síða 3

Þjóðviljinn - 03.12.1944, Síða 3
'Sunnudagur 3. desember 1944. ÞJÓÐVIL JINN 3 Sjúkiingur fluttur á kviktrjám „Skútuöldin" fyrri hluti rits eftir Gils Guðmundsson kemur út eftir nokkra daga Eftir nokkra daga kemur út bók eftir Gils Guðmundsson er nefnist Skútuöldin, útgefandi Guðjón Ó. Guðjónsson. Er þetta fyrra bindi, en mikið rit, 590 bls., með um 200 myndum. Höfundur lýsir rítinu og tildrögunum að rítun þess í formála og segir þar m. a.: Það er ekki vel sambærilegt að iíerðast í flugvél, og ferðast á jörðu, .cgangandi eða ríðandi með flutning, ;gegnum skörð og óbyggðir. Ég get þó ekki varizt þess að láta mér • detta í hug hvernig sumum okkar wefnrlegu sérfróðu mönnum í flug- list, sem hafa mörgu mannslífi bjargað, mundi verða við, væru ’þeir beðnir að fara með sjúkling á ikviktrjám yfir fjallvegi. En, sem Vbetur fer, minnkar stöðugt nauð- ísyn þessháttar ferðalaga. í Núpsöxl á Laxárdal í Húna- -vatnssýslu bjó um eitt skeið ekkj- iran Kristín Jónsdóttir. Ilún hafði irnisst mann sinn fyrir mörgum ár- rum, en bjó nú með syni sínum, ’ Helga Magnússyni, er var nú orð- : inn fulltíða maður. Þegar hér var komið var Kristín «orðin slitin af elli og áreynslu; þar við bættist að nú kenndi hún van- íheilsu svo að hún lagðist rúmföst. Engin sjúkralyf dugðu og að lækn- iisráði varð að flytja hana á sjúkra- ihús, því veikin var talin vera inn- •vortis meinsemd, svo ekki dugði ,-annað en rejma uppskurð. Á þeim árum var sjúkrahús ekki ■,jiær en á Sauðárkróki, og var sú ' vegalengd talin farin á nálægt 7—8 i’klst. (lestagang). Konan gat ekki -..setið á hesti, og var því ekki um i.nein farartæki að ræða önnur • en kviktré og freista þess, livort heppnast mætti að koma henni þannig lifandi til Sauðárkróks. — Kviktré eru þannig útbúin: Smíð- .aður er kassi eða kista og á hliðar ’hennar eru ramlega festir kjálkar, verða þeir að vera það langir að þeir nái frain um klakkana á reið- iingnum á hpossinu, sem á undan •gengur og að nægilegt bil sé frá .afturenda hestsins að framenda kistunnar svo ekki rekist hún í hestinn. Sömuleiðis verða trén eða kjálkarnir að ná það langt aftur fyrir afturenda kistunnar að hægt ;sé að tengja þá við klakkana á reiðingnum á liestinum, sem á eft- ir gengur, og að hann hafi svig- rúm fyrir höfuðið, án þess að reka það i afturenda kistunnar. Taum- urinn í beizli aftari hestsins er fest- ur fram um bogann á klyfberan- \un á hestinum, sem á undan gengur, svo teymir maður fremri hestinn. Sumarið 1914, í júlímánuði, einn Ttagran sólskinsmorgun, erum við ’þrír félagar samankomnir í Núps- öxl, er áður getur. Auk mín og Hölga var Ingimundur Bjarnason frá Kirkjuskarði, sá bær er örstutt fyrir sunnan Núpsöxl, en Sneis, |>ar sem ég átti heima, var næsti jbær þar fyrir framan. Við Ingimundur vorum jafnaldr- ar og leikbræður frá æsku til full- orðinsára. Helgi var mikið yngri. Ingimundur var hagur á tré og járn og hafði hann útbúið kvik- trén. Við liöfðum tengt saman hrossin sett upp kviktrén og búið um gömlu konuna í kistunni og tryggt , allt, sem bezt að okkur gat til hugar komið svo ekkert bilaði fyr- i ir vangá á útbúnaði. Nú var lagt af stað. í huga mín- um fannst mér vera djúp alvara, ofan á henni kírnni og gamansemi, en ofst, eða fyrst og fremst spenn- ingur, eins og um stórt kapptafl væri að ræða, sem öllu yrði til að tjalda er í mér bjó og að gagni mætti koma svo það tapaðist ekki, og ég held ég geri ekki félögum mínum rangt til, þó að ég segi að þeim muni liafa verið svipað inn- anbrjósts. Við skipuðum okkur þannig: Ég átti að ríða á undan, velja leiðina yfir mýrar og keldur og segja til í tíma um allt er tvírætt gat verið framundan; Helgi teymdi hrossin, passaði að þau gengju sem jafnast og var í sífelldu talsambandi við mig, þar sem eitthvað gat verið ★ EFTIR ___________________, Halldór H. Snæhólm athugavert á leiðinni; Ingimundur reið á eftir, skyldi hann liafa vak- andi gát á því, hvernig færi á hrossunum, svo hægt væri að gera við í tima ef eitthvað virtist ætla að fara afla-ga. Nú var farið eins og leið liggur eftir Laxárdal fram í Litla-Vatns- skarð. Mikill pajrtur af þeirri leið eru mýrar með keldudrögum, sem sum eru slæm yfirferðar, en heppn- aðist þó vel'. Þá var farið austur Litla-Vatnsskarð og er þar sæmi- legur vegur, harðar melgötur. Austarlega í Vatnsskarðinu er tjörn, er talið að maður sé klukku- tíma að ganga í kringum hana, í henni er nokkur silungsveiði. Við austurenda hennar er gamalt eyði- býli er Móbergssel heitir. Þegar kemur austur úr skarðinu tekur við aifréttardalur, sem heitir Víðidalur, og talinn er liggja frá suðri til norðurs. Úr skarðinu og niður í dalinn er nokkuð brattur melur, og máttum við fara þar, sem víðar, með aðgæzlu. Norður eftir Víðidalnum er far- ið mest eftir grjóteyrum og verður oft að fara austur og vestur yfir ána, sem fellur í norðurátt. Þegar Víðidalnum sleppir, sem er fremur langur, taka við svo- kallaðir Kambar, en stutt fyrir sunnan þá er gamalt eyðibýli er Gvendarstaðir nefnast og er án- ingarstaður margra er leið eiga þarna um. Kambarnir eru í rauninni svip- aðir Giljareitunum á Oxnadals- heiði, nema hvað þeir eru mikið verri yfirfcrðar með svona flutn- ing. Vegurinn er víðast einstígis- gata, er liggur inn og út yfir krapp- ar giljaskorur (eða svo var það á þessum tíma), og er þaðan snar- bratt gljúfur niður í ána sums- staðar. Hefði t. d. annað áburðar- lirossið stigið einhversstaðar fæti út af neðri vegarbrún, hrasað hast- arlega eða dottið, mátti búast við að hitt hefði farið fram af og þann- ið oltið bæði í loftköstum sína síð- ustu för niður í gljúfrið. Við félagar vissum því að hér mátti ekkert út af bera, því ef svo mundi verða, yrðu þau sár og inn- antökur, er af því hlytust, ekki læknuð með plástrum eða inn- tökulyfjum. Við samstemmdum okkar sálarkrafta með lraghrifum til áburðardýranna, að hér mætti alls ékkert fótmál misstigið verða. Stanzlaust og farsællega gekk okkur yfir Kambana. Nokkru eftir að Kömbum slepp- ir er farið fram hjá Ilryggjum, það er eitt býlið er síðast fór í eyði á þessari leið. Eftir nokkurn tíma förum við niður hjá bænum Skollatungu og er það fyrsta jörð- in, sem er byggð er þarna kemur norður. Eftir skamman tíma erum við svo komnir ofan að Gönguskarðsá, yfir hana þurftum við að fara, hún var í miklum vexti og kolmórauð. Við stígum hér af hestbaki og liöld- um ráðstefnu. Til athugunar kom: Áttum við að fara ofan á brú, sem var á Gönguskarðsá, það var stór krókur, en við máttum búast við að ná ekki fyrir háttatíma til Sauðárkróks mcð því móti. Þá kom líka það til greina, að komast yfir Karlá, það er þverá, sem var brú- arlaus, er stórgrýtt og straumhörð, hún rennur í Gönguskarðsá fyrir neðan tungusporðinn; var vafa- samt hvort hættuminna væri að fara yfir hana en liina, þó hún væri vatnsmeiri, aftur á móti þótti okkur mjög illt að bíða þarna fram undir morgun, að draga færi vöxt- inn úr ánum. Það varð nú að ráði að Helgi ríður laus yfir ána til að sjá hvað hún var djúp, því illt var að gizka á það vegna þess hvað hún var mórauð. Vatnið tók neðan á síðu á hestimim hjá Helga. Að öllu þessu athuguðu, er lagt út í ána hægt og gætilega, hross- unum er frekar stefnt í strauminn, svo vatnsþunginn liggi ekki eins þungt á síðum hrossanna er í strauminn sneru. Ilappi hrósandi með sjálfum okkur lítum við með sigurglotti hver til annars yfir því að nú sé komið yfir síðustu torfæruna. Klukkan að ganga ellefu um kvöldið vorum við komin ofan á Sauðárkrók. Áhyggjur dagsins ruku nú af okkur, sem ryk fyrir vindi. Við urðum feignir að mega nú hrifsa til höndunum, taka þessi kviktré niður, leysa sundur hrossin, sem vafalaust voru orðin all-þreytt, taka sjúklinginn, er varla hafði hcyrzt til stuna né hósti allan þenna langa dag og aldrei eitt æðruorð í gegnum allt volkið, leggja hann inn í sjúkrahúsið, korna hestunum í liaga, neyta máltíðar og síðan að leggjast til svefns. Morguninn eftir ákvað Ilelgi að hann ætlaði að verða eftir á Króknum og vita frekar um afdrif móður sinnar, en við Inginrandur skyldum fara lausir heim. Það var illfáanlegt áfengi á þess- um árum, ég fór samt á stúfana „Snemma árs 1943 vakti Guð- jón Ó. Guðjónsson máls á því, hvort ég vildi taka saman rit um þilskipaveiðar íslendinga, ef hann kostaði samningu þess og sæi um útgáfuna. Þetta var þó því skil- yrði bundið frá lians hálfu, að handriti væri skilað svo snemma, að bókin gæti komið út á næsta ári. Eg þóttist ekki við því búinn að gefa greið svör og ákveðin þegar í stað. Um tveggja ára skeið hafði ég dundað við það í tómstundum mínum að safna ýmsum frásögn- um og fróðleik um sjósókn Vest- firðinga á liðnum tímum. Var sú söfnun ekki kerfisbundin á nokk- urn hátt, en það eitt bókfest, sem lá hendi næst og hægast var að ná til. Vakti það fyrir mér, að vinna síðar úr þessum brotum, og semja þá ritkorn, sem borið gæti nafnið: Vestfirzkir sjómenn. Skyldu það vera lýsingar á sjó- mennsku Vestfirðinga við margvís- legar veiðar, ólíka staðhætti og mismunandi skipakost. Þótt ég hefði ekki unnið að heimildasöfn- un öllu lengur eða meira en þetta, var mér samt orðið Ijóst, að slík störf voru engin áhlaupaverk. Eg gekk þess þvi ekki dulinn, að vand að og rækilegt heildarrit um þil- skipaútgerð íslendinga krefðist mikillar elju og langs tíma, ef vel ætti að vera. Þótti mér lítil von til til manns er ég var málkunnugur og haíði nokkrum sinnum gist hjá. Ég hitti hann nálægt bústað sín- um í smíðaslcúr, og • var hann að hcfla hrífuskaft. Ég ber formála- laust upp erindið, sem var að fá hjá honum „bragð“; hann tekur þessu skratti þurrlega, þó verður sá endir, að hann gefur okkur Ingimundi það vel í gogginn, að við vorum orðnir vel kjafthýfir. Vel verði þessum manni fyrir greiðann, hvort hann er nii lífs eða liðinn, sem ég ekki veit. Við Ingimundur hypjum okkur nú upp á klárana, ríðum í kring- um sjúkrahúsið áður en við lögð- um af stað og vinkum til Kristínar Jónsdóttur gegnum glugga, og sú gamla gaf táknsvar. Við félagar töldum frekar í huga okkar að þetta myndi vera okkar hinztu kveðjur, En Jónas Kristjánsson, sem þá var þarna læknir, gerði þessa hinztu kveðju hugmynd okkar ó- merka; því eftir tæpa árs vist á sjúkrahúsinu sendir hann hana heim, og stóð liún enn um skeið fyrir búi með Helga syni sínum. Kristín bað mig að gera um sig eftirmæli, og efndi ég það loforð mi(t haustið 1925, að henni nýlát- inni. Okkur Ingimundi sóttist ferðin greiðlega til baka, því við vorum á harðóhnum hestum og erum nú fyrir löngu komnir heim. 3. september 1944. Ilcdldór II. Snœhólm. þess, að það yrði samið á einu ári, jafnvel þótt beitt væri til allri orku, hvað þá heldur ásamt öðr- um störfum að meira eða minna leyti. Bezt væri að flasa að engu, og semja slíkt rit smám saman á löngum tíma. Þá var það til mik- ils óliagræðis, að margvísleg gögn af Landsbókasafni og Þjóðskjala- safni, sem að notum mátti koma, höfðu verið flutt burtu vegna stríðsins, og voru óaðgengileg með öllu. Loks þóttist ég sjá allmörg tormerki á þessu starfi fyrir mig, lítt vanan ritstörfum, sem reynd- ari manni yrðu ekki til trafala. Var ég á fremsta hlunn kominn með að hafna tilboði Guðjóns, og afsala mér öllum slíkum vanda. Á hinn bóginn var því ekki að neita, að mér þótti verkefnið girnilegt og hefði fúslgea viljað glima við það við hagkvæmari skilyrði. Þá var mér það Ijóst, að þótt sumt kynni að auðveldast við biðina, væri þó ákveðinn þáttur þessa verks, sem ekki þyldi neina bið. Skútutím- inn var svo löngu liðinn, að heim- ildamenn, einkum hinir beztu, voru mjög við aldur og féllu óðum í valinn. Færi svo, að starf þetta væri látið bíða árurn saman, eða að minnsta kosti fram yfir stríðs- lok, gæti meira tapazt á öðrum vettvanginum en ynnist á hinum. Eftir að hafa lragsað málið um stund, ákvað ég að láta kylfu ráða kasti og taka að mér samningu ritsins. Taldi ég líklegt, að naum- ast yrði verr af stað farið en heima setið, og gerði mér nokkrar vonir um að bjarga einhverjum þeim fróðleik, sem ella hefði farið í glat- kistuna. Ilitt var mér þegar Ijóst, að missmíð yrðu mörg á ritinu, þar sem tíminn var í styttra lagi, söfn rúin liandritum og mörg vand kvæði önnur. í byrjun maímánaðar 1943 hófst ég handa. Fyrsta verkið var það að gera sjálfum mér nokkra grein fyrir hinu væntanlega riti. Að því loknu samdi ég ávarpsorð til gam- alla skútumanna, og voru þau send víða um land. Þar segir svo:: „Enginn er sá maður á þessu landi, að hann liafi ekki heyrt tal- að um skútuöldina svonefndu, og viti á henni einhver deili. Hitt mun rétt vera, að myndin, sem yrfgri kynslóðin gerir sér af tíma- bili þessu, er harla óljós og þoku- kennd. Þilskipin heyra nú fortíð- inni til, og þeir dagar eru liðnir, er menn gátu kynnzt þeim af eig- in sjón og raun. Héðan af er frá- sagnirnar einar við að styðjast. Það er því hin brýnasta nauð- syn, að þeir sem muna þessa tíma, lýsi þeim eins vel og framast verð- ur auðið, áður en það er um sein- an. Þilskipin eiga sér mikla og merkilega sögu. Óhætt er að full- yrða, að útgerð þeirra var ein- hver traustasta undirstaða allra framfaranna, sem hér urðu á öld- inni sem leið. Aldrei hefði íslend- Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.