Þjóðviljinn - 07.12.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1944, Blaðsíða 2
> ÞJÓÐVTLJINN Finmitudagur 7. desember 1944.. Deilan nm Dyrhólafélagið rakin flralöngu misrétti og ðgreiningsmálum lokið Viðtal við Gunnar Stefánsson fulltrúa Verkalýðsfélags Dyihólahrepps á AIÞýðusamhandshinginu Hannibal, Sæmundur & Co. héldu á Alþýðusambandsþinginu nppi mikliun áróðri gegn fulltrúa Dyrhólahreppsfélagsins á þinginu og blésu sig út, ásamt Alþýðublaðinu, yfir þeirri „lögleysu kommúnista“ að fulltrúa þessa félags skyldi vera veitt þingseta með fullum réttindum. Fréttamaður Þjóðviijans hafði tal af Gunnari Stefánssyni fulltrúa Dyrhólafélagsins á Alþýðusambandsþinginu og ynnti hann um deilumál Dyrhólafélagsins og Víkurfélagsins og fer frá- sögn hans af þeim málum hér á eftir. — Hvað viltu segja mér um félag ykkar Dyrhólahrepps- manna og deilu þá sem hafin var út af þér sem fulltrúa á Al- þýðusambandsþinginu ? — Eg vil gjama taka fram nokkur atriði vegna misskiln- ings er gætti gagnvart upptöku- beiðni Verklýðsfélags Dyrhóla- hrepps og mér sem fulltrúa þess, og einnig vegna rang- færslna Alþýðublaðsins í þessu máli. VERKLVDSFÉLAG DYR- HÓLAHREPPS STOFNAÐ FYRIR 9 ÁRUM. — VAR HINDRAÐ í ÞVÍ AÐ GANGA í ALÞÝÐUSAMBANDIÐ — Það er þá í fyrsta lagi, seg ir Gunnar, að þeir, sem fjand- sköpuðust gegn félaginu og mér sem fulltrúa þess, gátu aldrei annars en að félagið hafi ver- ið stofnað 15. október s.l., en sannleikurinn er að félagið var stofnað um áramótin 1935— 1936. —'Hvers vegna var félagið þá ekki í Alþýðusambandinu? — Félagið sendi inntöku- beiðni til Alþýðusambandsins og ítrekaði þá beiðni oftar en einu sinni og fékk vilyrði fyr- ir upptöku. Þáverandi framkvæmdastjóri, sem ég ætla að hafi verið Jón Axel, tók vel í þá málaleitan okkar en kvaðst fyrst þurfa að tala við formann verkamanna- félagsins Víkings í Vík, sem þá var Óskar Sæmundsson. Maður- inn sem fór með inntökubeiðni félags okkar til Alþýðusam- bandsins var Guðmundur Bjömsson, Hryggjum. — Hvemig fór svo? — Eftir að framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins hafði talað við Óskar Sæmundsson taldi hann ómögulegt að taka félag okkar í sambandið á þeirri for- sendu að Víkurbúar hefðu sett starfssvæði Víkings í báða hreppana, Hvammshrepp, sem Vík er í, og Dyrhólahrepp. FÉLAGSSVÆÐIÐ SETT ÁN SAMÞYKKIS DYRHÓLA- HREPPSMANNA OG ÞEIM SÍÐAN BOLAÐ FRÁ VINNU — Þessa ákvörðun, að láta starfssvæði Víkurfélagsins ná einnig yfir Dyrhólahrepp, tóku | Víkurbúar án þess að leita þar álits eða samþykkis Dyrhóla- hreppsbúa- — Vilduð þið ekki vera í Vík- urfélaginu? — Við sáum það frá upphafi, að það var stefna þeirra Víkur- búa að láta okkur ekki hafa neina vinnu fyrr en þeir gátu ekki torgað henni sjálfir. Auk þess er erfitt fyrir okkur að sækja fundi í Vík, þar sem um langar vegalengdir er að ræða, eða um 20 km. vestast úr hreppnum. VINNUSKIPTASAMNINGUR SEM ALDREI VAR HALDINN — Svo gekk í þessu þófi hjá okkur allt til ársins 1939 að fyrir atbeina Alþýðusambands- stjómarinar var gerður samn- ingur um vinnuskipti milli hreppnanna og var hann í aðal- atriðum þannig, að vinnuskipt- ing skyldi grundvallast á deilda skiptingu, skyldu félagsdeild- imar vera tvær, hvor í sínum hreppi, og væri aðalstjóm fé lagsins skipuð mönnum úr hvor um hreppi sem næst að jöfnu. Það var aldrei haldinn sam- eiginlegur fundur til þess að •ganga frá þessum samstarfs- grundvelli, en hann var undir- skrifaður af báðum aðilum. Var þetta gert fyrir milligöngu Ósk- ars Sæmundssonar. En strax og samningur þessi átti að koma til framkvæmda var hann þverbrotinn. Það var margviðurkennt af Alþýðusambandsstjórninni að Víkurbúar brutu þennan samn- ing, og síðan héldu þeir upp- teknum hætti að bola okkur frá vinnu, jafnt í okkar hreppi sem þeirra og boðuðu þeir okkur ekki á fundi — hafi þeir ein- hverjir verið haldnir. ÞETTA VARÐ TIL ÞESS AÐ DYRHÓLAHREPPSMENN GENGU ÚR FÉLAGINU — Þetta varð til þess að flest- ir félagsmenn úr Dyrhóla- hreppi, sem þá voru í Víking, gengu úr félaginu, því þeir sáu sér ekki til neins að vera í fé- iaginu, og var enn á ný leitað til Alþýðusambandsins til þess að fá þetta leiðrétt — eftir ár- angurslausar tilraunir að ná samkomulagi beint við Víkara. Gunnar Stefánsson. Alþýðusambandið fékk engu áorkað, þrátt fyrir yfirlýstan vilja sambandsstjómar að fá þetta leiðrétt. VÍKURMENN HAFA SAM- KOMULAGSVILJA SAM- BANDSSTJÓRNAR AÐ ENGU — Svo var það veturinn 1943 að ég átti tal um þetta við sambandsstjóm og lofaði hún að leysa þetta mál, og sagði að við skyldum ganga í Víkurfé- lagið aftur. Þetta gerðum við smámsaman og munu allmargir hafa gengið í Víkurfélagið aft- ur- Síðastliðinn vetur, í marz, sendi sambandsstjórn báðum aðilum bréf, þar sem hún skor ar á báða aðila að semja sam- eiginlega um vinnuskiptinguna og höfðum við Dyrhólahrepps- menn ekkert við það að athuga, ef hægt væri að fá trygga samn inga. Stjórn Víkings — en bréfið var sem fyrr segir sent til beggja, Dyrhólahreppsmanna og Víkurbúa — lét ekkert frá sér heyra, og var ekkert samið. BRÉF SAMBANDSSTJÓRNAR FÉKKST EKKI RÆTT í VÍKING — í haust, 17. sept s.l. héldu Víkingar fund til þess að kjósa fulltrúa á Alþýðusambandsþing. Þessi fundur var ekki boðaður Dyrhólahreppsmönnum fyrr en kvöldið áður og margir fengu ekkert um hann að vita. Eg komst þó á þennan fund og eitthvað 5 aðrir úr Dyrhóla- hreppi. Eg spurði þá Víkings- menn að því hvort þeir hefðu fengið fyrrnefnt bréf sambands- stjórnar, viðurkenqdu þeir það. Var mér leyft að lesa bréfið fyrir fundinum og bar ég fram tillögu um að skipa nefnd í mál ið, en formaður neitaði að bera hana undir atkvæði, neitaði að láta ræða þetta mál og sleit fundi í hasti. Fulltrúakosning var um garð gengin þegar við komum á fund inn. Þetta hvorttveggja kærðum við til sambandsstjórnar. Heita vatnið íbúar á Skólavörðuholti bölva sáran þessa dagana. Heita vatnið hverfur kl. 3—5 á hverj- um degi, eftir það verða þeir að sitja í kuldanum. Hugsið ykkur bamaf jölskyldur, sem verða að búa við þetta ástand. Flestir vilja komast hjá því að fara að kynda með kolum aft- ur, þar sem þeir hafa borgað offjár fyrir hitaveitulögn, sem síðan er þeim sama og ónýt. Eg hitti maim í gær, sem vildi fara í mál við hitaveituna vegna þessara svika. Ekki veit ég hvemig sá málarekstur gengur, en eitt er víst að hér er um mistök að ræða, sem geta orðið bæjarbúum dýr. Á 1. hæð og 3. hæð Annan mann hitti ég nýlega AÐ TILHLUTUN SAMBANDS- STJÓRNAR VAR HALDINN ANNAR FUNDUR TIL AÐ RÆÐA MÁLIÐ, EN VÍKARAR SAMÞYKKTU AÐ VÍSA ÞVÍ FRÁ — Kæra okkar varð til þess að þeir urðu að halda annan fund, bæði til þess að afgreiða þetta mál og einnig til þess að kjósa fulltrúa. Sá fundur var haldinn 8. okt- og sendi sam- bandsstjóm mann á þann fund. Við fórum fram á það að deilumálin yrðu rædd fyrst, því ef horfið yrði að því ráði að skipta féiagssvæðinu í tvö sjálf- stæð félagssvæði leiddi það af sjálfu sér að við tækjum ekki þátt í fulltrúakosningu í Vík- urfélaginu. Stjórn Víkurfélagsins fékkst [ ekki til að ræða deilumálin á undan og vorum við því neydd- ir til að taka þátt í fulltrúa- kosningu í Víkurfélaginu. Að kosningu lokinni vom deilumálin tekm fyrir. Fulltrúi sambandsstjómar, Jón Rafns- son, lagði þar fram ákveðnar tillögur til grundvallar vinnu- skiptingunni, sem átti að gmnd- vallast á lengdum veganna í hvorum hreppi um sig. En þó að þetta mál væri tekið til um- ræðu vildu Víkurbúar ekki ræða það og samþykktu þeir að vísa þvi frá. VIÐ HÖFÐUM ÁKVEÐIÐ AÐ ENDURSTOFNA FÉLAG OKKAR EF EKKI NÆÐIST SAMKOMULAG — Við, Dyrhólahreppsmenn, höfðum haldið fund 1. okt. og samþykktum við þar að endur- stofna okkar eigið félag, ef svo skyldi fara að viðunandi samn- ingar.næðust ekki við Víkara um vinnuskiptingu milli hrepp- anna. Að loknum Víkurfundinum, sem fyrr getur, sendum við Alþýðusambandsstjórn umsókn um upptöku í sambandið, en vildum. ekki kjósa fulltrúa á sambandsþing fyrr en við hefð- um fengið svar sambandsstjórn- sem á heima neðarlega í Skóla- vörðuholti. Hann býr á 3. hæð. Vatnið hverfur hjá honum kl. 3—4 daglega. Fólkið á 1- hæð hefur aftur á móti nóg vatn fram til kl. 7—8. Þessar tvær fjölskyldur hafa nákvæmlega jafn stórar íbúðir og jafn stóra ofna, og þær borga jafn mikið fyrir hitann, þótt önnur hafi hann að jafnaði 4—5 klukku- stundum skemur, þar sem einn mælir er fyrir allt húsið, en hitanum jafnað niður eftir ele- mentafjölda. Svona misrétti er ekki hægt að lagfæra nema nægilegt vatn fáist, eða aðrar ráðstafanir gerðar, sem duga. Kalda vatnið Ekki bætir það skap íbúanna á Skólavörðuholti, að þeir fá Framh. á 5. síðu. ar við upptökubeiðni okkar.. Svar sambandsstjórnar fengum við 20. okt. og var þar sagt að' upptökubeiðni okkar hefði ver- ið samþykkt 15. okt-, og boðuð- um við þá strax fund til þess að kjósa fulltrúa á sambands- þing og var sá fundur haldinn tveim dögum síðar, eða 22. okt. Það var því fjarri allri sann- gimi að ásaka félag okkar fyr- ir það, að hafa ekki kosið full- trúa sinn á sambandsþing fyrir 15. okt., þar eð félagið fékk eigi upptöku í sambandið fyrr en a& kvöldi þess dags- Með sama rétti hefði mátt útiloka t. d. fulltrúann frá Verklýðsfélagi Hofsóss, sem samþykkti ekki að> sækja um upptöku í sambandið né kaus fulltrúa sinn fyrr en undir þingbyrjun. VONAST EFTIR AÐ FÉLÖGIN EIGI EFTIR AÐ VINNA SAM- AN SEM JAFNRÉTTHÁIR AÐILAR — Þá hef ég sagt þér frá gangi deilumálanna, segir Gunn ar. Það er von mín, að erfiðasti hnúturinn sé leystur með þess- ari niðurstöðu og að þessi tvö félög eigi eftir að vinna sam- an í bróðerni að málum sveit- arinnar og alþýðunnar sem heildar, sem tveir jafnréttháir aðilar innan Alþýðusambands íslands. SMÁBÆNDUR, SEM VERÐA AÐ VINNA UTAN HEIM- ILIS SÍNS — Hvað eru margir í hinu endurstofnaða félgi ykkar? — í Víkurfélaginu voru aldrei fleiri úr Dyrhólahreppi þegar bezt lét, en 30 manns og allt niður í 10, en nú eru í félagí okkar 54. í félaginu eru mest smábænd- ur, sem verða að vinna utan heimilis, verða margir þeirra að sækja vinnu langt út fyrir hreppinn, bæði á vertíð og síld. Ennfremur eru í félaginu marg- ir ungir menn, sem ekkert hafa nema sína eigin vinnu. J. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.