Þjóðviljinn - 07.12.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.12.1944, Blaðsíða 7
WÖÐVILJINN Fimmtudagur 7. desember 1944. «e ---:--— IACK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa þessu, og þegar allt er komið 1 kring getur þú neitað því þegar þú vilt. Þeir tóku saman höndum til þess að staðfesta mál- ið og fóru síðan að taka saman ráð sín um atlöguna. En stormurinn, sem kom þjótandi úr norðvestri hafði allt annað 1 hyggju handa Blossa og skipshöfn hans. Þegar miðdegisverðurinn var snæddur, varð að rifa segl in enn meira, og þó var stormurinn ekki kominn í al- gleyming enn. Hafið var nú orðið að látlausum vatns- fjöllum, tígulegum en hættulegum. Það var einungis þegar svo bar við, að skúturnar urðu samferða upp á einhvern ölduhrygginn, að þær urðu sýnilegar hvor annarri. Við og við skullu sjóarnir yfir stýrisrúmið og brotnuðu á káetunni. Jói var settur við litlu dæluna, til að halda austurrúminu þurru. Klukkan þrjú gaf Franski Pési Hreininum merki, að hann gæti beitt móti vindinum og sett út rek- akkeri. Það var stór segldúkspoki, sem haldið var opn- um með þríhyrndri sperru. Við hann var fezt taug, á sama hátt og við flugdreka, svo hann sneri þannig við, að hann tæki sem bezt móti sjóunum. Þetta gerði það að verkum, að skútan sneri bógnum móti vindi og öldugangi og fór eins vel og unnt var í storm- inum. Rauði Nelson veifaði til merkis um, að hann skildi og hvetti hann til að halda áfram. Franski Pési fór fram á til þess að kasta út rek- akkerinu og fékk Friskó Kidda stýrið, til þess að hann gæti í tæka tíð undið skútunni í vindinn. Frakkinn stóð á hálu framþilfarinu og beið eftir góðu færi. En í sama vetfangi hófst Blossi upp á háan ölduhrygg og í því að hann fór yfir hæsta hrygginn og reyndi að reisa sig á réttan kjöl, hreif hann áköf vindhviða. Eins og á stóð, gat hann ekki látið undan hinum óvænta þrýst- ingi stormsins. Það heyrðist hár brestur og síðan ógurleg háreysti. Stálreiðinn tók með sér rennikaðlana, siglutréð, fokkan, stórseglið, trissur, rár, rekakkerið og Franski Pési — allt steyptist útbyrðis. Af tilviljun náði skipstjórinn í stag og hékk á bugspjótinu. Drengirnir hlupu framá, til þess að bjarga honum, og Rauði Nelson, sem sá slysið, sneri skjótt við og kom þeim til hjálpar. XX. f háska. Franski Pési var ómeiddur eftir byítuna, en rek- akkerið hafði ekki sloppið eins vel. Greipiráin hafði stungizt gegnum það, svo það varð nú ekki að miklu liði. Rekaldið, sem hékk á skipshliðinni, dró skipið sniðhalt móti öldunum. Það var raunar ekki hættulegt, en hagstætt var það ekki. Far vel, gamli Blossi. Þú aldrei framar nota vind. Þú aldrei framar spreyta þig við ríkra manna lysti- skútur! Þannig voru harmatölur skipstjórans, þegar hann leit úr stýrirúminu votum augum yfir skaðann. Jafn- vel Jói, sem var illa við hann, vorkenndi honum. Áköf vindhviða þreif í úfinn öldukamb og þeytti honum yfir varnarlausa skútuna. Er ekki hægt að bjarga henni? spurði Jói. Friskó Kiddi hristi höfuðið. Ekki peningaskápnum heldur? Óhugsandi. Engin skúta, er svona væri stödd, mundi komast lengd sína þótt allt gull heimsins væri í boði. Eins og nú horfir við, verðum við að finna eitthvert ráð til þess að bjarga sjálfum okkur. VINIR ERICH MARIA REMARQUE: ur. En þá varð hann þess var að „Karl“ var enn á hlið við hann. Maðurinn rétti úr sér í sætinu, brosti af meðaumkvun og jók hraðann. En Karl“ fylgdi honum eftir. Hann var eins og ófreskja við hliðina á hinum bílnum, gljáandi og ó- skemmdum. Maðurinn greip fastar um stýrishjólið. Það var auðséð, að hann var orðinn óþolinmóður og ætlaði að sýna okkur hvað hann gæti. Hann jók enn hrað- ann, en það dugði ekki. Þab var eins og ófreskjan væri bundin við hann. Bílamir óku samhliða enn um stund. Vörubíll kom á móti okkur. Buickbíllinn varð að dragast aftur úr og rétt á eftir kom líkvagn, sem líka varð að rýma fyrir. Maðurinn í Buickbílnum hafði misst kjarkinn. Hann var eldrauður í andliti, laut höfði og beit saman tönnunum, eins og sáluhjálp hans væri undir því komm, að hann kæmizt fram fyrir bílgarminn, sem rann við hlið hans. Við bárum aftur á móti höfuðið hátt qg vorum kæruleysislegir á svip- inn, rétt eins og við hefðum ekki hugmynd um Buickbílinn- Við Köster horfðum fram á veg- itm en Lenz upp í loftið og var hann þó að springa af æsingu. Köster deplaði til okkar aug- unum og hægði ferðina lítið eitt. Þá komst Buickbíllinn of- urlítið á undan, skreið fram- hjá okkur, • breiður og gljáandi og blés blárri benzín gufu í áttina til okkar. Eftir andartak var hann kominn tuttugu metra á undan. Þá gægðist andlit mannsins út í gluggann,rautt, sveitt og brosandi. Stærilætið var horfið úr svipnum og bros- ið lýsti ekki fyrirlitningu. All- ur virðuleiki hafði sópast af honum. Hann bara hrósaði sigri ofsakátur. Hvað var orðið af höfðingjanum? En maðurinn lét sér ekki nægja að líta á okkur. Hann veifaði hendinni til merkis um, að við skyldum koma á eftir- Hann gerði það með sigurvissu af sjálfsáliti. „Otto“, sagði Lenz í hvatn- ingartón. * En þess þurfti ekki með. „Karl“ tók sprettinn og hönd mannsins í Buickbílnum hvarf snöggt inn um gluggann aftur, því að við höfðum fylgt bend- ingunni og héldum áfram — og það á fullri ferð. Fyrst nú veittum við manninum sjálfum athygli og litum sakleysislega á hann. Hvers vegna hafði hann gefið okkur bendingu um að halda áfram? En maðurinn leit undan, órólegur að sjá, en „Karl“ brunaði framhjá honum hulinn rykmekki. „Vel af sér vikið, Otto“, sagði Lenz við Köster. „Sá hefur ekki góða matarlyst í kvöld, spái ég.“ Við vorum vanir svona elt- ingaleikjum. „Karl“ mátti ekki koma út á þjóðveginn, án þess að einhver færi að elta hann uppi. Það var eins og hungraðir kettir sæju vængbrotna kráku. Ástæðan var sú, að „Karl“ var fáséð skrifli í sjón að sjá. Menn héldu, að hann færi ekki hrað- ara en fjörutfu kílómetra á klukkustund, í mesta lagi. En hann náði hundrað og áttatíu. Jafnvel gæflyndum mönnum, sem komu akandi með fjöl- skyldu sína, datt í hug að gera sér það til gamans að fara fram úi honum, og stundum greip þessi sami gáski gamla, skeggj- aða menn, þegar þeir sáu bíl- ófreskjuna framundan á vegin- ^um. Hver gat varast það, að kappakstursvél leyndist í þessu hlálega farartæki? -----Við námum staðar við ofurlítið veitingahús og skreidd umst út úr bílnum. Kvöldið var kyrrlátt og bjart og fjólubláum lit sló á óplægða akrana. Skýin liðu eins og fuglar með þönd- um vængjum um blágrænt him- inhvolfið. Tunglið var að koma upp. Brumið var að springa út á nöktum greinum trjánna. Inn an úr veitingahúsinu barst ilm- ur af steiktri lifur og lauk. Við urðum matbráðir. Lenz flýtti sér inn í húsið. Hann kom aftur hinn kátasti og sagði: ,,Þið verðið að flýta ykkur, ef þið viljið komast í krásina, áður en það bezta er búið.“ í sami bili kom Buickbíllinn á fleygiferð og nam staðar við hlið „Karls“. „Hallo!“ sagði Lenz. Við stóð- um kyrrir af forvitni. Maðurinn steig út úr bílnum. Hann gaf „Karli“ illt hornauga og dró af sér gula svínsleðurhanzka. Eftir dálitla umhugsun sneri maðurinn sér að Köster og spurði: „Hverskonar hjólatík er þetta?“ „Voruð þér að segja eitt- hvað?“ spurði Köster seinlega eins og hann ætlaði að kenna manninum kurteisi. Manninum rann í skap og hann hreytti út úr sér bæði gramur og forvitinn: , Eg var að spyrja um þennan bíl.“ Við vorum ekki farnir að svara, þegar afturdyr Buick- bílsins opnuðust, grannir fót- leggir komu í ljós og stúlka steig út úr bílnum. Hún kom í áttina til okkar. Við horfðum undrandi hver á annan. Köster rétti úr sér. Gleði svipur færðist yfir þeldökkt and lit hans. Við fórum allir að brosa. — Eg veit ekki hvers vegna. Maðurinn horfði undrandi á okkur. Hann var enn á báðum áttum. Að lokum kvnnti hann sig. „Binding,“ sagði hann og varð óðar aðgengilegri við að nefna nafn sitt- Við urðum lika allt í einu vingjarnlegir. „Otto, blessaður, sýndu honum bilinn,“ sagði Lenz. Binding virtist einmitt hafa beðið eftir þessu. Hann bráðn- aði eins og smjör, þegar Köster opnaði vélhlíf bílsins og laut ástúðlega niður að honum eins og fallegri stúlku. Og Binding hvarf hálfur ofan í vélarrúmið. Unga stúlkan fylgdist ekki með þeim. Hún stóð þegjandi hjá okkur Lenz í forsælunni. Yndisþokki hennar naut sín til fulls þarna í hálfrökkrinu. Hár- ið gægðist örlítið fram undan húfunni hennar. Eg bjóst við að Lenz mundi láta eitthvað til sín heyra. Hann lét aldrei tækifær- in ganga sér úr greipum. En. hann virtist hafa misst málið.. Hann, sem annars var eins og óðinshani! Nú stóð hann stein- þegjandj og glápti á hana svo að augun urðu eins og undir- skálar. „Við biðjum afsökunar,“ sagði ég loksins. „Við tókum ekki eft- ir yður í bílnum. Þá hefðum við ekki farið í kappakstur.“ „Því ekki það?“ sagði hún brosandi. „Það var ekki neitt ægilegt.“ „Nei, kannski ekki beinlínis ægilegt, en ekki nærgætni held- ur. Okkar bíll hefur tvö hundr- uð kílómetra hraða, eða því sem næst. En það gátuð þið ekki vitað.“ . Hún laut áfram og stakk höndunum í kápuvasana. „Það er satt. En þegar við ætluðum að komast á undan ykkur, héld- um við að okkar bíll færi helm- ingi hraðara en ykkar, svo að við höfum ekki verið sérlega nærgætin heldur. Eða hvað?“ „Hvað um það,“ sagði ég og sparkaði til hliðar fallinni trjá- grein. „Við stóðum 'betur að vígi. Binding var víst orðinn grarnur.1 Hún ypti öxlum. „Menn verða að sætta sig við að tapa.“ „Að vísu, en —“ Nú varð þögn. Eg leit á Lenz. En síðasti draumóramaður ald- arinnar bara glotti um tönn., góndi heim að húsinu og kom mér ekki til hjálpar. Hægur þytur fór um birki- limið. Hæna gargaði að húsa- baki. „Það er góða veðrið,“ sagði ég út úr neyð. „Yndislegt!“ sagði unga stúlk an. „Og milt,“ bætti Lenz við. „Já, ákaflega milt,“ endurtók ég- Nú varð aftur þögn. Stúlkan áleit sjálfsagt að við værum meiri háttar aular. Lenz saug upp í nefið. „Steikt epli,“ sagði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.