Þjóðviljinn - 09.12.1944, Page 1
Öll frjálslynd öíl i Bretlandi fordæma
framferði Churchills i Grikklandí
Bandamenn ifir
Saar á nýjum
stöðum
Bandamenn fóru í gœr yfir Saar-
ána á fjórum nýjum stöðum hjá
S aarre guemines.
Þeir eru nú aðeins 5 km frá
Saarbrúcken.
í sókn sinni frá Saarlautern nið-
ur með ánni eru þeir komnir að
borginni Dillingen.
9. herinn er kominn að ánni
Roer á þrem nýjum stöðum.
Um 5 km fyrir suðaustan Jiilich
sést mikil hreyfing á Þjóðverjum.
Hardar árásír á sfjórnína í brezka þínginu
StöðuQ sókn i
Uigverialatdi
„Verkamannaflokkurinn brezki mun ekki láta við-
;gangast að bardagar milli brezka hersins og Grikkja
haldi áfram“, sagði einn áhrifamesti maður flokksins,
Arthur Greenwood, í umræðunum um Grikklandsmálin
í brezka þinginu í gær.
Var deilt svo harðlega á stjómina af fulltrúum
allra flokka nema íhaldsflokksins, að Churchill hefur
aldrei átt að mæta slíkri gagnrýni síðan hann tók við
stjóm, enda krafðist hann traustsyfirlýsingar í lok um-
ræðunnar.
Talsmaður Verkamannaflokks- |
ins (Labour Party) lagði til að
Bretar beittu áhrifum sínum í
Grikklandi í þá átt að stuðla að
myndun samstjómar allra þeirra
flalclca, sem barizt hefðu gegn
Þjóðverjum, og vœri ráðlegt að
senda í því skyni til Aþenu hátt-
settan brezkan stjómarembættis-
mann.
Þingmaðurinn sagði, ’að svo liti
út sem pólitík Breta beindist að j
því að styðja tilvalda gamaldags
valdamenn, sem hefðu tapað fylgi
;sínu, gegn hinum nýju þjóðfrelsis-
■öflum, sem myndazt hefðu á her-
námsárunum.
Hann minnti á að stjórn Georgs
konungs hefði árin fyrir stríð ríkt
sem afturhaldssöm einræðisstjórn,
■en foringjar stjórnarandstöðunnar
hefðu vcrið fangelsaðir og flokkar !
jþeirra bannaðir, og væri því ekki
I að undra þó gríska þjóðin liti með
tortryggni hinn eindregna stuðn-
ing Breta við Georg konung og
stjórn hans.
/ nafni V'erkamannaflolcksins
brezka krafðist þingmaðurinn
breyttrar afstöðu brezku stjómar-
innar í Grilcklandsmálum og taldi
fráför núverandi „einrœðisstjóm-
ar“, er hann nefndi svo, höfuð-
skilyrði þess að friður og ró gœti
komizt á í landinu.
CHURCHILL OG
EDEN ÁBYRGIR.
Aðrir þingmenn vinstriflokk-
anna voru enn harðorðari í garð
Churohills vegna afstöðunnar í
Grikklandsmálum, og neituðu að
taka til greina svör hans um að
brezki herinn ætti aðeins í höggi
við „óaldarflokka“, þar sem um
Enginn bilbugur á
grísku skæruliðunum
Bardagar bios^a upp uit allt land
Ekkert lát er á bardögum í Aþenu, og freguir berast rnn auk-
In átök víða í Grikklandi.
Fyrri fréttir um fangatölu Breta voru rangar. Þeir hafa tekið
300 og afhent þá grísku stjóminni.
Bretar beita öllum þeim
tækjum, fallbyssum, flugvélum j
<og skriðdrekum, sem þeir eiga
til. — Þeir segja tvö herfylki
skæruliða vera í 25 km. fjar-
lægð frá borginni.
Manntjón Breta er lítið.
í Salonika er fullkomið alls-
herjarverkfall.
Bardagar eru háðir í Make-
doníu, nálægt Vardarfljóti. ,
Fréttir berast um átök á Krít.
í
ÓIIEIÐARLEGUR ÁRÓÐUR.
, . Brezk stjórnarvöld og þ. á. m. |
Churchill sjálfur, reyna að koma
óorði á grísku frelsisvinina með
því að halda því mjög á lofti og
gera það tortryggilegt, að komið
hafi í Ijós, að nokkrir Þjóðverjar
berjist með skæruliðunum. — Vita
þau þó manna bezt að þýzkir and-
fasistar, — sumir strokumenn úr
þýzka hernum, hafa árum saman
barizt í skærusveitum Balkanbúa,
m. a. er heil lierdeild þýzkra and-
fasista í júgóslavneska Þjóðfrelsis-
hernum.
gríska frelsisherinn er að ræða. i
Tók Churchill ábyrgðina á sig og
Eden, þeir hefðu látið brezka
sendiherrann í Aþenu leggja að
Papandreou að fara áfram með
stjórn og gefið brezka hershöfð-
ingjanum í Aþenu fyrirskipun um
að beita öllu því afli er þyrfti til
að hrekja ELAS-sveitirnar burt úr
borginni.
BREZKA ÞJÓÐIN
„DJÚPT SNORTIN“.
flokka. — Foringjar þeirra hefðu
farið fram á við stjórnina, að hún
léti einnig afvopna hersveitir
hægriflokkanna, en því hefði hún
ekki anzað. — Sagði hann þess
vera getið til, að brezka stjórnin
hefði mælt með þessari afstöðu, og
fullyrt væri, að brezki sendiheiT-
ann í Aþenu, sem hefði verið kall-
aður „hinn illi andi Grikklands“
hefði róið að því með öllum árum,
að stjórnin stæði fast við pftur-
haldsafstöðu sína.
Rauði herinn er í sókn. við
báða enda Balatonsvatns. — í
gær tók hann um 40 þorp og
bæi á milli vatnsins og Drövu,
og um 30 á milli vatnsins og
Dónár.
Skorað á Norðmenn
í S Noregi að tijálpa
CHURCHILL KREFST
TRAUSTSYFIRLÝSINGAR.
Churchill gerði það ljóst í upp-
hafi ræðu sinnar, að hann teldi
þetta deilumál svo alvarlegt, að
hann mundi fara fram á trausts-
yfirlýsingu frá þinginu. — Stjórnin
væri ekki verð stuðnings, ef hún
Framhald á 8. síðu.
Stjórn norsku heimavígstöðv-
anna hefur skorað á íbúa Suður-
Noregs að hjálpa fólkinu, sem
Þjóðverjar hafa rekið frá Norður-
Noregi.
En það er lögð áherzla á það,
að eklci megi veita hjálpina með
aðstoð samtaka kvislinga og Þjóð-
verja, heldur hjálpi hver út af fyr-
ir sig.
Soiffiufliéias Isiamis kitir Wnmm
f
1 ð
Hi jtavelta kl. 2. - Vitiiiiniir fliigíerðfr um allt land
Svifflugfélag íslands efnir til flugsýningar á morgun kL
l. 30 e. h. hér á TjöminnL
Klukkan 2 hefst svo hlutavelta félagsins. Meðal vinning-
anna em flugferðir um allt land.
Stofnuð hefur verið innan félagsins mótorflugdeild og
hyggst félagið að auka starfsemi sína á ýmsan hátt á næstimni,
m. a. á það bráðlega von á tveggja manna kennsluflugvél.
Ilinn kunni brezki útvarpsfyrir-
Iesari Wickham Steed sagði í út-
varpsyfirliti í gær, að fregnirnar
frá Grikklandi hefðu „snortið
djúpt tilfinningar brezku þjóðar-
innar“, og undirstrikaði liann um-
mælin úr ritstjórnargrein Times
(sem sagt var frá hér í blaðinu í
gær), að brezka stjórnin mætti ekki
koma hlutdrægt fram í innanlands-
deilum Grikkja. Lýðræðisöflin
hefðu ástæðu til að vera tortryggin
gagnvart'sumum þeirra er Bretar
nú styddu, og hefðu staðið að
harðvítugri einræðisstjórn fyrir
stríðið.
IIEITAR UMRÆÐUR
í NEÐRI DEILD.
Fundarsalur neðri deildar brezka
þingsins var þéttskipaður í gær, en
það er hann sjaldan. — Varð ákaf-
lega mikill hiti í uinræðunum.
Það voru þingmcnn úr Verka-
mannaflokknum og Common-
wealth-flokknum, sem harðast
gagnrýndu stjórnina fyrir stefnu
hennar í Grikklandi og öðrum
frelsuðum löndum.
Þingmaður úr Verkamanna-
‘flokknum, Cox að nafni, bar fram
tillögu um að brezka hernum vrði
ekki beitt til að afvopna frelsis-
hersveitir í Grikklandi né annars
staðar.
Tillaga Verkamannaflokksins,
um að brezka stjórnin stuðlaði að
myndun samsteypustjórnar í
Grikkland, kom ekki til umræðu.
EAM ER SAMBAND
Ví NSTllI FLOKK A.
I ræðu sinni tók Cox það fram,
að EAM væri samband vinstri-
Ritstjów haodfekoir
F. F. í. hefur tekið höndum tvo
Parísarritstjóra, sem höfðu sam-
vinnu við Þjóðverja.
Eru það þeir Garce ritstjóri
blaðsins Petit Parisien og Lefranc
ritstjóri Le Temps.
Starf Svifflugfélagsins s. 1.
sumar hefur gengið mjög að
óskum og hafa mörg góð flug-
próf verið tekin.
Stofnuð hefux verið mótor-
flugdeild og fær félagið vænt-
anlega áður langt líður tveggja
manna kennsluflugvél. Þá hef-
ur félagið byggt stórt flugskýli
á Sandskeiði, er það helmingi
stærra en hið eldra og er ætl-
að fyrir væntanlega mótorflug-
vél og stærri svifflugur
Félagið á nú 3 svifflugur, en
hefur mikla þörf fyrir fleiri og
stærri og hefur gert allt sem
hægt er til þess að fá svifflug-
ur frá Ameríku eins fljótt og
kostur er á að fá þær þaðan.
Félagið hefur einnig fengið efni
í svifflugu er það hvggst að ■
byggja sjálft, ef það skvldi i
bregðast að fá þær keyptar
fullsmíðaðar.
í Svifflugfélaginu er nú 60
virkir félagar. Úr þessum hópi
hafa þegar komið mjög efni-
legir flugmenn.
íslendingar þurfa á næstu ár-
um á mörgum nýjum flugmönn
um að halda. Það er því full-
komin ástæða að stvrkja þessa
áhugasömu ungu menn með ráð
um og dáð.
Flugsýning þeirra á Tjöm-
inni á morgun hefst kb 1.30,
verður þar að bessu sinni að-
eins sýnt byrjendaSúg.
Hlutaveltan hetst kl. 2. Með-
al vinninganna eru flugferðir
víðsvegar um land, svo sem til
Egilsstaða, Akureyrar, ísafjarð-
ar og hringflug yfir bæinn fyr-
I ii 3, auk þess 1000 kr. í pen-
i ingum, málverk o. fl.