Þjóðviljinn - 10.12.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.12.1944, Blaðsíða 1
3. árgangur. * Sunnudagnr 10. des. 1944 251. tölublað. 1« trá Budaiest fyrír nordan borgína. — Ný scfenarlcíd opnast tíl Vínar Grísku frelsisvin- irnir torsóttir Scobie hershöjðingi Breta í Grilcklandi segir, að hermenn sín- ir haji unnið á í Aþenu í gœr, þrátt jyrir aukna mótspyrnu skœrulið- anna. — Segja Bretar, að búast megi við, að það taki talsverðan tíma að bœla mótspyrnuna niður. Herskip Breta skjóta á varnar- stöðvar föðurlandsvina í Pireus. Bretar segja ýmsa herflokka úr ELAS ekki hafast neitt að og jafn- vel vera vingjarnlega við sig. Þrír af ráðherrum þeim, sem sögðu af sér, eru sagðir reyna að koma sáttum á, en án árangurs hingað til. Franco farinn frá? íhlntun Banda- manna í Belgíu mótmælt Kommúnistaflokkur Belgíu hélt :ráðstefnu í Bruxelles í gær. — Samþykkt var að halda áfram mótspyrnunni gegn stjórn Pierlots. Flokkurinn lýsti því yjir, að hann liarmaði, að Bandamenn skyldu haja hlutazt til um innan- landsmál Belgíu. Stalín tilkýnnti í dagskipun til Malínovskis hers- höfðingja í gær, að rauði herinn hefði brotizt gegnum varnir óvinanna á 120 km. langri víglínu og sótt fram allt að 65 km. — Hann er kominn að Dóná á löngum kafla fyrir norðan Búdapest og er á einum stað aðeins 6 km. frá borginni. Herfræðingar segja, að nú geti rauði herinn sótt vestur Dónárdalinn til Vínarborgar, ef hann vilji. Rússar hafa einnig unnið mik ið á fyrir sunnan Búdapest. — Þar fóru þeir yfir Dóná á nýj- um stað og sameinuðust her þeim sem sækir fram norður með Dóná að vestan. Mi xistar sameinaöir í einum flokki í Slóvakiu Nokkrum vikum eftir að uppreisnin hófst í Slóvakíu, héldu Kommúnistaflokkurinn og Sósíaldemokrataflokkurinn sameig- Rauði herinn tók um 150 þorp og bæi í gær, þ. á m. Vac, 25 km. fyrir norðan Búdapest, og Dúanarasti, 20 km. frá borgr inni. Ungverska leppstjómin er flú in frá Búdapest og hefur sezt að í bili í bæ skammt frá Aust- urríki. Hún hefur látið dæma einn hershöfðingja og fjóra herráðs- foringja til dauða fyrir sam- særi gegn „foringjanum" — Hafa 3 þeirra þegar verið hengd ir. inlegt þing í himun frelsaða landshluta. — Á þinginu varð sam- komulag um að sameina flokkana. — Hinn sameinaði flokkur á að bera nafnið Kommúnistaflokkur, samkvæmt sérstakri Þessi sameining er árangurinn heiðni sósíaldemokratanna. af sameiginlegri leynistarfsemi um margra ára skeið. Allir aðrir lýðræðisflokkar, :sem hafa ekki sósíalisma á stefnuskrá sinni, hafa samein- azt í einn flokk, sem nefnist „Lýðræðissinnaflokkurinn“. Borgaraflokkarnir leystust ~upp árið 1939, þegar næstum all ir leiðtogar þeirra gengu í fas- istaflokk kvislingsins séra Tis- 'Os. — en flestir fylgismenn þeirra neituðu að fara að dæmi þeirra, og „Lýðræðissinnaflokk- iurinn“ er árangurinn af samein aðri mótspyrnu þeirra gegn 'Tisos. GOTT SAMKOMULAG MILLI . FLOKKANNA Báðir flokkarnir, „Kommún- istaflokkurinn“ og „Lýðræðis- Egiil Sig?rge'rs<on ráðinn logfræðingur iAtyýðiisambands íslands Egill Sigurgeirsson hæstarétt- armálaflutningsmaður hefur verið ráðinn lögfræðingur Al- býðusambands íslands meðan Áki Jakobsson gegnir ráðherra- störfum, en hann hafði áður verið ráðinn lögfræðingur Al- þiýðusambandsins í stað Ragn- ars Ólafssonar lögfræðings. kommúnista og sósíaldemokrata sinnaflokkurinn11, stofnuðu í sameiningu þjóðnefnd Slóvakíu. — Nefnd þessi stjórnar hinu frelsaða landsvæði, og er hún í i einu b'ráðabirgðaþing og fram- | kvæmdastjóm. Samvinna flokkanna er svo góð, að hver starfsmaður þjóð- nefndarinanr hefur varamenn úr andstæðingaflokknum. Forseti þjóðnefndarinnar er dr. Vavro Srobar, hin 77 ára gamla frelsishetja Slovakíu- — Hann stjórnaði frelsisbaráttu Slóvaka 1918 og var mikill vin- ur dr. Masaryks. — Gamli mað- urinn var gestur á þingi því sem stofnaði hinn nýja Komm- únistaflokk. Varaforsetinn var Karol Smidke, sem nú er forseti Kom- múnistaflokksins. — Hann var áður þingmaður fyrir kommún- ista í tékkoslóvakiska þinginu í Prag, og hefur undanfarin ár verið einn af leiðtogum leyni- baráttunnar. — Hann er land- vamafulltrúi þjóðnefndarinnar. í þjóðnefndini eru 48 menn og átta manna framkvæmdaráð. — Nefndin hefur sett 11 full- trúa yfir stjómardeildirnar. — Þeir eru ekki kallaðir ráðherr- ar, af því að nefndin vill, að það sé alveg ljóst, að hún ætlar sér ekki að stofna sjálfstætt 200 KM. FRÁ VÍNARBORG Herfræðingar segja, að Dón- árdalurinn sé ákjósanleg sóknar ríki, en er sammála um að Tékkoslóvakía eigi að vera sameiginlegt ríki Tékka, Slo- vaka og Karpato-Úkraina. Þetta er markmið beggja flokkanna, og þeir eru sammála um öll mikilvæg mál líðandi stundar og framtðar. ALÞÝÐLEGT LÝÐRÆÐI í fyrstu yfirlýsingu þjóðnefnd arinnar, sem var gefin út 1. sept ember, var sagt að markmið nefndarinnar væri að endur- reisa Tékkoslóvakíu sem alþýð- legt lýðræðisríki. Uppreisnin í Slóvakíu byrjaði 29. ágúst, og hafði frélsisvinun- um tekizt að frelsa fjórðung landsins tveimur mánuðum seinna- Fyrir nokkm tilkynntu„ Þjóð- verjar, að þeir væm búnir að bæla niður uppreisnina í Slo- vakíu, og það mun /era rétt, að. þeim hefur unnizt töluvert á a. m. k. hafa þeir tekið bæ- inn Banska Bystrica, þar sem þjóðnefndin hafði aðsetur en föðurlandsvinirnir berjast enn af miklu harðfengi. — Og hjálp in er nú skammt undan, því að rauði herinn hefur nú mikinn hluta af austurenda Tékkosló- vakíu á valdi sínu og mun áður en langur tími líður komast til slóvönsku héraðanna, þar sem föðurlandsvinir heyja hug- prúða baráttu sína gegn ofurefl- inu. leið til Vínarborg, ef Rússar kæri sig um að reyna það. — En þeir hafa fengið aðstöðu til þess núna, þegar þeir eru komn ir að Dóná við dalsmynnið. Þjóðverjar segja, að Rússar hafi ekki nógu mikið lið til að leggja út í sókn þá leið. — Það mun koma í ljós. Það er til marks um, hvað bardagamir hafa verið harðir í þessari sóknarlotu, að Rússar eyðilögðu 63 skriðdreka og 46 flugvélar fyrir Þjóðverjum í fyrradag. Ymsar ósamhljóða jregnir ber- ast nú jrá Spáni. — í einni þeirri er sagt, að Franco haji lagt niður völd. Engin staðjesting hejur jengizt á þessu í Madrid. Sjang Kajsék sáttfúsari í fréttum frá Kína, er sagt, að Sjang Kajsék forseti hafi formlega fallizt á þá hugmynd, að Komm- únistaflokknum verði veitt hlut- deild í stjórn landvarnamála. Bókðsýningin í Hótel Heklu hefst í dag 15 bókaútgefendur og eitt bókmenntafélag hafa efnt til sýn- ingar á bókum í Hótel Heklu. Hefst sýningm í dag kl. 1 og stendur fram að jólum. Á sýningunni er fjöldi bóka, gamalla og nýrra. Þá eru sýnd línurit yfir bókaútgáfu á ís- landi yfir visst árabil, innflutn- mg á bókum, útgáfu blaða og tímarita, bókmenntafélög, lestr arfélög o. fl. Árið 1910 voru gefnar út 106 bækur og bæklingar hér á landi, en 1943 er bókaútgáfan komin upp í 392. Sama ár (1943) voru fluttar inn bækur fyrir 646,7 þúsundir króna, en aðeins 176 þúsundir árið 1920. Þá er útgáfa blaða og tíma- rita á íslandi ekkert smáræði að vöxtum. Árið 1943 eru gefin Götubardagar í Saarreguemines Ákafir götubardagar eru háð- ir í borginni Saarreguemines við Saarána. 3. bandaríski herinn er kom- inn alllangt inn í Siegfriedvam- arbeltið umhverfis Saarlautem. í Norðausturhorni Frakk- lands veita Þjóðverjar harða mótspyrnu nálægt Haguenau. — Um 20 km- fyrir norðan Strasburg eru bandamenn komnir inn í smábæ. 9. bandaríski herinn hefur tekið síðustu tvær vamarstöðv- ar Þjóðverja á vesturbakka Roers. í bardögunum við Roer hafa bandamenn fellt um 8000 Þjóð- verja og tekið um 2000 höndum. út 4 dagblöð, 17 vikublöð og 141 tímarit, ársrit og önnur blöð. Það sem ekki vekur hvað minnsta athygli á þessari sýn- ingu, er safn af kortum af ís- landi frá ýmsum tímum. Kem- ur þar fram hvaða hugmyndir menn gerðu sér um lögun ís- lands hér fyrr á öldum, og eru sumar þeirra næsta fáránlegar. Þetta merkilega safn er eign Þorsteins Thorsteinsson. Bókasöfn og lestrarfélög í sveitum og sjávarþorpum voru samtals 178 árið 1941. Binda- fjöldi þeirra var 104,435 bindi. Útlán námu alls 118,497 bind- um, lánþegar voru 8256. Keyptu söfnin bækur fyrir 50 þúsund krónur á því ári. Það er talið að Mývetningar hafi lesið mest allra lands- manna árið 1941. Lestrarfélag þeirra á 2093 bindi. Bókaeignin skiptist þannig: Frumsamdar bækur íslenzkar 1161 bindi, þýddar á íslenzku 418 og erlend ar bækur 514. Lánþegar safns- ins voru 114 og hafði hver þeirra lesið að meðaltali 63 bækur á árinu. Athyglisvert er að fyrsta prentsmiðja hér á landi er stofn sett árið 1530 en fyrsta prent- smiðja Noregs ekki fyrr en 1643. Eins og sjá má af því sem talið er hér að ofan, er þama Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.