Þjóðviljinn - 10.12.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.12.1944, Blaðsíða 8
Næturlæknlr er í læknavarðstoí- unni, Austurbæjarskólanum, simi 5030. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.20 til kl. 9.10 f. h. Nœturvörður ér í Reykjavíkur Apóteki. Næturalcstur í nótt annast Bifreiðastöð- in Ilreyfill, sími 1633. Aðra nótt Bifreiða- stöðin Bifröst. simi 1508. ÚTVARPIÐ í DAG. 11.00 Messa. 14.00 Miðdegistónleikar (plötur): a) Cello- sónata í a-moll eftir Grieg. b) Tríó nr. 1 í fis-moll eftir Cesar Franck. c) 15.00 Endurtekiu lög. d) 15.30 Rapsodíur eflir Liszt. e) 16 00 Valsar. 18.S0 Bamatími (Pétur Pétursson o. fl.). 19.25 Illjómplötur: „Dauði og ummynd- un“, tónverk eftir Richard Strauss. 20.20 Einleikur á píanó (Fritz IVeiss- happel); Scénes de Ballet Coleridge- Taylor. 20.35 Erindi. 21.00 Karlakórinn ,,Fóstbræður“ syngur (Jón Halldórsson stjórnar). ÚTVARPIÐ Á MORGUN. 20.30 Erindi: Samtíð og framtíð (Villijálm- ur Þ. Gíslason). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á harpsieord. 21.00 Um daginn og veginn (Sigurður Ein- arsson og Vallýr Stefánsson). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Lög eftir ísl. höfunda. — Einsöngur (Maríus Sölvason): a) „Minning“ eftir Mark- ús Kristjánsson. b) „í rökkurró" eft- ir Björgvin Guðmundsson. c) Rom- ance eftir Bizet. cí) „Sigling" eftir Curtis. e) Ave Maria eftir Gounod. Jólahefti UtvarpstíSinda flytur forsiðu- mynd af þulum Ríkisútvarpsins og mynd frá barnatíma í útvarpinu, jólakvæði eftir Jón úr Vör, jólasögu eftir Selmu Lagerlöf, frásögn útvarpssljóra um nýja útvarps- stöð, um þáttinn „Samtíð og framtíð", um höfund útvarpssögunnar, aldarafmæli samvinnulireyfingarinnar, þætti frá lýð- veldishátíðinni, um Jólaóratórí Bachs, um leikritið „Falinn eldur“, „I þúsund hljóma safninu", heimsókn í tónlistardeildina, um bækur, „Raddir hlustenda" og meðal skemmtiefnis: Að spá í spil. BlindraheimilissjóSi Blindravinafclags ís- lands hafa nýlega borizt eftirtaldar gjafir og áheit: Gjöf frá H. K. 1000 kr., álieit frá G. J. E. 100 kr.j gjöf frá B. J. 100 kr., áheit frá fjórum mönnum í Vopnafirði 100 kr., gjöf frá S. H. 30 kr., frá Á. II. 5 kr., áheit frá gamalli konu 30 kr., áheit frá Erlu litlu 15 kr., gjöf frá ónefndum 50 kr., gjöf frá Þ. P. 150 kr., gjöf frá G. J. 50 kr., áheit frá S. Á. 25 kr., gjöf frá Sigur- | jóni 5 kr. Samtals 1660 kr. — Með kæru | þakklæti móttekið.- — Þórarinn Bjarnason, ' formaður. FLOKKURINN Sósíalistafélag Reykjavíkur heldur fund þriðjud. 12. des. kl. 8.30 e. h. á Skólavörðustíg 19. Fundarefni: Félagsmál. Ályktanir flokksþingsins. Erlendar fréttir (Sig. Guðmunds- son ritstjóri). Fundurinn verður nánar auglýst- ur í þriðjudagsblaði Þjóðviljans. Trúnaðarmenn Sósíalistafélags Reykjavíkur! Munið fundinn á Skólavörðustig 19 annað kvöld (mánudag). • Félagskonur í Kvenfélagi Sósíalista- flokksins! Fundur annað kvöld (mánHdag) kl. 8.30 í Aðalstræti 12 (lesið aug- lýsingu á 8. síðu). Æ.F.R. Félagsfundinum sem halda átti annað kvöld er frestað af sérstök- um ástæðum, þangað til á föstu- dag 15. þ. m. kl. 9 e. h. STJÓRNIN. þlÓÐVILfSNN OirllmasniM liilirmns m llll. ■ MMIin ukéib Engín L veirdlaun vcítt —- öuöm, (ónssson kennarí á Hvanneyrí hlaut IL verölaun Svo sem hunnugt er slcipaði Búnaðarþing 1943 jimm manna milli- þinganefnd til þess að vinna að rannsókn á jramleiðslu landbúnaðarins og skilyrðum fyrir sölu landbúnaðarajurða. Formaður nejndarinnar er Ilajsteinn Pétursson bóndi á Gunnsteins- stöðum, en ritari Jón Sigurðsson bóndi á Reynistað, aðrir nejndarmenn eru stjómamejndarmenn Búnaðarjélags íslands. í sambandi við skipun nefndar- innar ákvað Búnaðarþing að efna til opinberrar samkeppni um til- lögur með greinargerð um fram- tíðarskipun landbúnaðarins og heimilaði fé úr sjóði Búnaðarfé- lagsins til verðlaunaveitinga og greiðslu ritlauna fyrir beztu úr- lausnir þessa verkefnis — og var milliþinganefndinni falið að dæma væntanlegar samkeppnisri tgerðir. Samkvæmt þessu auglýsti nefndin verðlaunasamkeppnina strax eftir Búnaðarþing, og hafði hún til umráða allt að kr. 10000.00 til verðlaunaveitina og greiðslu rit- launa, og eru þá meðtaldar kr. 1000.00, er ónefndur maður í lleykjavík lagði fram í þessu skyni, þegar kunnugt varð um samkeppnina. Auk þess hét Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum kr. 1000.00 til verðlauna frá sér, fyrir þá úrlausn sem bezt væri að lians dómi. Að útrunnum útboðsfresti höfðu nefndinni borizt 27 samkeppnis- ritgerðir, og hefur hún nú lagt úr- skurð sinn á þær, þannig að veita ein II. verðlaun, tvenn III. verð- laun og greiða ritlaun, þ. e. að kaupa tvær ritgerðir Búnaðarfé- laginu til handa. Þegar opnuð voru dulmerki þessara 5 keppenda kom í Ijós, að Guðmundur Jónsson kennari (nú settur skólastjóri) á Hvanneyri hlaut II. verðlaun, kr. 2500.00. Guðmundur Jósafatsson bóndi í Austurhlið í Bólstaðahlíðarhreppi og Ólafur Sigurðsson bóndi á Ilellulandi í Rípurhreppi hlutu III. verðlaun, kr. 1500.00 hvor, en ritlaun hljóta: Gísli Kristjánsson búfræðikandidat í Kaupmanna- höfn — frá Bnautarhóli í Svarf- aðardal — og Jón Sigurðsson bóndi í Yztafelli, kr. 1000.00 hvor. Ritgerðir þær, er enga viður- kenningu hlutu, er í vörzlu Bún- aðarfélags íslands, og geta höf- undar þeirra kallað eftir þeim þar, á þann hátt er þeim þykir henta. En þeim skal á það bent, að Sveinn Jónsson á Egilsstöðum hefur ekki enn átt þess kost, að lesa allar samkeppnisritgerðirnar og gefst sennilega ekki kostur á lesa þær, fyrr en hann er kominn til Bún- aðarþings í vetur, sennilega um miðjan febrúar. Af þessum ástæð- um vill Búnaðarfélag íslands mæl- ast til þess, að .keppendur kalli ekki eftir ritgerðum sínum, fyrr en Sveinn Jónsson hefur átt kost á að lesa þær allar og meta, því að svo getur farið, að hann meti bezta og vilji vei’ðlauna einhverja þá rit- gerð, er enga viðurkenningu hefur hlotið hjá milliþinganefndinni. A s.l. vori ákvað nefndin að bjóða til verðlaunasamkeppni um tillögur, um fyrirkomulag útihúsa- bygginga í sveit, og skyldu fylgja tillögunum teikningar eða riss af byggingunum. Að útrunnum útboðsfresti höfðu nefndinni borizt 4 úrlausnir. Ilef- ur hún nú lagt dóm sinn á þær og ákveðið að veita II. og III. verð- laun fyrir tvær beztu úrlausnirnar. Skoðun dulmerkja leiddi í Ijós, að Agúst Steingrímsson bygginga- fræðingur í Ilafnarfirði hlaut II. verðlaun, kr. 1000.00, en III. verð- laun, kr. 1000.00,' hlutu saman Arni Kristjánsson og Þórarinn Kristjánsson bændur í Ilolti í Þist- ilfirði. Tvær úrlausnir þóttu ekki viðurkenningar verðar, og geta hlutaðeigendur fengið þær, ef þeir snúa sér um það til Búnaðarfélags íslands. Astæða er til að geta þess, að Agúst Steingrímsson hlaut nú ný- lega I. verðlaun í samkeppni, er Teiknistofa landbúnaðarins efndi til á s.l. vori, um uppdrætti af íbúð- arhúsum í sveit. (Frá milliþinganejnd Búnað arþings 1943). Norðmenn og rauði herinn Framhald af 5. síðu. grenninu lifa í gönguin járngrýtis- námanna, sem ná yfir allmarga kílómetra undir yfirborði jarðar. Sverre Delvik, kennari að at- vinnu, sem, var bæjarstjóri í Kirke- nes fyrh’ komu Þjóðverja, hefur nú tekið aftur við embætti sínu. Iíann sagði okkur harmsögu bæj- ar síns. Um miðjan október kom „lög- regluráðherra“ kvislinga, Jones Lie, almennt kallaður „Júdas Lie“, til Kirkenes og Björnevann. — Skipaði hann fólkinu að hypja sig burt og sagði því kuldalega, að það ætti að eyðileggja allar bygg- ingar. — En föðurlandsvinirnir vildu heldur vera kyrrir. jafnvel án húsaskjóls. — Þeir biðu í skóg- unum og á fjöllum unz fjandmenn- irnir höfðu verið reknir burt, og tóku svo fagnandi á móti okkur. Nú eru þeir að reisa sér torf- kofa til bráðabirgða á rústum heimila sinna. Allir eldar, sem nazistar kveiktu, liafa nú verið slökktir undir stjórn yfirforingja rauða hersins og með aðstoð yfirvaldanna og norska rauða hersins, og verið er að út- býta birgðum, sem rauði herinn kom með, á meðal íbúanna. NÝJA BÍG Villír tónar („Stormy Weather") Svellandi fjörug músík- mynd með negrum í öllum hlutverkum. Aðalhlutverk: LENA HORNE BILL ROBINSON CAB COLLOWAY og hljómsveit hans. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNAUBÍÓ <HP Sólarlag (Sundown) Spennandi ævintýra- mynd frá Afríku. GENE TIERNEY GEORGESANDERS BRUCE CABOT Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 14 ára UPPI HJÁ MÖGGU (Up in Mabel’s Room) Sýnd kl. 3. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11. sýnir franska gamanleikinn „HANN" í kvöld kl, 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. — Aðeins tvær sýning- ar fyrir jóL S. G. T. -- dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld, hefst kl. 10. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7, sími 3008, ■ f FJALAKÖTTURINN sýnir revýuna „Allt í lagi, lagsi66 annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í Iðnó. Síðasta sýning fyrir jól. heldur fund mánud. 11. des. kl. 8.30 í Aðal- stræti 12 (uppi). Dagskrá: Landsfundur kvenna. Sovétsöfnunin; Þjóðviljinn. Upplestur. Sameiginleg kaffidrykkja. M?etið stundvíslega. Hafið prjónana ykkar með ykkur! Stjómin in. í Bókasýningin Framhnld af 1. siðu ýmsan fróðleik að fá um bóka- útgáfu okkar að fornu og nýju. Bókaútgefendur þeir er standa að sýningunni, hafa raðað þarna upp útgáfubókum sínum á mjög smekklegan hátt. Verð- ur sýningin opnuð fyrir almenn ing í dag kl. 1 og mun verða opin til jóla. Er þess að vænta að marga fýsi að sjá þessa sýningu. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.