Þjóðviljinn - 10.12.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.12.1944, Blaðsíða 3
Simmidagur 10. desember 1944. ÞJOÐVILJINN T/LUKKAN er að byrja að ■ ganga 4 að morgni. Eg nudda stírurnar í augunum, hlusta og lít út í gluggann. Það virðist vera komið blankalogn og skaf- heiðríkur himinn. Tækifærið ef til vill komið eða að koma, er fyrsta hugsun mín, um að gera að sleppa því ekki ef svo er. Eg hendist fram úr rúminu og klæði mig; nú dugar ekki annað en hafa hraðann á. Á svipstundu er ég klæddur. Allt er til taks, böslin, færið og krók urinn, spegilfagur, hanga á sín- um stað; það er búið að hanga þar í margar vikur, aðeins tek- ið ofan endrum og eins til frek- ara öryggis, og stundum borið til sjávar án frekari aðgerða. Síðan geng ég til eldhúss. Þar hefur verið búizt við sjóferð. Nú er rösklega tekið til matar, því þó listin sé ekki sem bezt, þá er þó full þörf á að borða vel, því lítið verður um nær- ingu þann daginn ef sæmilega gengur, en áríðandi að halda vel út. Þá er það blessuð kaffi- kannan, ekki dugar annað en fá sér kaffisopa þó hugurinn sé mikill. Eg bregð henni í flýti á olíuvélina og bíð aðeins eftir að það volgni; það er nóg. Síðan er henni gerð góð skil. Jæja, þá er manni ekkert að vanbún- aði. Eg lít á klukkuna. Tæpt fjögur. Allt í lagi. Hálftíma gangur til sjávar í mesta lagi. Eg tek böslin ofan, bregð þeim á öxlina. Vantar nú nokkuð? Engu má gleyma. Vettlingarnir, sjóbitinn. Honum hafði ég gleymt í flýtinum; sem sízt mátti gleymast. Eg er nú ekki lengi að snarast eftir honum. Þá er víst allt með sem með þarf.' Bara það verði nú ekki fýla í dag, segi ég við sjálfan mig um leið og ég geng út úr dyrunum. Það er aðeins farið að bregða birtu. Eg hlusta. Ofurlítið suð- andi hljóð úr suðvestri berst mér að eyrum. Það er sjávar- hljóð. Óvenjulega lágvær núna sá gamli, hugsa ég. Guði sé lof. Og það lifnar yfir mér. Þá er lagt á stað, og farið nokkurn veginn beinustu leið til skips, sem er í naust tvö til þrjú hundruð metra frá sjó. Þar eru þá fyrir nokkrir af hásetunum. Við göngum fram, og tökum okkur stöðu sem næst flæðar- máli, og athugum sjávarlagið. Við sjáum fljótt, að fært muni vera; þó læðist hann að öðru- hvoru, og ekki laus við að vera óhreinn. Sjaldan sem maður á kost á honum sléttum við bera ströndina, þar sem hafsjóirnir koma næstum óbrotnir að landi. Nú eru allir komnir fram; einnig formaður. Að þessu sinni. er ekki lengi staðið við hann. Menn verða kvikir og svip- ákveðnir, skunda í flýti upp eft ir, allir ákveðnir í að hrinda skipi úr naust og leita bjargar í djúpi Ránar. Árar eru bomar fram, trén smurð, örugglega gengið frá keipum og séð um nð allt sé í lagi. Síðan raða menn sér á skipið, Einn ber trén, einhver sem er léttur á sér. það smámjakast fram. Skipt er á köllum til hvatning- ar og samtaka. „Fjörugir piltar, I allir það. Komið þið með hann! kalla framámenn. Leiðum skip- ið, piltar!“ kallar formaður. Allir taka undir það hátt eða í hljóði en með sama ásetningi. Fiskilegt er talið ef vel gengur að setja skip frá og að sjó, og þó frekar að. Það hefur líka komið skriður á. Nú hallar orð- ið undan fæti. Allir hlaupa við fót með skipið á milli sín; því er ekki lengur kokað áfram eins og stundum verður að sætta sig við. Bilið styttist óð- um. Flestir eru orðnir berhöfð- aðir og er farið að vatna. Það hefur líka haft sín áhrif á trjá- manninn. Hann er orðinn á harða hlaupum með trén og all- ur í svitabaði. Einn hleypur undir bagga með honum, hann hefur ekki orðið undan. Að vörmu spori er komið fram í flæðarmál, og skipinu lagt á meðan menn skinnklæðast. Það tekur ekki langan tíma. Senn eru allir orðnir sjófærir, sem sem til er, enda erum við komn- ir út yfir brimgarðinn áður en við fáum af vitað. „Betur á stjórn, slakið til á bak!“ er sagt afturá. Það hafði aðeins slegið á stjórn í útróðri, en allt óstýrt. Báturinn reisir sig, sígur svo hægt og mjúklega ofan 1 næsta öldudal, og aldan að baki líður með sínum vana þunga upp að ströndinni. Þegar komið er nokkur ára- tog út, er beðið sjóferðabænar. Formaður byrjar og segir: Biðj- um allir almáttugan guð að vera með okkur í Jesú nafni. Taka þá allir ofan, og lofa öld- unni að leika um skinið. Þeg- ar lokið er bæninni, signa sig allir og formaður krossar aftur og fram um skip. Síðan segir formaður: „Guð gefi okkur öll- um góðan dag, í Jesú nafni. Amen.“ Allir hafa setið hljéðir. Nú kemst hreyfing á, menn spjalla saman um veðurblíðuna og ann EFTIR B&Idur Sfcíánsson --dWWWVWVWVð kallað er. Hver tekur sína ár, því allir kunna bezt við sína; stinga þeim í keipana í sínu rúmi. Þá raða menn sér á bát- inn og hafa rétt. Mér verður litið yfir skips- höfnina, fimmtán manns. Eng- in vandræði ættu að vera að fljóta. Ekkert um of samt. Tveir unglingar eru með, óharðnaðir, sem ekki hafa flotið áður. Að vísu efnilegir piltar, og vísir til að standa sig vel. En það hefur stundum komið fyrir að sú gamla, sjósóttin, hefur leikið menn grátt í fyrsta sinn. Allij standa tilbúnir við sitt rúm. i Tveir styðja fram í (barka- rúm), tveir í andófi, tveir mið- skipa, tveir austurrúm og sex í skut, auk fonnanns. „Allir tilbúnir!“ kallar for- maður. Hljótt: Setjum við þá nær í Jesú nafni. Þegar fram í brimgarðinn kemur, er staldrað við og beðið eftir lagi. Allir hafa nóg að gera að halda skipinu réttu. Öðruhvoru er það á floti, inn- sogið sér fyrir því, þeir fremstu fá þá smáskvettu yfir sig. For- maður skimar út yfir brimgarð inn og athugar öldufarið. Ekki er það vandalaust að sjá út gott lag, og kalla mátulega. „Tökum við nú á honum!“ kall- ar formaður. Allir sem einn taka viðbragð án þess að hika. Nú vita allir hverju máttur samtaka fær áorkað, og þörf- ina að nota hans til hins ýtr- asta, því það getur oltið á líf'i jafnvel allrar skipshafnar ef út af er brugðið. Tekið er á því að er fyrir augu ber. í austri hillir undir bjarma er stafar upp á himininn bak við fjöll- in; það leynir sér ekki hver þar er á ferð. Sólgyðjan gullbúna lætur ekki glepjast, og alltaf þráir maður að sjá hana og vermast af geislum hennar. All- ir eru í ljómandi skapi, því skyldi líka svo ekki vera. Ham- ingjan mundi áreiðanlega verða þeim hliðholl nú eins og oft áður í hinni erfiðu baráttu er bóndinn ásamt sínum, heyir fyr ir lífinu, því allt eru þetta bændur og bændasynir sem hér eru innanborðs. Nú er róið út, allir samstilltir og ákveðnir að finna þann gula. Á grunni skal leitað áður en dýpra er haldið. Enginn veit líka nema hann hafi þokað sér inn á; það má ekki henda mann að fljóta út af honum, ef svo væri. Allir vilja vera fyrstir í botn. Ekki er hann nú fljótur til. Einn verð- ur samt var og annar til, annar kemur með hann inn ljómandi fallegan stútung. Hinn missti. Nú eggjar hver annan, en dug- ar ekki til, enginn verður svo mikið sem var við umgang. Einn inni, lítið var það, en þó lífgun. Að líkindum hafði hann ekki hætt sér á grunninn. „Haf- ið uppi!“ segir formaður; dýpra er haldið. Fiskilegan kippum, er sagt. Allir taka undir það, leggja sig á bakið og hnykkja á. Siór blánar með ári; engin fúatök eru höfð við, öllum hef- ur hlaupið kapp í kinn, sami skellurinn kveður við með jöfnu millibili; sjólöðrið fossar inn og aftur með kinnung án afláts, og báturinn lyftir manni létti- lega upp og niður hina bungu- mynduðu ölduhryggi. Hér og hvar eru siófuglar á sveimi, eða láta ölduna vagga sér mjúklega til og frá. „Hættið!“ segir for- ur. Hér skal leitað á þrítugu djúpi. Allir komnir í botn á augabragði. Logandi fjör og eft irvænting er mótuð í hverjum fyrir sig; enginn undanskilinn. Það stæði sannarlega ekki á, ef hann gengi um. Einhver góð- ur maður að byrja. Einn fer til aftur á, er sagt. Það er formað- ur. Jú, það var honum líkt, blessuðum. Annar fer til, framámaður er að því, bita- menn báðir, miðskipa, alltaf einhver að bví, stundum marg- ir í senn, og flestir koma þeir inn. Já, nú er orðið líf í hverju sinni, handasláttur og bakföll eru tekin, sá guli veður uppi um allt' skip. Og ég minnist þess nú. er ég í fyrsta sinn dró fisk úr sjó, þá sjóveikur og að öðru leyti magnlítill, hálfliggjandi út af, og var að bera mig að keipa, Þá er allt í einu kippt mjúklega en ákveðið í færið. Þá var það sem mér fannst að um mig færi fagnaðarkenndur straumur sem iljaði mér öllum. Eg rís upp án þess ég geri mér þess grein, og byrja að tosa í færið. Mér fannst lítið ganga að koma inn færinu, en þó kom að því að glitta tók í eitthvað efst í sjóskorpunni. Þetta var þá stór og bústinn þorskur sem ég með naumindum, að mér l’annst, hafði að innbyrða. En vænt þótti mér um hann, og maður fannst mér ég meiri eft- ir en áður, og ekki fann ég til sjóveiki svo teljandi væri það sem eftir var dagsins, Mér fannst þama eins og hafsdjúp- ið hefði yfir að ráða einhverjum seiðandi krafti næstum ómót- stæðilegum. Margan fiskinn er ég búinn að innbyrða síðan, en alltaf finnst mér eima eftir af þessari tilfinningu,. þegar ég kemst í færi við ægi og hans gesti. Þetta var nú annars hálfgeng is útúrdúr, sem smeygði sér fram í hugann. Þannig er haldið áfram góð- an tíma. En sjí blessun, verður mönnum að orði, og er heldur ekki að ósynju, að menn blessi aflann. Heima er hans full þörf. i Öllum er það ljóst, og að eiga von á nýrri soðningu er ekki | hversdagslegt. Því kunna menn ' líka að þakka og meta- Vesturfall er og komin þétt- ingsbræla á landnorðan. Okkur hefur rekið drjúgan til suðvest- urs. Hann er líka farinn að tregast og missir mikill. Nær annarhver maður verður að sjá af honum án þess að geta að gert. Því er hugsað um að kippa á sömu slóð, og vitja hvort liðk- ast ekki um. Brælan eykst nu jafnt og þétt. Haldið er á móti straumi og vindi. Nú er ekki svikist um. „Allir sama skell- inn,“ er sagt. Menn leggja sig alla fram að ná sem mestum árangri í hverju áratogi. Það brakar í keipum, og árablöðin svigna undan átakinu, mynda einskonar boga. Áríðandi er að komast á sömu slóð, áður en meira hvessir. Talað er um að bátnum sé orðið brugðið. Nokk- ur ágjöf er annað kastið, er báturinn stingur sér í kvikuna. Eftir hálftíma barning eða svo, er komið á sömu slóð- Þá er rennt í botn, og allir keppast við að finna til hans. Þeir bylta honum inn fram um og aftur inn með nokkru millibili. Já, örari mætti hann nú vera, en það smáprýkkar í bátnum. Svona er haldið áfram þar til sól er tekin að nálgast hafs- brún. Búinn að vera barningur og mikill burður lengst af. En nú tekinn að lægja og sjór að kyrrast. Allir eru kátir og hress ii, þrátt fyrir erfiði dagsins, enda ekki af ástæðulausu hleðsla af rígaþorski. Nú er haldið í áttina til lands, langi kippurinn upp í þann svarta, með stundar viðdvöl á legunni, um það bil á þriðja sjó í góðu, eins og nú er. Þar er seilað út, og allt gert klárt. Síðan er dokað við eftir lagi. „Allir til- búnir“, kallar formaður. Róið í land, og brátt skríður báturinn í sandinn á mátulegri fyllingu, án þess að nokkur hafi fengið skvettu á sig. Þvínæst er gengið í að koma skipinu upp undir skiptif jöru, þar sem aflinn á að deilast niður á skipshöfnina. Síðan er gengið í, seilarnar, að koma þeim undan sjó- Þegar afli er kominn á einn stað, eru tveir menn settir til hlutaskipta. Hinir koma skipi í hróf, ganga frá því sem bezt, því tvísýnt er um veður og ó- víst um sjóferð ef snögglega breytir. Síðan er aflans vitjað og þá til heimflutnings. Margt manna er því nú fyrir, bæði ungir og gamlir, svo að sýni- lega er fátt heima nema hús- freyja. Burðarhestar eru komn- ir, einnig þeir reiðhestar sem til hafa verið. Skiptin hafa farið fram: <„18 í hlut,“ segja menn hver við annan. „Já, skárri er það nú blessaður dagurinn.“ Þá er hugsað til heimferðar og gengið frá aflanum á burðar- hestunum. Síðan er haldið af stað, menn kveðjast og dreifast i smáhópa. Sól er gengin undir. Það er alstirndur síðvetrarhiminn. Rökkrið er að smáfærast yfir. Blikubakki er að mjaka sér upp á vesturloftið, það er rrierki um veðurbreytingu. Og bónd- inn og sonurinn hugsa um lið- inn dag, um hvernig hann kom og fór, án þess yrði verulega vart nema í endurminningun- um, um heimkomuna, þar bíður margt er gera þarf, áður en nóttin leggst á. Bústofninn hef- ur að nokkru orðið að sitja á hakanum, þó húsfreyjan hafi ekki legið á liði sínu, þá hefur hún ekki annað tveggja, þriggja manna verki.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.