Þjóðviljinn - 12.12.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.12.1944, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN I>riðjudagur 12. desember 1944. Æskan á Grímsstaðaholti stofnar ungmennafélag og reisir félagsheimili Grimsstaðaholt hefur til þessa haft nokkra sérstöðu meðal j reykvískra bæjarhluta, verið einskonar þorp út af fyrir sig, þar I f er enn talað um að „fara í bæinn“ og „koma úr bænum" og „bærinn“ er auðvitað Reykjavík. Þessi bæjarhluti hefur einnig þá sérstöðu að bæjaryfirvöldin virðast tæplega telja hann til bæjarins (nema þegar útsvörin eru lögð á og innheimtuð), það þykir sjálfsagður hlutur að hitaveitan láti þennan part bæjar- ins afskiptalausan og annað er eftir því. Sennilega vita heldri menn „inni í bæ“ lítið annað um Holtið, en að hætta getur verið á að fá snjóbolta í fínu bílana þegar þeir renna fyrir Fálkagöt- una, og telja því að fátt gott geti komið frá slíkxun stað. En í sumar og haust hefur æskan á Grímsstaðaholti unnið verk, sem er til sannrar fyrirmyndar og þess fyllilega vert að á það sé minnzt: Stofnun Ungmennafélags Grímsstaðaholts og bygging félagsheimilis með sjálfboðavinnu. sem í því voru fólgnir, hitnaði í hamsi, hver veit nema það hefði reynt að verja húsið, ef átt hefði að eyðileggja það sem margir piltar og stúlkur höfðu byggt með höndum sínum í bezta tilgangi, — þeim að gefa unglingum á Holtinu stað til að eyða frístundum sínum til gleði og gagns, í stað þess að ranglast á götunni, höfðu tek- ið á sínar ungu herðar verkefni, sem bæjarfélagið hafði van- rækt, og leyst það af hendi með myndarbrag, sem sæmandi væri þroskuðum félagsskap. Fyrir nokkrum kvöldum bað ég forgöngumenn þessa starfs að segja lesendum Þjóðviljans frá því, og hittumst við Gunn- ar Jónsson, Lárus Sigurgeirs- son, Óskar Pálmarson og Ed- varð Sigurðsson að Litlu- Brekku, gamla og hlýlega torf- bænum austast á Grímsstaða- holti. FERÐASAMTÖK Samtök byrjuðu 1 fyrrasum- ar með því að unga fólkið á Grímsstaðaholti fór í tvær ágætar hópferðir austur um sýslur, voru þrjátíu manns í fyrri ferðinni en um fimmtíu í þeirri seinni. í ferðunum óx kynning nágrannanna og upp kom sú hugmynd að stofna æskulýðsfélag á Holtinu. En ekkert af ferðafólkinu taldi sig hafa reynslu í félagsmálum til að leggja í slíkt og varð ekki af neinni stofnun í fyrrahaust. I sumar sem leið var enn efnt til hópferðar, í þetta sinn á Snæfellsnes. í þeirri för lenti hópurinn í hálfgerðum hrakn- ingum, þó engum yrði meint af. En eina nótt þar vestra gisti ferðafólkið í stórum setuliðs- skála, og kom þá einhverjum það snjallræði í hug, að ein- mitt svona skáli væri mátu- legt fundar- og félagshús fyrir imga fólkið á Grímsstaðaholti. SKÁLAKAUPIN Hvort sem um það var rætt lengur eða skemur, var ákveð- ið að ná í einn slíkan skála. Þar var að vísu einn örðug- leiki á (og síðar reyndust þeir fleiri) að enginn þessara æsku- manna hafði nein peningaráð, en þeir gátu fengið skála uppi við Rauðhóla á 2700 krónur- Það ráð var tekið að hefja fjár söfnun á Grímsstaðaholtinu, og voru undirtektir svo góðar, að andvirði skálans safnaðizt á tveimur kvöldum. Með þessa peninga í hönd- um sýndust allir vegir færir, bragginn var keyptur og unga fólkið á Holtinu, stúlkur jafnt og piltar, fóru að taka frístund- ir sínar til að vinna að skála- niðurrifi, flutningum og bygg- ingu. Þetta var ótrúlega mikið verk, og allt var það unnið í sjálfboðavinnu, allir sem þar lögðu hönd að voru í fastri vinnu, svo ekki var um annan tíma að gera en frístundimar. Unnið var kvöld eftir kvöld, bíóin forsmáð, oft var unnið alla sunnudagana og þegar mik ið þurfti að gera á skömmum tíma var unnið hei’ar nætur. Eigendur Grímsstaða lánuðu endurgjaldslaust land undir húsið á jörð sinni, og stendur það niður við sjó, rétt austan við Grímsstaðavör. En þá kom óvænt hindrun. Bannað var að reisa hermanna- skála á bæjarlandinu. Lögregl- an komst á snoðir um fyrirtæk ið. Unga fólkinu, sem hafði keypt þetta hús fyrir frístund- ir sínar, og hafði tekið ást- fóstri við það og möguleikana FÉLAGIÐ STOFNAÐ En ekki fór svo að til bar- daga kæmi, en þetta varð til þess að nauðsyn þótti að koma fastara félagsformi á, og 1. október í haust var stofnað Ungmennafélag Grímsstaða- holts, og voru lög þess sniðin eftir lögum ungmennafélag- anna. Þessu félagi afhentu for- göngumenn skálabyggingarinn- ar húsið og allt sem því fylgdi, og fékk félagið leyfi til að skálinn mætti standa —■' í eitt ár. En ekki var allt þar með fengið. Þegar talsvert var eftir af byggingunni, kom í ljós, að fjársjóður fyrirtækisins hrökk ekki lengur til. Aftur var leit- að til Holtsbúa, ákveðið að halda hlutaveltu, um 3000 drættir söfnuðust á viku og Efri myndin: Stjórn U. M. F G. — Frá vinstri: Haraldur Karlsson, Sigríðúr Sigurðardóttir, Gunnar Jónsson, Eðvarð Sig- urðsson, Steinunn Sigurgeirsdóttir. Neðri myndin: Hússtjórnin: Ós\ar Pálmarsson, Lárus Sigur- geirsson, Hulda Pálmarsdóttir, Magnús Þorbjörnsson. 3 gróði af veltunni varð um 4000 krónur- Áhugann má marka af því að daginn eftir hlutaveltuna kom kona til for- manns Ungmennafélagsins og afhenti honum peninga, sem hún hafði ætlað að draga fyrir, en ekki komizt á hlutaveltuna. Og skálinn komst upp, mynd arlegasta samkomuhús, stærð- in 6y2xl4% m. Samkomusalur- inn nær um mestallt húsið, en annar endinn er afþiljaður og hefur þar verið xomið fyrir eldhúsi (sem enn vantar elda- vélina). fatageymslu og salemi- Prýði salsins er ofn, mikill og virðulegur, sem stendur fyrir miðjum vesturvegg, en hama sóttu ungmennafélagar alla leið inn í stofu biskupsins sál- Framh. á 5. síðu. BókfeHsútgáfan; Ævlsaga Einars Jðnssonar. - Islenzka skáldsagan sem fékk H. C. Ander- sen ve: Af bókum Bókfellsútgáfunn- ar í haust beinist athygli flestra vafalaust að ævisögu Einars Jónssonar myndhöggv- ara. Þetta er stór bók, tvö bihdi, um 700 bls. samtals, og eru birtar margar myndir af helztu listaverkum Einars. Fyrra bindið nefnir höfund- ur Minningar, og rekur hann þar ævi sína og listamanns- feril og kemur víða við og fjölda manna er minnzt. Síð- ara bindið nefnist Skoðanir, og segir Einar þar sögu hugsana sinna og skoðana, og er ómyrk- ur í máli. Bókfellsútgáfan gefur út aðra bók í haust, sem líklegt er að veki at’hygli, en það er Dalur- inn, skáldsaga íslendingsins Þorsteins Stefánssonar, sem hlaut 1942 dönsku bókmennta- verðlaunin sem kennd eru við H. C- Andersen. Aðeins örfá eintök af bók þessari munu hafa komizt hingað til lands. Friðjón Stefánsson, bróðir höf- undarins, þýðir Dalinn á ís- lenzku. Daníel djarfi, drengjasaga eftir hinn fræga danska skáld- sagnahöfund Hans Kirk er „bláa bók“ ársins, en Bókafells- útgáfan ætlar sér að gefa út eina drengjabók á hverju ári, og hófst sú útgáfa í fyrra með Percival Keene. í ráði er að gefa einning út stúlkubækur í svipuðu formi. Handa yngri bömunum er æfintýrið Sæta- brauðsdrengurinn, með hreyf- anlegum myndum, sem mun vera nýjung hérlendis, er bók- in prentuð í Bandnríkjunum. Þá er einnig fullprentúð Ferðasaga Dufferins lávarðar, í þýðingu Hersteins Pálssonar, en óvíst er hvort hún fæst bundin nógu snemma til að komast út fyrir jól. Bókfellsútgáfan tók til starfa í fyrrahaust og gaf út þrjár bækur, Blítt lætur veröldin, skáldsögu eftir Guðmund G. Hagalín, Jörund hundadaga- kóng, eftir Rhys Davies, og Percival Keene. Á þessu árí hefur komið frá forlaginu bók Árna Óla, Landið er fagurt og frítt, Vísindin og andinn, grein- ar um heimspeki og trúmál, þýddar af Guðmundi Finnboga syni og skáldsögumar Leynd- ardómar Snæfellsjökuls, þýdd af Bjama \ Guðmundssyni, og Njósnarinn, eftir Jenimarc Coóper, þýdd af Ólafi Einars- syni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.