Þjóðviljinn - 12.12.1944, Síða 7

Þjóðviljinn - 12.12.1944, Síða 7
Þriðjudagur 12. desember 1944. »J0ÐVI^JINN 7 láCK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa skipshöfnina til morgunverðar, það er.að segja — bíddu andartak. Hann fór niður og sótti peningana, sem hann hafði stungið í fataböggul sinn, þegar hann fór að heiman. Þvínæst tvílæsti hann káetudyrunum og þeir héldu inn í borgina að leita að matsöluhúsi. Meðan þeir snæddu, hugsaði Jói ráð sitt, og að loknum morgun- verði sagði hann Friskó Kidda frá því. Hann komst að því hjá veitingamanninum, hvenær morgunlestin [til San-Fransiskó færi af stað. Hann leit á klukkuna. Það er rétt tími til að ná lestinni, sagði hann við Friskó Kidda. Láttu káetuhurðina vera harðlæsta og hleyptu engum út í skipið. Hér eru peningar. Borðaðu á matsöluhúsinu. Þurrkaðu ábreiðurnar og sofðu í stýr- ishúsinu. Eg kem aftur á morgun. Láttu engan kom- ast inn í káetuna og vertu sæll. Þeir tókust í hendur, og Jói gekk hratt ofan götuna að járnbrautarstöðinni. Járnbrautarþjónninn horfði for- viða á hann, þegar hann gataði farseðilinn hans. Og það va'r ekki svo undarlegt, því það var ekki venja þeirra, sem ferðuðust með lest hans, að vera í sjóstíg- vélum og með sjóhatta. En Jóa stóð á sama. Hann tók ekki einu sinni eftir því. Hann keypti dagblað og var niðursokkinn í að lesa það. Innan skamms kom hann auga á þessa eftirtektarverðu grein: Skipaskaði. Dráttarskipið Sædrottningin, eign Bronson og Tate, er komið aftur eftir árangurslausa leit í hafinu. Eng- ar nýjar fregnir hafa borizt af hinum djörfu ræningj- um, sem rændu peningaskáp þeirra í San Andreas þriðjudagsnóttina, sem leið. Vitavörðurinn á Farralones eyjunum minnist þess, að hafa séð báðar skúturnar á miðvikudagsmorguninn halda til hafs vegna stormsins. Sjómenn telja víst, að þær munu hafa farizt í óveðrinu 7(ítt 0$ ÞETT4 Rithöfundurinn Jerome K- Jerome sagði: „ — Þegar ég var lítill ■ var mér sagt, að stúlkur væru gerðar úr sykri og möndlum. En nú veit ég betur. Eg het lesið „uppskriftimar“ í blöðun- um þeirra í dálkunum „spurn- ingar og svör“. Þegar ég var drengur, sagði mér kona, sem sat við hljóð- færið, að sumar litlar stúlkur hefðu spékoppa í kinnunum, vegna þess, að engill hefði kysst þær á vangann. Þá fékk ég hjartslátt. Eg vildi, að ég hefði aldrei lesið kvennablöð. Nú veit ég, hvernig fögur augnaumgjörð og spékoppar em búnir til. Eg hef sjálfur séð verkstæðið. Þar voru engir englar. — Eg legg það til, að vísindin vinni verk sitt tíl fulls og geri konurnar bæði líkamlega og andlega fagrar. Hvér veit nema kvennablöðin fari einhvern tíma að birta auglvsingamynd - ir til að útbreiða andlega heilsurækt eitthvað á þessa leið: „1. mynd: geðvonzkuleg stúlka, sem verður svo ljúf í lund eftir lækninguna. 2. mynd: að hún leikur sér við yngri systkini sín og er sólar- geisli heimilisins“. Það er ekki óhugsandi, að sér fræðingar framtíðarinnar aug- lýsi aðferðir sínar þannig' „Sé þessum ráðum fylgt. getur jafn vel hin þrjóskasta mannvera losnað við öfund og illsku“. Og svo þegar konan er orðin fullkomin, gætu rísindin snú- ið sér að karlmanninum. Hon-,. um mætti fara fram líka!“ **** | ERICH MARIA REMARQUE: V1N1R ■ I „Tveir aðgöngumiðar að hnefa- leik. Vilt þú fara?“ „Láttu Gottfried heldur fara með þér,“ sagði ég, en fann að það var bjánalegt að færast undan. En mig langaði ekki til að fara.“ Hann horfði þegjandi á mig. „Eg ætla að vera heima, skrifa bréf og þessháttar, sem einhvemtíma þarf að gera-“ „Ertu lasinn?“ spurði hann alvarlegur. „Nei. — En vorið hefur lík- lega þessi áhrif á mig?“ Eg ráfaði heimleiðis. En þeg- ar ég var kominn inn í her- bergið mitt, vissi ég ekki hvað ég átti að taka mér fyrir hend- ur og skildi ekki hvaða erindi ég hafði átt heim. Seinast datt mér í hug að líta inn til Georgs. Eg mætti frú Zalweski á gang- inum. Hún leit undrandi á mig. „Eruð þér hérna?“ „Ekki get ég borið á móti því.“ , Hún hristi hærugrátt höfuð- ið. „Og ætlið ekki út aftur? Ekki á ég að deyja í dag.“ Eg var ekki lengi hjá Georg. Svo gekk ég aftur inn í her- bergi mitt. Eg var að hugsa um að drekka, en hætti við það og settist við gluggann. Húmið var að færast yfir kirkjugarð- inn. Himinninn var grænn, eins og hálfþroskað epli- Það var búið að kveikja götuljósin’, þó að enn væri hálfbjart. Eg náði í miðann, sem ég hafði stungið milli bókanna. Átti ég að hringja til hennar? Eiginlega hafði ég lofað því. Eg gekk fram á ganginn, þar sem síminn var, tók heymar- tólið og bað um númerið. Ó- þreyjan læddist um mig allan, meðan ég beið, og það var eins og hún streymdi frá heyrnar- tólinu. Lág og mjúg rödd hennar lét undarlega í eyrum mínum hér í forstofu frú Zalweski, “innan um ílátaglamur og matarþef. Hún talaði hægt, eins og hún hugsaði hvert orð vandlega, þreyta mín og eirðarleysi hurfu á augabragði. Samtalinu lauk með því, að við mæltum okkur mót, og þegar ég lagði frá mér heymartólið var heimurinn orð inn allur annar. Eg gaf mig á tal við frú Hasse, og hældi henni. Hún var að fara í bíó. Svo hringdi ég aftur — til Köst- ers. „Áttu aðgöngumiðana enn, Ottó? — Ágætt ég fer með þér“. --------Eg hætti vinnu seinni hluta dags. Eg áttT að hitta Patrice Hollmann klukkan fimm. Þegar ég var að fara út úr dyrunum, kom Lenz þjót- andi á eftir mér- „Heyrðu Robby. Nú hef ég sett saman nýja auglýsingu. Auðvitað hefur þú ekkert vit á þess konar, en líttu samt á“. Þessar auglýsingar vom jafn mikil fjarstæða og þær sem hann hafði búið til áður. „En því í ósköpunum orðarðu það ekki bara einhvem veginn svona: . Nærri því nýr Cadill- ac-bíll til sölu fyrir lágt verð“. „Það var einmitt það, sem mér datt í hug“, sagði hann hreykinn og snaraðist inn aft- ur. Það var ekki auðvelt að koma Gottfried í klípu. Eg þvoði mér, þegar ég kom heim, og eyddi löngum tíma í að bursta neglumar. Síðan hafði ég fataskipti. Hún hafði viljað að við hitt- umst á Kafé Cesil. Eg var ekki kunnugur þar, en vissi, að það var lítið en fínt kaffihús. Þar var troðfullt af talandi kven- fólki. Eg komst með naumind- um að auðu borði og bað strax um eitt glas af kognak. Eg kunni illa við mig. Þarna vom aðeins örfáir karlmenn. Eg var staddur í hópi símas- andi kaffikerlinga. Mér gramd- ist ein þeirra sérstaklega. Hún var feit og röddin gjallandi eins og lúðurhljómur á dómsdegi. Drottinn minn! Eg bað um meira vín. Það var einkennilegt að sitja hér um hádag inni á kaffihúsi. Á daginn var ég vanur að vinna. Eg> leit á úrið. Hún átti að vera komin fyrir tíu mín- útum. Við hefðum átt að hitt- ast að kvöldlagi. Hér var há- vaðasamt og heitt. Það lá við að mig langaði aftur á verk- stæðið til Kösters og Lenz. Eitt glas! Og svo fer ég, ef hún kemur ekki. En þá kom hún. Eg sá þegar hún kom inn hjá vængjahurð- inni, og ég reis á fætur, svo að hún sæi mig. Hún tók líka eft- ir mér, en hún komst ekki áfram- Ljóshærð, fyrirferðar- mikil kona hafði misst hand- tösku sína á gólfið og var að tína upp eitthvert smádót í hægðum sínum. Patrice Holl- mann virtist ótrúlega grönn og fagurvaxin í þessu umhverfi. Loksins kom hún. „Eg varð of sein. Hafið þér beðið lengi?“ ,,Nei, ég er rétt kominn. Það eru ekki nema tvær mínútur, síðan ég kom“. Nú varð þögn við næsta borð fyrir aftan mig. Eg fann sex augu stara á mig. „Eigum við að vera hér?“ spiirði ég. Hún leit í kringum sig. „Eg held að öll kaffihús séu hvert öðru lík“, sagði hún. „Nei, alls ekki. Og þegar fá- mennt er, eru þau betri. En eigum við ekki að vera á ein- hverjum bar?“ „Um hádag?“ „Það skiptir engu máli- Það er ekki fyrir karlmenn að sitja á svona kaffistofum. Það er eins og að koma á kjólaverk- stæði eða í lífstykkjabúð". Hún hló. „Jæja, þá finnum við einhvern bar“. Eg kallaði á þjóninn. „Það voru þrjú kognakglös“, sagði hann svo hátt að heyrðist lang- ar leiðir. „Og það verða tvö mörk“. Hún leit hlæjandi á mig. „Þrjú glösj á tveimur mínútum. Það er vel haldið áfram“ Eg gaf þjóninum illt auga og svaraði. „Tvö eru síðan í gær. Eg kem hér oft — er eiginlega fastur gestur“. Eg kunni betur við mig í barnum- Salurinn var nærri því mannlaus. Þarna sat Val- entin Hauser við borð, eins og hann var vanur. Eg þekkti hann. Við höfðum verið í sömu herdeild í stríðinu. Einu sinni hafði hann farið út í skothríð- ina til að færa mér bréf, þv: að hann hélt að það væri frá móður minni. Hún hafði verið skorin upp og ég beið eftir frétt um af henni. Það vissi hann. En þá var þetta bara ómerki- leg auglýsing. Á heimleiðinni varð hann fyrir skoti í fótinn. Valentin hafði, nokkru eftir að stríðinu lauk, fengið arf. Þá fór hann að drekka, eins og hann þoldi. Hann þóttist alltaf verða að gera sér glaðan dag til minningar um að hann slapp lifandi úr ófriðnum. -Og nú voru liðin mörg ár- En hann hugðist aldrei geta lofað og þakkað það nóg, eða minnzt þess of oft. Valentin var einn þeirra, sem muna stríðið of vel. Við hinir höfðum gleymt mörgu. En hann mundi hvern dag, hverja stund. Eg sá að hann hafði drukkið. Hann sat álútur og utan við sig úti í horni. „Salue! Valen- tin!“ Hann leit upp: „Salue! Robby“. Þjónninn kom. „Hvað má bjóða yður?“ spurði ég hana. „Mér er sama. Eitthvað mein laust“. „En gefðu mér romm, Fred“, sagði ég. Hér var svalt og skuggsýnt, ilmur af vínL Neðan úr loftinu hékk líkan af seglskipi: Vegg- urinn bak við veitingaborðið var lagður koparskjöldum, sem glömpuðu í ljósbirtunni, eins og fagurrauðir logar. Að- eins tvö ljós voru kveikt. Ann- að hjá Valentin, hitt hjá okk- ur. Ljóshlífarnar voru búnar til úr gömlu landabréfi. Eg var í hálfgerðum vand- ræðum og vissi ekki hVernig ég ætti að byrja samtalið. Það var svo langt síðan ég hafði lent í svona félagsskap. Eg um gekkst eiginlega bara karlmenr. nú orðið. Mér hafði þótt hávaða' samt í kaffistofunni. Hér var of hljótt. í svona þögn varð hvert orð svo óeðlilega áhrifa- mikið, að það var óþægilegt að taka til máls. Eg óskaði þess*

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.