Þjóðviljinn - 28.12.1944, Side 2

Þjóðviljinn - 28.12.1944, Side 2
2 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. desember 1944„ Umsköpun atvinuuhátta á Hnsavík Viðtal við Pál Kristjánsson, ritara verkamannafélagsins á Húsavtk Þjóðviljinn hitti Pál Kristjánsson, ritara. Verkamannafélags Húsa- víkur, meðan hann dvaldist hér í bamum fyrir jólin og spurði hann um fyrirœtlanir og áhugamál Húsvíkinga, og fer frásögn Páls hér á eftir. — Fyrir mikinn fjölda Húsvík- inga er atvinnuleysi á þessum tíma árs og raunar allan veturinn, því að það getur naumast talizt til at- vinnu, þó að hirt sé ein kýr eða öríáar kindur. En á Húsavík er mjög mikill landbúnaður og að ég hygg meirr en í nokkru öðru sam- bærilegu þorpi á landinu. — Af hverju stafar þessi mikli landbúnaður? — A því stendur svo, að hafn- leyvsi staðarins hefur staðið vexti útgerðarinnar fyrir þrifum. En af því Húsvíkingar eru dugandi menn, þá sneru þeir sér að jarð- rækt og landlbúnaði, þegar ekki voru skilyrði til aukinnar útgerð- ar. Þetta eru ástæðurnar fyrir því, að útgerð er hlutfallslega lítil á staðnum en landbúnaður hlut- fallslega mikill. Auðvitað hefur landbúnaðurinn verið rekinn á mjög frumstæðan hátt, svo frum- stæðan að eitt aðalatriði nýsköp- unarinnar í Húsavík verður að gerbreyta rekstri landbúnaðarins. A Húsavík þarf að verða mikil nýbygging. Og aðaiáhugamál Hús- víkinga er líka aukin atvinna, meiri atvinnurekstur. Það sem byrja þarf á er það að gera örugga höfn á staðnum. Það er skilyrði þess, eins og áður er sagt, að hægt sé að auka útgerð- ina, en í sam'bandi við útgerðina þarf svo að koma iðnaður, bæði síldar- og fiskiðnaður. VÉLANOTKUN ÞARF AÐ AUKA. Samhliða þessu þarf svo að yfir- gefa hinn frumstæða rekstur land- búnaðarins. Húsvíkingar eiga nóg ræktað land og ræktanlegt, svo að það sem gera þarf er þá það, að skipa svo þeim málum, að hægt sé að koma að sem mestri vélnýtingu við landbúnaðinn. Það sem gera þarf fyrir landbúnað Húsvíkinga, er það sama og gera þarf fyrir all- an landbúnað í þessu landi: að innleiða vélknúin tæki og skipa landbúnaðinum að öðru leyti svo að þau vélknúnu tæki notist. BYGGINGAMÁL. —: Auðvitað þarf svo að gera margt fleira. Það þarf að byggja íþróttaheimili knatt spyrnufél. Fram Bæjarráð samþykkti fyrir nokkru síðán að gefa félaginu kost á æfingasvæði í norðanverðri Vatnsgeymishæðinni í stað svæðis á Mómýrarbletti, sem félagið taldi ekki eins hentugt. Nú hefur félag- ið farið fram á að fá byggingarlóð við svæðið, til að reisa á henni félags- og íþróttaheimili. Hús- byggingarsjóður félagsins hefur nú þegar nægilega > sterkan fjárhags- grundvöll til að hefjast handa að fengnu byggingarleyfi. Engin end- anleg ákvörðun var tekin um þetta og er verið að athuga málið. PáU Kristjánsson. mörg íbúðarhús og það sem fyrst, því að íbúðir ýmist skortir eða eru svo lélegar að ekki er sæmandi, þó að ennþá hafi verið í þeim búið af gömlum vana. Það er annars merkilegt, að ýmsir virðast gleggri á húsnæði í sambandi við hús- gögn cn sjálfa mennina, eða rétt- ara sagt gera meiri kröfur um góð híbýli fyrir húsgögnin en menn- ina. Þetta keinur fram í því, að enginn léti sér detta í hug að fara með góð húsgögn inn í ýms manna- híbýli af ótta við að þar yrðu þau ónýt. RAFMAGNSMÁL. — Hvað er að frétta af raf- magnsmálum ykkar? — Um rafmagnsmál Húsavíkur er það að segja að eins og nú standa sakir, er rafmagnsskortur mjög tilfinnanlegur, ekki einu sinni rafmagn til Ijósa hvað þá rneira. Vonandi verður hægt að bæta úr þessu áður en langt líður, með raf- magni frá Laxárvirkjuninni. HITAVEITA. — Hvað er að frétta af hita- veitufyrirætlunum ykkar? — Enginn vafi er á því, að heitt vatn er í jörðu rétt við sjálft þorp- ið, hvort sem í það næst eða ekki. Gerð hefur verið tilraun til þess að bora eftir vatninu, en það bar eng- an árangur. Af því verður þó ekk- ert ráðið, því að þessi tilraun var svo lítilfjörleg. Þá má og benda á, að Uxahver í Reykjahverfi er svo nærri Húsa- vík og landslag þannig að sýnt þykir, að þaðan megi leiða heitt vatn til Húsavíkur. Ég held að þetta ætti að athuga sem fyrst og ^ækilegast, því að ef heitt vatn yrði leitt frá Reykjahverfi til Ilúsavíkur, myndu meðfram þeirri hitavatnslínu skapast ágæt skil- yrði fyrir byggðahverfi. Af öllu þessu getur þú séð, að Húsvíkingar hafa nóg nýbygging- arverkefni, enda hygg ég að Hús- víkingar hafi fagnað mjög hinni nýju ríkisstjórn og hennar nýsköp- unaráformum, það má líka öllum Ijóst vera, að efla verður stórkost- íega atvinnulíf á Húsavík, enda öll náttúrleg skilyrði til þess. ALÞÝÐUSAM- BANDSÞINGIÐ. — Þú varst hér fulltrúi á AI- þýðusambandsþinginu ? — Þetta er fyrsta Alþýðusam- bandsþing, sem ég hef verið á. Auðvitað þótti mér fróðlegt og merkilegt að vera þar. Ég tók eftir því að sameiningarmönnum varð tíðrætt um stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar og töldu að öllu máli skipti um framkvæmd hennar. Hinir virtuSt láta sér fátt um finnast þá hluti. Mér þótti þetta undarlegt, því að ég hólt að allir heiðarlegir menn teldu stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar mál málanna eins og sakir standa. Ég hafði ennfremur hugs- að mér, áður en ég kom á þingið, að þetta mál mundi verða aðal- mál þingsins. En auðvitað var ekki hægt að meina hinum að koma að sínum áhugamálum, sem raunar fólust öll í ákalli Helga Hannes- sonar til Alþýðuflokksmanna, Sjálfstæðismanna og Framsóknar- manna um að sameinast gegn kommúnistum, eins og hann orð- aði það. Fríkirkjan og Herðubreið Frá þvi hefur verið skýrt áður, að Samband ísl. samvinnufélaga hafi farið þess á leit við bæjar- stjórn, að leyft verði að breyta frystiliúsinu Herðubreið í kvik- myndahús. Þar sem frystihiisið stendur á næstu lóð sunnan við Frfkirkjuna, hefur stjórn Frí- kirkjusafnaðarins sent bæjarstjórn áskorun um það, að ekki verði leyfð nein starfræksla í frystihús- inu, sem truflað geti kirkjulegar atlhafnir, sem fram fara í kirkj- unni. Er safnaðarstjórninni þetta mikið áhugamál. Skemmtifundur Fél. Suðurnesjamanna Félag Suðumesjamamia í Reykja vílc hélt almennan félags- og skemmtifund í Tjamarcafé, þann 29. f. m. Er það annar skemmti- fundur félagsins á þessum vetri, og var húsið fullskipað. Að loknum almennum fundar- störfum skemmtu þeir bræðurnir Ársæll og Magnús Árnasynir með upplestri og framsögn. Síðan fór fram samleikur þeirra Þórhalls Árnasonar á cello og Eggerts Gilfer á píanó. Var skemmtiatriðunum tekið mcð miklum fögnuði. Þá fór fram bögglauppboð og gekk það mjög vel og var andvirð- inu varið til sto'fnunar Fram- kvæmdasjóðs félagsins, er nota á í framtíðinni til ýmissa menningar- mála á Suðurnesjum, er síðar verð- ur tekin nánari ákvörðun um. Félagið ráðgerir að halda jóla- trésfagnað fyrir börn félagsmanna hinn 3. janúar n. k. í Tjarnarcafé. Nýjársfagnaður félagsins verður haldin að Hótel Borg laugardag- inn 13. janúar n. k. Málefni dagsins rædd á vinnustöðvunum „Verkamaður" skrifar mér bréf um hin daglegu umtalsefni verka- manna á vinnustöðvunum. Um leið og ég þakka honum fyrir bréfið, vil ég mælast til að hann og aðrir verkamenn og verkakonur skrifi Baejarpóstinum sem oftast smágrein ar um svipað efni. Eg veit að þeim sem lesa þessi orð mín er það full- Ijóst hvaða þýðingu það hefur fyrir þá sjálfa og verkalýðsstéttina í heild, að þær skoðanir og tillögur sem fram koma á vinnustöðvunum, berist út fyrir kaffiskúranna. Bæj- arpósturinn er sá rétti vettvangur fyrir þær raddir. Vilja ekki afnema kaffi- tímana „Eg er að hugsa um að koma með ykkur í nokkra kaffitíma í hug anum, og lofa ykkur sem lesið Bæj- / arpóstinn, að fá sýnishorn af á hvern hátt við verkamennirnir not- um kaffitímana jafnframt því að drekka kaffið og mjólkina sem við höfum með okkur í vinnuna. Við höfum haft nóg umræðuefni í kaffitímunum undanfarið og sum málin hafa enst okkur oft og mörg- um sinnum, einkum þau sem varðað hafa verkalýðsstéttina í heild. í einum kaffitímanum ræddum við um grein sem birtist í „Vinn- unni“, hún var um að afnema kaffi tímana okkar. Flestir í mínum vinnuflokki voru á móti því að af- nema kaffitímana, töldu að þeir hefðu menningarlegt gildi fyrir okk- ur, og veittu auk þess nauðsynlega hvíld og tima til að nærast. Enda væri tillagan ekki framkomin frá okkur verkamönnum, heldur ætti upptök sín hjá atvinnurekendum og miðuð við þeirra hagsmuni. Byggingamálatillögur Sig- fúsar Sigurhjartarsonar Okkur hefur orðið skrafdrjúgt | um byggingamálatillögur Sigfúsar Sigurhjartarsonar sem birtust í Þjóðviljanum fyrir nokkru síðan. Þar þykjumst við eygja von og vissu um að rætist fram úr húsnæðis- vandræðunum, og sjá hvaða leið verður að fara ef bót á að fást á því öngþveiti sem nú ríkir í þeim efnum. En það er: að einstaklingar, bæjarfélagið og peningavaldið búist til samstiltra átaka í þessum mál- um. Það er víst, að við verkamenn munum verða einhuga um þetta mál og veita því allan þann stuðn- ing er í okkar valdi stendur, svo ekki líði langt þangað til við sjá- um árangurinn af þeim framkvæmd um sem við vonum að fylgi í kjöl- far þessara tillagna. Við fögnuðum stjórnarmyndun- inni, og tókum þá ákvörðun sem einstaklingar að vinna að framfara- málunum sem hin nýja ríkisstj. er mynduð til að koma í framkvæmd, en við munum ekki missa sjónar á því takmarki að í þjóðskipulagi framtíðarinnar eru það við sem vinnum, sköpum verðmætin, sem eigum að ráða. Verður honum fyrirgefið? Við höfum fundið að það er mik- ið starf sem býður okkar að skapa og varðveita einingu fjöldans. Al- þýðusambandsþingið síðasta mun marka tímamót í íslenzkri verka- lýðshreyfingu. Eg hef aldrei orðið var við, að við sósíalistar værum eins sterkir og núna í hugum manna almennt, menn hafa orðið opinská- ari að fordæma framkomu þeirra manna sem gengu af þingi verka- lýðsins. Einn úr Sjómannafélaginu sagði við mig nýlega: „Heldurðu að Guð ! fyrirgefi mér að hafa kosið Sæ- mund Ólafsson og hans féélaga á Alþýðusambandsþingið? Þeir rugl- uðu mig stéttarlega séð, svo ég vissi ekki hvað var að gerast“. Þannig hugsa margir sem líta hlutlaust á málin, og eru ekki opinberlega deiluaðilar“. Óheppilegt útvarpsefni Reykvíkingur skrifar mér að hann hafi átt tal við bónda í Árnes- sýslu um lestur draugasagna í út- varpið og lýsti bóndinn því hvaða áhrif lesturinn hefði á börn og ung- linga á hans heimili. En bréfið er svona: „Vill Bæjarpósturinn birta þessar línur fyrir góðan og greindan bónda austan úr Árnessýslu, um drauga- sögur í útvarpinu? Bóndinn sagði svo frá: Það var' hér um daginn að sagðar voru ó— venjulega kröftugar og sannfærandi draugasögur í útvarpinu. Ræðu— maður sagði frá, af skáldlegri fimi og útmálaði áhrif og háttalag draugsins. Ekki var annað að skilja, en sagan væri alls nakinn veru- leiki, því engin skýring kom á sög— unni, önnur en sú, að þetta hafi hlotið að vera draugur og ekkert annað. Á bænum þar sem ég bý er tvíbýli, og mörg börn. Á öðru bú- inu voru aðeins börn heima og ungl ingar, sem hlustuðu á draugasöguna. með vaxandi ath. Þau voru háttuð hvert í sitt rúm, og myrkrið grúfðj yfir. Loks kom að því að hræðsla greyp þau, þau máttu ekki mæla og vart anda. Allsstaðar voru draug ar, undir rúmunum, og í hverjtt skoti. Og að síðustu ruku þau upp eitt af öðru og stukku yfir í eitt rúmið í haug, og hjúfruðu sig hvert að öðru, hjá hinu stærsta þeirra. Þannig var komið að þeim seinna um kvöldið. Bóndi bætti við: Eg efast ekki um að draugasögur eigi að teljast til þjóðlegra bók- mennta, og hef ekkert persónulega út á það að setja að þær séu flutt- ar í útvarpi; en frá sjónarmiði barna og unglinga vítt um dimmar sveitir þessa lands, held ég að þær séu mjög varhugaverðar. Hugmynda flug manna, býr til ópin og skelf- ingu ef sagt er frá af sannfæringu og list, og ég held að áhrif þeirra séu því fremur ill en góð“. Bræðslustöð skemmd í þriðja sinn Frá Svíþjóð berst sú fregn sain- kvæmt upplýsingum frá Osló, að stóra bræðslustöðin í Eydeliavn, nálægt Arendal, háfi, í þriðja sinn verið gerð óvirk, með því að raf- magnsskiptistöð verksmiðjunnar hefur verið eyðilögð af skemmda- verkamönnum. Nazistar myrtu 700 þúsund í Lvoff Nefnd sú, sem rannsakað hefur glœpaverlc Þjóðverja í Lvoff-hér- aði, liefur birt skýrslu sína. — Hún telur að nazistar hafi myrt um 700.000 manns í liéraðinu á her- námsárunum. Á meðal þeirra voru brezkir og bandarískir borgarar og menn frá ýmsum löndum Evrópu. Néfndin telur Himmler meðal aðalsökudólganna. — Kom hann oft til Lvoff til að horfa á aftökur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.