Þjóðviljinn - 28.12.1944, Page 3

Þjóðviljinn - 28.12.1944, Page 3
Fimmtudagur 28. desember 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 R1T8TJÓRI: SIGRÍÐUR ARNLAUGSDÓTTIR Akureyringa vantar barnaheimili segir Elísabet Eiríksdóítir Blindra manna land ,,Of mikil menning er hættu- leg”, sagði Hitler á sínum tíma. Sú villimennska, sem Hitler og óaldarflokkur hans hefur tileink- að sér og berst fyrir, hefur nú lifað sinn tíma; afdrif hennar geta ekki orðið nema ein. Þekking er afl, sem engin hernaðartæki fá bugað til lengd- ar, hversu rammger sem þau eru. Fólk sem les mikið er sjaldan eða aldrei leitt á lífinu. Nazist- arnir vissu hvaða máttur fylgdi þekkingunni og þeir brenndu dýrmætustu bókmenntir þjóðar sinnar á báli. Óaldarseggir naz- istanna hefðu aldrei reynt að leggja undir sig heiminn, hefðu J>eir ekki treyst á það, að fjöld- inn gæti ekki hugsað fyrir sig sjálfur, að hægt væri að teyma hann í blindni og blekkja eftir vild í fáfræði sinni. Uppeldið er ekki allt fyr en ævinni er lokið, og sjálfsuppeld- ið hlýtur alltaf að verða stærsti ‘þátturinn. Hlutverk skólanna er að vekja en ekki að ala upp, dýrmætasti þátturinn í menntun hvers manns er sá, sem hann aflar sér sjálf- ur. Ef til vill stafa vandræði okk- ar í heiminum í dag mest af því, að fjöldinn veit lítið eða ekkert um flesta hluti. Auðvitað segja margar konur, að þær hafi varla tíma til að anda, hvað þá lesa bækur um allt milli himins og jarðar. En athugið konur sem lesa mikið, tíminn er þeim ótrúlega drjúgur; þær eyða honum ekki í þvaður um náungann, búðaráp eða hundavaðslestur á blöðum, sem eru útbreidd aðeins vegna þess að þau segja okkur, hvað við eig- um að hugsa og losa okkur við alla andlega áreynslu. Við segj- um oft, að við lesum okkur til skemmtunat, en meinum að við lesum til að losna við að hugsa. Við lesum bækur eins og við myndum taka inn aspirin, en að- all góðrar bókar er einmitt sá, að hún vekur okkur til umhugs- unar. Við eigum að lesa eins og við eigum að lifa: við eigum allt- af að læra. Við þurfum á bókum að halda og tíma til að lesa þær, Prjónaður „túrlian44 Ein af sorgum okkar kven- fólksins þennan vetur er að nú fæst ekkert garn, en margir eiga afganga, smáhnykil af þess um lit og annan af hinum. Þessi „túrban“ er einmitt gerð- ur úr afgöngum, þrír litir eða jafnvel fleiri, ef þeir fara vel saman. Fitjið upp 61 lykkju og prjón- ið perluprjón, aukið út um eina lykkju á hverjum prjóni þang- að til komin er 91 lykkja, prjón- ið þá beint áfram þangað til stykkið er'orðið 25 cm. Prjónið þá 44 lykkjur (alltaf perlu- prjón), snúið við og prjónið til baka, prjónið þennan helming- inn þangað til hann er orðinn * vel hálfur metri á lengd, fellið þá af. Byrjið á 47 lykkjunum sem eftir eru, fellið fyrst 3 af (í miðjunni) og prjónið síðan 44 lykkjuij jafn langt og áður, fellið af. — Randirnar fara auð- vitað eftir því hvað margir litir eru notaðir, en séu notaðir þi'ír, | er fallegt að hafa tvær umferð- ir af fyrsta lit, tvær af öðrum og eina af þeim þriðja. Fallegra er að hafa randirnar aldrei breiðar, helzt ekki meira en tvær umferðir. EHsabet Eiríksdóttir var einn af fulltrúunum frá Akureyri á Al- þýðusambandsþinginu. Kvennasíð an náði tali af henni áður en hún fór úr bænum aftur. — Hefur þú verið lengi á Akur- eyri? — Eg kom til Akureyrar 1921 og hef stundað smábarnakennslu niestan tímann. — Kennirðu við barnaskólann? alveg eins og við þurfum tíma til að eta og drekka. Síðasta áratuginn hefur mikið verið rætt um rétt og rangt mat- aræði og það áreiðanlega ekki að ástæðulausu, en ég held, að engu síður þyrfti að gefa gaum andlegri fæðu fjöldans. Hvað eigum við að lesa ? Við gætum t. d. snúið okkur að þeirri hlið, sem að heimilinu snýr til að byrja með. Kvenfólk lifir oft- ast mestan hluta ævi sinnar inni í húsum. Karlmenn stunda vinnu sína úti á höfum og hingað og þangað á berangri, en konur vinna nær alltaf innanhúss; þó láta þær sig sjaldan nokkru skifta byggingu húsa. Þar er nóg efni að nema, og það er efni, sem konur eiga ekki að láta afskifta- laust. Engum tækist að braska með illa gerð hús, ef almenning- ur þekkti nóg til byggingarmála. Ef við hefðum hugmynd um, hvað borgir geta verið fallegar, myndu íslenzkir bæir ekki lengi líta út eins og þeir gera nú. — Borgir eru vöggur þjóðanna, ef þær eru ljótar og óþægilegar, er kippt úr vexti þeirra sem byggja þær. í annan stað er barnauppeldi. Ekkert háir jafn mikið framför- um í uppeldismálum og fáfræði almennings. Það er til fjöldi bóka sem vinna að því að brúa þetta bil milli kennara og for- eldra. Fyrstu ár barnsins hafa | miklu meiri þýðingu fyrir upp- eldi þess síðar meir en almenn- I ingur veit, og margt myndi horfa | öðruvísi við í heiminum, ef for- eldrar vissu meira um þá ábyrgð, sem þeir hafa tekizt á hendur, og þá möguleika, sem þeir hafa úr að spila. Við eigum að sjá lengra en að okkar eigin bæjardyrum. Vjð þurfum að vita um erfðavenjur og siði annarra þjóða, ef friður á að haldast. Það er ekki nauð- synlegt að vera sagnfræðingur til að uppgötva eina óvænta stað- reynd veraldarsögunnár — þá staðreynd, að hilið mrlli þjóð- anna minnkar stöðugt, mannkyn- ið er að verða æ meiri heild. — Eftir hverja styrjöld borgara eða þjóða í milli hafa múrarnir hrun- ið, himinháir múrar fáfræði og Framliald á 5. síðu. — Nei, ég hef haft einkaskóla. Það er mjög ótrygg atvinna, með- al annars vegna þess að þá er eng- inn réttur til eftirlauna. Eg hef því stundað erfiðisvinnu með kennslunni allan tímann, og það varð til þess, að ég fór að taka þátt í verkakvennahreyfingunni. Verkakvennafélagið Einingin er nú nærri þrjátíu ára gamalt og er nú orðið öflugt félag með nærri 200 meðlimum. Erfiðast var að vinna að verkalýðsmálum á Akur- eyri eins og annars staðar á land- inu á þeim árum sem verklýðs- hreyfingin var tvístruð innbyrðis. Við höfum sömu sögu að segja og margir aðrir kaupstaðir frá þeim árum. Við áttum í höggi við sundr- ungaröifl í okkar eigin luipi, og það dró mjög lir krafti verkalýðssam- takanna á þessu tímabili. En nú hefur tekizt að sameina verkafólk- ið að mestu leyti og stendur það því miklu öruggara og sterkara í baráttunni fyrir hagsmunum sín- um. — Eru verksmiðjustúlkurnar í Einingu? — Nei, á Akureyri er starfandi Iðju-félag, en því miður er alltof stór hópur verksmiðjustúlknanna hvergi félagsbundinn. — En hvað er um starfsstúlk- ur á heimilum? — Þær eiga heima í okkar fé- lagi, en um þær er það sama og verksmiðjustúlkurnar, þær eru allt of fáar sem eru í félaginu. — Þær þyrftu þó allra stétta rnest á því að halda að bindast sterkum félagssamtökum. — Já, en það er mjög erfitt að ná til þeirra. Þær eru svo flöktandi. Þær eru ráðnar á einum stað þenn- an tímann og annars staðar þann næsta. Starfsstúlkurnar eru flest ungar stúlkur, sem vilja sjá sig um. Þær eru í vist á Akureyri í vetur, en í Reykjavík eða á einhverju allt öðru landshorni næsta vetur. Aftur á móti eru það mest giftar konur, sem vinna við útivinnu, að vísu er nokkuð af ungum stúlkum, en yfirgnæfandi meirihlutinn eru j konur, sem liafa þessa vinnu með heimilisstörfunum. — Hafið þið þá barnaheimili til að létta þessum konum störfin heima fyrir? — Nei, það er nú einmitt það, sem tilfinnanlegast vantar, og það hlýtur að verða okkar næsta skref að vinna að því að koma upp barnaheimili og jafnvel vöggustofu svo að konurnar geti stundað sjálf- stæða atvinnu án þess að það þurfi að verða þrotlaus þrældómur. Eins og heimilisstörfum er nú háttað, I eru þau jnikið strit en lítil vinnu- afköst. Þau hafa dregizt aftur úr í þróun atvinnuháttanna. Hús- mæðurnar hafa oft lengri vinnu- tíma en nokkur önnur stétt, en vinnuafköst þeirra eru langt frá því að vera að sama skapi. Óvenjuleg tvíbandapcyna í tveim litum, má vera \mcð löngum ermum og hneppt upp úr ef vill. Munstrið, sem fylgir, er óbreytt á ermunum, en aðeins skáblómin meðfram börmunum og að neðan, nema i miðju að aftan, þar er upprétta. blómið einnig.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.