Þjóðviljinn - 07.01.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1945, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. janúar 1945. Þ JÓÐVILJINN S Á kreppuárunum 1930—1940, er bændur upp til sveita gerðu ekki betur en að draga fram lífið með 12—16 stunda vinnu- degi, var það vegagerð, sem helzt var kostur á utan bú- starfa. Því var það á vorin, er mestu búönnum var lokið, að hver sá, sem komizt gat frá búi, fór í veginn. Ekki var um marga daga að gera, sem hver fékk, því að stjórnarvöldin veittu ekki það ríkulega til vegakerfisins á þeim árum- — Bammargir bændur fengu þó 10—12 daga, og einhleypingar 4—7 daga. Nú ætla ég, sem þetta rita, að draga fram örlítið sýnishom af vegavinnu í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu vorið 1936. • Það var á heitum júnímorgni fyrir 8 árum, að ég hljóp nið- ur hlaðvarpann heima með mal pokann minn á öxlinni. Það, sem í honum var, átti að vera til dagsins. En eftir þyngdinni mátti ætla, að það væri til tveggja daga, svo óhætt var að segja, að ráðskonan hefði ekki skorið við nögl sér. Ferðinni var heitið í vega- vinnu. Eg fór hægt niður túnið og fór að hugsa um það, sem gerzt hafði í vegavinnunni út í dalnum og á Fljótsheiði og vak- ið hafði geysiumtal í sveitinni. Því var þannig varið, að sonur stórbónda eins í sveitinni, sem var öruggur fylgismaður Jón- asar Jónssonar, sótti það mjög fast að fá flokksstjórastöðu hjá verkstjóra. — Verkstjórinn, sem búin var að rækja starf sitt í nær 20 ár án þess að hafa veitt nokkrum slíka stöðu, var tregur til að láta honum slíkt embætti í té, sem auk þess gaf einnar krónu meiri arð á dag. — Þótti það ríf-leg uppbót í þá daga. — Það fór þó svo að lok- um, að verkstjóri lét tilleiðast fyrir þrábeiðni hins unga manns. Þetta vakti furðu í sveitinni, meðfram vegna þess, að þetta var þarna nýtt fyrirbæri, og einnig það, að hinn ungi maður var lítt vanur vegagerð. En daginn, sem flokksstjóri I átti að fá menn til umráða, > xieituðu allir að vinna undir hans eftirliti að undanteknum tveimur mönnum. Orsakaði þetta málþóf, og var víða kom- ið við utan vegamála. Lauk 'þófi þessu með því, að verk- rstjóri vatt sér að undirmanni sínum og gaf honum tvo kosti, >og þeir voru á þann veg, að það væri ekki annað sýnna, en hann yrði að gera sér það að góðu að vinna hjá sér sem óbreyttur verkamaður ella fara heim. — Kaus hann þann síðar- • nefnda og fór. Þannig stóðu þá málin þenn- an morgun, er ég lötraði vestur á þjóðveginn í veg fyrir verk- stjóra og bíla hans. Hann var að færa sig suður í dalinn og leiddi það til þess, að Útdæl- ingum var sagt upp, því að Suð- urdælingar vildu sækja sér nær. Þetta var gömul venja, sem hvert mannsbam í sveit- .inni vissi um. Þegar ég kom vestur á veg- VegQvinnuverkfall inn eftir 20 mínútna göngu, voru reykjarstrókar famir að spinna sig upp úr eldhússtromp um á bæjunum, er gáfu það til kynna, að húsfreyjumar væru farnar að skerpa undir kaffi- katlinum. Ekki var ég lengi bú- inn að bíða á vegarbrúninni, er ég eygði bílana, sem verk- stjóri hafði og færðust þeir óð- fluga nær. Er þeir renndu að mér, þar sem ég stóð á vegar- brúninni, sé ég hvar verkstjóri sat við hlið bílstjóra í fremri bílnum. — Heilsuðumst við þarna allir að gömlum og góð- um sveitasið, og buðu þeir mér upp á bílpallinn. Sagði verk- kæmist sem fyrst 1 hans hend- ur. Við urðum æði forvitnir og fórum að kalla á verkstjórann, sem í andránni var ekki viðlát- inn, en þegar kom í augsýn út úr tjaldi sínu, er hann hafði til skýrslugerðar. — Það varð þögn, en verkstjóri tók við skeytinu, og augu okkar allra hvíldu á honum. — Allt í.einu hóf hann upp raust sína og las það upp. | Ekki man ég skeytið orðrétt en efni þess var á þá leið, að verkstjórinn (hann var nafn- greindur) væri leystur frá störfum með og frá deginum í dag. Þess var einnig getið hverj j WJVWW EFTIR Gísla T, Gisdmundsson ^W"JWWWUVWVWVWVVVWWVVVVWWWWUW\flAÍVVWVVVWtfV stjóri að ætti að halda — suður í Máskotsgryfjur. Áfram var haldið suður dal- inn nema að öðruhvoru var stanzað til að taka upp menn. Gamanyrðin voru þegar farin að fjúka. • Kl. 8 vorum við komnir suð- ur í Máskotsgryfjur. Voru þarna samankomnir nær 30 menn og fjórir bílar. Verkstjóri hóf upp raust sína og bað menn að taka sér haka <?g skóflu í hönd, er voru á einum bíln- um- Varð talsverður troðningur sökum þess að hver vildi ná sér í gott verkfæri. — Síðan setti verkstjóri 12 menn í hvora gryfju og þrjá í veginn til að taka á móti mölinni af bílun- um. Það var kallað að vera á „tipp“ og voru þeir einatt upp- nefndir og kallaðir „tippmenn“. Virtist það vera orðið að hefð. Vinna var þegar hafin. Við losuðum mölina og mokuðum á bílana. Skipzt var á að moka. — Hver bíllinn eftir annan rann upp úr gryfjunum. Kl. 9,30 var drukkið kaffi og flugu „brandarar“ af margra munni. Tíðrætt varð mönnum um atburði þá, sem skeð höfðu úti í dalnum og var allt útlit á því, að það gæti orðið umtáls- efni dalbúanna allt sumarið. Að kaffitíma loknum urðu eng- ar breytingar á vinnubrögðum og gekk það þannig til kl. 2. Þá fengum við klukkutíma tii að matast. — Tók hver upp sinn malpóka- — Brátt fóru bændurnir að tala um búskap- inn, og varð þeim tíðræðast um óhöppin eins og oft vill verða. Einn ' varð fyrir lambadauða,' annar fyrir heyleysi, sá þriðji fyrir mjólkurleysi sökum þess að burður færðist aftur á kúnni o. s. frv. Er matartími var úti, hófst vinnan á ný. Þegar kl. var að halla í þrjú, kom unglingspiltur með sím- skeyti til verkstjórans.. Lét hann svo um mælt, að áherzla hefði verið á það lögð, að það um embættið var ætlað, og var það hinn fráfarandi flokks- stjóri. Ekki var laust við að sæifet háðsglott á vörum sumra, sem þarna voru og verkstjóri hafði orð á því, að sér þætti þetta kynlegt af vegamála- stjóra, því að hann hefði aldrei fundið að við sig öll þau ár, sem hann væri búinn að hafa þetta starf með höndum. Þá gall við úr hópnum: „Það er auðvitað hann Jónas frá Hriflu, sem þarna er að verki“. „Já, auðvitað,“ kvað við hvaðanæva úr hópnum. Menn studdu sig fast við rekurnar, svo að hvítn- uðu hnúamir á höndum þeirra. Þar til einn heiðabóndinn, er bar þess greinileg merki að hann hefði átt við að etja marg- vísleg veðrabrigði norðlenzkra heiða, kallaði: „Gerum verk- fall!“ „Já! Verkfall! Verkfall!“ kvað við frá öllum. Við hentum frá okkur verkfæfunum — hvolfdum af bílunum, þar sem þeir voru og lögðum af stað að Narfastöðum, sem er syðsti bærinn vestanmegin í dalnum áður en heiðin tekur við. Þar var símstöð og ætlaði verkstjór- inn samkvæmt okkar beiðni að senda skeyti símleiðis til vega- málastjóra þess efnis að verk- fall væri þegar hafið og engum yrði leyft að vinna á vegarsvæð inu fyrr en fpll leiðrétting á athæfi þessu væri fengin. Áður en við skyldum var það ákveðið, að við þessir verkfalls- menn og aðrir þeir, sem með okkur vildu vera í sveitinni, mættiífn að Narfastöðum kl. 9 að kvöldi. Var það ætlun okk- ar að mynda félag og fá á þann hátt betri aðstöðu til að geta gripið til gagngerðra ráðstaf- ana ef með þurfti. • Um kvöldið var fjölmennt að Narfastöðum. Var það án efa langfjölmennasta heimsókn, sem Sigurður bóndi hefur feng- ið um há-annatímann, enda varð einum að orði áður en gengið var inn til fundarhalds, að það væri margt húskarla hjá Sigurði bónda. Að þessu var hlegið dátt, og virtist Sigurður ekki ósæll með húskarlana. —; Er allir voru komnir til stofu, var stofnfundur settur. Einn skörulegasti bóndi sveitarinn- ar tók að sér fundarstjórn- — Félag var stofnað með 40 með- limum og h|,aut nafnið: „Félag verkamanna og bænda í Reykja dal.“ Kosin var 5 manna stjóm. Sömdum við síðan lög og i'egl- ur þessa félags okkar, sem mest með hliðsjón af öðrum félags- legum samtökum launþega við sjávarsíðuna. Samþykkt var að ganga í Alþýðusambandið hið allra fyrsta. í lok fundarins voru skipaðir 4 eftirlitsmenn á vegarsvæðinu til frekara öryggis, ef ske kynni að hinn nýskipaði verkstjóri gæti fengið einhverja með sér til að gerast verkfallsbrjótar. Einnig áttu tveir bílar að vera í lagi til að geta á hvaða tíma sem væri, verið til staðar. Langt var liðið á kvöld er menn voru búnir til heimferðar. Flestir voru á bílum, en þó nokkrir höfðu beizlað gæðinga sína, og var ekki laust við, að sumir af okkur, sem á bílum voru litu á þá öfundaraugum, því hver sá, sem alinn er upp í sveit, veit hvers virði það er að sitia á skeiðfráum jó á sum- arkvöldi. • Þegar ég vaknaði morguninn eftir var sólin komin hátt á loft. Eg fór fram í eldhús, þar beið mín matur, sem var hafragraut- ur, mjólk og brauð. Eftir að hafa gert matnum góð skil, fór ég út að búpeningshúsum, sem stóðu yzt í túnjaðrinum og fór að hreinsa upp úr heytóft. — Um kl. 10 kom til mín maður af næsta bæ. Hann var einn af stjómarmeðlimum félags okk ar. Bað hann mig að bregða fljótt við og koma þegar í veg fyrir bílinn, er væri á leiðinni sunnan dalinji, því að hinn ný- skipaði verkstjóri hefði farið með eina 8 menn með sér í vegar spottann á Fljótsheiði, sem var eftir að mölbera- — Við hlupum sem við máttum vestur á veginn. Þegar þangað kom var bíllinn komin svo hlað inn mönnum, að varla var á bætandi. Samt var þrifið rokk- ur upp á bílpallinn af mörgum höndum. Haldið var áfram að Breiðumýri, sem er næsti bær við veginn, er liggúr upp Fljóts heiði að austanverðu. Þar áttu allir að mæta áður en á heiðina yrði lagt. Er við komum þangað, voru Útdælingar allir mættir. Þar var örlítið staðið við til skrafs og ráðagerða. — Eitt af því, sem þar barst milli manna, var það, að einn höfðingi sveitarinn ar, er undanfama daga hafði dvalizt á Akureyri og komið hafði heim um morguninn, hefði sagt þær fréttir, að hann hefði rekizt á Jónas frá Hriflu þar á götu, og hafði Jónas þeg- ar vikið talinu að vegavinnu- deilunni og sagt við hann að hann yrði að berja helvítis , ,kommúnistana“ niður. Sveit- arhöfðingja, sem nóg þótti um ofstæki Jónasar hafði svarað því til, að hvorki hann eða ann ar þyrfti að hugsa sér það, að berja niður heila sveit. Með þessar fréttir lögðum við upp heiðina á þremur bílum, sem hituðu sig nokkuð végna bratt- ans og hinna heitu geisla há- degissólarinnar. Eftir erfiðan akstur komum við að malargryfjunni, þar sem verkfallsbrjótar voru að verki. Sáum við þar hesta fyrir kerr- um og bílstjóra úr næstu sveit með bíl. —•' Formaður „Félags verkamanna og bænda“, fór þess á leit við verkfallsbrjóta, að þeir legðu niður vinnu með- an ekki væri kunnugt um, af hvaða ástæðu verkstjóra okkar var sagt upp. Verkfallsbrjótar neituðu og kváðust halda áfram vinnu- Við sáum því, að þarna varð að beita valdi og var gert undir forustu formannsins. Hest ar voru teknir frá kerrunum og hvolft var af bílnum. Lítils- háttar sviftingar urðu út af verkfærum, en hættu brátt, sök um þess að einum reyndum bónda varð að orði, að það væri óþarfi að taka af þeim hand- verkfæri- — Síðan röðuðum við okkur þvert yfir veginn, er lá upp úr gryfjunni svo verkfalls- brjótum varð það ljóst, að um enga undanlátssemi af okkar hálfu var að ræða. Þó var þeim ekki ljúft að láta sig og hökuðu um stund eftir skipan hins nýja verkstjóra. Þá gall einh við úr okkar hópi, að það værj til- gangslaust að losa möl, er ekki færi í veginn. Þá vatt hinn ný-' skipaði verkstjóri sér að okkur og hófst nú mikið orðaþjark, sem entist til loka vinnudags- ins. Ekki verður fjölyrt um það, sem talað var þennan dag. Eg hygg, að það gefi ekki neinar nákvæmari skýringar um deilu þessa. Kl. 7 e. h. bað verkstjóri verk fallsbrjóta sína að fara heim og lét það fylgja með, að þeir fengju full daglaun. — Óku nú allir heim. Annar dagur verk- fallsins var kominn að kvöldi. • Næstu tvo daga, er vorh laug ardagur og sunnudagur, vár verkfall okkar ekki brotið. Or- sök þess var sú, að þessa daga stóð yfir á Akureyri söngmót „Heklu“. í sveitinni var karla- kór, er fór á mótið og í honum voru 6 verkfallsbrjótar, svo að hinir hafa ekki séð sér fært að leggja á heiðina. „Félag verka- manna og bænda“ hafði samt menn til að fylgjast með öllu til frekara öryggis. • Svo var það á mánudagsmorg un, fimmta dag verkfallsins, að eftirlitsmenn „Félags verka- manna og bænda“ urðu þess varir, að verkfallsbrjótar óku upp að Fljótsheiði. Gerðu þeir okkur þegar aðvart, og brugðu allir fljótt við. — Það virtist Framhald á 5. síðu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.