Þjóðviljinn - 13.01.1945, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. janúar 1945.
ÞJOÐVILJINN
3
filíiiri oifl einlfl ðrauflfl
/Shýjaborg
í morgiinsins sóldýrð byggði ég mína borg
brosandi meyjar gengn um stræti og torg.
Yfir turnum húsanna himinsins fegurð skein,
og hvítleitt sólskin flóði um hinn gráa stein.
í lundum garðanna fuglarnir sungu söng,
sælir elskendur leiddust um skógargöng.
Hver og einn fékk að búa sáttur við sitt,
sjá, þar var aldrei barizt um „mitt“ eða „þitt“.
Nú grúfir húm yfir rústum af brunninni borg,
börnin gráta, hjarta mitt er í sorg.
Hugur minn reikar, minnist þess morguns er
hið mikla Sólskin vordagsins hló yfir þér.
Óskar Þórðarson.
Star! ungra sésíalista
í verkalýðsfélögunum
Málgagn
Æskulýðsfylkingariunar
(Sambands ungra sósíalista)
Greinar og annað efni
sendist á skrifstofu félags-
ins, Skólavörðust. 19, merkt
„Æskulýðssíðan“.
Dagsbrúnarkosningar
Eftir 3 ára tímabil einingar og
sigra Dagsbrúnar í hagsmuna-
baráttu verkamanna í Reykja-
vík, fara nú hinir alræmdu
klofningssinnar enn af stað í
þeim tilgangi að sundra mætti
félagsins og skapa sér og „sálu-
félögum“ sínum betri aðstöðu
til skemmdarstarfa innan verk-
lýðssamtakanna í heild.
Alþýðublaðsklíkan hefur slit-
ið samstarfinu í Dagsbrún og
nú ganga kratarnir eins og betl
arar milli verkamanna á vinnu
stöðvum og reyna að fá þá til
að skrifa nöfn sín á meðmæl-
endaskrá og framboðslista, er
þeir hyggjast hafa í kjöri við
Dagsbrúnarkosningar þær, sem
fram fara innan s'kamms.
Víst er um það, að árangur-
inn af þessari píslargöngu krat-
anna hefur orðið að verðleik-
um, og að verkamenn láta sér
fátt um finnast þó kratarnir
fari nú enn af stað með það
fyrir augum að eyðileggja sam-
takamátt verkalýðsins. Þeir
hafa engu gleymt og vita vel
hvers kratamir eru verðir fyr-
ir stjórn þeirra á verkalýðssam
fökunum. Þeir muna eftir því,
þegar kratarnir notuðu stjóm
Alþýðusambandsins, sem þá
var í þeirra höndum, til að
senda erindreka út á land,
mann, sem hafði það hlutverk
að kljúfa verklýðsfélög og
styðja atvinnuveitendur í bar-
áttu þeirra við verkamenn.
Þeir muna hvernig kratamir
fóru að ráði sínu þegar þeir
hrökkluðust frá völdum í Full-
trúaráði verklýðsfélaganna í
Reykjavík, er þeir frömdu eina
þá mestu óhæfu sem um getur
í allri sögu íslenzks verkalýðs,
með því að ,‘,selja“ sjálfum sér
svo til allar eignir verklýðsfé-
laganna, sem eitthvað gátu gef-
ið af sér-
En síðast og gleggst muna
verkamenn þó eftir því er krat-
arnir á síðasta Alþýðusambands
þingi reyndu hvað eftir annað
að gera þingið óstarfhæft og
gengu síðast^f þingi, er sýnt
var að framkvæmastjóri sá er
kratarnir ætluðu að gera að for-
seta sambandsins, yrði að lúta
í lægra haldi fyrir verkamanni
þeim. er sósíalistar og aðrir
verkamenn kusu.
Þetta Alþýðusambandsþing
sýnir ljóslega hvað það er sem
kratabroddarnir ætla sér: að
hefja miskunnarlausa valdabar-
áttu innan verklýðsfélaganna,
án þess að hugsa um þá hættu
í mörgum draugasögum kem-
ur það fyrir, að afturganga,
sem galdramaðurinn hafði
sært fram og ætláð að senda
öðrum, snerist gegn kuklaran-
um sjálfum og gerði honum
allt ógagn. Varð -þá særinga-
maðurinn að beita þekkingu
sinni tíl að kveða draugsa nið-
ur eða missa líf og limi að öðr-
um kosti. Mun þá flestum
þykja, að kuklið hefði betur
verið látið ógert.
Þótt undarlegt megi heita,
eru sögur þessu líkar að gerast
enn í dag. Skulu hér nefnd
dæmi af því tagi.
Síðan 1917, er byltingin var
gerð í Rússlandi, hafa and-
kommúnistar galað galdra sína
og magnað seið gegn þessu ríki
sósíalismans- Inntakið í þessum
ófagra samsöng hefur verið
níð og rógur um allar fram-
kvæmdir og framfarir Sovét-
þjóðanna,, og hefur áróður
þessi verið mjög í anda þeirrar
kenningar, sem Hitler, höfðingi
þeirra andkommúnista. hélt
fram, að lygin yrði að sann-
leika í augum fólksins, ef hún
væri nógu oft endurtekin.
Glöggt dæmi um þetta er
Finnagaldurinn, sem var galað-
ur árið 1939 af íslenzkum og
erlendum vinum finnskra fas-
ista. Svo magnaður var upp-
vakningur þessi, að skynsemi
fjölmargra manna brjálaðist og
fór úr lagi. Menn hugðu þarna
vera um að ræða hina svívirði-
legustu árás, aðeins gerða í
þeim tilgangi að svala mann-
vonzku og blóðþorsta bolsévík-
anna. Draugurinn átti að trylla
auðvaldsríkin til baráttu gegn
Sovétríkjunum vegna Finn-
landsstyrjaldarinnar.
Síðar kom í ljós, að. þessi
styrjöld var aðeins , einn þátt-
urinn í varnarbaráttu Sovétríkj
anna gegn fasismanum, en sú
barátta hefur m. a. forðað
mörgum þessum auðvaldsríkj-
um frá því að lenda í klóm
Hitlers.
Draugurinn hafði snúizt gegn
seiðmönnunum sjálfum, þeir
urðu að kveða hann niður og
kingja óhróðri sínum.
Finnagaldrinum var lokið
með lítilli sæmd þátttakenda.
Einn þátturinn í ósanninda-
herferðinni gegn Sovétríkjun-
sem samtökunum getur stafað
af henni.
Þó þessj tilraun kratanna á
Alþýðusambandsþinginu hafi
orðið þeim til hinnar herfileg-
ustu smánar, þá mun samt til-
raunin í' Dagsbrún fullkomna
háðungina og auka enn þá fyrir
litningu sem verkamenn hafa
þegar fengið á öllum störfum
sundrungarseggjanna í verka-
lýðshreyfingunni. g.
unum var sá að sýna fram á
eymd og ráðaleysi bolsévík-
anna. Megnasta ólag væri ríkj-
andi í framleiðslunni. Það átti
að koma skýrt í ljós í Finnlands
styrjöldinni, þar sem rússneskir
hermenn féllu unnvörpum úr
hungri og klæðleysi og vegna
lélegs vígbúnaðar. Þetta átti að
sýna, hversu sósíalisminn væri
óhæft skipulag.
Auðvitað var þetta mjög
nauðsynlegur áróður af hálfu
kapítalista til að verja skipu-
lag sitt, því að rússneski sósíal-
isminn hafði einmitt sýnt geysi
mikla yfirburði á framleiðslu-
sviðinu. Þeir, sem það vissu,
undruðust því ekki hina hetju-
legu vörn Sovétríkjanna gegn
hinni (ægilegu þýzku hernaðar-
vél. ,
En fjöldinn, sem hafði legið
undir heljarfargi lygadraugsins
og lagt trúnað á hungursögurn-
ar frá Sovétríkjunum, botnaði
ekki neitt í neinu.
Enn urðu galdramennirnir að
hætta gólinu og kveða niður
sendingu sína. Þeir urðu að
viðurkenna staðreyndirnar, við-
urkenna yfirburði sósíalismans
í skipulags- og atvinnumálum,
gleypa öfugar tröllasögurnar
um eymdina og volæðið í Rúss-
landi. Eitt vitnið um þetta auð-
mýkjandi ofaníát auðvaldsins
Framh. á 5. síðu.
Ný stefna?
S. 1. sunnudag gerðist sá ó-
vænti atburður, að Samband
ungra Sjálfstæðismanna fékk
umráð yfir heilli síðu í Morg-
unblaðinu. Er þó ekki svo að
skilja, að þessi atburður eigi
sér ekki fordæmi, því að s. 1.
sumar var því lýst yfir, að síða
þessi hefði um margra ára
skeið komið reglulega út — við
og Við .(!).
Annars finnst oss það ekki
undarlegt, þótt Morgunblaðinu
þyki óvarlegt að etja fram á
ritvöllinn unglingum eins og
t. d. framkvæmdastjóra flokks-
ins, því að vart er hægt að bú-
ast við' miklum stjórnmála-
þroska hjá óreyndum æsku-
mönnum. Því þá ekki að senda
fram fermingardrengi eða ný-
skírð börn í reifum, sagði Mbl.
í háði, þegar ungir sósíalistar
báru fyrst fram þá kröfu, að
lágmark kosningaaldurs vrði
lækkað í 18 ár-
En vel má vera, að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafi ‘tekið upp
nýja stefnu 1 þessu máli, og
væri það gleðilegt. Verður fróð-
legt að sjá, hverjar undirtektir
lækkun kosningaaldursins fær
í næstu æskulýðssíðu Morgun-
blaðsins.
Það er nú deginum ljósara,
að sá hópur íslenzkrar æsku, er
tileinkar sér sósíaliskar skoðan-
ir, stækkar og eflist óðfluga-
Félagsskapur hennar hefur auk
izt hvar sem er, og það hefur
orðið til þ^ss að nú er svo til
hætt að láta unga sósíalista
gjalda stefnu sinnar, svo sem
áður var gert t. d. með svipt-
ingu átvinnu og brottrekstri úr
menntastofnunum landsins,
skólunum. í hvaða æskulýðs-
félagsskap sem er, gætir stöð-
ugt meira áhrifa þeirrar æsku
I sem hefur fundið rotnunina í
þjóðskipulagi auðvaldsins og
stefnir markvisst og öruggt að
því áð koma á því skipulagi,
sem eitt getur tryggt lífsham-
Samkeppni
um merki fyrir Æ. F.
4. sambandsþing Æskulýðs-
fylkingarinnar fól Sambands-
stjórn að láta gera nýtt merki
fyrir sambandið.
Sambandsstjórnin hefur nú
auglýst samkeppni um upp-
drætti að merki og heitir 100
kr. verðlaunum þeim, er send-
ir bezta merkið að dómi stjórn-
arinnar.
Þess er vænzt, að sem flestir
)
fé/agar taki þátt í samkeppn-
inni þó verðlaunin séu ekki há,
enda munu þeir fyrst og fremst
gera það af áhuga fyrir félags-
skapnum.
Frestur til að skila uppdrátt-
um er til 1. febrúar.
Allar nánari upplýsingar um
samkeppnina eru veittar í skrif
stofu Æ. F. Skólavörðustíg 19
kl. 4—7.
ingju þjó^arinnar í framtíðinni,
þjóðskipulagi sósíalismans.
Fáir munu þeir vera, sem
ekki hafa tekið eftir þessari
breytingu sem orðið hefur á
æskulýðnum í landinu, og svo
mikið er víst, að hver einasti
sósíalisti hefur séð hana. Auð-
vitað hafa auðvaldssinnarnir
aldrei viljað viðurkenna þá
staðreynd, að mestur hluti æsk
unnar í landinu hafi þegar
snúið við þeim bakinu. En af
hverju sprettur svo það að þeg-
ar minnzt er á að lækka lág-
marksaldur til kosningarréttar
niður í 18 ár, þá taka auðvalds-
blöðin afdráttarlausa afstöðu á
móti því og berjast með oddi
°g egg gegn því að þessi rétt-
láta krafa hvers einasta æsku-
manns nái frám að ganga?
Þetta er af þeirri einföldu á-
stæðu - að auðvaldsflokkarnir
vita það, að um leið og æskan
fengi að njóta réttar síns við
kjörborðið myndu þeir bíða
hinn herfilegasta ósigur.
Sannarlega munu allir sósíal-
istar gleðjast yfir því að æskan
fylkir sér um stefnu þeirra, því
aldrei verður því með rökum
neitað að sigur sósíalismáns er
fyrst og fremst kominn undir
því, að hin unga kynslóð þekki
sinn vitjunartíma og hlífi sér
ekki í hinu geisilega mikla
starfi, sem bíður hennar í fram
tíðinni. Það er nauðsynlegt, að
ungir sósíalistar geri sér grein
fyrir því, að það hlýtur fyrst
og fremst að vera verkalýður-
inn sem byggir upp sósíalism-
ann, og þ. a. 1. hlýtur baráttan
fyrir þjóðskipulagi sósíalism-
ans alltaf að tengjast baráttu
alþýðunnar fyrir hagsmuna-
Framhald á 5 síðu.