Þjóðviljinn - 13.01.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1945, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. janúar 1945. Þ JÓÐVl LJINN 7 Flóttinn til Ameríku (Þýtt). og Árni og Birgir áttu ekki nema 13 krónur 75 aura — og svo talsvert af hnöppum, sem þeir álitu, að hægt væri að láta í staðinn fyrir peninga í Síberíu. Þeir ætluðp að fara landveg sem allra lengst. Það var að öllu leyti heppilegast. Enginn fékk að vita neitt um þetta ferðalag, nema Dóra og Signý. Ragnar hafði reyndar stundum hlustað á, en hann var svo lítill og flónskur, að þau trúðu hon- um ekki fyrir leyndarmálinu. Þau voru öll borgarabörn en dvöldu í sveit þetta sumar hjá Friðriki frænda drengjanna. Hann átti stórt bú. Árni og Birgir höfðu lesið Indíánasögur og kúreka- ævintýri, þangað til þeir vildu óyægif fara til Ameríku sjálfir. Þeir ætluðu að leita uppi þessa fáu Indíána, sem enn voru eftir, gerast foringjar þeirra þegar þeir væru orðnir stórir og vinna alla Ameríku. Það átti að verða voldugt Indíánaríki. „En eruð þið nú vissir um, að þetta sé hægt?“ spurðu Dóra og Signý alveg hissa. „Aiíðvitað er það hægt“, sagði Birgir. „Og þegar við erúm búnir að vinni landið komið þið og heimsækið okkur og við gefum ykkur perlur, loðskinn og eins mörg höfuðleður og þið viljið“. Telpurnar sögðust ekki vilja sjá höfuðleður. Svei þeim! En perlur og loðskinn langaði þær til að eiga. „En eruð þið ekki hræddir að fara svona langt?“ spurði Dóra. „Karlmenn eru aldrei hræddir“, svaraði Birgir. „Og svo verðum við auðvitað vopnaðir“. „Vopn — “ sagði Dóra hálf hrædd. „Við ætlum að hafa bæði búrhnífinn og hvellbyss- una með okkur. Þá hugsa ég að enginn ráðist á okkur. Þeir halda að við séum hermenn“, sagði Árni. „Eruð þið vitlausir? Ætlið þið að taka búrhnífinn?“ spurði Signý hátt og reiðilega. „Þegið þið stelpur. Þið hafið svo hátt, að frændi getur heyrt til ykkar. Hvað haldið þið að hann segði, ef hann vissi þetta?“ „Við þegjum eins og steinar“, sögðu báðar stúlkurn- ar alvarlega. „En við erum bara að hugsa um á hverju þið ætlið að lifa. Þið deyið úr hungri á leiðinni“. „Ekki alveg. Við veiðum dýr og fugla í skógunum. Þar eru líka kýr og kindur“. * „Kindur! Æ, komið þið heim með lamb handa mér“, sagði Ragnar. „Þá skal ég gera allt, sem þið biðjið mig og ekki segja frænda, hvert þið ætlið að fara“. Þeir lofuðu að færa honum mörg lömb, þegar þeir kæmu aftur frá Ameríku. Ragnar varð glaður og sagð- ist ætla að reyta gras handa lömbunum. „Heyrðu, frændi“, sagði Ragnar einu sinni, þegar verið var að borða. „Eg veit hVert Birgir og Árni ætla að fara“. j Hann komst ekki lengra, því að hann 'fékk bæði olnbogaskot og spark í fótinn. Ragnar þagnaði og Frið- rik frændi fékk ekki fréttirnar í það sinn. --------Það var komið kvöld og heimilisfólkið géng- ið til hvílu. Kötturinn læddist eftir hlaðinu. Fugl kvak- aði inni í skóginum. Þá var allt í einu opnaður gluggi og tveir drengir smugu gætilega út. Að baki þeirra stóðu tvær telpur og hölluðu sér út um gluggann, þegar þeir voru komnir út. VINIR ; ERICH MARIA REMARQUE: í aftursætjnu og hlúðum að okkur með ábreiðu. Köster ók snilldarlega. Bíll- inn tók enga kippi, þó að bugða væri á veginum. Hann ók hratt, en jafnframt svo gæti lega, að við urðum ekki vör við, hvað hraðinn var mikill- Það eina, sem við tókum eftir, var hvernig ökuhljóðið breyttist eftir því. hvers konar veg við fórum- Á malbiki var það hátt og hvellt, á steinlögðum vegi dimmara. Götuljós þutu fram- hjá eins og leiftur. Landslagið við þjóðveginn þaut framhjá í augnabliksmyndum, — birki- göng — veðurbarinn símastaur með glitrandi hvítum kúlum — einmana hús í skógarjaðrinum. Og yfir höfðum okkar hvelfdist stjörnubjartur næturhimininn. Hraðinn jókst. Eg fann það á gustinum, og ég vafði ábreið- unni betur utan um Pat. Hún brosti og þakkaði mér fyrir. „Er það víst, að þú elskir mig?“ hvíslaði ég. Hún hristi höfuðið og svar- aði ertnislega; ,,En elskar þú mig?“ „Nei, sem betur fer“. „Það er heppni“. „Þá er okkur óhætt“. „Já, áreiðanlega“, svaraði hún og tók um hönd mína undir á- breiðunni. Vegurinn lá á hlið við járn- braut- Það glampaði á teinana í tunglsljósinu. Rauð ljós þutu framhjá okkur, Köster lét bíl- mn reka upp öskur og setti hann á fulla ferð. Það var næt- urhraðlestin sem var að fara framhjá okkur með ljós í hverj um glugga. Nokkrir farþegar veifuðu til okkar höndunum. Við svöruðum ekki í sömu mynt. Köster beygði sig yfir stýrishjólið og jók hraðann enn. — Nú fórum við fram fyrir eimvagninn, sem þeytti reykj- armekki og rauðum gneistum upp í loftið. Eftir litla stund vorum við komin svo langt á undan lestinni, að hún gat ekki náð okkur. Mér varð allt í einu þungt í skapi. Við höfðum að vísu skot- ið lestinni aftur fyrir okkur og hún kom einhvers staðar á eft- ir, stynjandi og spúandi reyk. En við vorum á leið til bæjar- ins. Þar beið skröltandi far- þegabíll, hálftómt verkstæði, þar sem lítið var að gera, leið- inleg leiguherbergi og annar ó- fögnuður. En Jiraðlestin hélt áfram, lagði leið sína yfir slétt- ur og skóga, alla leið- til Milano, Neapel og Róm- Og þar beið hennar sólskin og fegurð. Áður fyrr hugsaði ég ekki svona. En núna — af því að Pat sat við hliðina á mér, gat ég ekki annað. Eg varð að reyna að vinna mér inn mikla peninga, fara burt með hana — til sólbjartra, fjarlægra landa og lifa áhyggjulaus. Hún var mér sjáíf sólskin og ævintýri en aldrei — aldrei sky'ldi ég biðja hana að taka þátt í kjör- um mínum og flvtja hana inn í umhverfi mitt. Húsaraðir flugu framhjá. Köster hægði ferðina og við kirkjugarðinn nam hann staðar. Hann vildi hvorki aka Pat né mér heim. Hann gekk að því vísu, að við vildum vera ein. Við urðum því eftir, en þeir tveir héldu áfram. Eg horfði á eftir þeim og eitt augnablik gramdist mér, að þeir báðir fé- lagar mínir fóru og vildu ekki hafa mig með sér. En það var heldur ekki nema eitt augnablik. „Komdu“. sagði ég við Pat. Hún horfði á mig eins og hún læsi hugsanir mín- ar- „Því fórstu ekki með þeim?“ spurði hún. , Nei — “. „En þig langaði til að fara með þeim“. „Nei, mig langar ekki með þeim“, svaraði ég og það var satt. „Korpdu“. Við gengum framhjá kirkju- garðinum, reikul í spori, eins og gerist eftir langa ökuferð og annan éins hraða. „Robby“, sagði Pat. „Eg vil helzt fara heim til mín“. „Hvers vegna'?“ v „Eg vil ekki, að þú neitir þér um neitt mín vegna“. „Neita mér um hvað?“ „Að vera með vinum þínum“. „Eg. hitti þá strax.á morgun“ „Þú veizt, hvað ég á við. — Þú ert svo vanur að vera með þeim“. „Já, auðvitað, en það var ann- að áður en ég þekkti þig“, sagði ég og stakk lyklinum í útidyra- hurðina- „Það er samt sem áður allt annað“, sagði Pat og hristi höf- uðið. „Já, það er allt annað. Guði sér lof“, svaraði ég, tók hana í fang mitt og bar hana upp stigann“. „En þú þarft þess með, að umgangast félaga þína“. Eg fann andardrátt hennar á vanga mínurp. „Þig líka“ sagði ég. „Ekki eins“. Hún tók fast um báðar hendur mínar: „Eg er og verð alltaf ómerkilegur félagi handa þér“. „Það vona ég. Mér er engin þægð í stúlku fyrir félaga. Eg vil stúlkú, sem þykir vænt um mig“. „Eg er engin ástmey heldur“ hvíslaði hún. „Hvað ertu þá?“ „Hvorugt- — Hvorttveggja. — >Brot af hvorttveggja". „En það er einmitt það góða við þig, Pat. Þú gefur mér hugmyndaflug. Stúlku eins og þig er hægt að elska alla sína ævi. Fullkomnar konur eru þreytandi, þó að þær séu heppi- legar eiginkonur. é — ftlukkan þrjú um morgun- inn hafði ég fylgt Pat heim og gekk sjálfur heimleiðis eft- ir regnvotum götunum. Það var að birta. Morgunloftið var hressandi en svalt“. Eg gekk framhjá kirkjugarð- inum og Kafé International. Allt í einu opnuðust dyrnar að litlu bílstjóraknæpunni rétt hjá Verklýðshúsinu og ung stúlka kom út. Hún hafði apahúfu á höfðinu, var í slitinni, rauðri kápu og í háum, gljáandi stig- vélum. Eg var þegar koroinn framhjá henni, þegar ég þekkti hana. „Góðan daginn. Lísa“ „Það er nýtt ao s.já þig“, sagði hún. „Hvaðan kemur þú?“ spurði ég. Hún yppti öxlum. „Eg hef setið hérna inni og beðið. Hélt að þú gengir kannski framhjá. Er það ekki oftast um þetta leyti, sem þú ferð heim?“ „Það kemur fyrir“ „Kemurðu með mér?“ spurði hún. „Það get ég nú eiginlega ekki“, svaraði ég seinlega. „Það gerir ekkert, þó að þú sért peningalaus“, sagði hún fljótmælt. „Eg á p.eninga. Það er ekki þess vegna“; svaraði ég í hugs- unarleysi. „Jæja, svo að skrlja“, sagði hún, og beizkjudiættir fóru um andlitið- Hún gekk eitt skref aftur á bak. Eg“rétti henni höndina: „Nei, Lísa. Þú misskilur mig“ sagði ég til að bæta úr því, sem ég hafði sagt. Hún stóð á auðri götunni föl og beygjuleg. Þannig hafði hún staðið, þegar ég hitti hana fyrst fyrir rúmu ári síðan. Það var um það leyti, sem ég var sjálf- ur algerlega kominn í hundana og flæktist um, vonlaus og viljalaus og hugsaði ekki vit- und um framtíðina. Lísa hafði heldur ekki meira álit á mér en öðrum mönnum af mínu tagi. Stúlkur í hennar stöðu verða að taka öllu með kald- lyndi og kæruleysi. En smám saman gleymdi hún allri tor- tryggni og varð einlæg og auð- sveip í viðmóti. Það hafði verið einkennilegt samband milli okkar Lísu. Stundum liðu svo vikur, að við sáumst ekki. En allt í einu gat hún fundið upp á því, að bíða mín á götuhorni. Við vorum jafn fátæk og einmana bæði Þess vegna varð vinfengi okkar hlýrra og annars eðlis, en það hefði orðið, ef öðruvísi hefði á staðið. En nú var orðið langt síðan ég hafði séð Lísu. •— Eg hafði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.