Þjóðviljinn - 17.01.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. janiiar 1945
§SIÓÐVILJI
Útgefandi: Sameiningarjlplckur alþýðu — Sósialistafkikkurinn.
Iíitstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 18, sími 8870.
Afgreiðsla og auglýsingar: Slcólavörðustig 19, simi 818!,.
Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprcnt h.f., Garðastrœti 17.
Viðskiptaráðið og heildsalarnir
Sum blöð hafa verið að finna að því að Þjóðviljinn hefur
gagnrýnt Viðskiptaráð í sambandi við heildsalahneykslið. „Á
skal að ósi stemma“ — segir máltækið — og að svo miklu leyti
sem hægt er að ráða við ósvífið g'róðabrall í auðvaldsskipulagi,
þá var Viðskiptaráð í þessu tilfelli aðilinn, sem byrja þurfti á.
Það er rétt að rifja upp í stuttu máli aðalatriðin í því máli:
1. Viðskiptaráð Coca-cola-stjómarinnar er skipað af einum
aðalmanni heildsalastéttarinnar, Bimi Ólafssyni heildsala.
2. Alþingi reynir að tryggja það að þetta ráð verði ekki
algert handbendi heildsalanna, með því að setja þau ákvæði ínn
i lögin, að þeir sem hafi beinna hagsmuna að gæta í sambandi
▼ið innflutninginn megi ekki eiga sæti í því.
3. Viðskiptamálaráðherrann þáverandi brýtur þessi ákvæði
— eða „fer í kringum“ þau — með því hvemig hatin skipar full-
tróa innflytjendanna sem voldugustu menn í ráðið, en varast að
neytendur eigi þar nokkum fulltrúa.
4- Tilgangur þings og þjóðar með lögunum var að stuðla
að því að innkaup væru ódýr, álagning sem minnst og unnið
væri þannig á móti dýrtíð.
5. Viðskiptaráð Coca-coíá-stjómarihnar framkvæmir þennan
þjóðarviljá með því að skipuleggja innflutning og verðlagningu
þannig:
a) Að innflutningurinn sé í höndum tveggja stofnana.
b) Að því dýrar sem menn kaupi inn, því meira fái menn að
leggja á.
c) Að reyna að hindra að þeir aðiljar, sem hugsanlegt væri
að fæm að keppa við innkaupastofnanir heildsala og S. f. S., fái
innflutningsleyfi.
Með þessari tilhögun innflutnings og álagningar er gróðafíkn
heildsalanna beinlínis gefið undir fótinn og dýr þjóðskaðleg inn-
kaup verðlaunuð.
6. Allan þann tíma, sem coca-cola-stjómin og Framsóknar-
valdið ráða, þá afla því heildsalamir sér of fjár með ýmist
ólöglegri eða ósvífinni og þjóðarskaðlegri aukaálagningu vestan
hafs — og coca-cola-valdið lætur þetta viðgangast.
Það er vitanlegt að eins og almenningur kýs enn að hagað
sé verzlunarháttum íslendinga, þá er ekki hægt að koma í veg
fyrir gróða einstaklinga á verzlun.
En það er hægt að koma í veg fyrir það að opinberar
stofnanir beinlínis verðlauni einstaka gróðaménn fyrir að selja
þjóðinni sem dýrast og eyða óþarflega, dýrmætum gjaldeyri
hennar við innkaupin eða sölsa hann undir sig.
Þess vegna er það að Þjóðviljinn leggur áherzlu á að breyta
þurfi Viðskiptaráði og stefnu þess algerlega, jafnhliða því sem
heildsalahneykslið er rannsakað og dómur látinn ganga í því.
Og það er að öllum líkindum fleira en þetta sem athuga þarf
i fari Viðskiptaráðs coca-cola-stjómarinnar, ef starfsemi þess er
tekin til rannsóknar.
En meðal annarra orða:
Er Viðskiptaráðið að veita öllum þeim heildsölum, sem það
hótar að taka innflutningsleyfin af, ef þeir ekki skila frum-
reikningum, innflutningsleyfi fyrir þetta ár, þessa dagana? —
eru allar hótanir þess aðeins til að slá ryki í augun á fólkinu?
Áœtladar tekjur afveltuskatti 9-10 milljónir króna, aörir tekjuaukar um 5 millj.
Þremwr tekjuöjlunarfrumvörjmm ríkisstjómarinnar var útbýtt á
Alþingi í gœr, og eru áœtlaðar tekjur samkvœmt þeim ÍJ,—15 múljónir
króna.
Meiri hluti fjárhagsnefndar efri deildar flytur að tilmælum fjár-
málaráðherra frumvarj) um veltuskatt, og frumvarp um gjald af sölu-
verði fisks erlendis, en meiri hluti fjárhagsnefndar neðri deildar frum-
varp um heimild fyrir ríkisstjórnina til að innheimta ýmis gjóld 191,5
með viðaulca.
Frumvörpin og greinargerðir þeirra eru birtar hér í heild. — Þess
skal getið að fjárhagsnefndarmennimir í efri deild (Har. G., Kr. Andr.,
Lárus Jóh., Magn. Jónss.) taka fram að þeir séu óbundnir um frum-
vörpin.
Veltuskattur
Frumvarpið um veltuskatt er
svohljóðandi:
1. gr. Einstaklingar og félög,
sem hafa með höndum skattskyld-
an atvinnurekstur, skulu greiða
skatt í ríkissjóð af veltu ársins
1945 eftir reglum þeim, sem settar
eru í lögum þessum. ■
2. gr. Velta merkir í iögum
þessum heildarandvirði seldrar
vöru og þjónustu, hverju nafni
sem nefnist, án frádráttar nokkurs
kostnaðar, þar með talið andvirði
vöru seldrar í umboðssölu að til-
þoðasöfnun meðtalinni, úttekt eig-
Cnda ög skiptí gégn vöru eða þjón-
ustu. Sala fásteigna, skipa, eínka-
leyfa, verðbréfa, krafnft eða ann-
arra slíkra verðmæta og iðgjalda-
tekjur vátryggingafélaga tdjast
þó ekki velta í þessu sambandi og
ekki heldur sala eigin vinnu. Til
veltu telst hins vegar andvirði
vinnu, sem seld er með álagningu
(smíði, viðgerðir o. þ. h.), and-
virði vinnu, sem gjaldandi hefur
umsjón með gegn álagningu (mál-
un, raflögn, trésmíði o. þ. h.),
greiðslur til verktaka. flutnings-
gjöld og afgreiðslugjöld, heildar-
tekjur prentsmiðja, bókaútgef-
enda, þvottahúsa, fatapressana,
rakara- og hárgreislustofa og þess
háttar fyrirtækja, sala klæðskera-
verkstæða og saumastofa, sala
matsölu- og veitinga- og gistihúsa,
aðgangseyrir að skemmtunum,
sem skemmtanaskattur er greidd-
ur af, og yfirleitt heildartekjur
þeirra fyrirtækja, sem selja vöru,
efni, vinnu eða aðra þjónustu með
álagningu.
3. gr. Skattur sá, sem um ræð-
ir í 1. gr., skal nema sem hér segir:
1. af heildsölu- og umboðssölu
1%%, þó aldrei yfir 25% af fengn-
um umboðslaunum;
2. af smásöluveltu 1%;
3. af veltu iðju- og iðnfyrirtækja
sem og allra annarra fyrirtækja,
sem hafa gjaldskylda veltu sam-
kvæmt 2. gr., 1%.
Eigi skal þó greiða skatt af veltu
þeirri, sem hér segir:
1. a. andvirði vöru, sem seld er
úr landi;
b. andvirði mjólkur og mjólkur-
afurða, kjöts, nýs, frosins, reykts
og saltaðs, fisks, nýs, frosins og
saltaðs, að síld meðtalinni, þegar
vörur þessar eru seldar af fram-
leiðanda þeirra eða í heildsölu;
2. veltu þeirra, sem eru ekki
bókhaldsskyldir, sbr. lög um bók-
hald, nr. CO 11. júní 1938.
4. gr. Fyrirtæki þau, sem skatt-
skyld eru samkvæmt lögum þess-
um, skulu innan tveggja vikna
eftir .lok hvers ársfjórðungs senda
skattstjóra eða skattanefnd
skýrslu Um veltu sína á undan-
gengnum ársfjórðungi. Skulu hinir
síðarnefndu ákveða gjaldið innan
tveggja vikna og ,það síðan greið-
ast tollstjóranum í Reykjavík eða
sýslumönnum og bæjarfógetum ut-
an Reykjavíkur fyrsta dag næsta
mánaðar. Hafi skatturinn eigi ver-
ið greiddur innan eins mánaðar
frá gjalddaga, reiknast af honum
dráttarvextir. %% á mánuði, og
telst hver byrjaður mánuður sem
heijl,
5. gr. Skattstjórum og skatta-
nefndum er heiinilt að krefjast af
gjaldendum hverra þeirra gagna,
sem telja má nauðsynleg til skýr-
ingar á veltuframtalinu. Gefi
gjaldandi ekki skýrslu um veltu
sína á tilskildum tíma ,eða telji
skattstjóri eða skattanefnd fram-
tali ábótavant, skal þeim heimilt
að áætla veltu gjaldandans og á-
kveða gjaldið eftir því. Komi í
Ijós, að veltuskatturinn hafi verið
ákveðinn á röngum forsendum, er
skattstjórum og skattanefndum
heimilt að breyta fyrri ákvörðun
sinni. Telji gjaldþegn gjald það,
sem honum er gert að greiða, rang-
lega ákveðið, hefur hann rétt til að
áfrýja þeirri ákvörðun til yfir-
skattanefndar og ríkisskattanefnd-
ar.
6. gr. Ef skattstjóri eða skatta-
nefnd telur það nauðsynlegt til að
geta áætlað veltu gjaldanda eða
til skýringar á framtali hans, skal
þeim heimill aðgangur að skýrsl-
um þeim um þessi efni, sem við-
skiptaráð og verðlagsstjóri hafa
undir höndum.
7. gr. Veltuskatt þann, sem um
ræðir í lögum þessum, er ó'heimilt
að telja í kostnaðarverði vöru eða
taka á annah hátt tillit til hans
við verðákvmrðun.
8. gr. Samvinnufélögum og
samvinnusamböndum er ekki skylt
að leggja í varasjóð gjald af við-
skiptaveltu sinni á árinu 1945, sbr.
lög um samvinnnfélög nr. 46 13.
júní 1937.
9. gr. Skattur þessi er ekki frá-
dráttarbær við ákvörðun skatta á
tekjur.
10. gr. Ráðherra er heimilt að
ákveða í reglugerð, að vissir flokk-
ar gjaldenda auk þeirra, sem áður
voru nefndir, skuli undanþegnir
veltuskatti, ef álagning hans er
talin sérstökum erfiðleikum bund-
in. í reglugerð skal og ákveða um
meðferð kærna og kærufrest.
11. gr. Um viðurlög fyrir brot
gegn lögum þessum fer að lögum
um tekju- og eignarskatt, nr. 9 6.
jan. 1935.
12. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
GREINARGERÐ.
Meiri hluti fjárhagsnefndar
(IIG, KA, LJóh og MJ) flytur
frumvarp þetta að tilmælum fjár-
málaráðherra, en nefndarmenn eru
óbundnir um frumvarpið. Frv.
fylgdu eftirfarandi athugasemdir.
„Frumvarp það, sem hér liggur
fyrir, er eitt þeirra skattafrum-
varpa, sem ríkisstjórnin hefur tal-
ið nauðsynlegt að leggja fram.
Það er alkunna, að þeir, sem
stundað hafa verzdun og viðskipti
hvers konar á síðustu árum, hafa
búið við góða afkomu. Þess vegna
hefur þótt hlýða, að þeir bæru að
sínum hluta þá hækkun á skött-
um, sem nú er óhjákvæmileg, og
miðar frumvarp þetta að því.
Gjaldskyldir samkvæmt frv. eru
yfirleitt þeir, sem selja vöru, efni,
vinnu eða aðra þjónustu með á-
lagningu, og hefur skatturinn ver-
ið miðaður við veltu þeirra. Þó
hefur þótt rétt að undanskilja
þessum skatti þá vöru, sem seld
er úr landi, og enn fremur ýmsar
innlendar afurðir, svo sem mjólk
og mjólkurafurðir, kjöt og fisk,
þegar framleiðendur selja þessar
vörur eða þær eru seldar í heild-
sölu. Þá hefur og ekki þótt fram-
kvæmanlegt að innheimta skatt-
inn hjá þeim, sem ekki eru bók-
haldsskyldir.
Ekki hefur verið hægt að afla
nákvæmra skýrslna um það,
hversu miklar tekjur skattur þessi
muni færa ríkissjóði, en lauslegar
athuganir benda til þess, að þær
muni nema ca. 9—10 millj. króna“.
Frumvarp til laga um heimild fyrir ríltis-
stjórnina til að innheimta ýmis gjöld 1945
með viðauka
L gr, Rikissjjórnínni er heim-
ilt til ársloka 1945 að innheimta
með 100% viðauka vitagjald, þær
aukatekjur ríkissjóðs, sem taldar
eru í I.—VI. kafla laga nr. 27 27.
júní 1921, stimpilgjald samkvæmt
lögum nr. 75 27. júní 1921 og síð-
ari lögum, sem' hafa ákvæði um
stimpilgjald, leyfisbréfagjöld og
lestagjöld.
Enn fremur heimilast ríkis-
stjórninni að innheimta mpð 50%
viðauka gjöld samkvæmt lögum
nr. 60 30. des. 1939, 2. gr., um
gjald af innlendum tollvöruteg-
undum, og eignarskatt samkvæmt
14. gr. laga nr. 6 9. jan. 1935.
2. gr. Viðaukann skal reikna
þannig, að hver gjaldeining hækki
um þann hundraðshluta, sem um
ræðir í 1. gr., en broti úr eyri, sem
myndast við viðbót þessa, skal
sleppt.
13. gr. Með lögum þessum eru
lög nr. 54 12. okt. 1944 numin úr
gildi.
4. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
GREINARGERÐ.
Um nokkur undanfarin ár hefur
Alþingi heimilað ríkisstjórninni
með lögum að innheimta stimpil-
gjald, aukatekjur og vitagjald með
40% viðauka, og á s.l. ári var enn
veitt sams konar heimild fyrir ár-
ið 1945. Síðan þau lög voru sett,
hefur komið í ljós, að tekjur þær,
sem gert er ráð fyrir í fjárlögum
þessa árs; munu engan veginn
hrökkva fyrir óhjákvæmilegum út-
gjöldum ríkisins á þessu ári. Með
frv. þes9u er ætlazt til, að nokkuð
verði bætt úr tekjuþörf ríkissjóðs
með því að heimila ríkisstjórninni
að innhcimta framanskráð gjöld
með 100% viðauka í stað 40%,
auk þess.sem bætt er við heimild
til að innheimta leyfisbréfagjöld
og lestagjald af skipum með sama
| viðauka. Öll þessi gjöld hafa um
álllangt skeið staðið óbreytt, og
| mcð tilliti til verðfaiis penmga á
undanfornum árum verður ekki
talið ósanngjarnt, að þau séu
hækkuð um 100% frá því, sem
þau voru ákveðin upphaflega.
Þá er einnig lagt til, að gjöld af
innlendri framleiðslu tollskyldri
séu hækkuð um 50%. Þessi gjöld
voru ákveðin með lögum nr. 60
1939, áður en styrjöldin skall á, og
verður að ætla, að þessi framleiðsla
geti vel borið þá hækkun, sem hér
er gert vkp fyrir.
Enn fremur er lagt til, að eign-
arskattur sé hækkaður um 50%.
Væntanleg tekjuaukning á þessu
ári, ef frv. verður samþykkt, er
áætluð sem hér segir:
Af vitagjaldi ....... kr. 120000.00
Af aukatekjum .... — 320000.00
Af stimpilgjaldi .... — 680000.00
Af leyfisbréfagjaldi . — 50000.00
Af lestagj. af skipum — 60000.00
Af innl. tollvörugj. . — 750000.00
Af eignarskatti .... — 850000.00
Kr. 2830000.00
Frv. til laga um gjald
af söluverði f isks
erlendis
1. gr. Einstaklingar og félög,
sem selt hafa ísvarinn fisk erlend-
is á árinu 1944, skulu greiða gjald
í ríkissjóð samkvæmt reglum þeim,
sem settar eru í lögum þessum.
2. gr. Af heildarsöluverði þess
fiskafla, sem veiddur hefur verið í
skip, er siglt hefur með hann sjálft
til sölustaðar erlendis, skal greiða
gjald, er nemi 2%.
3. gr. Heildsöluverð samkvæmt
1. gr. telst sú upphæð, sem erlend-
ur kaupandi greiðir fyrir fiskinn
án frádráttar umboðslauna eða
'nokkurs annars sölukostnaðar.
4. gr. Þeir aðiiar, sem gjald-
skyldir eru samkvæmt Iögum þess-
um, skulu senda skattstjórum eða
skattanöfndum skýrslu um gjaid-
Óæðri manntegund?
Framhald af 3. síðu.
sínar svo langt aftur í tírr.an
um.
Eg fyrir mitt leytr er ekki í
neinum vafa um lyktir þessa
máls málanna okkar kvenfólks-
ins og þess er skylt að geta, að
þeir menn eru ekki allfáir, sem
viðurkenna hinn sjálfsagða rétt
konunnar til sömu launa fyrir
sömu vinnu, en hefðbundnar
venjur eru alltaf erfiðastar við-
fangs og svo rótgróið er það
álit fjölda fólks, að konan se
manninum óæðri og eftirbátur
hans um flest, að jafnvel okkar
eigin kynsystur, margar hverj-
ar, fást ekki til að endurskoða
orsakir þessa álits. Því ánægju-
legra er að sjá þann skilning
á málUnum, sem nýi forsætis-
ráðherrann okkar hefur sýnt nú
nýverið, með því að skipa kven
fulltrúa í utanríkisráðuneytið,
þann fyrsta í sögu stjórnarráðs-
ins. Það gefur góð fyrirheit.
Island ætlar sér að verða
fyrirmyndarland á sviði ýmsra
þjóðfélagsmála. Þetta mál, sem
hér hefur verið hreyft að fram-
an, hlýtur að verða þar ofarlega
á baugi, því að á meðan konan
er beinlínis látin gjalda þess að
hún er kona, er ekki hægt að
tala um fyrirmyndarþjóðíélag,
og á meðan fara starfskraftar
forgörðum, sem telja verður
hreina sóun.
Nanna Ólafsdóttir.
skylda sölu sína á árinu 1944, og
skal hún fylgja franitali til skatts
fyrir það ár. Um frest til afhend-
ingar á skýrslum þessum gilda
sömu ákvæði og um framtöl til
tekju- og eignarskatts.
Gefi gjaldandi ekki skýrslu um
sölu sína á tilskildum tíma, er
skattstjórum og skattanefndum
heimilt að miða upphæð gjaldsins
við skýrslur þær, sem Fiskifélag Is-
lands fær um sölu, fisks erlendis,
sbr. reglugerð nr. 13 16. jan. 1934.
5. gr. Gjald það, sem um ræðir
í lögum þessum, er ekki frádrátt-
arbært við ákvörðun skatts á tekj-
ur.
6. gr. Um gjalddaga, lögtaks-
rétt, viðurlög og innheimtu gjalds
þess, sem um ræðir í lögum þess-
um, fer að lögum um tekju- og
eignarskatt, nr. 6 9. jan. 1935.
7. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
GREINARGERÐ.
Frumvarp þetta er flutt af meiri
hluta fjárhagsnefndar (HG, KA,
LJóh og MJ) að tilmælum fjár-
málaráðherra, en nefndarmenn eru
óbundnir að öðru leyti um málið.
Frv. fylgdu eftirfarandi athuga-
semdir.
„Frumvarp þetta gerir ráð fyrir,
að lagt verði sérstakt gjald á afla-
sölu þeirra 'skipa, sem sigla með
eigin veiði á erlendan markað. Það
er vitað, að afkoma þeirra skipa,
sem haft hafa slíka aðstöðu, hefur
verið góð og að ýmsu leyti betri
en annarra veiðiskipa. Þykir því
eðlilegt, að þeir aðilar, sem hér
ejga hlut að máli, greiði á þennan
hátt nokkurn hluta af skatta-
hækkunum þeim, sem óhjákvæmi-
legar eru.
Tekjur ríkissjóðs samkv. frum-
varpi þessu munu nema rúmlega
£.1 milljón króna“.
FIÚBielllF H
Framhald af 2. síðu.
b. í ísafjarðarkaupstað.
c. Á Akureyri.
d. Á Austfjörðum.
é. Á Vestfjörðum.
4. gr.
Tfl öryggis flugsamgöngum
skulu vera þráðlausar talstöðv-
ar á 1. og 2- flokks flugvöllum,
svo og annarsstaðar er nauðsyn
krefur.
5. gr.
Atvinnumálaráðuneytinu er
heimilt að gera samninga við
einstaka landeigendurtilþess að
tryggja lendingarstaði fyrir
smáflugvélar á landi, sem til
þess henta, án þess að gerðar
verði rennibrautir.
6. gr.
Kostnaður við gerð, rekstur
og viðhald þeirra flugvalla, og
lendingarstaða, sem um getur
í Jögum þessum, ásamt nauð-
synlegum mannvirkjum, tækj-
um og búnaði, greiðist úr rík-
issjóði eftir því serrt fé verður
veitt til í fjárlögum.
Áður en fé er veitt til
nefndra framkvæmda, skal hafa
farið fram nákvæm rannsókn
°g liggja fyrir kostnaðaráætlun
um framkvæmd verksins.
7. gr.
Atvinnu- og samgöngumála-
ráðherra skal setja á stofn sér-
staka stjóm flugmála, þegar
tímabært þykir, og fellur þá
niður starf flugmálaráðunautar
ríkisins. Forstöðumaður þessar-
ar stofnunar nefnist flugmála-
stjóri. Þar til þessi skipan verð-
ur gerð, hefur atvinnu- og sam-
göngumálaráðuneytið stjórn
þeirra mála, sem greinir í lög-
um þessum, og er vegamála-
stjóri og flugmálaráðunautur
ráðuneytinu til aðstoðar við
framkvæmd þeirra.
Ríkisstjórnin setur með reglu
gerð ákvæði um afnot og rekst-
ur þeirra flúgvalla og lending-
arstaða, sem um getur í lögum
þessum.
Kostnaður við stjórn flugmála
og rannsóknir og undirbúning
þeirra framkvæmda, er í lögum
þessum getur, greiðist úr ríkis-
sjóði.
8. gr.
Ríkisstjóminni er heimilt að
taka eignarnámi vegna loft-
ferða lóðir, lóðarréttindi og
mannvirki.
Landeiganda er skylt, gegn
hæfilegu endurgjaldi, að láta
af hendi jarðefni til nauðsyn-
legra mannvirkja vegna loft-
ferða.
9. gr.
Bætur fyrir eignamám á
landi og mannvirkjum til flug-
vallargerðar í Reykjavík skulu
metnar af dómurum hæstarétt-
ar ásamt tveimur mönnum, er
hæstiréttur nefpir. Að öðru
leyti skal fara eftir lögum nr.
61 14. nóv. 1917 um framkvæmd
eignamáms á landi og mann-
virkjum svo og um bætur fyrir
jarðrask samkvæmt 8. gr.
10. gr.
Landeigandi á bætur allar fyr
ir landnám, jarðrask og átroðn-
ing, en sé jörð leigð öðmm,
skal matsnefnd meta, hve mik-
ill hluti bótanna skal ganga til
leiguliða.
11. gr.
Skaðabóta er leiðir af ■ gerð
mannvirkja, er um ræðir í lög-
um þessum, skal krefjast innan
árs frá því, er verk það var
unnið, sem skaðanum olli, ella
fellur réttur til skaðabóta nið-
ur.
12. gr.
Með lögum þessum em úr
gildi numin lög nr. 20 28. maí
1941, um breyting á lögum nr.
39 14. iúní 1929, um loftferðir.
tAWVWVVVrtftTiA/VV^nAiVWWV'i
'Miðvikudagur 17. janúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN
Húseigendur og hús-
ráðendur í Reykjavík
eru alvarlega áminntir um, að tilkynna nú
þegar Manntalsskrifstofunni, Austurstræti
10, ef einhver í húsum þeirra hefur fallið
út af manntali síðastl. haust, svo og» ef ein-
hverjir hafa síðan flutt í hús þeirra.
Sömuleiðis ber öllum að tilkynna brott-
flutning úr húsum þeirra, og hvenær hann
varð og hvert var flutt.
Vanræksla við þessu varðar sektum.
BORGARSTJÓRINN.
í—I
cö
C/D
03
crj
'O
X
<
04
H
t/i
04
<
H
Z
<
>
<
o
2
>—<
O
z
D
!S *
§ S
.s
^ *©
n
oo
3
S
'S % ..
,Q ° <M
Sc« *s
S
- .s ‘S
afs
© s
> be
C/2 03
S I 1
> V 3
A *©
Sh
'3 ri :©
bfi >
S « 3
S 'O
“
*© cj
;o s
A a -3
*© *©
u pS
O) ©
-° & bB
S & s
05 I-H
_ 3 «©
S3 -*£ *e?
-m :© >
Ballkjólar
á 1 árs, 2 ára og 3 ára..
Verð 30 kr. til 50 kr.
ERLA
Laugaveg 1 2
MUNIÐ
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
Kaupum tuskur
allar tegundir hæsta verði.
HÍJSGAGNA-
VINNUSTOFAN
Baldursgötu 30.
Simi 2292.
Sósíalistafélag Reykjavíkur
heldur
SKEMMTIFUND $
£ fyrir félagsmenn og gesti þeirra föstud. 19. jan. n. k. kl. 8.30 e. h.
í samkomuhúsinu Röðli, Laupraveg 89. f
Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins á morgnn f
(fimmtud) kl. 4—7. J.
í Dagskráin verður auglýst í Þjóðviljanum á morgun. *í
£ Nefndin.
MvvuiAmwuwwvmwwwvwwvvwwvvwwwuvvmwM
SKRIFSTOFUPLÁSS
■
ÓSKAST.
LOFTLEIÐIR H. F.
Símar 5535 og 1485.
■
Höfum fyrirliggjandi
VETRARFjRAKKA
* Mjög lágt verð.
Verzlun H. Toft
Skólavörðustíg 5.'— Sími 1035.
iWAíWWtf
6 manna
ávaxtasett
Verð kr. 11.50.
Gjafasett verð kr. 29.00
3 stk. Skálasett — — 17.30
3 stk. ísskápas. — — 20.00
Ölsett — — 135.00
Sykursett — ,— 2.40
Vinglös — — 4.65
Vatnsglös verð kr. 1.00—1.20
Bollapör — — 5.00—5.70
Kaffistell kr. 48.20—135.00
Verzlunln NÓVA
Barónsstíg 27. — Sínii 4519.
Uilartausgallar
á 2 til 8 ára.
Verð 60 kr.
★
ERLA
Laugaveg 12.
Málflutningsskrifstofa
Áki Jakobsson
Sigurhjörtur Pétursson.
Lögfræðingar
Jakob J. Jakobsson
Klapparstíg 16-
Sími 1453.
Málfærsla, innheimta,
reikningshald, endur-
skoðun.