Þjóðviljinn - 17.01.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.01.1945, Blaðsíða 7
pJOÐVILJINN 7 Miðvikudagur 17. janúar 1945- Flóttinn til Ameríku (Þýtt). „Hinir hafa líklega verið lengra inn í skóginum“. „Eg segi það bara, að við vorum heppnir að sleppa. — En eigum við að leggja af stað aftur eða fara inn?“ „Við förum inn núna. Við getum alveg eins lagt afx stað á morgun“. „Það er bara. verst að við komumst ekki inn“. Þetta voru vandræði. Ef þeir berðu að dyrum, mundi Friðrik frændi koiba út. Þá yrðu þeir að segja eins og var og hann legði blátt bann fyrir allar Amerikuferðir. Þeir töluðu um þetta fram og aftur. Seinast kom þeim saman um, að sofa í skemmunni og laumast inn, þegar María gamla fæiá út í fjós að mjólka. Þeir ætl- uðu að segja Dóru og Signýju að þeir hefðu maétt ræn- ingj um í skóginum. Árna langaði reyndar ekki til að vera í skemmunni. Þar var dimmt og draugalegt. Þeir hreiðruðu um sig á pokum á gólfinu. Dyrunum höíðu þeir lokað. Og það var heppni, því að annars hefðu þeir séð mann læð- ast framhjá skemmunni. Þessi maður var Friðrik frændi þeirra. Hann hesp- aði hurðina að utan og gekk heim. Drengjunum gekk illa að sofna. Þeir þóttust heyra allra handa undarleg hljóð. Birgir vaknaði snemma og reis á fætur. Hann gekk að dyrunum og ætlaði út. Þá fann hann að þær voru lokaðar að utan. Hann vakti Árna í ofboði. Þeir skildu ekkert 1 þessu og þeim var ómögulegt að opna. Sein- ast fóru þeir að kalla á Maríu, í þeirri von, að hún væri komin á fætur — og heyrði til þeirra. María — María — góða María! Enginn kom. Var hún orðin heyrnarlaus? • Þeir lömdu hurðina með spýtu. Enginn heyrði. „María — María.“ Birgir tók stærðar staur og lét höggin dynja á hurðinni. Allt í einu opnaðist hurðin. Og í dyrunum stóðu Friðrik frændi, Dóra, Signý og Ragnar. „Því eruð þið hér?“ spurði Friðrik. „Eruð þið ekki farnir?“ spurði Signý undrandi. „Eruð þið með lömbin?“ kallaði Ragnar. ítalski greifinn Bamabo Vis- conti, átti fimm þús. veiðihunda og hafði það sér til gamans að láta ala þá sem bezt. Urðu landsetar hans að fæða þennan hundaher og annast að öllu leyti. Tvisvar í mánuði sendi greifinn embættismenn til að líta eftir, hvort rakkarnir sættu góðri meðferð. Og kæmist það upp, að ekki hafði verið farið með þá eftir settum reglum, varðaði það þungri refsingu. • Terres lávarður, sem uppi var á dögum Georgs fyrsta Englandskonungs, var dæmdur til lífláts fyrir morð_En konung ur gaf jafnframt skipun um að vegna ættgöfgi mannsine og ÞETT4 stéttar skyldi ekki nota snöru úr kaðli — heldur silki. • Við hjónavígslur í Kóreu er það siður að breiða eldrautt klæði á borð og leggja á það tvö gyllt hjörtu- Síðan er komið með lifandi gæs og hún sett milli hjartnanna. Gæsin er nefnilega í hávegum höfð þar í landi. Hún er ekki einungis tákn vizkunnar heldur og ást- arinnar. Eftir það drekka brúð- hjónin hvort öðru til og fara síðan heim til foreldra brúð- gumans. Þar eru þau meðan gömlu hjónin eru á lífi. Ef fað irinn deyr klæðast bömin gul- um sorgarbúningi og fara ekki úr honum í þrjú ár. Geri hann sig sekan um eitthvað, sem er hegningarvert, er sonum hans refsað líka. * ERICH MARIA REMARQUE: VINIR ’d hvít segl blakta undir stjömu- björtum himni um milda sum- arnótt og ég fann blómailm fjarlægra stranda. Þunglyndið var horfið. Lífið var sólskin ást og söngur. Og égmundiekki að neitt væri til í heimimim sem líktst þjáningum, skorti og vonleysi. Eg hélt áfram að horfa á Pat — hvernig hljómlistin'end- urspeglaðist á andliti hennar Hún var langt í burtu. Mér þótti vænt um að hún hugsaði ekki um mig- Hún hvorkd hall- aði sér að mér né hélt í hönd mína í myrkrinu. Á þessu augnabliki var ekki rúm í huga hennar fyrir kjass og gælur. Þetta var mér ein sönnun þess, hve sönn og óskipt hún var í öllum tilfinningum sínum. Mér hafði alltaf geðjast illa að þeirri tilhneigingu, að þurfa að hjúfra sig að öðrum í barna- legri hræðslu, þó að eitthvað óttalegt beri fyrir augu, í stað þess að stæla hugrekkið í sjálf um sér. Það er aumleg sjón að sjá elskendur misbjóða áhrif um listarinnar með því að nota þau til að æsa hálfkulnaðar ástir til stundarhammgju. Það minnti á sauðkindur, sem þjóta saman í hóp í þrumuveðri. Eg áleit að hamingjan væri fólgin í því, að báðir aðilar gætu verið sjálfum sér nógir, þegar þeir eru sinn í hvoru lagi. Það er skilyrðið til að geta notið end- urfundanna. Þó að Pat hefði gleymt mér núna um stundarsakir, vissi ég, að hún kæmi öll til mín aftur. Það var þetta, sem gerði mig hamingjusaman. Þegar hlé varð, spurði ég Pat, hvort hún vildi fara út. Hún hristi höfuðið. „Guði sé lof,“ sagði ég. ,,Eg veit ekkert gremjulegra en þetta sífellda ráp í hléunum. JSn á ég ekki að sækja þér app- elsínuvatn?“ Það var hægra sagt en gert. Þrengslin voru svo mikil fram- an við söluborðið. Það er eins ,og hljómlist örfi matarlyst. Heitu pylsumar voru búnar. Ósjálfrátt datt mér ,amma“ í hug. Hún ætti að vera hér með pylsuvagninn sinn. Hingað til hafði ég gert mér far um að haga mér eins og prúðmenni, en nú sá ég, að ég varð að fá olbogarúm með kappi og harðfylgni. Eg komst alla leið að borðinu á síðustu stundu og keypti síðasta glasið rétt við nefið á rauðbirknum manni með rostungsskegg. Hann urraði af bræði. „Takið þér þvi með stillingu,“ sagði ég. „Þér voruð búinn að fá þrjú.“ „Mátti þá alveg eins fá það ljórða,“ svaraði hann. — „Nei, nú er röðin komin að mér.“ Þegar ég kom aftuv inr í salinn, sá ég að ókunnur maður stóð hjá Pat og var að tala við hana. Hún hallaði höfðinu aftur á bak og virtist hafa mjög gam- an af að tala við hann. En hún varð ekkert vandræðaleg eða ókyrr, þegar ég kom. Hún kynnti okkur: „Róbert, þetta er hr. Breuer.“ Eg gerði mér ekkert far um að vera alúðlegur. Hvers vegna hafð hún kallað mig Robert en ekki Robby? Eg setti glasið fyr- ir framan hana og beið þess að maðurinn færi. En hann hélt áfram að tala — tala um Offen bach og var í sjöunda himni Hann var í „smoking", sem fór honum listavel. Allt í einu sneri Pat sér að mér: „Breuer er að spyrja, hvort við viljum fara til ,,Kaskade“ á eftir.“ ,.Þú ræður því,“ svaraði ég. Breuer var ekkert nema á- nægjan og nærgætnin* Hann gekk að því vísu, að ég hefði ætlað að bjóða Pat á efti'r á ein hvern skemmtistað, þar sem við gætum dansað. Mér geðjaðist að sumu leyti vei að honum. Bara að hann hefði ekki verið svona óaðfinnanlega klæddur og öruggur í framkomu. Eg var hárviss um, að Pat væri að bera okkur saman og kæmi nú loks- ins auga á alla galla mína.' • Þrátt fyrr það var ég í þann veginn að sætta mig við allt saman, þegar reiðarslagið kom. Fyrst hélt ég að mér hefði mis- heyrst. En svo heyrði ég það aftur og aftur. Pat þúaði hann. Eg hefði svo sem átt að géfa sagt mér það sjálfur, að allt gæti verið með felldu fyrir því, En ég varð ofsalega reiður og hefði heizt viljað gefa honum löðrung. Til allrgr hamingja var hringt. Hljómsveitin kom aftur. „ Það er þá ákveðið að við hittumst við dymar,“ sagði Breuer og hvarf loksins til sæt- is síns. Eg gat ekki stillt mig lengur. „Hvaða náungi er þetta?“ spurði ég. Pat hló. „Það er eng- inn „náungi.“ Þetta er ágætis maður. Við erum gamlir kunn- ingjar.“ En hún hélt bara áfram að hlæja og sagði: „Blessaður, vertu ekki svona mikið flón.“ En ég hafði fleiri áhyggjur. „Kaskade“ var ákaflega dýr skemmtistaður- Ef ég hefði nú ekki nóga peninga' — Mér varð þyngra og þyngra í skapi. Orð frú Zal- weski hljómuðu í eyrum mín- um. Hún hafði talað um „ríkan mann“ — og nú hafði Breuer þessi komið fram á sjónarsvið- ið. Hann beið okkar í anddyr- inu. Eg ætlaði út til að ná í bíl, en hann stöðvaði mig. „Bíllinn minn er hérna úti. Við kom- umst öll í hann.“ Eg gL: ckh- ert sagt við þessu, en ekki þótti mér það gott. Það kom líka í ljós að Pat þekkti bílinn. Hún gekk beint að honum og sagði: „Það er búið að mála hann.“ „Kaskade" var einhver fín- asti skemmtistaður borgarinn- ar- En þegar við komum inn í forstofuna ba”, létti mér mik- ið. Hér var auðsjaanlegq troð- fullt. En gleði mín var ekki langvinn. Breuer var þekktur gestur hér og ur^dir eins og um sjónarmaðurinn kom auga á hann, var sett fram fyrir hann borð — meira að segja á bezta stað í salnum. Við vorum ekki fyrr sezt en hljóðfærasláttur hófst. Það var tango. Pat brosti. „Það er orð- ið langt síðan ég hef dansað-“ Breuer stóð á fætur: ,,Má ég dansa við þig?“ Hún leit spyrjandi á mig um leið, glöð og ástúðleg. Eg svar- ! aði ekki öðru en því, að ég ætlaði að fá mér einhverja hressingu á með<in. Þetta var langur „tango“- Pat brosti við mér í íivert skipti, sem hún dansaði fram hjá mér. Eg brosti auðvitað líka Hún var ljómandi fögur og dansaði aðdáanlega vel. Því miður dans ^ði Breuer vel líka og þau áttu vel saman. Þau voru víst vön að dansa saman. Eg bað um stórt rommglas. Þegar þau komu aftur, her- tóku einhverjir kunningjar Breuers hann, og þá varð ég einn eftir hjá Pat litla stund. „Hafið þið þekkst lengi?“ spurði ég. „Já, æði lengi. Hvers vegna spyrðu að því?“ „Eg veit það ekki- — Hafið þið þá ekki oft verið hérna?“ Hún leit á mig: , Eg man bað ekki.“ Eg skildi hvað hún átti við. En ég gat ekki stillt mig um að særa hana ofurlítið: „Er hægt að gléyma slíku?“ spurði ég- Hún hneigði höfuðið bros- andi. Eg vissi í raun og veru, að ég þurfti ekki að vera hi’æddur um hana, en afbrýðisemin hélt áfram að kvelja mig, þó að ég fyndi, að ég gerði mig hlægi- legan. „Þér er alveg óhætt að segja mér, hvort eitthvað hefur verið á milli ykkar. Eg á engan rétt á að skipta mér af því.“ Eg tæmdi glasið. • Pat horfði á mig. En nú brosti hún ekki: „Heldurðu, að ég hefði farið með ykkur báð- um hingað, ef þa$ hefði verið?“ Auðvitað sagði ég nei- Og auðvitað skammaðist ég mín. Breuer kom aftur og hljóm- sveitin byrjaði nýtt lag. „Ætl- ið þér ekki að dansa?“ spurði hann mig. „Nei.“ „Það er leiðiuleg'." sagði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.