Þjóðviljinn - 25.01.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.01.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Fimmtudagur 25. janúar 1945. 20. tölublað. Þjódverjar scgja; flustiF-Prísslanl innikFðai Rauðí herínn talínn vera komínn yfír Oder á eínum stað — Hefur tekíð Oppeln og helztu samgönguleíðírnar á millí Míð-Þýzkalands og aðalíðnadarhéraðsins í Slésíu Sú fregn frá austurvígstöðvunum, sem mesta at- hygli vakti í gær, kom frá talsmanni þýzku herstjóm- arinnar, en er óstaðfest af sovétherstjóminni. — Þjóðverjinn sagði, að rauði herinn væri kominn að ós- um Vislu austan megin. Samkvæmt þessu eru Rúss- ar búnir að rjúfa allt landsamband á milli Austur- Prússlands og Þýzkálands sjálfs. Sú tilkynning Stalíns, að her Konéffs hafi tekið borgina Oppeln, höfuðborg Efri-Slésíu, hoðar e. t. v. engu min^i sigur, því að þar með hafa aðalsamgöngu- Ieiðirnar verið rofnar á milfi annars mesta iðnaðar- héraðs Þjóðverja og Mið-Þýzkalands, — og reynist það rétt, sem fréttaritarar segja, — að rauði herinn sé kom- inn yfir Oder á einum stað, eru aukaleiðirnar líka í hættu. Fjörutíu km. frá landamærum Slésíu hafa her- sveitir Súkoffs tekið fomfræga pólska borg, Kalisz. Her Malinovski hefur byrjað sókn í Tékkoslóvakíu fyrir vestan Kosice. Súkoff tók samtals um 800 bæi og'þorp í Póllandi. INNIKRÓUÐU LIÐI EYTT Fyrir suðvestan Lodz er lokið við að uppræta 10 000 manna þýzkt lið, sem hafði verið króað inni. — Teknir voru um 3000 fang- ar, og 53 skriðdrekar voru eyði- lagðir. SÓKNIN í TÉKKOSLOVAKÍU Það er her Malinovskis mar- skálks, sem hefur rofið varnir Þjóðverja við suðurlandamæri Slovakíu, fyx-ir vestan ixorgina Kossice, og hefur sótt frarn um 20 km á 40 km langri víglínu. Land er þarna erfit't yfirferðar vegna fjalla og skóga. Teknir hafa verið rúnxl. 80 b:e- ir og þorp, m. a. tvaér mikilvægar járabrautastöðvar. Rozsnyo og Jolsvatapolca, — 00 og 70 km fyrir vestan Kosice. Rauði herinn hratt áhlaupum Þjóðverja fyrir suðvestan Brxda- pest í gær. Stalín tilkynnti í gær, að hei* Rokossovskis hefði unnið mikið á í suðausturenda Austui’-Pmsslands og komikt í samband við her Tsér niakovskis, sem nálgast Könings- 'berg. — Her Rokossovskis er kom- inn langt inn í vatnahéröðin miklu. Tók hann m. a. bæina Lúck og Neuendorf og 200 bæi og þorp. Sigrinum var fagnað seint í gæi’- kveldi í Moskvu með skothríð. í sókn sinni norður í Austui'- Prússlandi tók her Tsérniakovskis um 250 bæi og þox-p í gær, m. a. bæ einn 50 km fyrir sunnan Inst- erburg. „ÞYNGSTA ÁFALLIГ Stalín tilkynnti töku Oppelns í sérstakri dagskipun. Borgin er mið stöð sahigangna og hei-gagnaiðnað- ar í Efri-Slesíu, sem er annað mesta iðnaðarhéi’að Þýzkalands. Pétur tðlar við Subaslc Pétur konungur rœddi tvisvar í gœr við Subasic forsœtisráðherra. I neðri deild brezka þingsins sagði Eden utanríkisráðherra, að samningur Titos og^ Subasics væri þannig, að Bretland gæti fallizt á hann í aðalatriðum. Utanríkisráðuneytið í Washing- ton hefur gefið út svipaða yfirlýs- ingu. Mesta iðnaðar og námasvæðið í Efri-Slesíu er á milli Gleiwitz (sem Þjóðvei’jar segja, að nú sé barizt í) og pólsku borgarinnar Katowice. — Þarna á miUi eru 12 iðnaðarbæ- ir með 100 000 íbúum auk fjölda eriendra verkamanna núna. Eru þarna auk kolanáma og járn brautastöðva alls konar hergagna- verksmiðjur, vélaverksmiðjur og efnaverksmiðjur. Hefur verið unn- ið þar dag og nótt undanfarin ár. Herfræðingar telja missi þessa héraðs þyngsta áfallið, sem þýzku nazistarnir hafi orðið fyrir í við- ureigninni á árinu. 240 KM FRÁ BERLÍN Norðar, í Neðri-Slesíu, hafa sveitir úr her Konéffs tekið bæ- inn Trachenberg, og Póllandsmeg- in við landamærin bæinn Rawicz, 240 km frá Bei-lín í beinni línu. — Rauði herinn er þarna kominn vestast. — Rawicz er iðnaðarbær- með 15000 íbúa. Konéff tók samthls um 200 bæi og þoi’p í Slesíu og er um 7 km frá Breslau. — Fullytt er, að Riiss ar séu komnir yfir Oder á a. m. k. einum stað og séu" horfur á, áð Breslau verði umkringd. KALISZ 1 sérstakri dagskipan frá Stalín var tilkynnt, að her Súkoffs hefði tekið pólsku borgina Kalisz, 100 km fyrir-vestan Lodz. Er.hún ein af elztu og fegurstu borgum Pól- lands með 55 000 íbúa. Dagsbrúnarfundurínn; nlMnoa nrsnkn Miislans Dagsbrúnarfunduriim í Listamannaskálanum í gær til þess að ræða stjómarkosninguna var mjög fjölmennur, ekki aðeins hvert sæti skipað, heldur stóðu menn einnig á stórum kafla í húsinu. Hannes Stephensen varaformaður Dagsbrúnar hafði framsögu um þessi mál og rakti sögu þeirra þriggja ára sem friður og samvinna uin stéttarleg mál hefur ríkt í Dagsbrún. Jafnframt skýrði hann frá stefnuskrá eining- arlistans og fyrirætlununi þeirra manna er skipa A-list- ann til þess að styrkja eininguna og efla mátt samtakanna í framtíðinni. Ámi Kristjánsson talaði fyrstur af Sprengilistamönn- unum og var bæði auð-heyrt og séð hve nauðugur hann hefur gengið til þessa leiks. Sprengilistamennimir vom hvað eftir annað spurðir hver væri þeirra stefnuskrá. Hún var engin. Þar með er það að fulln komið í dagsins ljós að B-listinn er knú- inn fram af pólitískum spekúlöntum Alþý&uflokksins með stuðningi Framsóknarafturhaldsins til þess að rjúfa eining- una í verklýðssamtökunum og veikja þau. Það er listi borinn fram af andstæðingum verklýðshreyfingarinnar sem vilja hana feiga. Eftirfarandi tillaga var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum gegn 7: „Fjölmennur félagsfundur í Dagsbrún haldinn 23. jan. 1945 skorar á alla meðlimi félagsins að vemda einingu og samheldni félagsins með því að fjölmenna á kjörstað í vænt^nlegum kosningum og fylkja sér einhuga um lista uppstillingamefndar og trúnaðarráðs.“ Þjóðviljinn mun skýra nánar frá fundinum á morgun. Norskir föðurlands- vinir sökkva þýzk- um skipum Þjóðverjar handtóku 150 þýzka hermenn, sem áttu að gæta hafnarinnar í Oslo, eftir að skemmdaverkin höfðu verið unnin þar í lok nóvembermán- aðar, er 35000 smálestir skipa vom eyðilagðar í skipasmíða- stöðvunum Akers Mekaniske Verksted og Nylands Verksted. — S.S.-menn voru látnir taka við varðgæzlunni. — Þjóðverjar vom ekki í vafa um að norsku föðurlandsvinunum hefði ekki getað heppnazt að fremja þessi skemmdaverk án vitundar manna úr hinu öfluga varðUði eða í beinni samvinnu við þá. Nú heíui' verið tilkynnt, að fyrir skömmu hafi orðið spi’eng ing í þýzka flutningaskipinu ,,Donau“, er það var að sigla út Óslófjörð á leið til Þýzka- lands með 500 þýzka hermenn, bíla, hesta og fleii’a. — Þjóð- verjum tókst að sigla skipinu á land og skipuðu mönnum, hestum og vöi'um upp með mik illi æsingu og öngþveiti. Mai'gir sæi'ðust og fórust. Meiri part- inum hafði víst vei’ið komið á land, áður en „Donau“ sökk. Skipið hafði komið að sunn- an til Ósló 15. jan. með nokkra hermenn, sem höfðu verið í oi'- lofi, og var fermt í einum hvelli næstu nótt. Samt tókst norsku föðurlandsvinunum að fram- kvæma áform sín. þráþt *fyrir hin öflugu varðhöld S.S.-manna anna. Nokkrum dögum seinna vai'ð sprenging í öðru þýzku flutn- ingaskipi, sem lá við bryggju í Óslóai'höfn. Leki komst að skipinu, en Þjóðverjum tókst að halda því á floti með dælun- um, þangað til gert hafði verið við lekann til bráðabirgða. (Frá norska blaðafulltr.). Bretar taka Heinsberg Bretar tóku bœinn Heinsberg í gœr og S þorp að auki. Bœr þessi er 10 km fyrir norðan Geilenkirk- en. — Ephann mikUvœgasta sam- göngumiðstöð á milli Geilenkirch- en og Roermund. Þjóðverjar halda áfram að hörfa úr Ardénnafleygiium. Fréttaritari segir St. Vith vera verst útleikna bæinn ,sem hann hafi séð. 1 Norður-Alsace gera Þjóðverj- ar áihlaup á hina nýju varnarlínu Bandaríkjamanna á rnilli Saaregue rnines og Strasburg. Frakkar vinna á hjá Colmar. Flótti Þjóðverja frá Eydtkuhnen 1 Flótti Þjóðverja frá Eydtkuhn- eii i Austur-Prússlandi varð með mjög skjótum hætti. — Þegar sov- éthermennirnir komu inn í bæinn. var hann mannlaus, en búðar- gluggarnir voru fullir af vörum, og á borðum voru hálfetnar máltíðir Þjóðverjar yfirgáfu ekki aðeins Fi'amh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.