Þjóðviljinn - 25.01.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.01.1945, Blaðsíða 7
Frmmtudagur 25. janúar 1945. PJOÐVILJINN 7 Saga af hundi Eftir Per Sivle. Þá heyrði ég allt' í einu, að vagni var ekið niður veginn. Eg leit út um rifu á hlöðuþilinu. Þar fór sýslu- maðurinn og hafði Lubba bundinn aftan í vagninn. En að hann Lubbi skyldi ekki reyna að slíta sig lausan, eins og hann var sterkur! ÞaðMeið ekki á löngu, áður en ég sá Lubba. Morg- uninn eftir var hann kominn aftur. Eg stóð úti á hlaði og sá, hvar hann kom labbandi utan akurinn. Þá varð fagnaðarfundur. Eg hélt, að Lubbi ætlaði að ærast af kæti. Sjálfur var ég svo glaður, að ég dansaði og hoppaði í kringum hann Þegar Lubbi loksins lagðist niður, laumaðist ég inn í skemmuna og náði í gildas'ta og bezta bjúgað, sem ég fann* Eg stakk því undir treyjuna mína. Pabbi kom út á hlaðið, rétt í því að ég kom út úr skemrriunni. _ „Hvað ert þú að gera þarna?“ spurði pabbi. „Eg var bara. Eg var bara — að — að sækja mér nagla“, sagði ég því að ég mundi allt 1 einu, að það vbru naglar í skemmunni. „Hefurðu þá undir treyjunni þinni?“ spurði pabbi. Eg leit niður og sá að glitti í bjúgað niður undan treyjunni. Mér varð bilt svo við, að ég sleppti bjúganu. Það valt — alveg að fótunum á pabba. „Hv.að ætlaðir þú að negla, með þessu, drengur minn?“ spurði pabbi seinlega. Þá kom Lubbi fyrir skemmuhornið og ég þurfti ekki að svara. Pabbi skildi, hvernig í öllu lá. „Já, þetta datt mér í hug“, sagði pabbi, tók upp stein og fleygði í Lubba. Hann hljóp ýlandi burt — upp allar brekkur. Pabbi tók í öxlina á mér og dró mig inn í eldiviðar- kofann. Þar hýddi hann mig, svo að ég fann 'til í marga daga. En þó sveið mig meira undan því, sem hann sagði við mig, þegar hann sleppti mér: „Láttu mig ekki sjá þig stela oftar“, sagði hann. ^ÞETTA Fyrsta konan í Englandi, sem vitað er að hafi ætlað að stunda háskólanám, hét Jessie White. Hún beiddist þess að fá að lesa læknisfræði við háskóla í Lon- don. Það var árið 1856 Henni var svarað því, að það væri ekki lögum samkvæmt, að kon- ur gengju í háskóla. Fáum árum seinna fengu kon ur þó leyfi til að lesa við há- skólann í Cambridge. En próf- in urðu að fara fram með leynd og hvorki mátti birta nöfn þeirra kvenna sem útskrifuð- ust né láta vitnast neitt opin- berlega um árangurinn af námi þerra. Einkunnir fengu þær ekki. Það hélzt við í marga ára- tugi eftir þetta við háskólana í Oxford og Cambridge, að kon- um voru ekki gefnar einkunnir, heldur vottorð um, að þær hefðu átt rétt á að fá einkunn • ir — hefðu þær ekki verið kon- ur! ★ Árið 1893 samþykkti Kon- unglega, brezka landfræðinga- ielagið. að konur mættu ekki vera þar heiðursfélagar. ★ Eins og kunnugt er, var það einu sinni álitið bera vitni um mikinn lærdóm að skrifa illa og jafnvel ólæsilega. Þær sög- ur fóru af merkum embættis- manni í Frakklandi, að hann sendi alltaf tvö eintök af skjöl- um, sém hann lét frá sér fara: Annað ritað með eigin hendi — ólæsilegt. Hitt með handbragði skrifara síns — ætlað til lestr- ar. ERICH MARIA REMARQUE: VINIR L. hvirfli til ilja. „Hvemig líður Köster?“ f „Þakka yður fyrir. Honum líður vel, eftir því, sem gerist á þessum tímum. Hún kinkaði kolli og hélt áfram að horfa rannsakandi á mig. „Hafið þér þekkt Köster lengi?“ Eg sætti mig við að láta yf- irheyra mig og sagði henni mjög nákvæmlega hvað við hefðum þekkzt lengi. Hún virt- ist ánægð með það. Pat kom nú út úr bílnum. Hún • hafði farið að ráðum mínum og brot- ið upp sokkana. Fröken Muller varð blíð á svipinn. Henni geðjaðist auð- sjáanlega vel að Pat — betur en að mér. „Getið þér þá látið okkur fá herbergi?“ spurði ég. „Það er alltaf nóg húsrými hjá mér, ef Köster biður um það“, svaraði fröken Muller. En hún sagði það ekki við mig, heldur Pat. Pat brosti. Og fröken Múller brosti líka. „Nú skal ég sýna yður herbergið“, sagði hún. Þær gengu af stað eftir mjó- um trjágöngum. Eg fór á eft- ir þeim, en mér var alveg of- aukið. Fröken Múller sá ekk- ert nema Patj. Stofan, sem hún sýndi okkur, var á neðri hæðinni og dyrnar sneru út að garðinum. Hún var björt og viðkunnanleg. Inn úr stofunni gekk skot inn í vegg- inn. Þar voru tvö rúm. „Þetta er yndislegt“ sagði Pat. „Alveg piýðilegt“, sagði ég til að koma mér vel, ef unnt væri. „Og hvar er svo hitt her- bergið?“ Fröken Múller sneri sér hægt að mér. „Hvaða hitt her- bergi! Eg hef ekki önnur. Hvað þykir yður að þessu?“ „Þetta er alveg ágætt“, sagði ég. „En — en — „Því miður hef ég ekkert betra“. Eg ætlaði einmitt að fara að segja henni, að við hefðum átt að fá sitt herbergið hvort, en hún hélt áfram: „Og mér skilzt, að konan yðar sé ánægð með þetta“. t Eg leit á Pat í laumi. Hún sneri sér að glugganum og barð ist við hláturinn. „Já, konan mín — “ stamaði ég og horfði á gullkrossinn á brjósti fröken Múller. Hér var ekki um neitt að velja. Það var þýðingarlaust að gefa fröken Múller nokkrar skýring'ar. Það hefði steinliðið yfir hana. „Það er nefnilega þannig, að við erum vön að sofa sitt í hvoru herbergi" sagði ég. Fröken Múller leit á mig með vanþóknun. „Sofa sitt í hvoru herbergi! Giftar mann- eskjur! Ekki spyr ég að þess- um nýju siðum“. „Það er ekki þess vegna“. flýtti ég mér að segja, til að koma í veg fyrir allar grun- semdir. „Konan mín á bágt með svefn og ég hrýt svo óskaplega á nóttunni“. „Já, þér hrjótið", sagði hún, i'étt eins og hún hefði búizt við því af mér. Eg varð logandi hræddur um að nú mundi hún vísa mér upp á hanabjálkaloft. En hún bar áreiðanlega mikla lotningu fyr- ír hjóriabandinu. Hún opnaði dyr inn að litlu herbergi, þar sem ekkert var inrii nema eitt rúm. „Þetta er alveg ágætt“ sagði ég hrifinn. „Og trufla ég svo engan, ef ég verð bér?“ spurði ég, þ\ú að mig langaði til að vita, hvort við Pat værum al- veg út af fyrir okkur. ,.Nei, nei, þér truflið engan“. sagði fröken Múller og allur há- tíðarblær var allt í einu rok- inn af henni. „Það eru ekki aðr ir gestir hér en þið hjónin Hin herbergin eru auð. Hvort viljið þið heldur borða hér eða í borð stofunni? Hér! Ágætt!“ Svo fór fröken Múller. .Jæja, frú Lohkamp“ sagði ég við Pat. „Eg hafði ekki hugsað mér gamalmennið neitt nálægt því svon guðrækið. Henn lízt illa á mig. Það er merkilegt. Annars eru allar kerlingar vanar að vera svo hrifnar af mér“. „Hún er engin kerling. Þetta er bara miðaldra kona, ákaf- lega viðfelldin“, sagði Pat. „Viðfelldin! Það læt ég nú vera. Hún er nógu virðuleg. En það er þýðingarlaust fyrir hana að ganga með þennan hátignar- svip um galtómt húsið, þar sem enginn lifandi maður sér hana“ ,.Hún er ekkert hátíðleg". „Ekki þegar hún talar við þig“- Pat hló. „Mér fellur ágætlega við hana. En nú skulum við taka upp úr koffortunum og ná i sundbolina okkar“. — — Eg hafði verið á sundi öðru hvoru eina klukkustund. Nú lá ég í sólskininu á strönd- inni. Pat var enn í sjónum. Eg sá hvítri sundhúfunni hennar skjóta upp og hverfa á víxl úti í grænum bárunum. Tveir máf- ar voru á flökti gargandi. Langt úti á hafi skreið gufuskip með þykkan reykjarmökk á eftir sér. Sólin skein. Hún bræddi allt viljaþrek, áhuga og stælingu, sem til var í mér og gerði mig notalega máttlausan og syfjað- an. Eg lét aftur augun. Öldu- hljóðið suðaði í eyrum mínum. — Og allt í einu mundi ég eft- ir því, að ég hafði éinu siimi áður legið sVona á sjávarströnd. Það var sumarið 1917. Her- deild okkar var þá í Flandem. Meyer Holthoff, Breyer. Lut- gens, ég og tveir aðrir höfðu alveg að óvörum fengið nokk- urra daga leyfi til að fara til Ostende. Fæstir okkar höfðu komið að sjó fyrr og þetta skammvinna frelsi úr klóm dauðans varð að villtri löngun til að gleyma til- verunni í sólskini, tæru lofti og bárum hafsins. Við lágum nakt- ir í sandinum allan daginn í sólskininu. Það eitt út af fyrir sig, að vera laus við einkenn- isbúninginn, bakpokanr og vopnin, var ótrúleg sæla, sem minnti á frið. Við veltum okk- ur í sandinum, stukkum aftur og aftur út í sjóinn og höfðum nautn af að finna þrek og þrótt líkamans. En um kvöldið, þegar sólin var sezt og húmið seig yfir eins og grá slæða, h.eyrðum við nýtt hljóð blandast nið sjávarins. Það varð hærra og sterkara og að síðustu varð það dimmur gnýr. Það voru fallbyssuskot frá vígstöðvunum. Þá varð þögn á ströndinni. Skraf og hlátur kafnaði skyndi lega og höfuðin lyftust til að hlusta. Frjálslegu unglingaand- litin höfðu aftur fengið svip hermannsins, harðan og þung- búinn — andlitsdrætti sem bera vott um allt sem engin orð fá lýst: Hatur, lífsþrá, skyldurækni, örvæntingu, von og óbærilega sorg. Tveimur dögum seinna hófst sóknin mikla, og þriðja júlí voru ekki nema þrjátíu og tveir af herdeild okkar. Meyer, Holthoff og Lutgens voru fallnir. -----,,Robby“, kallaði Pat Eg opnaði augun og áttaði mig ekki strax á, hvar ég var staddur. Minningar styrjaldar- innar hrifu mig alltaf þannig óra langt burt frá umhverfinu. Eg settist upp. Pat óð í land og sólargeislarnir dönsuðu á bárunum kringum hana Eg stökk ósjálfrátt á fætur. Þetta var ótrúlegt, það var eins og þessi sýn ætti heima í ann- ari veröld. Óendanlegur blár himingeimur og freyðandi haf! Og upp úr öldunum stigur fög- ur kona og gengur til mín Mér fánnst ég Vera aleir.h og húri fyrsta kona jarðarinnar. Og ég fann að máttur fegurð- arinnar sigraði blóðugar minn- ingar fortíðarinnar — hlaut að sigra í heiminum, annars var jarðlífið dauðadæmt. Meðvit- undin um að vera til — lifa — gagntók mig þó dýpra en allt annað. Og að Pat var hjá mér! Eg hafði sloppið heill úr hætt- um og skelfingum. Eg sá, ' heyrði, hugsaði og blóðið streymdi í æðum mínurn. Þetta var allt undravert. Pat kallaði til mín aftur og veifaði hendinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.