Þjóðviljinn - 25.01.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.01.1945, Blaðsíða 8
Jörðin skalf af orustugnýnum, þegar Vong fréttakvikmyndari tók þessa mynd í miðjum bardaganum um Sjangte d s. I. sumri. — 'A jjörutiu dögum misstu Kínvcrjar hana tvisvdr, en náðu lienni aftur í bœði slciptin. — Mannfallið var a fskaplegt. Flugpósfurmn lerða snfals so to. lnara lail Gjald aodir bréfapóst 90 aur. fyrir hver S gr. Póst- og símamálastjóri, Guðmundur Hlíðdal, er nýkominn heim frá Ameríku, en þangað fór hann í byrjun nóvembermán- aðar s.l. Sat hann fyrst alþjóðaflugmálaráðstefnuna í Chicago ásamt þeim Thór Thórs sendiherra, Agnari Kofoed-Hansen lög- reglustjóra og Sigurði Thóroddsen alþingismanni. Að því loknu vann hann að samningi um flugpóstsamgöngur við Bandaríkin og kom fyrsta flugpóstsendingin að vestan í fyrrinótt, fyrsta póstsendingin héðan er á förum. Tvær flugpóstferðir verða í viku og flutt 50 kg. samtals á viku hvora leið. Gjald er 90 aurar fyrir hver 5 grömm. I gær skýrði póst- og símamála- stjóri blaðkmönnum frá vesturför sinni. Eftir að flugráðstefnunni var lok ið starfaði hann að ýmsum nauð- synjamálum pósts og síma, léngst- af í WaShington. Meðal annars hef ur nú loks tekizt að ganga frá sainn ingum um flugflutning á bréfa- pósti milli íslands og Ameríku. Kom fyrsta flugpóstsendingin að vestan í fyrrinótt. Móttaka al- menns flugbréfapóst's til flutnings vestur héfst nú þegar og verður Bréf frá póstmeistarð New York til póst- málastjóra íslands í fyrsta almennum flugpóst frá Ameríku barzt póst- og símamála- stjóra eftirfarandi bréf frá Póst- meistara New York: Kæri herra póstmálastjóri G. J. j Hlíðdal. Um leið og beint flugpóstsam- band er liafið milli Bandaríkjanna Og Islands, sendi ég yður þetta fyrs'ta flugbréf með beztu óskum til yðar og starfsmanna yðar frá mér og starfsliði aðalpósthússins í New York. v . Enda þótt þetta sé í smáum stíl nú sem stendur, á það efalaust eftir. að vaxa mikið þegar rofar til í alþjóðaviðskiptum. Þetta er enn- ; þá einn hlckkurinn. sem bindur þjóðir okkar saman í velvild og vinát'tu. Vinsamlegast yðar einlægur Albert Gohlman, póstmeistari tilkynning um það og þar að lút- andi ákvæði birt alveg næstu daga. ÖRÐUGRA EN NOKIvRU SINNÍ FYRR UM ÚTVEGUN EFNIS TIL PÓSTS OG SÍMA Auk þessa máls .hefur póst- og símamálastjóri unnið að ýmsum á- hugamálum landssímans, einkum þó að því að greiða fyrir efnisút- vegun. Er nú svo komið, að mjög örðugt er, og örðugra en nokkru sinni fyrr, um símefniskaup og nauðsynleg leyfi til útflutnings á slíkum tækjum. Og þótt leyfi fá- , ist eftir langan tíma og mikla fyr- irhöfn, þá er afhendingartíminn oft ár eða meira. NOKKUR ÚRLAUSN Leyfi fékkst þó fyrir nokkru af símtækjum og ýmiskonar <jfni í talstöðvar. Ennfremur mun fást éitthvað af j.arðsíma á þessu ári. Hefur fengizt vilyrði fyrir því, að , eitthvað af þessu verði afgreitt á þ.essum ársfjórðu ngi. Þorf fyrir jarðsima er nú mikil, einkum í kaupstöðunum. Næsta verkefnið er að fullgera sjálfvirku stöðina á Akflreyri og hefur verið leitað fyr- ir um tilboð í stöðina. AÐSTOÐ SENDIRÁÐSINS Við Öll þessi störf naut póst- og símamálastjóri' aðstoðar ýinissa góðra mannaog þá fyrst og fremst hins ágæta sendiherra íslands í Washington,- Thor Tliors og ann- larra starfsmanna sendiráðsihs. Póst- og símamálastjóri, kvað nú yfirhöfuð ríkja mikla velvild hjá BahdaríkjamÖnnum í garð ís- lands og íslendinga. Þekking manna á íslandi er nú ótrúlega Vísir flytur „Jak- obsvísdóm44 um verklýðshreyfing- una Vísir heldur áfram á sömu braut 1 fréttaflutningi. I gær flytur hann þá fregn, undirritaða af , Jakob", að verk fall sé hjá vélstjónun. í Vest- mannaeyjum. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær, var samið í fyrrakvöld milli Vélstjórafélags Vest- mannaeyja og Útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja. . Vísir hefur undanfarið lagt kapp á að flytja verkfallsfrétt- ir og hafa verkamenn gaman af slíkum „Jakobsvísdómi“ sem Vísir flytur um verklýðshreyf- inguna! Breiðfirðingamót Breiðfirðingamót var haldið að Hótel Borg s.l. laugardags- kvöld. Formaður félagsins, Jón Emil Guðjónsson, setti mótið og stjómaði því. Við borðhaldið fluttu minni: Frú Steinunn Bjartmarz kenn- ari, Þórarinn Þórarinsson rit- stjóri og Jón Júlíus Sigurðsson kennari. Ungfrú Kristín Einars- dóttir söng einsöng. Breiðfirð- ingakórinn söng undir stjóm Gunnars Sigurgeirssonar. Ein- söng með kórnum söng Harald- ur Kristjánsson kaupmaður. Sungið var frumsamið kvæði, sem Ragnar Jóhannesson orti l í tilefni mótsins. Frú Guðrún Stefánsdóttir frá Kvemá í Grundarfirði flutti samkom- unni einnig kvæði. Að borð- haldi loknu var stiginn dans. Mótið sóttu um 400 manns. 0 miklu meiri en áður var, og ná- lega aliir hinir mörgu Amerikanar, sem maður hittir og hér hafa verið, iáta vei yfir dvöl sinni á íslandi og viðkynningu sinni við Islend- inga. ÁNÆGJULEGT AÐ HITTA LANDA í WINNIPEG Á ferð sínni kom póst- og síma- málastjóri m. a. til Winnipeg í Kanada, þar sem hann hitti fjölda Islendinga, þar Sem hann mætti hinuin ástúðlegustu viðtökum. Bað hann blöðin að flytja þakk- læti til þeirra allra, þ. á. m. forseta og ritara Þjóðræknisfélagsins, zem" báðu um að skila kveðjum heim. þlÓÐVILIINH Blóðug skuldabréf JJJVERSVEGNA er hraustum, brezkum hermönnum, sem ekkert vilja frekar en. fórna kúguðum þjóðum frelsi, fórnað í tilraunum til að berja niður þjóðfrelsisher Grikkja? ^ Hvemvegna verður soltinn grískur hermaður, sem í fjöéur ár hefur háð hetjubaráttu við þýzkt ofurefli og sigrað, -— að falla fyrir byssustingjum brezkra bræðra sinna: hermanna, sem líka fóru í sttúðið til að berjast við nazistg? Hversvegna er Indverji, sem gengur í brezka herinn, .til þess að verja land sitt gegn Japönum, sendur til Grikk- lands, til að drepa Grikki, sem vilja land sitt frjálst? Hversvegna er Norðmaður, sem gekk í brezka hejpnn í byrjun stríðs, sendur til Indlands, til þess að halda þar ^vörð gegn Indverjum, svo þeir verði ekki of háværir í kröfum sínum um lýðræði og sjálfstæði? JJVERSVEGNA? Máski eíftirfarandi staðreyndir geti upplýst það eitthvað: 1898 BEIÐ Grikkland ósigur fyrir Tyrkjum. Grikkir voru í nauðum staddir í stríðslok og þörfnuðust hjálpar kristinna bræðra. Auðmerin Bretlands og fleiri landa lánuðu þeim fé. Síðar þurftu Grikkir að fá meiri lán.,Kjörin voru yfirleitt þau að greiða 7—8% vexti, t. d. með því að út á skulda- bréf með 5% vöxtum voru aðeins borguð 68V2%. — Nefnd var sett, sem gerði Grikkland að raunverulegxri nýlendu, með því að hún hafði val'dið til að innheimta tollana í höfnum Grikklands, fyrst og fremst Pireus. og taka fyrst sér til handa upp í vexti og afborganii’, áður en gríska íúkið fengi nokkuð. Gi’íska þjóðin vai’ð að þræla fyrir þessum afborgunum og skuldum til brezku auðjöfi’anna, borga skuldirnar mörgum sinnum og skulda þær þó alltaf. Hinn brezki Shylock gaf ekkert eftir. Gríska þjóðin sökk dýpra og dýpra í skuldafenið. • » Eftir síðasta stríð var þjóðarskuld Grikkja orðin yfir 100 milljónir sterlingspunda, (yfir 2600 milljónir punda), — og skuldabréfin á þessa upphæð voru seld í London: vextir 8%.! Þriðjungur allra tekna ríkisins fór í þessar greiðslur. Grikkir borguðu ’ upprunalegu skuldina tvisvar og þi’isvar sinnum, en helgreipar lánardrottnanna krepptust því fastar að hálsi þjóðarinnar vegna okurvaxtanna. Þegar Bretland lýsti því yfir að það myndi ekki borga Bandaríkjunum stríðsskuldirnar, hugðu Grikkir að nú myndi fált linað á ^klónum. Lýðveldið gríska ympraði nú á því 1932 hvort ekki væri hægt að fá vextina fækkaða. Það var rekið upp Rama-kvein í City, fjármála'hjarta og fjármáladrottnarnir létu brezku stjórnina gera sínar öryggisráðstafanir. Lýðveldið var afnumið í Grikklandi, það hafði verið óþægt fánardrottnunum, — og Georg konungur settur til valda af Bretum 1935. Hann sparkaði svo lýðræðisstjóm- inni og gerði Metaxas að einræðisheira: Og Grikkland N byrjaði aftur að borga vextina, þá, sem það hafði ekki gétað greitt eftir neyðai’árið 1932. Limdúna ^NEMMA á árinu 1944 sendu brezkii’ lánardrottnar Grikkja skjal til brezka utanríkismálaráðuneytisins til þess að áminna það um að láta grísku stjórnina í Kairo gefa fyrirheit um að varðveita rétt lánardrottnanna til tolltekna og innheimtu ‘ í Grikklandi: Shylock heimtaði sitt kjötpund af hinni sveltandi þjóð. Brezka utariríkismálaráðuneytið lét Papandreou-stjórn- ina fá hinn kristilega boðskap lánardrottnanna. Ekki mun hafa staðið á undirgefninni þar. Brezkt herlið var síðan sent í land til að taka Pireus. Hagsmunir brezku lánardrottnanna: 8% skuldabréfin — eru dýrmætari en blóð brezkra hermanna, svo ekki sé talað um líf og blóð Grikkja. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.