Þjóðviljinn - 07.02.1945, Page 4
Miðvikudagur 7. febrúar 1945 — ÞJÓÐVILJINN
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 7. febrúar 1945
IMÓÐVILH
Utgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Súsíalistajlokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaf: Skólavörðustíg 19, sími 218ý.
Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastræti 17.
Fjandmenn þjóðarinnar
„Vísir“ rekur upp ramakvein: „Athafnafrelsið“ er í hættu.
Ríkisstjómin hefur ekki veitt fjórum bröskurum einkaleyfi til
þess að arðræna fiskimenn landsins um margar milljónir króna,
— og þá er auðvitað athafnafrelsi Vísis í hættu.
Það er vaninn hjá þessu kolsvarta afturhaldi að reka upp
óp um að athafnafrelsið sé í hættu, ef ríkisvaldið gerir hinar
minnstu ráðstafanir til þess að varðveita rétt og afkomu alls
þorrans af þjóðinni.
Enska afturhaldið rak líka upp slík óp fyrir 100 árum
síðan, þegar brezka þingið ákvað með lögum að börn innan við
10 ára mættu ekki vinna lengur en 10 tíma á dag í verksmiðj-
um. Það var kallað „óhæfileg höft á athafnafrelsinu“, „árás á
persónufrelsið“, og Vísir síendur auðsjáanlega enn á sama
stiginu og brgzkt afturhald stóð fyrir hundrað árum. Athafna-
frelsi útvegsmanna á íslandi er einskisvirði í augum Vísis, per-
sónufrelsi fiskimanna á alls ekki að reikna með, — hið eina,
sem gildir, er hinn „heilagi11 réttur örfárra braskara til þess að
arðræna fjöldann allri þjóðinni til tjóns.
Höfuðástæðan fyrir kveinstöfum Vísis mun þó vart vera
umhyggjan fyrir „athafnafrelsinu“ — m. a. o. þessara fáu ein-
staklinga. Vísir hefur ekk.i sýnt svo mikinn áhuga fyrir slíku
athafnafrelsi, þegar um t. d. verzlunina með innfluttar vörur
hefur verið að ræða, að trúlegt væri að hann færi að verða sér
til skammar frammi fyrir allri þjóðinni með firrum sínum í
þessu máli.
Það er annað, >sem er ástæðan til gremju Vísis — og kemur
greinilega fram í leiðara blaðsins í gær.
Vísir vonaðist eftir hallarekstri á útgerðinni, ef brezku skip-
in fengjust ekki í þjónustu útgerðarinnar, — og nú svíður Coca-
oola-blaðinu, að þjóðrn skuli hafa fengið tækifæri til þess að
tryggja verðhækkun þá, sem gerð 'hefur verið á fiskinum, — í
stað þeirrar verðlækkunar, sem Vísir vonaðist eftir. Það er þetta
sem fyrst og fremst veldur reiði Vísis, — enda skín það út úr
leiðara hans í gær, þótt blaðið þori af eðlilegum ástæðum ekki
að segja það opinberlega.
Afstaða Vísis gefur þjóðinni nokkra innsýn í hvernig ríkis-
stjóm Coca-cola-valdsins, Vísis- og Framsóknarliðsins, hefði hag-
að sér, ef hún hefði fengið að ráða:
Brezku skipin hefðu auðvitað verið látin vera í höndum
braskaranna-, — fiskverðið hefði verið lækkað, — síðan verið
heimtuð kauplækkun og fiskframleiðslan í landinu verið stöðvuð,
til þess að þessi afturhalds- og kúgunaráform klíkunnar næðu
fram að ganga!!
Það er svo sem skiljhnlegt að Vísir sé gramur yfir að sjá
ekki þessa þokkalegu drauma sína rætast.
Hann huggar sig líkléga við olíuhækkunina, sem Vísir ann-
ars hefur verið furðanlega hljóður um. Hefur máski Coca-cola-
liðið átt sinn þátt í að valda þeirri hækkun? Er það máski einn
liður í árásum þess á íslenzkan sjávarútveg og lífsafkomu al-
mennings?
Þjóðin man að Vísir kallar það „glæp, svikráð og láunráð
við þjóðina“ að kaupa inn tæki til nýsköpunar atvinnulífsins
áður en Vísisliðinu hefur tekizt að lækka launin, — þ. e. a. s.
laun verkamanna, en ekki milljónabraskaranna, sem Vísir vill
að fái „athafnafrelsi“ til að hækka laun sín að vild með einok-
unarleyfum frá ríkisstjóminni (útflutningsleyfum).
Þjóðin veit að Vísisliðið eru íjendur hennar. ,
Lojtvarnatœki Rússa vöktu aðdciun herfræðinga Bandainanna.
Rauðu hermennirnir eru orðnir
víðförulir. Siberíumenn heyrast
tala rússnesku á strætum Búda-
pests. — í Norður-Noregi syngja
menn söngva Ukraínu.
Menn okkar eru nú komnir til
lands þorparanna. Þeir eru í prúss-
neskum borgum, þar sem gotnesk-
ir stafir geifla sig framan í konni-
menn eins og illilegir púkar.
Majór nokkur, sem ég kynntist
í Kastornaja, er nýbúinn að skrifa
mér þaðan. Hann drekkur þar lé-
legt, rautt kúrenuvín með matn-
um og reykir vindlinga úr heyi.
Rússar hafa brotizt yfir ár, klifr-
að yfir fjöll. En þeir eru ekki að
liugsa um landvinninga. — Rúss-
ar líta á stríð sem sorg, fórn, illa
nauðsyn, — aldrei sem atvinnu.
Við kærum okkur ekki um að
þrengja hugsjónum okkar eða sið-
um upp á neinn. — Nú á dögum
tala allir um frelsi. — Fólk skilur
„frelsi á margvíslega vegu. Það er
hægt að anda með ólíkum hátt-
um. En eitt er víst, að sá maður
hlýtur að deyja, sem getur alls
ekki andað, hver svo sem öndun-
araðferð hans er.
Fangelsin byrja að opnast og
það losnar um tunguhöftin með
komu rauða hersins. Áhrifarík orð
eru töluð. Fólk bölvar og blessar,
grætur og hlær. Það er aftur byrj-
að að lifa.
FRELSI OG BYSSUSTINGIll
Þeir, sem eru illviljaðir okkur,
halda því fram, að við höfum ósk-
að eftir að bera á byssustingjum
okkar það frelsi, sem þjóð okkar
sjálfra vann í október 1917 og hef-
ur grundvallað með 27 ára þján-
ingum, skorti, erfiði, baráttu og
einveru. — En byssustingir geta
ekki skapað frjálsa þjóð. Þeir geta
aðeins útrýmt böðlum. Það er þýð-
ingarlaust fyrir þá illgjörnu að
eigna málminum töframátt.
, Kannski konungur Noregs sé
kommúnisti?
Af hverju óttast andfasistar með
fasistainnræti sigra okkar svo
mjög? — Sennilega af því að við
sköpum ekki nýja fjötra í stað
þeirra, sem við brjótum. — Við af-
vopnum ekki föðurlandsvini í
Slovakíu. Við krefjumst þess ekki,
að Júgoslavar hlýðnist Mikhailo-
vits eða neyðum Nm’ðmenn til að
sætta sig við kvislinga.
Fólk er sjálfrátt um það, hvern-
ig það vill lifa. — Rauði herinn
hugsar um það eitt að Ijúka hlut-
verki sínu, — að. koma ódáða-
mönnunum fyrir kattarnef.
Það er eitthvað alhcimslegt við
lífsskoðun Rússa. Þe'im finnst
heimurinn vera þeirra eigin, —
þeirra eigin í þeim skilpingi, að
hann er eign alls mannkyns.
JÓN BÝFLUGNAHIRÐIR
í sögu Rússlands eru beiskir kafl
ar. Þar eru heilar síður skrjfaðar
af þeim illu með blóði alþýðunn-
ar, á meðan hún var enn vanmátt-
ug, á meðan alþýðumönnum var
þröngvað til herþjónustu, reknir
til Síberíu.
Ilvers vegna fóru rússneskir
hermenn til Ungverjalands fyrir
100 árum? Nikolaj zar var ekki að
verja Rússland, heldur harðstjórn.
— Við erum stoltir af hermönnum
Súvoroffs, sem fóru yfir Alpafjöll.
En við vitum, að þegar Páll zar
var að reyna að ráða niðurlögum
frönsku byltingarinnar, var hann
ckki áhyggjufullur vegna föður-
lands síns, heldur vegna hásætis
síns.
Stríð okkar er rétt-nefnt „ann-
að stríðið til varnar föðurlandinu“,
og árinu 1942 er með fullum rétti
jafnað við árið 1812. — En hversu
ólíkt er 1944 samt árinu 1814! —
Rússneska þjóðin rak ekki hina
innlendu kúgara sína burt, er hún
hafði hrakið ræningjaflokka Na-
poleons úr landi. Og her zarsins
flutti heimskan og hefnigjarnan
Bourbon til hinnar sigruðu París-
ar.
Rauði herinn hefur farið yfir
landamæri sem her frelsisins. —
Það, að Þjóðverjar og'Peainar eða
hálf-Þjóðverjar og hálf-Petainar,
sem voru reiðubúnir að brenna
Frakkland á Algierstímabilinu,
drottna nú ekki yfir París, má að
nokkru leyti þakka sigrum rauða
hersins.
legan mann, því að Jón bíflugna-
hirðir gæti heyrt um það. Illræð-
ismönnum féllust hendur og urðu
fölir af ótta, þegar sagt var við
þá: „Bíddu þangað til Jón bíflugna
hirðir heyrir þetta!“
FANGELSIN OPNAST TVISV-
AR
Þó að rússneski liöfuðsmaður-
iun frá Pensa, herstjóri í nokkrum
ungverskum borgum, segi við borg-
arstjórana: „Við skiptum okkur
ekki af ykkar málum“, — verða
samt miklar breytingar í þessum
borgum. — Fangelsin opnast tvisv-
ar, — í fyrra sinnið til að sleppa
saklausa fólkinu út og aftur til að
taka á móti landráðamönnunum.
Fótatök bændanna frá Volgu og
málmiðnaðarverkamannanna frá
Úral heyrast óendanlega langt.
Jafnvel á hinum fjarlæga Spáni
Frá jijrstu árum Sovétríkjanna. Riddaraliðssveit úr borgarastyrjóldinni
Rauða hernum er það að þakka,
að búlgarska þjóðin getur hegnt
landráðamönnum, og að tíu flokk-
ar og hundruð flokksbrota, sem
voru ofsóttir á stjórnarárum Pils-
údskis, geta nú rætt frjálslega um
framtíð Póllands.
Til er gömul, frönsk saga um
Jón nokkurn býflugnahirði. —
Hann var ákaflega sterkur, mjög
brjóstgóður og skipti sér aldrei af
málum annasra. — En i sveit hans
og næstu sveitum sögðu allir, að
það væri hættulegt að gera á hlut
munaðarleysingja eða fela óheiðar-
Slcriðdrekasveit og
fótgóngulið úr
rauða hemum
sœlcir fram.
er fólkið farið að lyfta höfði. Það
veit, að til er Jón býflugnahirðir í
heiminum.
Jafnvel á friðartímum voru Þjóð
verjar aðeins stoltir af einu, -
hermennsku sinni. — Jafnvel þeg-
ar þeir gengu á Champ Elysees
(fegursta stræti Parísar. — þýð.),
gat þeim aldrei dottið annað en
þetta í hug: „Við vorum hérna
1871“.
Stolt okkar er af öðrum toga
spunnið. — Nálægt Amsterdam er
lítið hús. — Rússneskir ferðamenn
minntust þess með stolti, að þar
lærði Pétur mikli skipasmíðar,
klæddur verkamannafötum.
Við erum stoltir af því, að Her-
zen gekk í æsku sinni í fylkingum
hetjanna frá 1848 um stræti Róms.
— Við erum stoltir af því, að Leo
Tolstoj varð samvizka heimsins.
SÁÐKORN FRELSISINS
Við erum stolt af því að land,
sem áður var kunnugt fyrir fátækt
og niðurlægingarástand, hóf nýtt
tímaibil í mannkynssögunni.
Minjar okkar í París eru ekki
á torgi því, sem hermenn Alex-
andeps marséruðu yfir, en í Rue
Marie Rose, þar sem Lenín starf-
aði.
Sjónleikur í 5 þáttum eftir
J. L. Heiberg.
Sýning í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag í Iðnó
XÉÉf;
Rússneskir sjóliðar
— hvíldarstund á
friðartímum.
W'
Við eigum margar minjar um all-
an heim. — Eg veit uni allmargar
grafir nálægt Vajencia á Spáni.
engir legsteinar eru á þeim, en á
laun skreyta þakklátar hendur
moldina með rósum.
Rauði lierinn hefur látið í Ijós
hinar fornu vonir Rússlands, allar
þrár þess. Ilann hefur brotið ís
harðstjórnarinnar með blóði sínu.
Hann sáir sáðkornum frelsisins ör-
látlega eins og sáðmaður.
Á árunum fyrir 1939 ræktuðu
Evrópa og Ameríka dvergpálma.
Þær voru leiðar á raunveruleikan-
um og fundu súrrealismann upp.
En skyndilega varð veröldin föl
af kvíða. Allir biðu eftir dómsdegi.
— Nú er öllum ljóst, að sigur fas-
ismans hefði verið endalok sið-
menningarinnar.
Eftir hundrað eða fimm hundr-
uð ár hefði menning blómgazt af
nýju einhvers staðar í Ástralíu eða
Alaska. Eldlenzkir fornfræðingar
hefðu kannað rústir Evrópu og
skrifað ritgjörðir um hrörnun og
endalok hennar.
Þegar ég rita um hættu þá, sem
menningunni stafaði af fasisman-
um, á ég ekki aðeins við efnislegu
hliðina. Ef til vill hefðu nokkrar
borgir, söfn og garðar lifað sigur
Hitlers af. — Hvað eyðileggur þá
fasisminn? — Ilann eyðileggur
kjarnann í mönnum, hugsandi
mönnum.
Rauði herinn hefur forðað þess-
um Irugsandi mönnum frá tortírn-
ingu. — Engar hcillaóskir, engin
virðingargjöf, ekkert ávarp getur
lýst því, hvað mannkynið er skuld-
bundið Stalíngrad. — Eg held, að
í þessu efni sé betra að vera annað
hvort þögull eða segja það, sem
ung, frönsk stúlka sagði, þegar
Þjóðverjar leiddu hana til aftöku:
„Vinir, Rússland gleymir okkur
ekki“.
Hinir sterku þurfa ckki á tál-
myndum að halda. — Akrarnir
eru vaxnir illgresi, alls staðar eru
fagrar byggingar orðnar að muldu
grjóti. — En sár mannshjartans
eru hræðilegust.
Eitt er að byggja, semja skáld-
sögur, ala upp börn. Það er annað
að berjast.
DAUÐINN SNÝR AFTUR
Það var ekki á okkar valdi
að forða heiminum frá stríði.
Á meðal verjenda menningar-
innar voru blindir menn og
hræsnarar. — Þeir töluðu um
„frið“ í vestri, á meðan þá
dreymdi um stríð í austri. —
Við gátum ekki forðað heimin-
um frá
forðað honum frá að farast. —
Án rússneskrar þrautseigju
myndi nú hvorki vera til frelsi
né menning og ýmsir útlendir
farísear mundu ekki geta ráðg-
ast um. það, hvernig eigi að
forða þeim, sem unnu fyrir
Himmler, frá óhjákvæmilegu
endurgjaldi.
Við hlið okkar standa svipir
ástvinanna. — Mig langar til að
skrifa um þá, sem dóu án þess
að hafa séð dögun sigursins, —
um þá, sem fórust á hinum
voðalegu dögum, þegar heilar
herdeildir dóu til að gefa ætt-
jörðinni einn dag eða jafnvel
eina klukkustund. — Mig lang-
ar til að skrifa um þá sem eng-
inn hyllti af því að orustur
þeirra voru tapaðar. — En samt
hefði enginn sigur unnizt ef
þessar orustur hefðu ekki verið
háðar.
Þeir eru með okkur. Hersveit
ir, heixleildir, herfylki hinna
föllnu gera áhlaup með okkur á
borgir óvinanna. — Þeir verma
sig með okkur við varðeldana.
— meðan við skrifum aftan á
bréfin heim: „Enn á lífi og í
góðu skapi,“ — horfa þeir á
yfir öxl okkar og andvarpa
mæðulega.
Þeir munu koma með okkur
til Berlínar. Eg öfunda ekki
Þjóðverja. — Dauði sá, sem
þeir fluttu heiminum, hefur
snúizt gegn þeim sjálfum.
Þeir sýndu heiminum jóla-
leikrit, — sjónleik eftir foringja
fíflið sitt, — gerfisókn í Belgíu.
Um stund náðu þeir jafnvel
nokkrum smáborgum á sitt vald
og gerðu ýmsum smámennum
bilt við.
Þeir vita ekki, hvaða öfl þeir
hafa vakið upp. Vjð höfum ekki
brugðizt sjálfum okkur. — Við
trúum á bræðralag eins og áður.
Hafi Þjóðverjar útilokað sig frá
samfélagi þjóðanna, er það ekki
hugsjónum okkar að kenna,
heldur glæpum þeirra. — Þeim
lofum við hvorki samúð né
vægð. »
Og við bjóðuin þjóðunum vin
áttu okkar. Diplomatar tala
mikið um kringlótt borð, þó að
borðin, sem þeir sitja við, hafi
hvöss horn. — En borð þjóð-
anna er sannarlega kringlótt.
Við það munum við brjóta
brauð friðarins og drekka vín
írelsisins.
Æðsti herstjóri okkar þekkir
bragð þess brauðs og ilm þess
víns. Þess vegna nefnir nú fólk
í fjarlægum löndum nafn hans
eins og vinar. Þess vegna hugs-
ar það um hann með von í
brjósti. Með því að óska honum
heilla óskar það sjálfu sér ham-
ingju og friðar.
Hlustið, vinir. Klukkur sög-
unnar glymja. Við erum ekki
að byrja á nýrri blaðsíðu, held-
ur á nýju bindi. — Það er hættu
legt að spá og í rauninni ekki
nauðsynlegt. En hjartað og heil
inn halda því fram, að árið
1945 verði fyrsta ár annars, mik
ils lífs, — lífsins, sem við höf-
um þjáðst fyrir.
Flugmenn koma heim úr leiðangri.
Indvcrskar bonur
FÉLAGSLÍF
ff
j ■.?, v-c.
SKEMMTIFUNDUR verð-
1
ur haldinn í kvöld í Tjarnar-
café.
Skíðadeildin skemmtir. Fjöl-
breytt skemmtiskrá. Takið
með ykkur Ármannslóðin.
Athugið að fundurinn byrj
ar kl. 8,30 með skemmtiatrið
um. Mætið tímanlega.
Dauðaslys
Aðfaranótt mánudags ók íslenzk
jólksflutningabifreið á brezkan
flugmann, er var á gangi á Reykja-
nesbraut. Slasaðist flugmaðurinn
svo mjög að liann lézt í fyrradag.
Fluginaður þessi var á gaiígi á-
samt tveimur féjögum síuum, og
voru þeir komnir spölkorn suður
fyrir gatnamót Járnbrautarvegar
og Reykjanesbrautar, er bifreiðin
kom með 60—70 km liraða á móti
þeim. Sveigði bifreiðin að mönn-
unum er hún nálgaðist þá og ók
á þann er innst gekk á veginum.
Voru mennirnir á réttum vegar-
kanti.
Flugmaður sá, er varð fyrir bif-
reiðinni, dróst með henni um 50
metra vegalengd og féll síðan á
götuna.
Bifreiðarstjóranum fannst ekki
taka því að stöðva bifreiðina, held-
ur ók sem hraðast til bæjarins.
Flugmaðurinn var fluttur í
sjúkrahús og lézt hann þar í fyrra-
dag.
Sökum þess að ekki er vitað um
númer bifreiðarinnar, óskar rann-
sóknarlögreglan eftir að hver sá,
er einhverjar upplýsingar kynni að
geta gefið þar að lútandi, láti sér
þær í )é.
Pílagrímum hjálpað
Hópur pílagríma lagði nýlega
af stað frá Úfa. höfuðbi^ Bask-
iríu, áleiðis til Alekka. — Mufti
Abdúraman Ibn Sjeik Sainúlla
Rassúli, andleguV leiðtogi Músil-
manna í Sovétríkjunum scgirxsov-
étstjórnina hafa veitt pilagrímun-
um alla aðstoð, sem er á hennar
valdi.
Framh. af 3. síðu.
Iík andlit, full haturs og blþð-
þorsta, nærri brjáluð, án minnsta
vottar um samúð eða mannúð ...“
Alitt í æsandi tíðindum af hóp-
göngum, Zatáee-barsmíð, skothríð
og verkföllum, berast Nehrú í
fangelsið fregnir um þátttöku
kónu hans, móður og systra í þess-
ari ólgandi baráttu. Á þessum tíma
var nærri alger viðskiptastöðvun
á útlendri vefnaðarvöru og brezk-
um varningi. Hann skrifar: „Ég
varð mjög hrærður er ég frétti að
hin aldraða móðir mín og — að
sjálfsögðu — svstur mínar, stæðu
í brennandi heitri sumársólinni á
verði við útlendar vefnaðarvöru-
verzlanir. Kamala (kona Nehrús)
gerði þetta einnig — og hún gerði
meira, hún kastaði sér út í bar-
áttuna í Allahabadborg og héraði
af slíku þreki og viljafestu að mig
furðaði, þar eð ég hélt mig hafa
þekkt hana svo vel í mörg ár. Ilún
gleymdi veikindunum (hafði verið
berklaveik), var á þönum alla daga
eftirtektarverða skipulagningar-
í brennandi sólskininu, og sýndi
hæfileika. Ég frétti ógreinilega um
þetta í fangelsið. Seinna, þegar
faðir minn kom þangað lika, sagði
hann mér hve mikils hann mat
starf Kamölu, og einkum skipu-
lagningarhæfileika hennar ....“
Dómur um
orlofsfé
Framhald af 2. síðu.
leyti til greina og var í málinu
kveðinn upp svolátandi dómur:
„Stefndi, Steindór Einarsson f.
h. Kristjáns Steindórssonar, greiði
stefnanda, Alþýðusambandi ís-
lands f. h. Bifreiðastjórafélagsins
Ilreyfils, vegna Jenna Jónssonar,
orlofsfé kr. 546.85, ásamt 5% árs-
vöxtum frá 18. sept. 1944 til
greiðsludags og kr. 200.00 í máls-
kostnað.
Dóminum ber að fullnægja inn-
an 15 daga frá birtingu Iians, að
viðlagðri aðför að lögum“.
Málflytjandi stefnda hefur gert
þá grein fyrir kröfugerð sinni í
máli þessu, að það hafi í upphafi
verið höfðað að tilhlutun formanns
stéttarfélags bifreiðastjóra, til þess
að fá úr því skorið, hvort bifreið-
arstjórar, sem ráðnir væru með
sama hætti og ofangreindur bif-
reiðarstjóri, hefðu rétt til orlofs-
fjár.
Daglega
NÝ EGG, soðin og hrá.
Kaffisalan
HAFNARSTRÆTI 16.