Þjóðviljinn - 22.02.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.02.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. febrúar 1945. ÞJÓÐ VILJINN S l) ! ■ Skipan Grikklands var eitt j af síðustu viðfangsefnum Banda manna varðandi landamæri og landaþrætur eftir lok hinnar fyrri heimsstyrj^ldar. Þar fór allt á annan veg, en á horfðist í fyrstu. Draumur Grikkja um landaítök í Litlu-Asíu, hinum fornu stöðvum hellenskrar menningar,' varð að engu. er Mústafa Kemal hrakti grísku | hersveitirnar út í sjó og stofn- aði tyrkneskt þjóðríki. Eftir1 það hugðu Grikkir ekki á land- vinninga. Þjóðernisdeilur Tyrkja og Grikkja voru jafnað- ar að furðulega róttækum hætti, sem var allnýstárlegur £ þeim árum. Þeir komu sér sam- an um að hafa mannaskipti, senda Grikki, sem búsettir voru í löndum Tyrklands, heim til Grikklands, og tyrkneska þegna gríska ríkisins heim í ríki Mústafa Kemals. Um 15 hundr- uð þúsundir manna höfðu á þann hátt bústaðaskipti og voru þetta þjóðflutningar sem áttu ekki sinn líka á svo litlu svæði. En með þessari skurðlækningu tókst að draga úr hinum ríka þjóðaríg, sem um langan aldur hefur eitrað samskipti þjóða á Balkanskaga. Ekki er ósenni- legt, að slík bústaðaskipti muni verða reynd í ríkum mæli að lokinni núverandi heimsstyrj- öld. Að minnsta kosti reyndust þessar aðgerðir affarasælar fyr- ir Grikki og Tyrkja, því að með þeim hefur verið hin bezta -sambúð síðan. En ófarir Grikkja í Litlu- Asíu drógu dilk á eftir sér. Konstantín konungur í Hellas hafði í miðri fyrri heimsstyrj- öldinni orðið að hrökkiast frá völdum fyrir aðgerðir Banda- manna, sem þótti hann draga taum Þjóðverja. Hann var Lvaddur heim aftur 1920 og sett ur í hásæti; konungskjör hans var samþykkt með þjóðarat- ikvæði, þar sem hann hlaut ‘99% allra atkvæða. En hann sat ekki lengi í náðum. Tveim- ur árum síðar varð hann að segja af sér eftir viðburðina í Xiitlu-Asíu, og sonur hans, Ge- org II. varð, að fara frá völd- um 1924, er lýðveldismenn höfðu gjörsigrað í þingkosning- nm. Eftir það var Hellas lýð- ■veldi í 11 ár, sem loguðu í uppreisnum og hersamsærum. Árið 1934 endurreisti þingið lconungdóm á Grikklandi, en rskaut síðan málinu undir þjóð- aratkvæði. Niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslunnar urðu þær, •að 97% guldu Georg II. at- Tcvæði sitt. Af þessu má marka, að úrslit kosninga á Grikklandi, eins og raunar víðar í Balkan- löndum, eru mjög háð þeirri istjóm, er fer með völdin í land inu og hefur taumhald á hem- um, og þegar þessa er gætt, verða skiljanlegri þær deilur, •sem verið hafa í Grikklandi út af afvopnun hinna grísku al- þýðuherja, svo sem síðar verð- jur að vikið. ^Georg II. hafði ekki verið við völd í eitt ár, er hann kvaddi Metaxas hershöfðingja, Þjóð- verjavin mikinn, til forsætis- ráðherra. í ágústmánuði 1936 gerðist Metaxas einræðishérra að hætti fasista. Að yfirvarpi var höfð „kommúnistauppreisn“ svo sem venja var á þeim ár- um; fimtán þingmenn kömmún- istaflokksins voru handteknir, þingið var leyst upp og allir stjómmálaflokkar bannaðir. Grikkland var nú komið í flokk einræðisríkjanna og fylgdi trú- lega straumi tímans, svo sem hann féll á fjórða áratugi ald- arinnar. 2) En það mátti einnig sjá það fyrir, að Grikkland mundi lenda í straumiðu heimsstjóm- málanna á þeirri stundu, er stór veldunum lysti saman á nýjan leik. Grikkland er að vísu ekki mikið að ummáli né þéttbýlt, I en landfræðileg staða þess er hin sama nú og hún hefur jafn- an verið síðan Miðjarðarhafið og lönd þess urðu taflborð stór- veldanna. Grikkland og grísku eyjarnar eru líkust stökkpalli handa hverju því stórveldi, er sækja vill til Austurlanda, og hvert það ríki, sem fær varið þennan stökkpall, fær einnig varið sjó- og landleiðirnar að austurhlutum Miðjarðarhafsins. Hin gömlu stórveldi á Miðjarð- arhafi, Bretland og Frakkland, gátu að sjálfsögðu ekki setið hjá, ef ráðizt yrði inn á grískt land, því að þá var nýlendum þeirra og á'hrifasvæðum í Aust- urlöndum stefnt í bráðan voða. Hins vegar voru sterkar líkur á því, að Italía mundi reyna að afla sér olnbogarýmis á þessum slóðum, í bandalagi við Þýzka- land, voldugasta ríkið á megin- landinu. Það var þegar orðið ljóst, að möndulríkin höfðu í hyggju mikla sókn suður á Balkanskaga. Þýzkaland hafði árum saman treyst fjárhagsleg og atvinnuleg áhrif sín þar syðra, og skörumu fyrir heims- styrjöldina var meira en þriðj- ungur utanríkisverzlunar Grikkja í höndum Þjóðverja. Vígstaða möndulríkjanna til slíkrar sóknar var hin ágætasta í mörgum efnum, þar sem ítal- ía hafði flota sinn og stöðvar á Tylftareyjum og Rhodos, en Þjóðverjar vélknúinn landher, sem gat- brunað suður Balkan- skaga hvenær sem tækifæri gafst. Þegar Mússolíni hertók Al- baníu á bænadögunum 1939, máttu jafnvel blindir menn sjá, hvert möndullinn stefndi geiri sínum. Bretland og Frakkland tilkynntu þegar opinberlega, að þau mundu aðstoða Grikkland ef ráðizt yrði á það. Þótt þessi yfirlýsing væri — eins og svo margar aðrar yfirlýsingar þess- arra ríkja á árinu 1939 — meira gefin af vilja en mætti, sýndi hún þó ljóslega, hve Grikkland er viðkvæmur blettur í stór- veldakerfi nútímans. Árið 1934 höfðu fjögur ríki, Grikkland, Tyrkland, Rúmenía og Júgoslavía, myndað með sér Balkanbandalagið til að afstýra deilum og landamæraþrætum og tryggja sjálfstæði Balkan- landanna. Þegar heimsstyrjöld- in skall á var þess að vænta að leikurinn mundi berast suður á Balkan, og í febrúarmánuði 1940 hittust utanríkismálaráð- herrar þeirra ríkja, sem voru í Balkanbandalaginu, og treystu heit sín um að halda friðinn og vera á varðbergi, ef hlutleysi þeirra yrði hætta búin af fram- rás heimsstyrjaldarinnar. í ág- ústmánuði s. á. tók Grikkland áð vígbúast vegna hótana ítal- íu. Það mátti ekki seinna verða, því að í lok októbermánaðar réðust ítalir inn í Grikkland eft ir að dólgslegum úrslitakostum þeirra hafði verið hafnað. Bretar lofuðu Grikjum þegar í stað allri þeirri hjálp, er þeir mættu veita og skömmu síðar voru nokkrar brezkar hersveit- ir settar á land á Krítarey. Innrás ítala í Grikkland var merkileg fyrir þá sök, að nú kom berlega í ljós, hve fádæma spilling, öngþveiti og handa- skömm ríkti í her og stjórn Italíu. Grikkir hröktu ítali úr landi sínu og sóttu drjúgan spöl inn í Albaníu, og þegar komið var fram á vor 1941 leit svo út, sem hinn litli og van- búni gríski her mundi sigra hið ■ítalska fasistastórveldi og reka her þess af Balkanskaga. Mann- fall ítala var gífurlegt — um 40% fallnir og særðir af árás- arhernum. Þótt Mússólíni þætti súrt í broti varð stóri bróðir, Þýzkaland, að rétta honum hjálparhönd. Þegar vika var lið- in af aprílmánuði 1941 óðu þýzkar hersveitir suður Strúma dalinn og eftir þriggja daga sókn var mikilvægasta borg Grikklands, Saloniki, á valdi Þjóðverja. En frá Saloniki liggja ágætar samgönguleiðir um Balkanskaga í allar áttir. Þegar svo var komið mátti sjá fyrir örlög Grikklands. Hinn 27. apríl blakti þýzki þórsfáninn yfir Akrópólis, og 19, maí svifu þýzkar fallhlífarsveitir miður á Krítarey, er var hið síðasta, er Grikkir áttu eftir af landi sínu. I Rúmlega viku seinna var Krít- arey í höndum Þjóðverja. Hell- as hafði enn á ný glatað frelsi I sínu og orðið þýzkt skattland. Konungur Grikklands hvarf úr landi og myndaði útlagastjóm í skjóli Bretlands, en heima í Grikklandi voru mynduð hin fyrstu samtök meðal þjóðarinn- ar til að heyja baráttuna við ofurefli hins erlenda innrásar- hers. 3) Hernám Þjóðverja í Grikk- landi olli mikilli truflun í bú- skap þjóðarinnar og atvinnulífi. Mestu hveitihéruð landsins, Makedónía og Þrakía, voru seld í hendur Búlgörum og raskaðist við það jafnvægið í matarfram- leiðslunni. Þegar árið 1941 var farið að bera á hungursneyð, farsóttir stungu sér niður, og í ársbyrjun 1942 dóu 500—2000 manns á degi hverjum í Aþenu úr hungri eða plágum. Þjóð- verjar létu greipar sópa um íorðabúr landsmanna með þeim árangri, að mikill hluti þjóðar- innar fékk hvoiXi í sig né á, en Grikkland getur ekki fætt sig á friðartímum, hvað þá heldur í ófriði. En þótt hungrið og nevðin sprytti hvarvetna upp úr slóð þýzka hersins, þá fór í Grikk- landi á sömu leið og í öðrum hernumdum löndum Þjóðverja, að þjóðin óx í raununum og hin sundurleitustu öfl þjóðlífsins sameinuðust á þeirri stundu er mönnum varð ljóst, að þjóðar- tilvera sjálfra þeirra var í voða stödd. Þjóðverjum hefur á und- anförnum árum tekizt að brýna svo hinar deigustu þjóðir að þeim bitu Öll vppn. Friðsamir borgarar, sem ekki máttu mannsblóð sjá, hafa orðið gunn reifir bardagamenn á hernáms- árunum.,í Grikklandi var þetta engin furða, þar sem vopna- burður hefur verið almennur og ævintýralöngunin er öllum í' blóðið borin, fjallabúanum og sjómanninum. Það leið því ekki meir en mánuður frá innrás Þjóðverja í Grikkland, er fyrstu drög voru lögð að grískum sam- tökum, er kölluðust Þjóðlega frelsisfylkingin — eða EAM fé- lagsskapurinn, sem hlustendum er kunnur úr blöðum og út- varpi. ELAS-mennirnir eru hins vegar hersamtök þessa félags- skapar. Flokkar þeir og félög, sem stóðu að samtökum Frelsisfylk- ingarinnar, voru Bændaflokkur- inn, Sósíalistaflokkurinn, Alþýð legi lýðræðisflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn. En brátt bættust í hópinn hin sund urleitustu múgsamtök Grikk- lands, svo sem frjálslyndi. æsku lýðsfélagsskapurinn, kvennasam tök, félög opinberra starfs- manna og fjölmennustu verka- lýðsfélög landsins. Ef hægt er að tala um grískt lýðræði, þá er þess að leita í þessum sam- tökum og félögum Þjóðfrelsis- Sverrir Kristjánsson 5 agnfrœdi ngur ritar um sögu Qrikklands FímntifeB og síðasta grcín fylkingarinnar, því að þau höfðu .öll hver á sinn hátt háð baráttu gegn einræði Metaxas einræðisherra og forsætisráð- herra Georgs II. Grikkjakon- ungs. Barátta Þjóðfrelsisfylking arinnar varð því tvíþætt, beind- ist annars vegar gegn hinum erlendu ránsmönnum. hins veg- ar gegn fylgismönnum hins inn lenda einræðis, sem vaxið hafði upp í skjóli hins gríska kongs- valds. Þetta verða menn að hafa í huga, þegar meta skal og rannsaka innanlandsbaráttu þá, sem háð hefur verið í Grikk- landi síðustu mánuði. Stefnuskrá Þjóðfrelsisfylking- arinnar ber þess sýnilega merki, að hún er ekki verk einstaks flokks, heldur reynir hún að sameina sundurleitustu flokka um ýms meginmál, sem allir sannir þjóðvinir geta orðið á einu máli um. Helztu atriði stefnuskrárinnar eru í stuttu máli þessi: 1) Að frelsa Grikk- land undan ánauð fasistaherj- anna og gera landið frjálst og sjálfstætt og leysa það undan erlendri stjórn og íhlutun. 2) Þegar þjóðin hefur fengið frelsi sitt skal setja á stofn bráða- birgðastjórn, sem skipuð er raunverulegum andstæðingum fasista. Stjórn þessari skal gert að skyldu að gefa þjóðinni aft- ur lýðræðisréttindi sín, tryggja öllum vinnu og fæðu og Grikk- landi sjálfstæði, styðja baráttu Bandamanna gegn fasistum af öllum mætti, gefa pólitískum föngum úr hópi andfasista frelsi og undirbúa frjálsar kosn ingar í landinu. Þetta voru hinar almennu kröfur hins gríska heimavarn- arliðs, sem háð hefur hina erf- iðu baráttu á heimavígstöðvun- um. Þetta eru hinar sömu kröf- ur og heimavarnarlið allrar Evrópu hefur sett fram, kröfur hins alþýðlega lýðræðis, mann- ) anna, sem fundu fyrst hvað lýðræði var, er þeir höfðu misst það. Mótspyrnuhreyfingin gríska varð brátt mjög öflug í borgun- um, enda þott lýðsamtökin þar hefðu orðið fyrir hörðum bú- sif jum frá einræðisstjórn Metax as. í baeklingi einum, sem þjóð- frelsisnefndin gaf út, er mönn- um leiðbeint um það hvernig þeir skuli verjast fjandmönn- unum án þess að veita mót- spyrnu: „Neitið hvers kyns samstarfi við fjandmennina. Forðizt að tala við þá eða gefa þeim upp- lýsingar. Leyfið ekki konum ykkar, systrum, mæðrum, dætrum eða ættingjum að hafa mök við þá. Kaupið aldrei neitt af óvin- unum né seljið þeim. Felið upp skeruna fyrir þeim. Seljið þeim ekkert hvað sem í boði er. Vinnið ekki fyrir þá, en ef þið eruð neyddir til þess, þá vinnið ykkur hægt, vinnið illa I og ljúkið ekki við vinnuna". Frairih. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.