Þjóðviljinn - 22.02.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.02.1945, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. febrúar 1945. ÞJÓÐVILJINN 7 Gleraupn hennar ömmu (Þýtt). Lítil stúlka sat úti í skógi og grét. Hún hét Guðrún og var sex ára gömul. „Ó, hvað það var leiðinlegt. Ó, hvað það var leiðin- legt“, sagði Guðrún við sjalfa sig og grét þangað frl hún fékk ekka. Enginn vissi, hvar hún var eða hvernig henni leið. Mamma hennar og pabbi héldu að hún væri úti að leika sér. En að lokum fór mömmu hennar að leiðast og.hún kom upp í skóginn. „Hvað gengur að þér, barnið mitt?“ spurði hún, þegar hún heyrði Guðrúnu gráta. ' „Eg braut gleraugun hnnar ömmu“, sagði Guðrún. „Hvað ertu að segja? Brauztu gleraugun hennar ömmu þinnar? Hvað sagði hún?“ „Amma sagði, að það gerði ekki neitt — amma sagði, að hún gæti bara ekki fengið svona góð gleraugu aftur. Eg spurði hana, hvort hún væri reið við mig. En amma sagðist ekki vera reið. Hún sagði bara, að sér þætti svo leiðinlegt, að geta ekki lesið í biblíunni og sálmabók- inni“. Guðrún fór aftur að gráta. „Svona, svona, góða mín. Það er hægt að bæta úr þessu“, sagði mamma hpnnar „Nei, amma sagðist ekki geta fengið svona góð gler- augu“. „Komdu heim með mér. Við skulum gefa ömmu ný gleraugu“, sagði mamma. Guðrún stökk á fætur. „Ný gleraugu! Nei, amma sagði að þau fengjust bara langt í burtu og hún gæti ekki farið svo langt“. Wt Cg ÞETTA Sá, sem fyrstur fann upp á því að birta skáldsögur í dag- blöðum, var franskur ritstjóri, Girardin að' nafni. Ein þeirra fyrstu var „Greifinn af Monte Christo“ eftir Alexander Dum- as. Á þeim tímum var ekki „bókaflóðið“ komið til sögunn- ar og fólk beið í hópum við prentsmiðjuna á morgnana með öndina á hálsinum til þess að frétta, hvernig greifanum hefði reitt af í hinum ýmsu mann- raunum sínum. Umferðaslysum fór fjölgandi, því að menn lásu blöðin á götum úti og gættu sín ekki. ★ Blaðið Le Temps í París birti söguna „Leyndardómar Parísar- borgar“, eftir Eugene Sue, jafn óðum og hann skrifaði hana. Þá kom það fyrir einmitt þeg- ar útlitið var sem allra hættu- legast í sögunni, að höfundur- inn var settur í fimmtán daga fangelsi fyrir einhverjar sakir. Það vildi svo til, að einhver mesti aðdáandi hans, Soult mar- skálkur, neyddist til að dæma hann. Sue varð að hætta við söguna. Blaðið varð fyrir miklu tjóni og lesendumir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Soult mar- skálkúr vildi líka óvægur fá framhald sögunnar, sendi höf- undinum ritföng í fangelsið og skipaði honum að skrifa. En Sue neitaði því. Soult bauð honum náðun, en skáldið af- þakkaði með stærilæti. Þá sendi marskálkurinn fjóra her- menn til hans og lét þá íleygja honum út með valdi. ★ Franskur ráðherra gerði einu sinni boð fyrir rithöfund sem var að skrifa sögu í blað og spurði hann á þá leið: „Það er þó vonandi ekki ætlun yðar, að láta unga og saklausa stúlku lenda í klónum á þorpara eins og Marki de Valeries. Konan mín er óróleg út af þessu“. Rit- höfuhdurinn kvaðst einmitt ætla sér þetta; það væri nauð- synlegt listarinnar vegna. „Þér hættið við það“, sagði ráðherr- ann. „Konan mín er hjartveik og hún mundi taka þetta nærri sér. Þér verðið að breyta sögunni. Eg er fús til að gera yður greiða í staðinn“. Þeim kom loks saman um að höfunáurinn fengi ritlaun frá ríkinu, en fanturinn Marki de Valeries yrði sér til háðungar og næði ekki í stúlkuna. VINIR ERICH MARIA REMARQUE: — tvö mörk flöskuna — flask- an sjálf m'eðtalin“. Hann leit á okkur eins og hann byggist við hrósi. En við svöruðum með þýðingarmikilli þögn. „Gottfried", sagði Köster að síðustu. „Keyptirðu þetta vín af manninum, sem þú varst að sýna bílinn?“ „Auðvitað. Af hverjum hefði ég frekar átt að kaupa það?“ „En þú hefur vónandi ekki haft slétt skipti“, sagði ég. „Gat ekki selt honum bílinn. Hann var gjaldþrota. Þess vegna lét hann mig hafa vínið svona ódýrt“. Við Köster fórum báðir að skellihlægja, en Gottfried setti upp alvörusvip. „Maðurinn gaf mér í staðinn utanáskrift við- skiptavinar síns, sem endilega vill kaupa notaðan bíl. Eg ætla að koma bílnum út í hann. Eg á að hitta hann eftir hálftíma“. „Selur hann líka brennivín?“ spurði Köster gætilega. „Engin hætta. Hann selur sement og múrsteina“. svaraði Lenz. Okkur létti við að heyra það. — Og nú kviknuðu ljósin aftur. XXI. -- Eg vaknaði við að Pat hóst- aði. Þetta var um miðjan dag. Loftið inni í herberginu var heitt og þurrt. Veðrið var drungalegt, dauft sólskin og hrannað loft, eins og væri að draga til óveðurs. Eg hafði ver- ið að aka bíl álla nóttina. Svo kom ég heim klukkan níu, borð aði morgunverð með Pat og fór síðan að sofa. Eg reis upp í rúminu og hlust aði. Jaffé hafði sagt, að Pat ætti að hvíla sig tvo—þrjá klukkutíma á dag. Eg vissi, að hún hafði háttað. Hún reyndi að kæfa niðri í sér hóstann, en í hvert skipti, sem ég hélt að hóstakviðan væri um garð geng in, byrjaði hún aftur. Loksins varð þó allt hljótt inni í her- berginu. Hún hafði víst sofnað. En ég gat ekki söfnað. Eg klæddi mig. í raun og veru gat ég vel verið heima tvo tíma enn. En ég var eirðarlaus. Mér fannst ég verða að fara út aft- ur til að aka. Á þessum tíma dagsins var efnað fólk oft að koma heim af hótelunum frá því að drekka miðdegiskaffið. Eg var- þó ekki heppinn í þetta sinn. Fór aðeins tvær smá ferðir og sneri aftur með ó- lund heim á torgið. „Hvað er að þér? Þú ei^t kom inn aftur“, sagði Gústaf. „Ekkert að mér. En mig vant- ar peninga, og ég veit ekki hvern ig ég á að fá þá“. — Klukkan sjö hætti ég vinnu og ók heim að verkstæð- inu. „Karl“ var utan við dyrn- ar og malaði eins og köttur. „Það var gott, að þú komst, Robby“, kallaði Köster. „Við ætlum að fara í reynsluferð. Inn með þig!“ Og þar með vorum við allir komnir inn j þennan bíl sem alltaf var heiður og metnaður verkstæðisins. Ottó hafði enn á ný fundið upp umbætur sem hann var viss um, að tryggðu ,,Karli“ sigur í kappakstrinum mikla, sem átti að fara fram eftir fjórtán daga. Hann átti að verða á þjóðvegi en ekki hring- braut. Jupp sat hjá Köster í fram- sætinu, en við Lenz breiddum úr okkur í aftursætinu. Bíllinn brunaði af stað og von bráðar vorum við komnir út á þjóð- veginn. Hraðamælirinn steig ótt og títt og var kominn upp að 140. Við Lenz vorum hættir að sitja hnakkakertir og spjátr- ungslegir, eins og eyðslulýður á kvöldflakki. Nú hreiðruðum við um okkur, ^hvor í sínu horni. Loftþrýstingurinn var eins og hvassviðri og hvein um höfuð okkar. Hjólbarðarnir ýldu og vélin suðaði og hóstaði. Það var lofsöngur hennar til hi-að- ans og frelsisins. Skömmu seinna sáum við svartan díl framundan á vegin- um. Þegar við komum nær reyndist það vera allstór bíll, sem fór með á að gizka áttatíu kílómetra hraða og ók í kráku stíg eftir veginum. Köster hægði ferðina og þegar við átt- um eftir hundrað metra að bíln um, var hann í þann veginn að gefa hljóðmerki. Þá sáum við að mótorhjól kom á hraðri ferð eftir þvervegi til hægri handar. Það hvarf bak við trjárunna, sem var á milli veganna alla leið að vegamótunum. „Þetta fer ekki vel“ sagði Lenz æstur. Augnabliki síðar kom mótor- hjólið inn á vegamótin, tæpum tuttugu metrum framan við bíl inn. Maðurinn á mótorhjólinu hafði áreiðanlega gert ráð fyr- ir að bíllinn færi hraðar, en nú reyndi hann á síðasta augna- bliki að aka í boga framhjá honum. Bíllinn vék til vinstri og mótorhjólið vék líka til vinstri. En allt í einu tók bíll- inn kipp til hægri handar og þá varð árekstrinum ekki af- stýrt. Þetta gerðist á svipstundu. Mótorhjólið hentist út af veg- inum og maðurinn steyptist nið ur í skurðinn. Bíllinn rann á fljúgandi ferð á auglýsingastur, braut hann og hentist á trjá- stofn, sem brotnaði með braki og brestum, eins og hús væri að hrynja. Köster hafði fygzt rólegur með öllu, sem gerðist. Honum tókst með einhverjum snilldar- brögðum að hægja ferðina og nema staðar á réttu augnabliki á milli mótorhjólsins og bílsins, sem lá brotinn og rjúkandi ut- an við veginn. Fyrst af öllu urðum við að hjálpa þeim, sem voru í bíln- um, því að hefði geymirinn brotnað, gat kviknað í benzín- inu. Vélin gekk enn. Köster reif opna framhurðina til að stöðva hana. Þegar hún þagn- aði tóku við kvalavein inni í bílnum. Allir gluggar voru brotnir. í aftursætinu glitti í blóðugt konuandlit. í bílstjóra- sætinu sat maður, fast skorðað- ur bak við stýrishjólið, sem þrýsti að kviðnum og brjóstinu. Við tókum konuna fyrst og lögðum hana á grasflöt. Andlit hennar var mjög meitt og gler-* brot stóðu í sárunum. Hægri handleggurinn var skaðaður. Hún var í hvítri kápu. Önnur ermin var alblóðug. Lenz skar ermina utan af handleggnum. Þá fór blóðið að streyma örar úr sárinu. Slagæðin hafði skor- izt sundur. Lenz batt vasaklút um handlegginn og lagði hann í réttar skorður. „Náið þið manninum út“, sagði hann. „Eg skal sjá um þetta. En við verð- um að ná sem fyrst í síma og koma þeim á sjúkrahús“. Við urðum að skrúfa fram- sætið laust til að ná í manninn en það tók ekki langan tíma. Honum blæddi og hann var meira eða minna rifbrotinn. Þegar hann kom undir bert loft, raknaði hann við. Annað hnéð var eitthvað skaðað, en við r^yndum ekki að gera neitt við því. Það var annars ekki að sjá að maðurinn væri hættulega meiddur. , Ekkert hús var í nánd, svo að við höfðum ekki önnur ráð, en að flytja þau í okkar bíl til næsta bæjar. Köster færði , Karl“ alveg að brotna bílnum, svo að við þyrftum sem minnst að hreyfa sjúklingana. Konan fékk krampagrát, þegar hún sá bílhjólin nálgast hægt og hægt. Hún hafði fengið taugaáfall. Við lyftum maninum því fyrst upp í bílinn. Síðan komum við henni inn vandræðalítið, enda leið yfir hana, þegar við lögð- um hana í aftursætið. Við Lenz stóðum sinn hvoru megin til að styðja sjúklingana. Jupp var skilinn eftir hjá brotna bílnum. Köster var rétt að fara af stað, þegar hann mundi allt í einu eftir manninum á mótor- hjólinu. Hvað var orðið af hon- um? „Hann fór sína leið, hægt og rólega meðan þið voruð að sýsla við hin“, sagði Jupp. „Hann hefur sloppið með kúlu á enninu. Ekkert var að fótun- um á honum og á hjólinu fór hann. En ég tók eftir númer- inu“, bætti Jupp við hreykinn. „Skrifaðu það strax upp“,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.