Þjóðviljinn - 27.02.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.02.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Þriðjudagur 27. febrúar 1945. • 48. tölublað. Kanadamenn í sókn suöur af Calcar - Horð loffárás á Berlín Bandaríkjaher sækir fram í átt til Köln eftir tveim aðalleiðum, frá Jiilich og Diiren. Eru báðir armar sókn- arhersins í 18 km. fjarlægð frá Köln og verður vel á- gengt, þrátt fyrir harða mótspyrnu Þjóðverja. Bandaríkjaher nálgast einnig borgina Miinchen- Gladbach og er talið að þeirri sókn sé einnig stefnt að iðnaðarborginni Diisseldorf. Suður af Calcar hefur 1. kanadíski herinn hafið sókn og þegar sótt fram nokkra kílómetra. Bandamenn beita mjög loftlier sínum í sókninni á vesturvígstöðv- unum. Hundruðum saman réðust flugvélar þeirra í gær á herstöðv- ar og samgönguleiðir Þjóðverja, og telja fréttaritarar, að Bundstedt geti ekki komið varaliði sínu á vettvang vegna þess, hve lamað Marskálkarnir Tito og Alexander ein- huga um hernaðar- samvinnu Bidault í London George Bidault, franski utan- ríkisráðherrann, er kominn til London til viðrœðna við enska stjórnmálamenn. Er hann gestur brezku stjómarinnar meðan hann dvelur í Englandi. Hefur Bidault þegar rætt við Eden utanríkisráðherra og Chur- chill. Er talið að aðalumræðuefnið sé ákvarðanir Krím-ráðstefnunnar og þátttaka Frakka í framkvæmd þeirra. -ivrvi<-innM—ini-i-irn rT——rw—xiOi^iifW^iVi* **—^-*'*-*-*-*^~J"***‘ Þrjú heildsölufyrirtæki kærð í gær Hafa þá 9 heildsölur verið kærðar fyrir of hátt verð á vörum frá Ameríku Viðskiptaráð sendi í gær kærur á þrjú heild- sölufyrirtæki til viðbótar þeim sem áður hafa verið kærð. Þessar þrjár heildverzlanir sem kærðar voru í gær eru þessar: Guðmundur Ólafsson & Co. Heildverzlunin Berg. Jóhann Karlsson & Co. Ákæran á hendur þessum heildsölum er hin sama og hinna er áður hafa verið kærðir: of hátt verð á vörum frá Ameríku. Áður höfðu 6 heildsölufyrirtæki verið kærð fyrir þess- ar sakir og eru þau nú orðin 9 samtals, og enn ekki víst nema fleiri muni bætast í hópinn. Fjársöfnun hafin til hjálpar íhúum eins bæjar í Frakldandi Vinir Frakklands hér á landi hafa undirbúið söfnun til styrkt- ar bágstöddu fólki í bænum Avranches í Frakklandi, en hann er einn þeirra bæja sem varð mjög hart úti í innrásarbardög- unum. Hefur nú verið kosin 7 manna nefnd til þess að gangast fyrir söfnuninni og er hún þegar hafin. samgöngukerfi^ er eftír loftárásir Bandamanna. Ein mesta loftárás, sem gerð hefur verið á Berlín í stríðinu, var gerð í gær, og var aðalárásinni beint að nelztu járnbrautarsföðv- um borgarinnar. Þjóðverjar játuðu í gær, að mjög miklar skemmdir 'hefðu orðið í borginni. Skorað á Tékka og Slóvaka að grípa til vopna Stjórn Tékkoslovakíu hefur skorað á þjóðina að hefja upp- reisn gegn Þjóðverjum, og berjast með öllum þeim vopnuu sem til náist. „Hinn sigursæli rauði her sækir fram í Tékkoslovakíu", segir í ávarpinu. Stundin er komin þegar allir skæruflokkar og levnihópar eiga að grípa til vopna og taka iþátt í baráttunni fyrir frelsi lands- ins. Harðir bardagar í Austur-Prússlandi og Slésíu ILarðir bardagar eru háðir á.víg- stöðvunum í Austur-Prússlandi og Slésíu, en í sovétfregnum eru litl- ar breytingar sagðar á öðrum vig- stöðvum. Rússar tóku í gær fimin þorp siiðvesfur af Königs'bcrg, og hrundu gagnárásum Þjóðverja á Samlandskaga. I Breslau vinnur rauði herinn stöðugt á og hrekur Þjóðverja úr ! Tito marskálkur og Alexand- er marskálkur hafa undanfar- ið setið á fundum í Belgrad, höfuðborg Jugoslavíu, og rætt um samræmingu liernaðarað- gerða herja Alexanders og júgoslavneska þjóðfrelsishers- ins. Var í gær birt opinber til- kynning um viðræðurnar, og segir þar að algert samkomu- lag hafi náðst um hernaðarsam- vinnu, og einnig hafi verið rætt um önnur mál, svo sem birgðaflutning Bandamanna til Júgoslavíu, og hafi einnig um það mál orðið fullt samkomu- lag. Áherzla er lögð á að viðræð- urnar hafi farið mjög vinsam- | lega fram, og lauk Alexander 1 miklu lofsorði á Tito og þjóð- frelsisherinn í viðtali se-m hann átti við blaðamenn í Belgrad. Sýrland í stríði við Þýzkaland og Japan Sýrland hefur sagt Þýzka- landi og Japan stríð á hendur. Forseti Sýrlands las i gœr yfirlýsingu i þinginu þess efn is, að Sýrland vœri frá þeirri stundu i stríði við Þýzlca- land og Japan. Þetta er þriðja ríkið við austanvert Miðjarðarhaf sem segir Möndulveldunum stríð á hendur nú á nokkrum dög- um. Æ.F.R. Fundur verður hjá 3. sellu (vest- urbær) í kvöUl kl. 8V2 á venjuleg- um stað. Nefndin skýrði í gær blaða- mönnum frá söfnuninni. I nefndinni eiga sæti: Pétur Þ. J. Gunnarsson, (formaður nefndarinnar), Eiríkur Sigur- bergsson, frú Aðalbjörg Sig- urðardóttir, Alexander Jóhann- esson prófessor, Jóhann Sæ- mundsson yfirlæknir, Kristinn Andrésson alþingismaður og Sigurður Thorlacius skólastjóri. Pétur Þ. J. Gunnarsson, for- seti Alliance francaise, skýrði frá því að þegar fréttir bárust hingað umhörmungarástandþað sem ríkir í Normandí í Frakk- landi af völdum stríðsins, hafi nok'krir vinir Frakklands hér á landi ákveðið að kjósa 7 manna nefnd til þess að gang- ast fyrir söfnun til styrktar í- búum í þeim hluta Frakklands. Á sama tíma hafði fröken Þóra Friðriksson safnað all- miklu af fatnaði í þessu augna- miði og munu nú 3 pakkar af því er hún safnaði vera komn- ir af stað héðan. Ávarp frá söfnunarnefndinni er birt á 4 síðu Þjóðviljans í í dag. Nefndin hefur þegar snú- ið sér til bæjarstjórna úti á landi með tilmælum um að- stoð við söfnunina og mun vafa laust fá hvarvetna góðar und- irtektir. - Safnað verður fatnaði, nýjum og notuðum. Jafnframt verður sáfnað pen- ingum og hefur nefndin 1 því skyni látið gera spjöld með fánum íslands og Frakklands, og við línu, sem ætlazt er til að gefandinn riti nafn sitt á, er letruð á íslenzku og frön'sku 'kveðja til viðtakanda. Spjöld þessi verða síðan látin fylgja fatnaðarsendingunum. Lágmarksverð spjaldanna er kr. 10. og munu þau fást ein- hvern næstu daga og verða seld í bókabúðum, svo og hjá dagblöðunum í Reýkjavík. Samskonar samtök Frakk- landsvina í London munu greiða fyrir því að gjafir héð- an berist fljótt til ákvörðunar- einu virkinu af öðru. BÁNDARÍSKT risaflugvirki á flugvelli á Saipan, tilbúið til árásar á Japan. Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.