Þjóðviljinn - 27.02.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.02.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 27. febrúar 19,45. ÞJÓÐVILJINN 8 Skðldsaga um hetjubaráttutauðugt tóniistariif Bandaríkjunum danskra ættjarðarvina Fyrsta skáldsagan um baráttu danskra ættjarðarvina gegn naz- ismanum he'fur komizt út fyrir landamærin og verið gefin út í London, á dönsku. Nefnist hún ,,En dansk Patriot“ (Danskur ættjarðarvinur) og kall- ar hö'fundurinn sig Oliver Gren, en það mun vera dulnefni. Út- gáfufyrirtæki frjálsra Dana gefur bókina út, og Ohristmas Möller ritar formála. Bókin er ekki mikið skáldverk, en efni hennar og einlægni gerir hana áhrifamikla. Lesandinn fylgist með baráttu dönsku leynihreyfing- arinnar, ekki á sama hátt og hægt er að gera með því að hlusta á fréttir um skemmdarverk og leyni- star'fsemi, heldur með því að fylgja fólkinu, sem berst þessari hörðu og miskunnarlausu bgráttu, verða þátttakandi í hugsurium mann- anna sem sprengja upp verksmiðj- ur, annast dreifingu sprengiefnis og frétta. Og aðalpersónunni er fengið eitt þungbærasta hlutverk allrar leynistarfsemi, það að Iátast verða landráðamaður, slíta sam- böndin vjð frelsishreyfinguna nema einhverja örf^a trúnaðarmenn hennar, afla sér trausts óvinanna, og njósna um fyrirætlanir þeirra gagnvart leynihreyfingunni og þjóðinni allri. Fyrir íslending sem kunnugur er í Kaupmannahöfn, vekur það í fyrstu mestá furðu við lestur þess- arar bókar, að annað eins sknli *eta gerzt á þessum þaulkunnugu stöðum, sem hann tengir við allt annað fremur en ofbeldisverk og styrjöld. Hann þekkir Danina, sem koma fram á blaðsíðum bókarinn- ar, en hann skilur betur að lokn- um lestri þá breytingu sem orðin ■er á dönsku þjóðinni, ])á breytingu sem gerir hina vel skipulögðu léyni hreyfingu dönsku ættjarðarvin- anna mögulega. Síðar, í næði friðartímans, verða .skrifaðar listrænni skáldsögur um hetjubaráttu Dana gegn ofurefli þýzka nazismans. En þessarar litlu bókar mun minnzt, og til hqnnar leitað, þegar seinni tíma menn vilja kynna sér hvernig þeir rnenn liugs- uðu og höguðu sér, sem á úrslita- stundu björguðu heiðri og framtíð dönsku þjóðarinnar. Það eru ekki óhugsuð orð, er Ohristmas Möller segir í formála bókarinnar: „Danska leynihreyfingin liefur haft og hefur enn úrslitaþýðingu fyrir framtíð Danmerkur. Sjó- menn okkar og hermenn í leyni- hreyfingunni heima fyrir lrafa lagt fram stærsta skerf Danmerkur í annarri heimsstyrjöldinni; við drög um ekki úr-skerf ánnarra sjálf- boðaliða með því að segja þetta. I>eir, sem hafa bæði verið heima og erlendis. meðan á hernáminu hefur staðið, vita, hvílíka úrslita- þýðingu skemmdarverkin og hin virka andstaða hefur ha.ft fyrir hið rétta mat á Danmörku. Föðurland okkar hefði ekki verið svo vcl sett í hópi hinna sameinuðu þjóða, ef þáttur landanna heima hefði ekki verið svo mikill. Þegar Danmörk fær nú frelsi sitt brátt aftur getur danska leyni- hreyfingin þakkað sér hluta, mik- inn hluta heiðursins af því, að það fór til allrar hamingju, eins og það fór: að Danmörk fær ekki frelsi sitt aftur eins og glóaldinið í ævintýrinu um Aladdín, heldur vegna óháðrar og þrotlausrar bar- áttu danskra föðurlandsvina“. En dansk Patriot fæst hér í bóka búðum, og auglýst hefur verið að hennar sé von í íslenzkri þýðingu innan skamms. > *« S»'»* *« Helgafell 5.-10. hcffí 1944 Helgafell, 5.—10. hefti 1944, er stærðar bók, um 250 bls., og flytur fjölbreytt efni, margt ágætt. Efni heftisins er sem hér segir: Fju’sta þingræðisstjórn hins ís- lenzka lýðveldis (M. Á., T. G.), Lýðveldiskveðja frá Danmörku (ljóð eftir Poul Sörensen, M. Á. ísl.), Stefnuskrá lýðveldisins (Þor- valdur Þórarinsson), Fjögur kvæði (Einar 01. Sveinsson), Minningar- orð um Emil Thóroddsen (Baldur Andrésson), Lipurtá og Glóbrá (ljóð, Sigurður Einarsson), Einum kennt — öðrum bent, Hugleiðing- ar um Ilornstrendingabók (Þór- bergur Þórðarson), Úr ópr. ljóð- um Ólafar frá Hlöðum. í anddyri nýrrar aldar. Aldahvörf I (Herbert Read, M. Á. ísl.), Grundvöllur nor- ræns tímatals (Barði Guðmunds- son), Blaðamál og flatarm'ál (Bjarni Vil'hjálmsson), Stríðsgróði vor (ljóð. Jón Jóhannesson), Tvö kvæðisbrot úr íslandskantötu (Fríða Einars), Ný vísindaviðhorf. Aldahvörf II (J. D. Bernal, Jóh. Sæmundsson ísl.), Ég var skáldi gefin (Ingeboi'g Sigurjónsson, Anna Guðmundsd. ísl.), Edward Miinch (Gunnlaugur Ó. Scheving), Fasteignir hreppsins, smásaga (Guðrn. Daníelsson), Njálumynd- ir eftir íslenzka listamenn (Snorri IJjartarson), Til þýzkra hermanna (Nordáhl Grieg, M. Á. ísl.), Þróun lífsins og framtíð mannfélagsins (Joseph Needham, Björn Sig. og M. Á. ísl.), í dag og á morgun (greinakjarnar), Listastefnur í Ev- rópu og Ameríku (Hjörvarður Áranson), Bókmenntir (Snorri Hjartarson, M. Á., Benedikt Tóm- asson, Ólafur Jóh. Sigurðsson og margir aðrir), Léttara hjal (T. G.), Víðkunnur bókmenntafræðingur heitir Helgafelli samvinnu. o. fl. Þeir, sem ekki þekkja til, gætu haldið að tónlistarlíf Bandaríkj- anna væri eingöngu fólgið í jass- músík og annari danshljómlist. Slíkt er fjarri sanni. Tónlistar- Ú '«fc LEONARD BERNSTEIN. menning Bandaríkjanna er á mjög háu stigi, og vafasamt er, hvort nokkurt annað land á jafnmarga snjalla tónlistarmenn og Banda- ríkin. Margir fremstu tónlistar- menn Bandaríkjanna eru að vísu af erlendum uppruna, svo sem Toscanini, Koussevitsky, Strav- inski, Rubinstein, Heifetz o. s. frv., en mörg ung tónskáld óg hljóm- sveitarstjórar hafa komið fram í Bandaríkjunum á síðustu áratug- um. Einn þeirra er Leonard Bern- stein. Fyrir nokkrum mánuðum var Leonard Bernstein algerlega ó- þekktur hljómsveitarstjóri, tón- skáld og píanóleikari. í dag er hann ein skærasta stjarnan á tón- listarhimni Bandaríkjanna. Hann vakti fyrst á sér athygli í nóvem- bermánuði 1943, þegar hann stjórnaði symfóníuhljómsveitinni í New York (New York Philhar- ARTUR RUBINSTEIN, hmn frœcji póhlci píanóleikari. rrionic Symphony Orchestera) æf- ingarlaust í staðinn fvrir hinn kunna hljómsveitarsbjóra, Bruno Walter. Þegar í stað varð mönn- um ljóst, að nýr gáfaður hljóm- sveitarstjóri var kominn frarn á sjónarsviðið. í marzmánuði 1944 stjórnaði hann hljómsvéit, er symfónía hans „Jeremia“ var leikin í fyrsta sinn. Tónlistargagnrýnendur veittu lion- jim nýlega verðlaun fyrir þessa symfóníu, sem þeir töldu bezta |f ’Ál*||i bandariski lónverk ársins 1944. I apríl 1944 stjórnaði hann hljóm- sveit ðfetropolitan óperunnar í FRITZ RAINLR New York, er ballct hans „Fancy stjórnar Pittsbtirgh symfóniu- Free“ var sýndur í fyrsta sinn. hljómsveitinni. Bernstein er dökkhærður en föl- Rocliester symfóniuhljóvisveitin í Neiv. York. Þeir tónUstarunnendur, sem hlýtt hafa að staðaldri á út- varp bandaríska hersins hér, síðan það hófst, hafa notið margTa ánægjustunda vegna hinnar ágætu tónlistar, sem það hefur flutt milli dans- músíkurinnar. Þeim eru kunnir margir hinna ágætu hljómsveit arstjóra Bandaríkjanna. Hér birtast myndir af nokkrum þeirra. DMITRI MITROPOULOS stjórnm Minneapolis symfáníti- hlj ómsveitinni. fer ARTUR RODZINSKY stjórnar Cleveland symfóníu- hljómsveitinni. SERGEI KOUSSEVITSKY sijómar fíoston symfónhihljóm- s'H'itinni. ur í audiiti og bandarískum tón- listargagnrýnendum finnst hann minna sig á hið fræga tónskáld Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.