Þjóðviljinn - 02.03.1945, Side 3

Þjóðviljinn - 02.03.1945, Side 3
3 Föstudagur 2. marz 1945 ÞJÓÐVILJINN ÍÞRÓTTIR ' \ ★ RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON Skjaldarglíman Það er ekki ætlan mín að fara að skrifa neinrí ritdóm um þessa glímu eða kepp- endurna. Það mun Stefán Run- ólfsson ef til vill gera síðar. I raun og veru ætti þetta grein- arkorn ekki fremur að heita ,„Skjaldarglíman“ en „Glíman“ Mig hefur oft langað, sem „leik- maður“, að gera samanburð á þeirri glímu sem mér var kennd og þeirri glímu sem ég sé hér á glímumótum, en það verður að bíða betri tíma. Það er staðreynd að glíman er vinsæl, það sýnir aðsóknin að glímumótunum. Það virðist því vera tími til kominn að fjölga glímumótunum. Eins og er fara hér fi'am aðeins tvær glímur á ári sem að kveður. Aðeins tvö kvöld á ári fá áhorf- endur að sjá íþróttina, og að- eins tvö kvöld fá keppendumir tækifæri til að sýna list sína. Þeim er ekki oftar leyft að njóta þeirrar þjálfunar sem ligg ur í bví að koma framogkeppa. Það atriði út af fyrir sig er mik- ilsvirði og er lengi að lærast. Það er því eðlilegt að hér komist á Reykjavíkurmót í glímu, eins og öðrum íþróttum. Ætti hið nýstofnaða ^límuráð Reykjavíkur að hrinda þessu í framkvæmd. Þegar áhuginn er orðinn svona almennur og margir sem æfa er sannarlega tími kominn til að flokka allar glímur sem fram fara. Eg hef fyrirhitt þó nokkra menn sem segjast ekki fara á kappglímur meðan att er til keppni 200 punda manna, við annan, sem er ef til vill rúm 100 pund. Þetta er svo ójöfn aðstaða sem hvergi þekk- ist í svipuðum íþróttum að leyfð sé. Þetta ættu glímumenn að at- huga og koma á. Eg hef oft veitt því athygli, að ramminn utan um sjálfa keppnina er oft daufari og þunglamalegri en æskilegt væri. Á ég þar sér- staklega við dómara og glímu- stjóra. Hér á ég ekki við hvort allt sé rétt og vel gert af þeirra hálfu eða ekki, heldur klæðn- aðinn. Ef við tökum t. d. Skjald arglímuna síðustu, þá eru þess- ir starfsmenn eins og þeir séu teknir úr áhorfendahópnum. Þeir eru í sínum venjulegu starfsfötum, með klút upp á brjóstvasann. Þeir ganga um gólfið á sínum venjulegu götu- skóm (sumir). í hverri keppni álít ég að dómarinn sé þátttakandi, hann er þarna í rauninni að iðkun íþrótta, hann og starf hans setja oft mikinn svip á keppn- ina. Hugsum okkur að glímu- dómarar hefðu sérstakan bún- ing, við skulum segja hvítan jakka, svartar buxur og hvíta skó. Þeir stæðu svo eins og vera ber, umhverfis keppend- ur og keppnissvæðið í þessum búningi, að störfum sínum. Mundi glíman og ramminn ut- an um hana ekki fá íþrótta- legri svip, meiri glæsibrag, og það á hún skilið. Að sjálfsögðu kemur að -því að glímudómarar og glímu- stjórar hafi tilskilin próf og þá verður þetta um leið lög- giltur búningur dómaranna. Eg efast ekki um að þegar forráðamenn glímunnar fara að veita þessu athygli, sann- færast þeir um að þetta mál er ekkert hégómamál Eru þarna mál sem glímuráðið væntanlega lætur til sín taka. Fimleikðþing baldii á mánudag Á mánudaginn kemur verður fyrsta þing fimleikamanna hald ið hér í bænum. Mun það vera í fyrsta sinn sem fimleikamenn halda þing til að ræða mál sín. Má það raunar furðulegt heita að jafnfjölmenn íþrótt og það íþrótt sem nær til allra aldurs- flokka, skuli ekki hafa betur kerfisbundið starf en raun hef- ur á orðið. Má því gera ráð fyrir að þar komi mörg mál fram og marg- ar skoðanir, sem ekki er að undra, þar sem segja má að hver l\afi etið úr sínum poka. Er vonandi að þetta þing verði til þess að koma betra skipu- lagi á þessi mál en verið hefur. Að sjálfsögðu verður skipað þar nýtt Fimleikaráð. sem hef- ur með höndum framkvæmd fimleikamála bæjarins. Að vísu hefur verið starfandi Fimleika ráð hér undanfarið, en það hef ur haft sérlega hljótt um si^ og framkvæmdir þess þá líka að samt skapi hljóðlátár og fyr irferðarlitlar. Knattspyrmiþingið hefst i þriðjudag Hið árlega þing 'knattspyrnu manna hér í Reykjavík hefst á þriðjudagskvöld. Þing þessi hafa v.erið hin skemmtilegustu og mörg merkileg mál þar fram komin og rædd. Ekki er Íþróttasíðunni kunn- ugt um hvaða mál verði sér- staklega rædd, en gera má ráð Fi'amli. á 5. síðu. Erlendar íþróttafréttir Sá yngsti og elzti. Yngsti maður sem mun hafa keppt x landsliði í knattspymu er hinn frægi innherji, ungverj- inn Imra Schlosser. Hann lék sinn fyrsta leik 15 ára gamall í landsliði Ungverja 1906, og var í liðinu til ársins 1928. Alls lék hann 68 landsleiki, oftast -sem vinstri innherji, en nokkrum sinnum útherji og miðherji. Elzti keppandi í landsliði er án efa hinn mikið umræddi Wales búi Billy Meredith, sem í aldiarfjórðung (1895—1920) lé’k 51 sinni sem hægri útherji í landsliði Wales. Síðast þegar hann lék yar hann fullra 46 ára. Hann tók þátt í „semitin- alkeppni11 * fyrir Manchester City, þá 49 ára gamall. Yngstu þátttakendur Olym- piuleika og sigurvegarar. Yngsti þátttakandi í Olýmpiu- leikjum er japanska stúlkan E. Znada og keppti í listhlaupi á skautum í Gei'mich 1936. Yngsti olympiski sigurvegar- inn er Japaninn K. Kitamura, sem var aðeins 14 ára þegar hann á Olympiuleikjunum 1932 í Los Angeles vann 1500 m. sund, frjáls aðfei'ð. Sonja Henie var 15 ára þegar hún vann fyrstu gullverðlaun í St. Moi'itz 1928. Yngsti keppandinn í Ol- ýmpiuleikjum sem tekið hefur verðlaun” er danáka sundkonan Inge Sörénsen, sem var 12 ára þegar hún vann silfurverðlaun fyrir 200 m. bringusund 1936 í Berlín. Elzti Olympiukeppandinn Sænski skotmaðurinn, O. G. Swhan. var 64 ára þegar hann 19i2 tók þátt í skotsveitar- keppni, og var skotið á hlaup- andi hjört. Hann vann einnig sömu keppni 1908 í London, þá 60 ára. Hann hefur aldurs- metið bæði sem þátttakandi og verðlaunahafi, því hann. tók einnig þátt í leikjunum 1920 í Antwerþen og fék'k þá silfur- verðlaun. Hann var þá 73 ára gamall. Georg Carpentier, sem var franskur hnefaleikari í öllum þygndarflokkum frá bantam og uppúr. Hann var 13 ára þeg- ar hann byrjaði að keppa og 14 ára vann hann sín,a fyrstu atvinnumanna meistaratign. Jack Dempsey vann 26 leiki sína á „Knockout“ í fyrstu lotu Handknattleiksmótið Nú er lokið fyrri hluta handknattleiksmótanna innan húss, en eins og kunnugt er, eru þau felld' saman og fer vel á því. í þetta sinn er fyrirkomulag þess gott og sett í eðlilegt horf. Sú breyting, að skipta því í tvo hluta með hvíld á milli, gerir þetta auðveldara í framkvæmd og hægara. Það eðlilegasta og æskilegasta væri að einn léki við alla og allir við einn; þó get- ur sá fjöldi tekið þátt í einu móti, að nauðsynlegt sé að breyta til (útslátt). Vel væri hugsanlegt að breyta flokkaskipuninni í hverjum flokki, ef, fjöldi yrði svona mikill. Um þetta atriði er nauðsyn að koma á sama fyrirkomulagi um mótin sem gildir frá ári til árs, en ekki eins og verið hefur, mjög á reiki. Eitt atriði er enn í þessu móti sem er til bóta og fært í sama horf og er gert annarsstaðar,. og það er að láta leiksterkari sveitirnar leika fyrst jafnmarga leiki og ákveðnir eru, svo að sami keppandi bindi sg í sveit og hefur ráðið ákveðið 2 leiki. Þá byrja lakari sveitirnar í sama aldursflokki (meistarafl. —_ I. fl., B-fl. of s. frv.). Þá er sá ljóður á þessari nýbreytni, að hafi leikmaður keppt tvo leiki í t. d. I. fl., þá getur hann ektfi keppt með öðrum sveitum á því móti. Það er viðtekin regla alls staðar að leikmaður í lakari flokki hefur alltaf tækifærið til að „vinna sig upp“, það virðist líka það eðlilega að einstakling- arnir fái að flytjast upp eftir vaxandi hæfni. Það er líka eðli- legt að félögin vilji á hverjum tíma nota sína beztu menn 1 sterkustu sveitina. Þá má geta þess að þegar t. d. I. fl. lið hefur leikið tvo leiki og engin breyting orðið á liðinu, þá hefur meist-- araflokkur þess félags í raun og veru ekki tiltækilegan vara- mann I. fl. sem þá tilheyrði B-liði. Þetta sem nefnt hefur verið bendir ótvírætt á það að þessu þarf að breyta og færa til samræmis við það sem gert er annarsstaðar og þrautreynt er. Þeir sem horft hafa á leiki mótsins eru víst flestir sammála um að þeir eru æði misjafnir að fegurð og leikni. Það sem ein- kennir þessa íþrótt okkar er sú harka sem víðast kemur fram. Þessa hörku má alveg eins kalla ólöglegan leik. Dómararnir hafa ekki tök á að halda í þeim skefjum, sem lögin beinlínis gera ráð fyrir. Stafar það mest af því að reglur leiksins eru ekki strangtúlkaðar á æfingum félaganna. Þar eiga að sjálfsögðu að fara fram skýringar og kennsla á þeim. Ef til vill finnst sum- um ég vera heldur ósanngjarn í dómum mínum, en ef við sarn- eiginlega athugum þetta betur, geri ég ráð fyrir að þið komizt að svipaðri skoðun og samþykkið að hér þarf breytinga við. Ef við flettum upp í handknattleiksreglum bls. 12, 7. gr. b-lið, þá segir þar: ,„Óleyfilegt er: 1) að hrinda, grípa í, stökkva á, halda utanum eða lúta yfir andstæðin^.“ Hugsum okkur svo að dómarinn fylgdi þessum ákvæðum stranglega, og stöðvaði leik í hvert sinn sem slíkt brot ætti sér stað, þá mundi knött- urinn ekki vera oft í leik eða leikurinn yrði sannkallaður „flautu- hljómleikur“. Eftir bessari nefndu grein virðist auðsætt að sá sem hefur knöttinn er í raun og veru friðhelgur. Það er þó ekki í samræmi við framkvæmdirnar, því áhlaup, ígrip, íhald, yfirlút, eru stöðugir viðburðir í flestum bessara leikja. Það er jafnvel komið svo, að menn eru farnir að fá sér flugferðir, og horfa þá oft niður á höfuð og herðar mótherjanna, og í flestum til- fellum er þetta óátalið af dómurunum. Það má fullyrða, að ef félögin tækiu upp rétta túlkun á lögunum ( og hvar ætti að gera bað annarsstaðar?) mundi leikurinn fá allt annan svip, verða meira aðlaðandi bæði fyrir keppendur og áhorfendur. Hanknattleikurinn er enn ung íþrótt hér og ætti ekki að vera of seint að beina henni inn á bá braut sem öllum er fyrir beztu. Til þess þarf meira en ákveðna dómara (sem flestir eru venju- lega óánægðir með). Hér geti Handknattleiksráðið líka haft .sín góðu áhrif og náð til félaganna fyrir milligöngu þeirra full- trúa sem þau eiga í ráðinu. • og 27. júlí 1918 sló hann Fred Folton út eftir 13 sek. Áhorf- endur hafa sennilega talið sig fá lítið fyrir aðgangseyrinn Áhuginn samur cg jafn! Frá Burma er sagt að fyrir nokkru hafi farið fram knattspymu- keppni milli enski'a sveita að- eins 150 m. frá víglínunni; Jap- anarnir máttu auðvitað ekk'i vita hvað um var að vera, svo dómarinn mátti ekki nota blístru, leikmenn ekki tala og áhorfendur ekkert láta í sér heyra. Allt var þetta nokkuð erfitt, en hvað er ekki á sig leggjandi?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.