Þjóðviljinn - 02.03.1945, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1945, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 2. marz 1945 Ótgefandi: SaTneiningarjlokkur alþýðu Sósialistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 2181,\. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. G.00 á mánuði. Óti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Stærsti sigur launastéttanna Launalögin verða afgreidd frá Alþingi í dag. Umræðu um þau er lokið, aðeins atkvæðagreiðsla eftir, og tryggt að þau verða samþykkt í því formi sem neðri deild skilaði þeim í. Án þess að rökstyðja það frekar, skal sagt, að setning þessara laga er stærsti sigurinn, sem launastéttirnar á íslandi hafa unnið, ekkért eitt verkfall, engir einir samningar hafa fært syo stóran sigur. Það er því vissulega tímabært að athuga hvernig þessi sigur hefur unnizf. Samvinna þeirra þriggja stjórnmálaflokka, sem styðja nú- verandi ríkisstjórn, er byggð á samkomulagi meginstétta þjóð- félagsins, launastéttanna annars vegar og eignastéttanna hins vegar. Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja eru samtök launastéttanna, og fulltrúar þeirra á vett- vangi stjómimála eru Sósíalistaflokkurinn og Alþýðuflokkurinn. Vinnuveitendafélag íslands er hins vegar samtakaheild eigna- stéttanna og Sjálfstæðisflokkurinn fulltrúi þess á vettvangi stjórnmálanna. Launalögin eru einn árangurinn af samstarfi þessara stétta, þau eru árangur þeirrar stjórnarmyn'dunar, sem fram fór í haust. Fulltrúar launastéttanna hafa haldið fast á málum þeirra á Alþingi, og fulltrúar eignastéttanna hafa mætt þeim með sann- gimi, 1 samræmi við þann grundvöll sem stjórnarsamvinnan hvílir á. Með þessu móti fengust launalögin fram, í þeirri mynd sém þau nú eru, og þetta var eina leiðin til að fá slík lög sett eins og nú standa sakir. Stjómarandstaðan á Alþingi, utangátta kiennirnir, sem kenna sig við Framsókn, sýndu launalögunum fullan fjandskap, svo og stjómarandstæðingar" í Sjálfstæðisflokknum. Framkoma þessara manna sýndi fullkomið ábyrgðarleysi. Þeir fluttu fjölda breyt- ingartillagna, sem allar miðuðu í hækkunarátt, síðan, þegar búið var að fella þessar yfirborðstillögur þeirra, greiddu þeir atkvæði gegn lögunum með þeim forsendum að þau gerðu ráð fyrir of háum launum. Það er gott að minna á þessi dæmi, það sýnir svo ljóslega hvers eðlis „hin konunglega stjórnarandstaða“ Her- manns Jónassonar er. Ekki er heldur rétt að gleyma því, að nokkrir Sjálfstæðis- menn, sem styðja ríkisstjórnina, greiddu atkvæði gegn launa- lögunum, og aðrir sátu hjá. Sumum þessum mönnum skal sagt það til afsökunar, að þeir hafa aldrei villt á sér heimildir. Þeir tóku fram, er stjórnarsamvinnan var ráðin, að á þetta atriði stjómarsamningsins féllust þeir ekki, en aðrir eru í þessum hópi, sem enga slíka sérstöðu höfðu, þeirra framkoma er ekki afsak- anleg. Það orkar ekkþ tvímælís, að þær miklu kjarabætur, sem fjöldi opinberra starfsmanna hefur fengið með setningu þessara laga, horfa til heilla fyrir alþjóð. Góð lífskjör launastéttanna örva viðskiptalífið, skapa öruggari markaði fyrir landbúnaðaraf- urðir og 'iðnaðarframleiðslu. Þetta er mikils virði, en hitt er þó meira um vert, að með því að gjalda góð laun þeim sem vinna, er lagður hyrningarsteinn að menningu þjóðarinnar og skapáður grundvöllur fyrir kröfu um mi'kil afköst og samvizkusemi í starfi. Að öllu þessu athuguðu er óhætt að fullyrða, að setning launalaganna sé einhver merkasti atburður, og að þess megi vænta að þau verði þjóðinni til blessunar. Afram til Berlínar ,¥íd munum sjáSfír dætna kvalara okkar « og ekkí tráa öðrum fyrír pví" yjg verðum að Þýzkaland, af því Grein þessa skrijaði Erenbúrg Jyrir rámum mánuði síðan í blað rauða hersins. — Hafði hin stórfenglega sókn rauða hers- ins frá Vislu þá staðið í vilcu. — Fyrirsögnin og greinin eru ekki síður tímabœrar núna, þegar lierir Konéffs og Súkoffs eru á bökkum Neisse og Oders,, 70—90 lcm frá Berlín, að búa sig undir síðasta sprettinn til höfuðborgarinnar. Hitler vonar, að andstæðingar sínir deili innbyrðis og gleymi hon- um. - Aðeins heimskur nazisti, sem skilur ekki sálarlíf útlendinga, get- ur alið slíkar vonir. Þjóðirnar eru ekki börn. Menn geta rætt og deilt um það, hvaða vegur sé beztur, en þjóðirnar, vita, að á öllum vegum eru hættur. — Meðlimur í'haldsmannaklúbbsins -í Coventry getur auðveldlega kom- izt að Samkomulagi við meðlim í félagi ungra kommúnista í Smo- lensk að svo miklu leyti sem þörf krefur til að útrýma brennúvörg- unum og morðingjunum. Borgarar Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna, Frakklands og Bretlands líta mismunahdi augum á heiminn, en þeim kémur öllum saman um eitt, — ást á friði og hatur á stríði og gróðrarstíu þess, Þýzkálandi bófanna. — í ungversku borgunum, þar sem allt er svo ókunnugt rússnesku hermönnunum, sakna þeir akranna okkar, strætanna okkar, stúlkn- anna okkar. Og hver þeirra veit, að með því að fœra hinum kúguðu frelsi og baná kúgurúhum, er hann að berj- ast fyrir akurinn, strœtið og stidk- una, sem hann skildi eftir langt i austri. Enskur blaðamaður skýrði ný- lega frá því, að Þjóðverjarnir á Krítarey væru vígreifir, þó að að- staða þeirra væi-i vonlaus. — Þctta kemur mér ekki á óvart. Ég hef oft sagt, að Fritzarnir gætu ekkert lært af bréflegri kennslu. Þeir eru vígreifir á Krít, áf því að enginn rótar við þeim. Hernað- araðgerðirnar á Grikklandi hafa snert alla nema þá. II vars vænta Þjóðverjarnir á segír Ilfa Erenbúrg Það byggist á mjög samsettum og um leið einföldum hlutum: þorsta eftir að hindra framgang hins illa, að vernda siðmenninguna og andardrátt barnanna. Göbbels hamast til einskis. — Vopnavaldið eitt ræður úrslitun- um í stríðinu. og vopnin munu skera úr um örlög Þýzkalands. Og hin nýja glæsilega sókn rauða hers- ins er tryggingin. Nú eins og fyrr á rauði herinn í höggi við meginherafla Þýzka- lands. — Bardagarnir í Ardenna- og Vosges-fjöllum virðast skærur einar í samanburði við orusturnar á auSturvígstöðvunum. Ilugrekki og einbeittni Rúss- lands er tryggingin fyrir því' að það mun ásamt Bandamönnum sínum koma Þýzkalandi á kné. Það er ekki auðvelt að sigra Þjóðverja. Og förin til Berlínar verður engin skemmtiganga. Við tölum hreinskilnislcga um hina miklu erfiðleika, af því að við vit- um, að við mun/um sigrast á þeim. — Við munum komast til Berlínar. Þetta veit öll Evrópa, og þetta viip Þjóðverjar sjálfir. Það er ein- mitt þess vegna að þeir verjast eins og trylltir. — Kyndararnir frá Maidanek hræðast komu dómara sinna. Þjóð okkar veit, að stríðin cru ekki tvö, ’— það er aðeins eitt stríð. — í Búdapest berjast hér- sveitir okkar fyrir kornakrana í Úkraínu. — I Austur-Prússlandi sjá þær fyrir sér sár Leníngrads. Krít? — Þess sama og Þjóðverj- arnir í Berlín vænta. — Einn af Berlínar-Þjóðverjunum skrifar bróður sínum: „Fyrrum strikuðum við með fögnuði hvern dag stríðs- ins út á almanakinu, — enn einn dagur liðinn. — Nú lítum við með söknuði á hvern liðinn dag, af því að eins og stendur erum við lifandi. hvort sem það er gott eða éont líf, og í framtíðinni er ekki neitt nema tómleiki“. Þeir vænta sér einskis. Þeir eru blátt áfram að reyna að fresta degi endurgjaldanna. Sigrar eru ekki auðfengnir. Og hver sá, sem heyrir dunur fagnað- arsbotanna, ætti að minnast fórn- anna. — Við sækjum ekki fram, af því að það sé auðvéít fyrir okk- ur að sækja fram, en af því að við vökvuðum tré sigursins, vökv- uðum það með blóði okkar. Og við ætluðum okkur aldrei að koma í lok boðsins og hrista tréð mcð oíþroskuðum ávexti. Við höfum farið alla leið frá Vladikavkas (í Norður-Kákasus) til Búdapests. Il.ver getur nú ef- ast um að við munum komast til Berlínar? — Ef maður lýkur ekki við skylduverk sitt í stríði, gildir það sama og maður hafi ekki unn- ið neitt af því. Og við höfum þjáðst of mikið og reynt of mikið til að nema staðar án Jæss að ná tak- marki okkar. Við verðum að vera í Berlín, af því að Þjóðvérjar voru í Stalín- grad. marséra yfir að við sáum öskueyðimerkur. — Við verðum að finna morðingjana. — Hverjir eru þeir meðal okkar, sem eiga ekki ástvinagrafir? Sérhvert land er stolt af ein- hverju. — Við erum ekki stoltir af þríforki Neptúnusar, af glæsi- leik þokkagyðjanna eða af gulli Krösusar. — Við erum stoltir af rússnesku samvizkunni. — Þeir, sem skilja þetta, vita, að við mun- um koma til Berlínar. Við getum ekki brugðizt hinum dánu vinum okkar, gleymt fórn- um hetjanna okkar og blóði hvít- voðunganna. — Standa steinar brunarustanna í Smolensk kyrrir? Þeir ery á leiðinni til BerUnar! 1 Veturinn 1942, vetur Lenín- grads, ber nú þegar með tærðri heridi sinni á glugga þýzku höfuð- borgarinnar. — Svipir barnanna, sem kvaliu voru til bana í Babi Jar („morðgjáin“ skannnt frá Kíeff), svífa yfir sóknarherjum okkar eins og englar hefndarinnar. — Þeir eru að fljúga til Berlínar! Við skiljum útreikninga Hitlers, Göbbels, einhvers Maídanek- kyndara eða einhvers mjög venju- legs Fritza, sem hefur samkvæmt eðli sínu, og áp þess að sæist, drep- ið litla, Ijóshærða telpu í Hvíta- Rússlandi. Við skiljum ráðagerðir þeirra, — að sleppa við endurgjaldið, að fresta málinu, að kaupa sig frjálsa fyrir eitthvað smáræði og byrja s.vo aftur á þessu sama, — finna upp ný „V“-vopn, pinhvers konar „Tigris“-flugsprengjur, og skipa svo fyrir eftir svo sem 2Ö ár: „Til austurs! Áfram gakk!“ Þetta mun ekki verða, — hvorki nú, eftir 20 ár, né ejtir 100 ár. — Við skulum Ijúka viðskiptum olck- ar við þá! Getum við byggt Tsérnigoff, Gomel, Víasma — og vitað það, að fasistar séu að útbúa ný dráps- tæki í Þýzkalandi undir því yfir- skyni. að þeir séu að smíða sauma- vélar? — Getúm við alið rólegir upp börn og vitað, að uppfinnend- ur morðbíianna hafi breytt vega- bréfum sínum og séu að gera áætl- anir um risastórar hergágnaverk- smiðjur? — Okkur þvkir of vænt um börn okkar til þess. — Við munum koma til Berlínar! Það er til einskis fyrir Þjóðverja Knaítspyrmiþingiö Framh. af 3. síðu. fyrir að rætt vcrði um rtofnun Knatíspyrnusambandr ísiands, því. eins og kunnugt er, boðaði ráðið til aukaþings um það mál í haust. Þá má gera ráð fyrir, að nokkrar umræður verði um síð- asta Waltersmót. Vafalaust verður þar rætt um vallarmálið í bænum, því alltaf er að þrengjast um. Sennilega verður innan tíðar farið að úthluta byggingalóðum þar sem gamli völlurinn er, og lausar fréttir herma, að ef til vill verði haf- izt þar handa þegar í vor. í raun og veru getur þetta þing ekki skilizt svo við þetta mál, að eitthvað jákvætt liggi fyrir að því loknu. Mörg fleiri mál munu verða þar til umræðu auk venjulegra þingstarfa. Suðurganga Kristjáns Guðmundssonar ?östudagur 2. marz 1945, — ÞJÓÐVILJINN að reiða sig á gleymsku okkar. Annálar þjáninganna eru ekki skrifaðir með bleki, en með blóði. — Það er ekki hægt að strjúka Ietrið burt. — Við verðum að koma til Berlínar! — Samvizka okkar krefzt þess. — Við munum sjálfir dœma kvalara oklcar —- og ekki trúa meirimn öðr- um fyrir því. Þegar við vö’knum, hugsum við um Berlín, og við leggjust til svefns með sömu hugsun. — Þegar við erum þögulir, erum við að hugsa um Berlín, og við gleymum henni ekki í svefni. „Eruð þið ekki dauðleiðir á þessu?“, kann einhver nýr friðar- postuli að spyrja ókkur. — Jú við erum dauðleiðir á þessu, og það er einmitt þess vegna, að við kepp- umst við að komast til Berlínar. Menn eru ekki fæddir til að fara í njósnaferðir, ,brjótast gegnum varnir óvina eða ónýta skriðdreka. — Menn eru fæddir til einhvers annars, — til að rækta kornöx, til að svífa á vængjum hugmynda- flugsins, til að njóta vorsins, blóm- anna, hamingjunnar. Nazistarnir hafa neytt menn okkar til að hverjja frá skapandi störfum, frá fjölskyldum sínum og föðurlandi, — þeir hafa neyðzt til að grípa kalt stál í hönd. — Þetta er mikil raun. Og við erum dauðleiðir á nazist- unum. Við höldum ekki, að út- rýming fasista sé unaðslcgt við- fangsefni. Þess vegna viljum við uppræta þá. — Einmitt þess vegna erum við að flýta okkur til Berlín- ar. Við viljum frið. og jafnframt því sem við þráum frið hugsum við um stríð. — Hermenn okkar Þeir, sem sátu síðasta Alþýðu- sambandsþing, munu minnast þess, að meðal þeirra þingfulltrúa, er Hannibalarnir æstu til að neita að gegna trúnaðarstörfum fyrir sam- bandið og fengu þar með til að bregðast félagslegum skyldum við samtökin, var eldri maður frá Eyr- arbakka, Kristján nokkur Guð- mundsson. Við þetta tækifæri hreytti Kristján þessi utanaðlærðum ill- yrðum að hinum nýkjörna forseta sambandsins, án hins minnsta til- efnis. Sást það á, að maðurinn var undir áhrifum sér verri manna, svo flóttalegur varð hann eftir að dreymir um frið, og einmitt þess vegna fara þeir lengra frá heirnil- um sínum og nær Berlín. Auðséð er, að sóknin handan Vislu líkist ekki Stalíngrad-dögun- um. — Verið er að smíða hús í Orel, og flóttafólk hefur snúið heim til Minsk. — Á yfirborðinu virðist svo sem lífið heima fyrir sé án sambands við stríðið, eins og víg- stöðvarnar hafi færzt burt frá þessu lífi. En þetta er aðeins á yfirborð- inu. Hvernig geta konur lifað án bréfa frá eiginmönnum sinum? •— Hvernig getur föðurland okkar lif- að án dagskipananna frá æðsta hcrforingja okkar? ★ stríðsárið er erfitt. Mig orð til að lýsa hugrekki Fjórða skortir fólksins heima, verkamannanna í Úral, námamannanna, sem eru að opna námurnar aftur, samyrkju- bændanna, vopnasmiðanna, plóg- marinanna. Ilvað veldur því, að þeir geta þolað harðrétti, áhyggjur vegna ástvina sinna, harrn eftir þá horfna? — Þetta •—. vissan um, að við erum á leiðinni til Berlínar, — að blóð hetjanna hefur ekki runnið til einskis, — að krafizt verður endurgjalda. — að fri^nr mun fást, —- varanlegur og góður friður. en ekki þessi ersatz-friður (gerfi-), Sem nazistar voru reiðu- búnir að framleiða, •— raunveru- legur friður, — ekki þýzlýur, held- ur mannlegur. 1 nafni þeirrar jriðsœldar, sem mun brátt snúa ajtur til jarðarinn- ar, — í nafni brumknappanna, sem sofa núna undir snjónum, — í nafni komanda rors og komandi hamingju — segjum við: „Til Berlínar, til Berlínar!“ hafa skilao hinni utanað lærðu „lexíu“ kratabroddanna. Nú líður fram að árshátíð „Bár- unnar“ á Eyrarbakka. Félagið fer þess á leit við sambandið að það leggkþví til ræðumann á skemmt- unina. Að sjálfsögðu var orðið við þeim tilmælum. Forseti sambands- ins fer austur og flytur sína ræðu til verkamanna. Var honum prýði- lega tekið svo sem vænta mátti. Á hátíðlegri stundu verður hinn betri maður Kristjáns gamla Guð- mundssonar yfirsterkari. Honum geðjast vel að þeim boðskap ein- ingarinnar, sem Hermann Guð- mundsson boðar verkamönnum á Bakkanum. Engir stældir Hanni- balar eru til staðar til að spilla innræti Kristjáns Guðmundssonar. Hann gengur ótilkvaddur til for- seta Alþýðusambandsins að aflok- inni ræðu hans og biður afsökun- ar á ..óhugsuðum reiðiorðum“ á lokafundi. sambandsþings. Við ró- lega yfirvegun virðist þessi gamli verkamaður skilja að drengileg framkoma Hermanns Guðmunds- sonar og hvatning hans til stéttar- legrar saniheldni væri ekki í ætt við „íhaldsfasista“. Seint i janúar á að halda aðal- funrl „Bárunnar“. Kristján hefur fengið fyrirskipun um að koma til Reykja’víkur fyrir aðalfundinn. Hin faglega forysta Hannibalanna á við hann erindi. Hún veit að það er hægt að treysta Kristjáni til hvers sem er, ef aðeins hefur tek- izt að kenna honum „rulluna“. Eftir suðurgöngu Kristjáns er aðalfundurinn fljótlega haldinn. Ungur og áhugasamur verkamað- uiv hefur undanfarið gegnt for- mannsstörfum og með honum ver- ið í stjórn ötulir félagsmenn alveg án tillits til flokkslegrar afstöðu þeirra að öðru léyti. Engum kem- ur til húgar að stofna eigi til neinria stórræða venju fremur. En suður- ganga Kristjáns Guðmundssonar er ekki til einskis gerð. Hann hef- ur „sinn“ boðskap að flytja verka- mönnum. Kexverksmiðjuforstjór- inn, barnakennarinn frá ísafirði og „sovétvinurinn“ við Alþýðu- blaðið hafa sameiginlega undirbú- ið gamla manninn og nú er hann í stríðshugleiðingum: Ilann fær að Islendingum í Dan- mörku líður vel Samkvæmt tilkynningu sem utanríkisráðuneytið hefur feng- ið frá Stokkhólmf hinn 27. febr- úar, iíður öllum íslendingum í Dahmörku vel. (Frcttatílkynning jrú ríkisstjóminni). Frá Yinnustöðvum og verkiýdsfélögum Til viðbótar þessari hreinskilnu yfirlýsingu Kristjáris um rauri- verulegar fyrirætlanir Hannibal- anna í verkalýðsmálum, kryddaði hann ræðu sína með kröftugustu svívirðingarorðum tungunnar um forystumenn Alþýðusambandsins. Enn á ný var Hermann Guð- mundssön orðinn „svívirðilegur íhaldsfasisti“ og „launmorðingi, með opinn rýting tilbúinn að reka hann í bak verkalýðsfélagarina“ og annað eftir þessu. Orðbragð þetta er að vísu ekki eftir hafandi undir venjulegum kringumstæðum. En vinnubrögð sem þessi eru svo lærdómsrík og eft- irtektarverð fyrir verkamenn, að ekki er unnt um að þegja. Og þótt Kris’tjáni Guðmundssyni tækist í þetta sinn að rugla fundarmenn svo, að prýðilega hæfum mönnum væri ýtt úr forystu félagsins, þá getur svo farið fljótlega að sá „sig- ur“ snúist upp í herfilegan ósigur. Kenning sú, sem Kristjáni er skip- að að flytja, um að gera beri verka- lýðsfélögin að flokkspólitískum vettvangi„en ekkert beri að leggja upp úr hagsmunum verkámanna og nauðsyn stéttarlegrar einingar meðlimanna, er ekki líkleg til að vinna fylgi við rólega athugun. Og' rógburður og illmæli um forystu- menn Alþýðusambandsins, er þess- um aldna manni á engan hátt sæm- andi, þótt húsbændum hans kunni að vera áhugamál að koma slíku á framfæri innan stéttarfélaganna. Ef til vill á Kristján Guðmunds- son eftir að biðja enn á ný gott fyrir frumhlaup sitt og hvatvísi. En.gæta skyldi hanri þá þess, að láta ekki óhlutvanda menn enn á ný etja sér til svipaðra verka. Verkalýðs'félögin þurfa á samvinnu allra heiðarlegra verkamanna að halda, hvar í flokki sem þeir ann- ars standa. Þetta er flestum stétt- arfélögum að verða ljóst. Verka- menn í „Bárunni“ eiga einnig á- reiðanlega eftir að kenna Kristjáni taka til máls utan dagskrár um Guðmmvdssyni að skilja að boð_ stjórnarkosninguna og línan er þessi: „Ég heimta að stjórnarmeðlimir 'sýni réttan lit. Mig varðar ekkert um hagsmuni félagsins og verka- manna. Það er pólitíkin sem hefur verið og verður að verða ofan á í öllum verkalýðsfélögum“. i->r*r~ —iir-rnrrn*-rrrriiijin_« skapur Hannibalanna, boðskapur 'sundrurigarinnar, á ekki frjóum jarðvegi að jfagna í þessu gamla verkamannafélagi Eyrbekkinga og að J>eir ætlast til að formaður þeirra temji sér framvegis frum- stæðustu mannasiði gagnvart Jieildarsamtökum. verkalýðsins. Aðalfundur Bakara- sveinafélags íslands Bakarasveinafélag íslands hélt aðalfund sinn 27. febr. I stjóm voru kosnir: Formaður: Guðmundur Hers- ir. Ritari: Árni Guðmundsson. Gjaldkeri: Jón Árnason. Fjár- ■málaritari: Þórður Hannesson. Varaform.: Þorgils Guðmunds- son. Samþykkt var að hækka gjöld til félagsins úr kr. 5 í kr. 8 á viku. Víkingur gerir nýja samninga Verikalýðsfélagið Víkingur í Ví'k í Mýrdal hefur gert samn- inga við Kaupfélag Vestur- Skaftfellinga og Jón Halldórs- son kaupmann. Samkvæmt þessum samning- um hækkar grunnkaup verka- manna í dagvinnu úr kr. 2.10 á klst. í kr. 2.40 á klst. Samningar þessir gengu í gildi 1. þ. m. Aðalfundur Verka- mannafélagsins FRAM á Sauðárkróki Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki hélt aðalfund sinn 27. f. m. Þessir voru kosnir í stjórn: Formaður: Valdimar Pétursson. Ritari: Friðrik Sigurðsson. Gjaldkeri: Agnar Baldvinsson. . Fjármálarit.: Ármann Helgason. Varaform.: Alagnú’s Bjarnason. Alþýðublaðið samt við sig Alþýðublaðið er samt' við sig. Sleitulaust er haldið áfram róg- burði og hnútukasti að verkalýðs- samtökunum og forystumönnum þeirra. í þessari þokkalegu iðju er einskis svifist, bláber ósannindi eru hiklaust á borð borin fyrir auð- trúa lesendur. Ekki er hikað við að segja hvítt svart og gagnkvæmt. Síðasta dapnið er klausa um stjórn- arkosriingu í Verkamannafélaginu „Fram" á Sauðárkróki; sem birtist í blaðsnepli þessum 1. marz s.l. undir yfirskriftinni: „Verkamenn á Sauðárkróki gera upp við svikar- ann“. í klausu þessari segir, að Skapti SÓSÍAUSTAFÉLAG REYKJAVÍKUR Magnússon, er var annar fulltrúi „Fram“ á síðasta Alþýðusam- bandsþingi, hafi verið kosinn „sem andstæðingur kommúnista, en fylgdi þeim hinsvegar að málum“. A'f klausu þessari mætti ráða, að um einhvern pólitískau undir- búning hafi ])arna verið að ræða af hálfu sakleysingjanna, sem mest hafa hneykslast á hinu svo nefnda „Brynjólfsbréfi", og kemur ]>að að vísu engum á óvart sem þekkir sundrungarstarfsemi krat- anna innan samtakanna. Hins yegar er farið þarna með vísvitandi ósannindi 'um kosningu Skapta Magnússonar á sambands- þing. Skapti var studdur og kos- inn á sambandsþing af sameining- armönnum, og stendur þetta jafn óhaggað þótt kratarnir treystust ekki til að stilla manni á móti Skapta við kosninguna. Köpuryrði piltanna við Alþýðu- blaðið hrína ekki á manni eins og Skapta Magnússyni. Gegnir full- kominni furðu að samsafn flokks- svikara (Stefán, Vaffessvaff og Helgi Sæm.) skuli levfa sér að klína samheiti sjálfra sín á heið- arlega verkamenn. Og þótt linnu- laus rógur og undirferli Magnúsar Bjarnasonar og hans nóta hafi að þessu sinni borið þann árangur að verkamenn á Sauðárkróki hafa verið sviptir ágætri forustu Skapta Magnússonar, hins mesta dreng- skaparmanns, mun að því draga að þeim verði ljóst að þeir hafa hafnað formennsku manns, sem jafnan hefur unnið óeigingjarnt starf fyrir félag sitt og verið því hinn þarfasti maður. Með löngum og ströngum undir- búningi tókst samfylkingu Fram- sóknar-, Alþýðuflokks- og Sjálf- stæðismanna að ná stjórninni í Verkamannafélaginu Fram á Sauð- árkróki. Voru Alþýðuflokksmenn kosnir í aðalstjórnina, en Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðismenn flutu með í varastjórn og trúnað- arráð. Frásögn Alþýðublaðsins, með hinni dramatísku fyrirsögn: „Verkamenn á Sauðárkróki gera upp við svikarann“, gefur tilefni til að taka mál þetta til rækilegrar frásagnar, og mun það verða gert innan skamms. Þess væri og full þörf að skrifa nánar um „gæzlustarf“ Magnúsar Bjarnasonar í sambandi við Al- vþýðusambandsþingið og verður það ef til vill gert við tækifæri. Sósíalistafélags Reykjavíkur fyrir félagsmenn og gesti þeirra verður haldin í dag (föstudag) 2. marz í Lista- mannaskálanum óg hefst kl. 8% e. h. 1. Ársæll Sigurðsson: Sósíalistafél. Reykjavíkur 6 ára. 2. Einar Olgeirsson: Krím-ráðstefnan. 3. Guitarsóló. 4. Sigfús Sigurhjartarson: viljanum. 5. Sif Þórz: Listdans. 6. DANS. Prentsmiðja handa Þjóð- > Aðgöngumiðar eru seldir í skrifstofu félagsins Menn eru áminntir um að mæta stundvíslega! í dag (föstudag) kl. 4—7. NEFNDIN Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ættingja eða vini Jóhanns Vilhelms Ólafs Sigurðs- sonar, sem um nokkurra ára skeið hefur dvalið í Teheran, eru góðfúsle^a beðnir að láta þær utan- ríkisráðuneytinu í té. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 1. marz 1945. KAUPIÐ ÞJÖÐVILJANN I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.