Þjóðviljinn - 02.03.1945, Síða 8
teisar m lítli MmWm
saBbiRds Isisaðs br liogiples
snstiFí tiiBða oo lerlíBaaoa
Alþýðusamband íslands liefur sent Búnaðarþingi því er nú
situr, bréf það er hér fer á eftir um viðræður milli Alþýðu-
sambandsins og Búnaðarþings um sameiginleg liagsmunamál
bænda og verkamanna og samstarf á þeim grundvelli.
Búnaðarþing vísaði málinu til allsherjamefndar og óskaði
hún viðtals við fulltrúa Alþýðusambandsins um þetta mál og
fór fram einn umræðufundur milli fulltrúa Alþýðusambandsins
og allsherjamefndarinnar. Á þeim fundi, sem lialdinn var 17. f.
m., var gert ráð fyrir að leggja tillögur fyrir Búnaðarþingið um
þetta mál, en síðan hefur ekkert frá allsherjarnefndimii heyrzt.
Alþýðusambandið kaus sem fulltrúa sína til þessara við-
ræðna þá Hermann Guðmundsson, forseta Alþýðusambandsins,
Gunnar Benediktsson og Þorstein Pétursson og hafa þeir átt
einn viðræðtifund um þetta mál við allsherjarnefnd búnaðarþings-
ins.
Bréf Alþýðusambandsins fer hér á 'eftir.
„Reykjavík, 10. febr. 1945
Svo sem Búnaðarþingi mun
kunnugt sendi stjórn Alþýðu-
sambands íslands stjórn Búnað-
arfélags íslands erindi sumarið
1943, þar sem leitað var til Bún-
aðarfélagsins um þátttöku að
stofnun Bandalags vinnandi
stétta. Búnaðarfélagsstjórnin var
í tölu þeirra aðilja, sem ekkert
svar kom frá við þessu erindi. En
Alþýðusambandið lítur á það
sem mjög þýðingarmikið mál,
að sem víðtækast samstarf kom-
ist á meðal vinnandi stétta lands
ins og þá ekki sízt með verka-
mönnum bæja og þorpa annars
vegar og hins vegar bænda og
annarrar sveitaalþýðu. Fyrir því
sneri Alþýðusambandið sér síð-
astliðið sumar til hagsmuna- og
menningarsamtaka • sveitaalþýð-
unnar, og þar á meðal búnaðar-
félaganna í hreppunum og bauð
hverju þeirra að senda fulltrúa
á ráðstefnu, sem háð yrði hér
í Reykjavík og rædd yrðu sér-
staklega þau mál, sem beinast
snerta sameiginlega hagsmuni
verkamanna og bænda.
Ráðstefna þessi var háð hér í
Reykjavík dagana 23.—26. nóv. f.
á. Sendum vér Búnaðarþinginu
hér með skýrslu um ráðstefnuna
og ályktanir þær, er ráðstefnan
samþykkti.
Nú leyfum vér oss að beina
þeim tilmælum til Búnaðarþings
ins, hvort það teldi ekki rétt, að
Búnaðarfélag íslands og Alþýðu-
samband íslands tækju upp við-
ræður sín í milli, um samstarf á
Eiríkur Pálsson bæjar
stjóri í Hafnarfirði
Bœjarstjórn IIafnarfjarðar réði
nýlega Eirík Páísson lögfrœðing
bœjarstjóra í Hgfnarfirði, en Frið-
jón Slcarphéðinssyni, sem undan-
, farin ár var bœjarstjóri í Hafnar-
firði, hefur verið veitt bœjarfó-
getaembœttið á Akureyri.
Eiríkur Pálsson er fæddur 22.
apríí 1911. Hann lauk stúdents-
prófi á Akureyri árið 1935 ’og lög-
fræðiþrófi við Háskólann 1941.
Hann var formaður Stúdentafélags
Reykjavíkur s.l. ár og formaður
Bindindisfélaga í skólum í tvö ár.
Hann hefur undanfarið gegnt full-
trúastörfum í skrifstofu Alþingis.
grundvelli þeirra ályktana, er
bændaráðstefnan samþykkti og
Alþýðusamband íslands telur sig
vel geta fallizt á í meginatriðum.
Alþýðusambandið vill taka það
fram, að þessi tilmæli eru ekki
bundin við það, að Búnaðarfélag
ið taki upp viðræður um öll þau
fjögur meginatriði, sem komizt
er inn á í ályktunum ráðstefn-
unnar, heldur gæti það aðeins
verið um eitt atriðanna eða fleiri
þar sem hagsmunir og áhugamál
þessara sambanda eru í nánastri
snertingu. Vill Alþýðusamband-
ið sérstaklega benda á verðlagn-
ingu búnaðarvara, sem á ein-
hvern hátt þarf að ákveðast fyrir
15. sept. n. k.
Það er skoðun vor, að það hafi
verið mjög vel ráðið, þegar full-
trúar framleiðenda og neytenda
komu sér saman um verðlagn-
inguna sumarið 1943 og vér
hyggjum að það sé mjög almenn
ánægja meðal bænda um þann
hátt, sem þá var upp tekinn.
Vér væntum því, að Búnaðar-
þing sem fulltrúi bændastéttar-
innar sé oss sammála um það, að
það væri mjög æskilegt fyrir
báða aðila, framleiðendur og
neytendur, að einnig eftir stríð
Skákfél. Hafnarfjarð-
ar og Taflfél. Hafnar-
fjarðar sameina starf-
semi sína
Skákfélag Hafnarfjarðar og
Taflfélag Hafnarfjarðar hafa nú
sameinað starfsemi sína.
Á aðalfundi s.l. þriðjudag
voru þessir menn kosnir í
stjóm:
Form.: Eggert ísaksson, Skers
eyrarveg 7. Ritari: Bergsteinn
Björnsson, Selvogsgötu 3. Gjald
keri: Frímanri Eiríksson, Skers-
eyrarveg 13. Varaform.: Kris't-
ján Afldrésson, Vörðustíg 7.
Áhaldavörður: Þórarinn Símon-
arson, Brunnstíg 1.
Þeir, sem hafa í hyggju að
gerast félagar, tali við einhvem
úr stjóminni fyrir næstkomandi
þriðjudagskvöld.
Æfingar eru í Ráðhúsinu. á
þriðjudags- og föstudagskvöld
um.
haldizt sá háttur, að þessir að-
ilar komi sér saman um verð
búnaðarvaranna og skapi með
því frið um þetta mál, sem svo
oft hefur orðið hatramt deilu-
atriði. Vér teldum því rétt að
þegar yrðu hafnar viðræður um
málið milli fulltrúa Búnaðarfé-
lagsins og Alþýðusambandsins.
Viljum vér því beina því til Bún
aðarþingsins, hvort það teldi
ekki rétt að kjósa nefnd manna
úr sínum hópi til viðræðna við
fulltrúa frá Alþýðusambandi ís-
lands um þetta mikilvæga atriði
og önnur mál, sem samkomulag
yrði um að taka sameiginlega til
yfirvegunar og snerta samvinnu
verkamanna og bænda.
Að sjálfsögðu væri oss ánægja
að því að senda fulltrúa á þann
þingfund yðar, er tæki þetta mál
til umræðu, ef það mætti verða
til að skýra málið freka* og þess
væri óskað.
Væntum vér að þingið taki
þetta mál til athugunar við
fyrsta tækifæri, og sendi oss
svar sitt.
Virðingarfyllst,
f. h. Alþýðusambands íslands
(undirskrift)
Til Búnaðarþings 1945“.
Samúðarkveðjur
vegna Dettifoss-
slyssins
Eftirtaldir aðilar hafa vottað
ríkisstjórninni samúð sína
vegna hins sviplega atburðar er
e.s. Dettifoss fórst nýlega:
Sendiherra íslands í London,
Stefáh Þorvarðsson. ,
David Vaage, fulltrúi alþjóð-
legu verkamálaskrifstofunnar,
er hér dvelur um stundarsakir.
Det Danske Selskap í Reykja-
vík. r
Nordrnandslaget.
Hallgrímur Benediktsson, stór
kaupmaður, staddur í Califom-
íu.
(Frétiatilkynning /ra rílásstjórnhiui).
Víða liggja vegir
landans
Víða liggja veg'ir íslendinga.
Seni dæmi um það er auglýsing frá
utanríkisráðuneytinu, sein birt er
á 5. síðu ÞjóÖviljans í dag.
Er þar Iieitið á þá sem kynnu
að geta gefið upplýsingar um ælt-
ingja eða vini Jólianns Vilhelms
Ólafs Sigurðssonar, sem um nokk-
urra ára skeið hefur dvalið í Te-
%
heran, að láta utanríkisráðuneyt-
inu þær upplýsingaí' í té.
Litlu bílarnir bverfa
G. W. Lucas, forseti Motor
Agents’ Association i Englandi,
sagði nýlega í ræðu, að eftir stríðið
mundu litlu bílarnir með 8 og 10
hestafla vélarnar liverfa, og bílar
með 15 hestafla vélum koma í
þeirra stað.
Lokakafli Evrópustyr jaldarinnar hafinn
^ÐALFRÉTTIRNAR af austurvígstöðvunum hafa undan-
farið verið frá nyrzta og syðsta hluta sóknarsvæðisins
í Þýzkalandi, þar sem Rokossovskí og Konéff áækja hratt
fram. Á miðju sóknarsvæðinu, þar sem almennt er búizt
við aðalsókninni til Berlín, vinnur Súkoff marskálkur að
undirbúningi lokaáfangans á hinni löngu leið að höfuðborg
nazismans. Hvað eftir annað á þessari leið hefur rauði her-
inn unnið frábær hernaðarafrek, eins og þá er her Konéffs
tókst að brjótast vestur yfir Oderfljót í leysingu, og ná fót-
festu fyrir vestan fljótið þrátt fyrir þær öflugu varnir sem
fyrir voru. Hersveitir frá orustunum á Volguvígstöðvunum,
undir forustu Rodimtséffs, verjanda Madrid og Stalíngrad,
voru þar fremstar. Og þetta þrekvirki vannst eftir 400 km.
sókn gegn harðvítugum varnarher.
JjÝZKA herstjórnin virðist hafa treyst því, að tækist að
stöðva eða að minnsta kosti tefja verulega sókn sovét-
herjanna við Oder. En með því að sækja á samtímis í Pomm-
ern, Brandenburg og Slésíu og halda norðui'her Þjóðverja
föstum í hörðum varnarbardögum við Königsberg, Elbing
og Danzig tókst rauða hernum að afstýra einbeitingu þýzku
herjanna að Oderlínunni. Guderian hefur neyðzt til að dreifa
her sínum, óg hvergi haft nægilegan styrk til að hefja gagn-
árásir. Meginher Þjóðverja berst nú örvæntingarbaráttu á
vígstöðvum sem ná frá Eystrasalti til Balatonvatns í Ung-
verjalandi, og verður að verja aðalleiðirnar úr austri til mik-
ilvægustu héraða Norður-Þýzkalands, Tékkoslóvakíu og
Austurríkis. Að suðaustan er Þýzkaland varið af 15—18 her-
fylkjum í Norður- og Norðvestur-Júgoslavíu, undir stjórn
Weichs hershöfðingja og,- að sunnan af 28 herfylkjum Kess-
elrings á ítalíuvígstöðvunum. Sjötti þýzki vélaherinn hefur
verið fluttur frá vesturvígstöðvunupi, og líklegt talið að
Þjóðv. hafi ekki fleiri en 70 herfylki til varnar Siegfriedlín-
unni, 12—15 herfylki eru enn í Noregi og Dan^nörku, til að
mæta árásum úr norðri. Um 20 þýzk herfylki eru algerlega
einangruð í Lettlandi og á Atlanzhafsströnd Frakklands. Af
suðurvígstöðvunum geta Þjóðverjar varla dregið lið án þess
að herir Alexanders og Titos hefji'stórsókn. Ekki er óhugs-
andi að hægt sé að ná nokkrum, herfylkjum enn frá Noregi.
j^JÖTTI vélaherinn þýzki liefur verið fluttur frá vesturvíg-
stöðvunum, að þ\ri er brezk heimild hermir, meginhluti
hanst hefur enn ekki tekið þátt í orustunum á austurvígstöðv-
unum, þó einstakar sveitir hans hafi verið notaðar til að fylla
hættuleg skörð í varnarlínur Guderians. En samgöngukerfi
Þýzkalands er stórtruflað af loftárásum Bandamanna og
flóttamannastraumnum á vegunum. Hugsanlegt er að Þjóð-
verjar einbeiti vélahersveitum til Leipzig-Dresdensvœðisins
til að reyna að stöðva sókn Konéffs, og undirbúa síðasta
kafla varnarinnar í Suðvestur- og Suður-Þýzkalandi, Aust-
urríki og Tékkoslóvakíu, eftir að samstillt sókn að austan
og vestan hefði molað varnir þýzka hersins kringum Berlín
og við Rín.
þETTA svæði er varið fjöllum, lágum í vestri, norðri og
austri en háfjöUum í suðri og suðaustri, þar eru miklar
iðnaðarstöðvar og nokkrar hráefnalindir, er gætu gert naz-
istum kleift að halda áfram vörn nokkra mánuði eftir að
iðnaðarhéruð Vestur-Þýzkalands og landbúnaðarhéruðin í
norður- og norðausturhluta landsins vœru töpuð. Verði sá
kostur tekinn, er líklegt að Berlín, sem nær yfir eitt stærsta
borgarstæði í Evrópu, verði varin eftir fyrirmyndinni frá
Madrid, Stalíngrad og Leníngrad. Úr verksmiðjubyggingun-
um miklu á bökkum Spreefljótsins og hinum geysistóru sam-
byggingum verkamannabústaða í austurútborgum Berlínar
mœtti hœglega gera ramleg virki. En framkvœmd slíkra
fyrirætlana veltur á því, hvort nazistum tekst að forðast al-
menna upplausn ríkisvaldsins og uppgjöf þjóðarinnar, en
ýmis merki benda til þess, að þoli Þjóðverja sé nú ofboðið.