Þjóðviljinn - 08.03.1945, Side 3

Þjóðviljinn - 08.03.1945, Side 3
 Fimmtudagur 8. marz 1945. Þ JÓÐVIL JINN IÞRÚTTIR * RITSTJÓRl: FRÍMANN HELGASON Ágrip ai sögu skíðanna Spurningunni um aldur skíð- anna og hið upprunalega heim- kynni þeirra er enn ósvarað. Áhugi fyrir svarinu hlýtur þó fyrst og fremst að vera í þeim löndum sem skíðaferðir hafa verið nauðsyn íbúunum 1 hundr uð ára. Áhugi fyrir þessari spurn- ingu er mikill í mörgum öðrum löndum, þar sem skíðaíþróttin hefur s. 1. 40—50 ár náð út- breiðslu og orðið vinsæl meðal fjölda manna. Auk þess hefur svarið mikla menningarsögulega þýðingu. Skíðin hafa verið mikilvæg og sums staðar ómissandi 1 bar- áttunni fyrir lífinu. Þetta á- hald hefur gert mönnunum fært að leggja undir sig stóra hluta af jörðinni, sem annars hefðu verið næstu'm óbyggileg- Skíðamaður á 17. öld. ír. í bók sinni „Á skíðum yfir Grænland" sem út kom 1890, gerir Friðþjófur Nansen þess- ari spurningu nokkur skil, og byggir það ennfremur á athug- unum prófesors Gustav Storm og Andr. M. Nansen. Hann tel- ur að sú ályktun sé ekki ó- sennileg að skíðaferðir hafi breiðzt út með ýmsum þjóð- flokkum, sem þó hafa lært not þeirra á sama stað, en síðan borizt með ferðum þeirra víða vega. Þessi staður gæti verið landið umhverfis Altai- fjöllin og Baikal í Asíu. Þann- ig ættu skíðin að hafa komið til Noregs yfir Finnland. Prófessor Gustav Storm álít- ur að elztu sögulegu rannsókn- ir bendi til þess að skíðaferðir Norðmanna og Svía séu komn- ar frá Löppum. Kenningin um útbreiðslu skíðanna í Síberíu á liðnum tímum, bæði í austur, norður og vestur, eftir ferðum fólks- ins, grundvallast á vísindaleg- um samanburði á tungumálum. Skoðun Nansens byggist líka á málvísindalegum og söguleg- um rannsóknum og því full ástæða til að fallast á hana, en útilokað er þó ekki að notkun skíða hafi getað orðið til á ein- stökum stöðum á því svæði sem nefnt var. í fornöld þegar fólkið varð að bjarga sér gegnum þunga snjóvetur, var það næsta eðli- legt og nauðsynlegt *að finna áhald sem hindraði að það sykki á kaf og yrði hjálpar- vana í djúpri mjöllirini. Þörf- in til ferðalaga og þá fyrst og fremst til veiðiferða, sem til- vera þess byggðist mikið á, hefur þvingað fram áhald sem gat haldið því uppi á snjónum, og þá varð „þrúgan“ til. Þrúg- ' * .. Svig. ! Sjáifboðaliðar i | íþróttafólk á öllum aldri, I konur jafnt sem karlar, I ættu að gerast sjálfboða- liðar við sölu merkjanna í dag, koma í skrifstofu Sameinaða og fá þar merki og selja. Gleymum ekki harnæskunni og setjum okkur í spor barnanna. Skíðafólk í framhaldsskól- um. Setjið ykkur í spor barnanna og gerizt sjálf- boðaliðar fyrir þessa litlu bræður okkar og systur. an varð lífsnauðsyn á snjó- svæðunum. Á þeim gátu menn komizt sinna ferða. Indíánarnir í Nprður-Ameríku höfðu ekki skíði en aðeins þrúgur eða snjóskó. Að sjálfsögðu hafa þessar þrúgur verið mismunandi á hin um ýmsu stöðum og víða orðið til án áhrifa annars staðar frá. Xenofon lærði 400 f. Kr af í- búunum í Armensku fjöllun- um að binda poka umhverfis hófa hestanna. Strabo, um 200 árum f. Kr., segir, að í Kaksus bindi íbú- arnir á sig leðurplötur með göddum á þegar snjór sé. Sem fullkomnara og hrað- skreiðara tæki til að komast áfram yfir snjóinn, verða svo skiðin tií Skíðadagurinn Fyrir réttu 31 ári, eða síðla vetrar 1914, var gefið hér út ávarp til almenings varðandi skiðaíþróttina, undirritað af 8 þekktustu mönnum þjóðarinnar á þeim tíma. Byrjaði ávarpið þannig: „Vér undirritaðir skorum hér með á alla, konur sem karla, unga sem gamla, að hjálpa til að efla skíðaíþróttina hér á landi, og koma henni í það horf, sem hún með réttu á skilið“. Undir ávarpið rituðu m. a. þessir menn: A. Tulinius, forseti í. S. í., Guðmundur Bjömsson landlæknir, Guðbrandur Magn- ússon, sambandsstjóri U. M. F. í., Ólafur Björnsson ritstjóri, Einar Gunnarsson ritstjóri, Hannes Hafstein, Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri og Þorsteinn Gíslason ritstjóri. Þessir framsýnu menn gengu fyrir skjöldu og skoruðu á fólkið að efla skíðaíþróttina. Þeir höfðu trú á að hún ætti fram- tíð, að hún gæti orðið íþrótt fólksins. Nú í dag er fólkið enn ávarpað og það beðið að efla skíða- íþróttina, beðið að hjálpa til þess að skapa börnunum, sem eng- in skíði eiga, möguleika til þess að geta haft afnot af skíðum og tækifæri til að nota þau. Einmitt þessi leið, að vekja áhuga barnanna, er leiðin til þess „að koma skíðaíþróttinni í það horf sem hún á skilið“. Er ekki ósennilegt að einmitt í þessum ráðstöfunum hefur draumur þeirra mætu manna sem að framan getur, ræzt. Það hefur líka sýnt sig að þegar þessi skíðadagshugsjón fer að festa rætur og menn ljá henni hugsun, að sterkur áhugi « vaknar. Þegar í fyrsta sinn sem þessi dagur er haldinn eru þegar komnir yfir 20 bæir sem taka þátt í fjársöfnun í þessu augna- miði. Það er gleðilegur vottur um vaxandi skilning almennings á málum æskunnar og þeim leiðum sem fara beri til að þroska hana bæði andlhga, líkamlega og félagslega. Hver sá, sem liær lið þessu máli, hefur sín áhrif og eykur möguleika æskunnar til heilbrigðara lífs. Ef til vill finnst mönnum að nóg sé af merkjasölum árið um kring, og má um það deila. En þrátt fyrir allt má fullyrða að börnin, með merkjasölustarfi sínu yfirleitt, vinni mörgu þjóð- nytjamálinu meira starf en við gerum okkur grein fyrir. Fæstra eða engra þeirra merkjasala sem börnin framkvæma, njóta þau sjálf beinlínis. Það var því ekki úr vegi að ágóði af einni merkja- sölu rynni beint til þeirra siálfra. Að ágóðinn af starfi þeirra yrði notaður til þess að gera þeim sjálfum mögulegt að nota skíði sem þau sameiginlega hafa aflað, og taka þátt í ógleyman- legum skíðaferðum. Allir bæjarbúar verða að leggjast á eitt með að gera þennan dag börnunum sem eftirminnilegastan. Flestir eða allir hafa alið þá þrá í brjósti að eignast skíði og að komast á skíði á æskuárum ,sínum. Þó sú von hafi ekki alltaf rætzt ætti það samt að vera okkur hvöt til að hjálpa þeirri kynslóð sem nú ber þessa þrá í brjósti. Um leið látum við draum okkar mætustu manna, sem riefndir voru, rætast, sem flestir heyra til þeirri kynslóð sem farin er. Það er mjög sennilegt að lög- | un þeirra breytist smált og | smátt frá því að vera hring- mynduð þrúga í þá ílöngu lög- un sem skíðin hafa. Frá þrúgunni og skíða sem finna mátti til skamms tíma í Síberíu, er ekki svo mikill munur og nefna mætti „þrúgu- skíði“. Þetta sambland af þrúg- um og skíðum má þó nota til að ganga á og renna, eftir því hvernig færi er. Sennilegt er, að það hafi ver- ið í fjalllendj sem menn fóru fyrst að renna sér og þá helzt á hörðum snjó eða skara. , Frá ,W.VW.V."AV iVWWWW\iWAnAVViw. því augnabliki að hreyfingin verður brun eða rennsli, hefur þrúgan breytzt í skíði“ segir Nansen, og sem fyrr segir álít- ur hann að staðurinn sé Aaltai- fjöllin. Og hvenær? Þegar hið nú dreifða finnsk-urgiska fólk og Síberíuþjóðflokkar bjuggu saman á þessum slóðum. Eftir þeirri upplýsingum sem fyrir liggja, hafa skíði og skíða- ( ferðir til skamms tíma verið mjög ófullkomin éftir ökkai" skilningi á þessum málum. Með tilliti til þróunar skíð- anna, útbreiðslu og ferða rpeð Framh. á 5 síðu. -rfWWWVWW 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.