Þjóðviljinn - 08.03.1945, Síða 7
Fimmtudagur 8. marz 1945.
7
Mikkjel Fönhus:
Hrakningar bjórafjölskyldunnar
Þau gengu meðfram tjörninni og komu að stíflunni
sem bjórahjónin höfðu hlaðið í lækinn.
Stíflan var tvær álnir á hæð og margra álna löng,
Og svo þétt var hún og þykk, að það gat varla heitið, að
vatn seytlaði í gegnum hana. Vatnið í tjörninni hafði
líka flætt yfir alla mýrina.
„Hefði þessi náungi hlaðið stífluna við Straumár-
fossinn, mundi hún líklega ekki hafa brotnað í vor“,
sagði Toggi.
Hallvarður gamli tuggði skeggið. Hann var reiður.
Nú hafði hann átt í málaferlum út af mýrinni í tvö ár,
og þegar hann loksins fékk hana, kemur bjórinn og
leggur mýrina undir sig. Þetta ætlaði Hallvarður ekki
að þola bótalaust. Bjórinn skyldi fá fyrir ferðina.
Hallvarður og Toggi réðust á stífluna, fyrst með
höndum og fótum, en það dugði ekki neitt. Þá fengu
þeir sér staura og fóru að brjóta hana niður. Það var
erfitt verk. Hallvarður þurrkaði af sér svitann og sagði
.. /
við Önnu:
„Þér er bezt að fara heim. Við þurfum enga rakstrar-
konu í dag“.
Þegar þeir höfðu hamazt á stíflunni góða stund, fór
að losna um hana og vatnið ruddi sér braut.
Lækjarfarvegurinn fylltist á augabragði og leirugt
vatnið flóði langt út á bakkana. Það tók með sér lurka
og sprek, sem lágu á bakkanum og músafjölskylda, sem
átti holu í trjárót, drukknaði. Blómin á bakkanum
voru nær dauða en lífi og fáeinar sóleyjar flutu með
straumnum niður lækinn.
Daginn eftir hafði vatnið í mýrinni sigið, svo að
Hallvarður og Toggi fóru að slá. Mýrin var illa sprottin.
Alla næstu viku voru rigningar annan hvern dag,
svo að ekki var til neins að hirða um heyið í mýrinni
og enginn kom þangað. Svona var veðráttan stundum.
Framan af sumrinu höfðu verið sífelldir þurrkar, svo
að. grasið skrælnaði. En loksins, þegar farið var að
heyja, komu illviðri og ekkert strá hirtist.
Hallvarður gamli fór bara með Önnu út í mýrina.
Það þurfti ekki tvo karlmenn, til að hirða um þetta
lítilræði.
En þegar þau komu út eftir varð Hallvarði ónotalega
bilt við. Vatnið flaut yfir mýrina, alveg eins og um
daginn, og hlaðan var orðin að hólma í miðju vatninu.
Allt heyið var farið. Það var þýðingarlaust að ætla
sér, að tína það saman víðs vegar, eftir að vatninu hefði
verið hleypt af.
Hallvarður sagði ekki neitt. Hann stóð lengi í sömu
sporum og stgrði fram undan sér. Svo sneri hann við
í áttina heim.
„Komdu“, sagði hann við Önnu.
Þegar þau höfðu gengið um stund, nam hann allt í
einu staðar og sagði:
„Ef bjórinn getur komið af stað syndaflóði, þá get ég
látið koma dómsdag“.
„Dómsdag!“ sagði Anna undrandi.
„Já, dómsdag“, sagði Hallvarður gamli.
0
Bjórarnir heyrðu einhver þung og undarleg högg
í nánd við húsið.
Bjórapabbi og bjóramamma lágu niðri í bælinu hjá
ungunum. En þau voru vön að heyra alla leið niður, ef
gengið var framhjá, hvort sem það voru menn eða
skepnur. Hljóðið barst svo vel gegnum göngin, sem
lágu um urðina og niður í bælið.
Höggin komu nær og nær, seinast var farið að berja
ofan á húsþakið.
ÞJÓÐVILJINIí
ERICH MARIA REMARQUE:
VINIR
sjúkrahúsi, en sjúkrahús var
það þó. Gangarnir voru hvít-
málaðir og alls staðar gljáði á
gler og nikkel, hreint og fágað.
Yfirhjúkrunarkona tók á
móti okkur og opnaði dyrnar
að herberginu, þar sem Pat
átti að vera. Það var númer
79. Þetta var sólríkt herbergi,
í meðallagi stórt. Kvöldsólin
skein inn um breiðan gluggann.
Á borðinu voru gul og rauð
blóm. Út um gluggann sást
óendanleg fannbreiða. Það var
eins og litla sveitaþorpið hvíldi
í stórri, mjúkri sæng.
„Hvernig kanntu við þig?“
Hún leit á mig: „Vel“
Dyravörðurinn kom með
ferðatöskurnar hennar. .,Hve-
nær verð ég skoðuð?“ spurði
Pat hjúkrunarkonuna.
„Fyrir hádegi á morgun. Þér
ættuð að fara snemma að sofa
í kvöld, svo að þér verðið ó-
þreyttar“
Pat lagði kápuna á snjóhvítt
rúmið. Yfir höfðalaginu hékk
óskrifað hitaspjald. Eg spurði,
hvort hér væri sími. Hún sagði
að tengill væri í herberginu,
ekkert vantaði nema símatól-
ið sjálft.
„Á ég ekki að gera neitt sér-
stakt í kvöld?“ spurði Pat.
Hjúkrunarkonan hristi höf-
uðið. „Ekki neitt í dag. Yður
verða ekki gefnar neinar regl-
ur fyrr en búið er að rannsaka
yður. Það verður klukkan tíu.
Eg sæki yður“.
Það varð undarlega hljótt í
herberginu, þegar hjúkrunar-
konan var farin. Pat stóð við
gluggann og horfði út.
„Ertu þreytt?“ spurði ég.
Hún sneri sér að mér. „Nei,
ég er ekki þreytt. Eg hef ekki
tíma til þess“,
„Ætlarðu að hafa fataskipti,
eða eigum við að fara niður
strax? Það er líklega bezt að
við förum niður dálitla stund
fyrst“.
„Já, það er bezt“.
Við fórum niður í hljóðlausu
lyftunni og settumst við borð
niðri í salnum. Skömmu seinna
. kom Helga Guttmann með
kunningjum sínum. Hún talaði
mikið og var ofsakát. En kæti
hennar var dálítið uppgerðar-
leg. Mér þótt vænt um. að Pat
skyldi þegar hafa eignazt kunn
ingja. Fyrstu dagamir eru allt-
af erfiðastir.
XXIV.
Viku síðar fór ég heim. Eg
gekk beina leið frá jámbrautar
stöðinni til verkstæðisins. Það
var komið kvöld. Mér fannst
að minnsta kosti ár síðan ég
hafði farið með Pat.
Köster og Lenz sátu á skrif-
stofunni í verkstæðinu.
„Þú kemur á réttu augna-
bliki“, sagði Gottfried.
„Lofaðu honum að komast
inn úr dyrunum fyrst“. sagði
Köster. „Hvernig líður Pat?“
„Eins vel og hægt er að bú-
ast við. En segið þig mér strax,
hvað hefur komið fyrir“
Það var þá viðvíkjandi bíln-
um, sem við höfðum gert við
og skilað fyrir hálfum mánuði.
Nú hafði Köster farið til að
sækja vinnulaunin. En þá kom
það í ljós, að eigandi bílsins
hafði allt í einu orðið gjald-
þrota og bíllinn hafði fylgt
þrotabúinu.
„Hvað gerir það?“ sagði ég.
„Við förum þá bara til trygg-
ingafélagsins“.
„Það ætluðum við líka“,
svaraði Lenz þurrlega. „En
bíllinn er ekki tryggður Það
var Otto sagt í dag. Þetta fá-
um við fyrir að gera miskunn-
arverk á sjúkum og særðum og
leggja okkur í lífshættu fyrir
bílskrjóðinn. Þama töpum við
fjórum þúsundum“.
„Hvað eigum við að gera,
Otto?“ spurði ég.
„Eg hef gert kröfu til þrota-
bússtjóranna. En ég hef ekki
von um, að það beri mikinn
árangur“.
„Eini árangurinn verður, að
við lokum verkstæðinu“, sagði
Gottfried.
„Ef til vill“, sagði Köster.
Lenz stóð á fætur. ..Ojæja.
Við höfum séð hann svartari.
Nú held ég að ég fari á kreik
með bílgarminn og reyni að
nurla saman fáeina aura“.
Við Köster sátum kyrrir enn
um stund. „Við höfum verið
-fjandi óheppnir 1 seinni tíð“,
sagði ég.
„Eg er gamall hermaður og
hef ekki áhyggjur af því sem
liðið er. Það er nóg samt. Hvern
ig er annars þama uppi á hæl-
inu?“
„Það væri sannarleg Paradís,
ef enginn væri veikur, þar er
sólskin og snjór“.
Hann rétti úr sér. „Sólskin
og snjór. Það er næstum ótrú-
legt“.
„Þar er allt ótrúlegt" sagði
ég-
„Hvar verðurðu í kvöld?
spurði hann og horfði á mig.
Eg seig saman í herðunum,
uppgefinn og viljalaus. „Fyrst
sæki ég farangurinn minn á
stöðina“.
„Og ég fer héðan bráðum.
Kemur þú líka á barinn á eft-
ir?“
„Já, hvað ætti ég annars að
gera?“
— — Eg sótti ferðatösjcurn-
ar og opnaði forstofuhurðina
heima hjá frú Zalweski eins
hægt og ég gat. Mig langaði
ekki til að hitta neinn. Mér
heppnaðist líka að komast inn
í herbergi mitt, án þess að frú
Zalweski yrði á vegi mínum.
Eg sat þar um stund. Blöð og
fáein bréf höfðu komið, með-
an ég var í burtu. Bréfin voru
prentað mál. Enginn var vanur
að skrifa mér. En hér eftir
muni ég fá bréf, hugsaði ég.
Seinast þvoði ég mér og hafði
fataskipti. En ég tók ekki upp
úr töskunum.. Mér þótti eins
gott að eiga eitthvað ógert,
þegar ég kæmi heim í kvöld,
og yrði aleinn. Eg leit ekki
inn í hitt herbergið, þó að ég
vissi, að allt væri þar eins og
Pat skildi við það. Eg gekk
hljóðlega fram ganginn aftur
og komst út óáreittur.
Síðan fór ég inn á Kafé Int-
ernational, til að fá mér eitt-
hvað að borða. Alois stóð í dyr-
unum. „Eg átti þá eftir að lifa
það að sjá þig aftur“, sagði
hann.
„Já, á endanum koma allir
hingað aftur“, svaraði ég.
Rósa sat við borð hjá þrem-
ur öðrum stúlktím. Þær voru
komnar úr fyrsta leiðangrinum
og ekki farnar í þann næsta.
„Drottinn minn. Ert þú hér,
Robert?“ sagði hún.
„Spurðu mig ekki allt of mik-
ið. En þú sérð, að ég er hér, og
sennilega verð ég hér áfram“
„Berðu höfuðið hátt“ sagði
hún og horfði rannsakandi á
mig. „Þetta batnar allt. Tím-
inn læknar allt. Og svo er það
búið“.
„Já, það er satt. Það er sá
mesti sannleikur, sem til er í
þessum heimi“.
„Það getur Lilly borið vitni
um“, sagði Rósa beizklega og
nú fyrst tók ég eftir þvi, að
Lilly sat við hlið 'hennar.
„Hvað er þetta, Lilly?“ sagði
ég. „Hvers vegna ert þú hér?
Þú ert gift kona ög átt að véra
heima“.
Lilly svaraði engu. „Heima“,
sagði Rósa háðslega, „Jú, það
gekk allt eins og í sögu — í
ást og eindrægni, meðan Lilly
átti peningana sína, og fortíð
hennar var gleymd og grafin.
En hvað entist sú dýrð lengi?
Eitt misseri. Þá hafði hann náð
síðasta skildingnum af henni og
var orðinn vel stæður, einmitt
vegna þessarra peninga. En þá
var hann líka orðinn of fínn
til að vera kvæntur götustelpu.
Þá lézt hann allt í einu hafa
komizt að því sanna og krafð-
ist skilnaðar. En peningarnir
voru auðvitað famir sína leið“
„Hvað var það mikið?“ spurði
ég-
„Fjögur þúsund mörk. Það er
ekkert smáræði. Hvað heldurðu
að hún verði að sænga hjá
mörgum dónum, áður en hún
fær þá upphæð aftur?“
„Fjögur þúsund mörk. Það er
ekkert smáræði á þessum tím-
um“.
Rósa horfði rannsakandi á
mig. „Spilaðu nú Robert, til að
koma okkur í betra skap“.