Þjóðviljinn - 11.03.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.03.1945, Blaðsíða 7
Sunnudagur 11. marz 1945. 7 Mikkjel Fönhus: Hrakningar b jóraf jölskyldunnar um svignuðu. Stórir dropar dundu ótt og títt á vatns- fletinum. Hagamús smaug eins og örskot inn í holu sína og fuglarnir leituðu sér skjóls, þar sem skógarlimið var þéttas't'. En niðri í bjórabælinu var grafið og grafið. Loksins kom mjótt höfuð í ljós upp úr rústunum. Illviðrið lamdi bjórinn í framan, en hann var kuldan- um feginn. Ekkert þeirra hafði þorað að hreyfa sig all- an daginn og það var vont að liggja undir rústunum. En nú voru þau bara sex eftir. Börnin höfðu verið fimm. En eitt þeirra hafði farið af forvitni niður í bæl- ið, rétt áður en ósköpin dundu yfir. Nú var bælið allt í rústum og aumingja, litli bjórinn var horfinn. Þau hefðu getað komizt upp um göngin í urðinni, en það þorðu þau ekki. Þau höfðu verið hrædd um, áð einhver óvinur biði þeirra þar — þessi óvinur, sem hafði gengið þunglamalega yfir húsið þeirra, barið það u’tan og seinast komið þessu hræðilega af stað. Bjórapabbi lá lengi kyrr með höfuðið upp úr mold- inni, án þess að þora að skríða alveg upp úr. Hann þef- aði í allar áttir og horfði í kringum sig en varð einskis var. Þá skreið hann loksins upp úr og settist á stein. Enn horfði hann hræddur í kringum sig og var viðbú- inn að stinga sér niður í holuna aftur, ef hann yrði ein- hvers var. Trén og steinarnir voru alveg eins og þau áttu að sér. En það var ekki sjón að sjá húsið hans. Það var ekkert hús — allt rifið og tætt. Bjórapabbi gaf frá sér lágt hljóð: „Öhö! Öhö!“ hon- um var svarað í sama tón niðri í jörðinni. Einn ung- inn stakk höfðinu upp úr holunni. Svo kom annar — Þriðji — fjórði. Mamma þeirra hafði ýtt þeim á undan sér. Seinast kom hún sjálf og þau löbbuðu öll niður að tjörninni. Nú voru þau ekki nema sex. Þau stungu sér til sunds og syntu lengi. Þau voru hálf hrædd við að koma í land. Seinast fóru þau þó upp á bakkann og nöguðu trjábörk, því að þau voru orðin svöng. Um sólaruppkomu voru þau öll lögð af stað. Þau* fóru upp lækinn, sem rann í tjörnina og kom langt of- an úr^ dölum. Víða voru djúpir hyljir og þar var gott að vera á ferð. En sums staðar voru fossar í læknum og þá urðu bjórarnir að fara á land og ganga. Þau höfðu verið hrakin frá heimili sínu og voru að leggja upp í langa ferð, til að leita sér hælis. Bjóramamma vissi um stað og var að leita að hon- um. Hún hafði farið eftir þessum læk einu sinni í fyrra, áður en hún settist að við Litlutjörn. Hún fór á 1 undan og hin komu öll á eftir henni. Þau voru á ferð allan daginn og það var komið langt fram á nótt, þegar lækurinn tók enda og þau komu að djúpri, dökkri tjörn, undir háum, skuggaleg- um hömrum. — Hún hét líka Svartatjörn. Það var ekkert líkt því, að menn gætu átt erindi að Svörtutjörn, eða jafnvel fundið hana. Skógurinn var svo þéttur, að aldrei sást tunglsljós í honum fyrr en tunglið var komið hátt á loft. Þar voru hólar, dalir og urðir. Allt var hvað öðru líkt, — engir langir ásar sem gott hefði verið að rata eftir. Þar óx ekkert berja- lyng, aðeins birki og ösp. Hér var gott fyrir bjóra að eiga heima. ÞJÓÐVILJINN ERICH MARIA REMARQUE: VINIR þegar við skildum. „Nú er ég búinn að átta mig“. „Næst skal ég kenna þér, að aka á krókóttum vegi“, sagði hann. „Það er gott. Góða nótt“. „Sofðu vel“, sagði Köster. „Karl“ brunaði burt. Eg gekk upp þrepin. Eg var dauð- þreyttur en fulkomlega róleg- ur. XXV. í nóvemberbyrjun seldum við citroenbílinn. Þá peninga notuðum við til að reka verk- stæðið fyrst um sinn. En dýr- tíðin og erfiðleikarnir uxu með hverri viku. Við gátum lítið benzín selt og það var tæpast um nokkrar viðgerðir að ræða heldur. Eina atvinrtan var að aka bílnum. En það dugði ekki handa þremur. Þess vegna tók ég því með þökkum, þegar hó- teleigandinn. á Kaffé Inter- national bað mig að leika á hljóðfæri á hverju kvöldi all- an desembermánuð. Hann hafði haft heppnina með sér undan- farið. Sláturfélagið var farið að hafa fundi sína í einni hliðar- stofunni 1 hvérri viku. Svo kom Hrossakaupmannafélagið Og loks Almenna líkbrennslufélag- ið. Gestirnir vildu ólmir hlusta á hljómlist og ég samdi við hóteleigandann um, að ég fengi tíu mörk fyrir kvöldið. Þar að auki átti ég að fá öl og romm ókeypis. Eg þurfti því ekki að keppa við Köster og Lenz um að aka bílmim. Mér var þetta líka bezt sjálfum. Annars veit ég ekki, hvernig ég hefði eytt kvöldun- um. Pat skrifaði mér stöðugt. Eg beið alltaf með óþreyju ‘ eftir bréfunum. En þegar skammdeg ið kom og dagarnir voru orðn ir svo stuttir, að ekki var orð- ið bjart um hádegi, fannst mér allt svo dapurt og drungalegt, að mér datt oft 1 hug, að Pat væri hætt að hugsa um mig og öllu væri lokið milli okkar Þetta var orðinn svo langur tími, síðan hún fór, að ég var hættur að gera mér grein^ fyr- ir, hvort hún mundi nokkurn tíma koma aftur. Svo komu þessi óendanlegu löngu, ‘döpru kvöld. Eg átti 1 ekki á öðru skárra völ en þvaðra við götustelpur og hrossaprangara og drekka langt fram á nætur. — — Hóteleigandinn hafði fengið leyfi til að hafa opið á aðfangadagskvöld. Þá ætluðu allir piparsveinar hinna ýmsu félaga að gera sér glaðan dag. Formaður Sláturfélagsins, Stef- án Grigoleit, gaf tvo grísi til veizlunnar og saltað flesk þar að auki. Hann var ekkjumað- ur, hafði misst konuna fyrir hálfu öðru ári, var veikgeðia og langaði til að eyða aðfanga- dagskvöldinu 1 vinahópi. Hóteleig'andinn kom með fjögra metra hátt grenitré og það var sett framan við veit- ingaborðið. Rósu var falið að skreyta tréð. Hún var alltaf fremst í flokki, þegar þurfti að prýða eitthvað eða lagfæra Marion var þar líka og Kiki. Samkvæmt eðlisfari sínu hafði hann vit g skreytingum. Þau byrjuðu á verkinu um miðjan dag og höfðu til umráða feikn af glitrandi baðmull, kertum, marglitum kúlum og englahári. Enda -varð tréð hið prýðileg asta. Og loks voru hengdir á það nokkrir sykurgrísir — Stef- áni Grigoleit til virðingar. — — Eg hafði lagt mig út af seinni hluta dagsins. Þegar ég vaknaði var orðið dimmt og ég áttaði mig ekki á hvort held ur var kvöld eða morgunn. Mig hafði dreymt eitthyað, en ég mundi ekki hvað það var. En það var eins og ég kæmi langt að og heyrði þunga hurð falla á eftir mér. Þá var barið að dyrum. Hurð- in opnaðist og frú Zalweski kom inn. Ljósbirta féll inn um dyragættina. „Lohkamp", hvísl'aði hún með skjálfandi röddu. „Frú Hasse er komin. Eg treysti mér ekki til að segja henni það. — Þér verðið að gera það. Heyrið þér það. Þér verðið að geia það“. Eg hreyfði mig ekki, því að ég var ekki vel vaknaður. „Sendið þér hana tU lögreglunn ar“, sagði ég. „En heyrið þér nú, Lobkamp. Það er enginn heima í húsinu og hún veit ekki neitt. Þér er- uð þó kristinn maður“. „Jæja, þá það“, svaraði ég önugur. „Eg skal koma“. Fríða stóð í eldhúsdyrunum kófsveitt af forvitni. „Hún hef- ur hegrafjöður í hattinum og demantsbr j óstnál“, hvíslaði hún. „Þér verðið að sjá um, að eldhússniftin hlusti ekki“ sagði ég við frú Zalweski og hélt áfram inn í herbergi Hasse hjónanna. Frú Hasse stóð við glugg- ann. Hún sneri sér snöggt við þegar ég kom inn. Hún hafði búizt við öðrum manni inn úr dyrunum. Það var heimskulegt. en ég leit fyrst á hattinn og brjóstnálina. Það var rétt hjá Fríðu. Hatturinn var afar vand- aður — brjóstnálin tæplega eins. Konan var öll afar stáss- leg, eins og hún vildi sýna, að hún hefði efni á að klæða sig fyrirmannlega. Yfirleitt var út lit hennar mun betra en það hafði verið, meðan hún átti hér heima. „Hasse vinnur auðvitað eftir- vinnu, þó aðfangadagskvöld sé“, sagði hún háðslega, Eg hristi höfuðið. „Hvar er hann? f sumar- leyfi!!“ Hún gekk á móti #nér og vaggaði í mjöðmunum. Hún angaði af alltof sterku ilm- vatni. „Við þurfum að gera upp reikningana. Eg á líka ýmis- legt hérna“. „Þér eigið það allt“, sagði ég. Hún starði á mig. „Hann er dáinn“, sagði ég. Eg hefði viljað segja það öðruvísi — hægt og rólega. En ég vissi hvort eð var ekki, hvemig ég átti að haga mér í þessu máli. Þar að auki var ég sljór eftir svefninn. Fyrst hélt ég að hún munai velta á gólfið. En hún datt ekki. Hún bara stóð í sömu sporum og starði á mig. „Er hann — er hann — ?“ Hattfjöðrin titraði. Aðra hreyfingu var ekki að sjá á frú Hasse. En allt í einu — ég vissi ekki hvernig það vildi til — sá ég stásslegu konuna með allt ilm- vatnið visna og yerða að gam- almenni frammi fyrir mér. Stærilætið og sigurgleðin hvarf úr svip og hreyfingum. And- litsdrættir hennar urðu slakir. Hrukkur komu í staðinn. Hún fálmaði eftir stól og settist. Þetta var þreytt og gömul kona. „Hvað var að honum?“ spurði hún. En varir hennar bærðust varla. „Hann dó skyndilega“ sagði ég. „Mjög skyndilega“. Hún hlustaði ekki á mig. horfði bara framundan sér, neri saman höndunum og hvísl- aði: „Hvað á ég nú að gera? Hvað á ég nú að gera?“ ' Eg þagði um stund. Þetta var óviðfeldið. Seinast sagði ég, að hún gæti sjálfsagt farið aftur þangað, sem hún hefði verið. Að minnsta kosti væri ekkert unnið við, að hún tefði lengi hér. „En nú horfir þetta allt öðru vísi við“, sagði hún, án þess að líta upp. „Hvað á ég eiginlega að gera?“ Eg sagði aftur, að hún ætti áreiðanlega einhvern að sem hún gæti farið til aftur og sagt honum hvernig komið var, eft- ir hátíðina gæti hún svo farið á lögreglustöðina og sótt pen ingana. „Peninga!" endurtók hún skilningslaust. „Hvaða pen- inga?“ „Það eru æði miklir pening- ar. Tólf hundruð mörk“. Hún, hóf höfuðið og augu hennar urðu æðisgengin. „Það er ekki satt“, sagði hún áköf. ,„Nei, það getur ekki verið. Haldið þér ekki að það sé mis-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.