Þjóðviljinn - 20.03.1945, Side 2
Þriðjudagur 20. marz 1945.
ÞJÓÐVILJINIT
3
Lj)r
LÍFI ALÞÝÐUNNAR
A 8BEhI
OVERNIG lízt þér á veðr-
ið?“ spyr ég Grím
grenjaskyttu, sem situr á eld-
hússtólnum, líkari fatahrúgu
en manni og fæst við þriðj?.
kaffibollann með hægri hendi,
en með þeirri vinstri ryðst hann
hart um á lummudiskinum
með miklum árangri mér tii
lítillar ánægju. „Útlitið er
kuldalegt, og nú gildir ekkert
nema klæða sig vel. Farðu í
fjórar peysur og stóra frakk-
ann, og svo má sá gamli vor-
kenna þér í minn stað. En
flýttu þér að komast í leppana
og hella í þig kaffinu, því að
við þurfum að komast sem
fyrst upp eftir“. Grímur sagði
víst satt, það var bezt að klæða
sig vel. Enda var nú hvíta-
sunnuhret gengið í garð.
Grenjandi norðan stórviðri með
nístandi kulda. Þokubakkinn,
sem stöðugt hefur farið vax-
andi, eftir því sem liðið hefur
á daginn, ógnar með snjókomu
með kvöldinu. Það væri sann-
arlega notalegri tilhugsun að
mega halda sig innan veggja,
en hírast upp á heiði, svefn-
laus og kaldur, og eiga ekki
afturkvæmt til byggða með
fullri sæmd, fyrr en okkur hef
ur tekizt að gjöreyða heimili
einnar blásnauðrar fjölskyldu
heiðarinnar. í nótt og ef til vill
næstu nætur áttum við að
liggja á greni.
Lágfóta hafði g'ert ónotalega
vart yið sig undanfarna daga
Sex eða sjö ær höfðu komið
lámblausar heim, og sumar
þeirra báru þess merki, að þær
hefðu komizt í tæri við skolla.
í gær, á hvítasunnudag, var
hafin leit að greninu, og fannst
það.
Grenjaskyttunni var þegar
gert aðvart, en hún hlýddi kalli
slnu þegar í stað, sem góðum
embættismanni ber. Grímur var
skyttan, en ég var fenginn hon-
um til aðstoðar. Ekki var það
þó fyrir kunnáttu mína í þess-
um efnum, því að ég hafði
aldrei legið á greni og aldrei
banað tófu. En ég var kunnug-
ur á grenstaðnum og líklegri
til að þola kuldann en maður
sá, sem vanur var að vera með
Grími og var í raun réttri að-
alskyttan. En hann var nú far-
inn að eldast og treysti sév
ekki til að liggja í svona veðri.
Hélt ég á byssu hans með mér.
Grímur sagði það mannlegra
að hafa eitthvað í hendinni.
Segir nú ekki af okkar ferð,
fyrr en við nálguðumst gren-
staðinn. Tók Grímur þá að
spyrja mig í þaula um alla
staðháttu, og ég leysti úr öllum
spurningum eftir beztu getu.
Þar næst kom langur pistill um,
hvað ég ætti að gera og hvað
ég mætti ekki gera.
Hljóðaði hann eitthvað á
þessa leið:
Við skulum láta skothylkin
í, en gæta þess vel, að öryggið
sé í lagi. Svo skulum við læð-
ast eftir lægðinni í áttina til
grenisins. Við verðum að fara
varlega, svo að ekkert heyrist.
Eitt misstig eða annað lítið ó-
happ getur kostað okkur mikla
fyrirhöfn. Ef þú kemur auga á
rebba, þá gerðu hér strax að-
vart, en umfram allt hávaða
laust.
Eg tel mig nú hafa numið til
fulls þessa grenjafræði og legg
af stað beint á grenið.
En ég hef ekki farið langt,
þegar þrifið er um handlegg
mér heldur óþyrmilega-
Hvað hafði ég nú gert?
„Ertu alveg bandvitlaus",
hvíslaði Grímur. „Við verðum
að fara hina lægðina, svo að
vindurinn standi af greninu
Hann er lyktnæmur skal ég
segja þér“.
Við læðumst nú eftir ýms
um krókaleiðum upp í urðina,
og tók ég það ráð, að halda
mig að baki húsbóndans, svo
að ég gerði enga bölvun með
fram'hleypni minni.
Eins og áður er getið, var
grenið í urð, og voru grenis-
munnarnir margir. Þetta var til
hagsbóta fyrir íbúa þess, er.
miður heppilegt fyrir okkur.
Víðsvegar um urðina gat að
líta ræfrildi af lömbum og fugl-
um, og sýndi aðburðurinn það
greinilega, að þarna var aflað
með ötulleik.
Grímur skoðar allt nákvæm
lega og reynir að gera sér sem
gleggsta grein fyrir öllu: Hvort
dýrin munu vera inni, hvað
hvolparnir séu gamlir, um
hvaða holu þau munu leggia
leið sína o. s. frv. Að síðustu
rennir hann aðgætnum, vökul-
um augum veiðimannusins yf-
ir umhverfis og bendir mér svo
að koma á eftir sér.
En mér er öðruvísi farið.
Hugurinn hvarflar frá einu til
annars. Áður en ég veit af, er
ég farinn að bera kjör þessara
villtu öræfabarna saman yið
kjör okkar mannanna- Það
leynir sér ekki, að hér búa
engir miðlungar. Hér er aflað,
svo að ekki skortir. Þá, sem
hér búa, hlýtur að bera hátt á
þingum félaga sinna. En með
þessu framferði sínu hafa þeir
nú kveðið upp dóm sinn. Þann
dóm, sem við Grímur eigum
nú að fullnægja. Harðan, misk-
unnarlausan dóm. Og þó vav
hér aðeins aflað daglegs brauðs
fyrir sig og sína, en engu safn-
að eða eytt fram yfir nauðsynj-
ar.
En ef hér byggi nú einhver
velmetinn borgari okkar mennt
aða þjóðfélags, hvernig mynd
um við dæma hann? Jú, hon
um myndi hælt og hrósað á
hvert reipi fyrir dugnað, ráð-
deild og framsýni. Og væri
hann hæfilega aldinn að árum,
myndi hann áreiðanlega hafa
verið sæmdur einhverjum virðu
legum krossi. Það mundi ekki
vera sérstaklega um það rætt,
þótt eitthvað af aflanum hans
væri ekki betur fengið en
lambsræfrildin þarna í urðinni
Nei, þjóðfélagið mundi áreiðan-
lega sjá sóma sinn í því að sjá
jafn aflasælum sóknara fyrir
betri og fullkomnari aðstöðu til
nýrra fanga og þoka honum
feti ofar í stiga metorðanna
Og seint mundi okkur Grími,
fátækum bónda og umkomu-
lausum afdala unglingi, hlotn-
ast sá heiður að stíga fæti okk-
ar á eignarlóð hans.
En það er nú sitt hvað að
vera refur á fjórum fótum og
eiga greni í gróðurlausri urð
inni á íslenzkri afrétt, en vera
á tveimur og búa í lúxusvillu
borgarinnar.
Voð erum nú komnir að litlu
þaklausu grjótbyrgi, sem er
skammt frá greninu- Það hef-
ur verið hlaðið fyrir löngu síð-
an og ætlað til að skýla skot-
manni. í byrginu liggja tveir
steinar.
„Þægileg sæti“, hugsa ég
strax.
Við komum okkur nú sem
bezt fyrir í byrginu. Eg læt
vera mitt fyrsta verk að hag-
ræða bakpokanum mínum, því
að í honum áttum við kaffi á
geymum og eitthvað fleira.
En Grímur einblíndi á urðina
með byssuna á hnjánum.
Þannig biðum við, óratíma
að mér fannst, hreyfingarlaus-
ir og steinþegjandi. Eg var far
inn að finna til stirðleika og
kulda, en þorði mig hvergi að
hræra. Allt í einu sá ég eitt-
hvað bærast skammt frá okkur
í urðinni. l£g hnippti í félaga
minn. Hann tók viðbragð, og
um leið var byssan komin í
sikti. Mikil og voldug tvíhleypa.
Ekki datt mér í hug að
hreyfa mitt vopn.
Þarna kom rebbi aftur í ljós
neðar í urðinni, en aðeins brot
úr sekúndu. Nú skaut hann
framlöppunum upp á stein.
sperrti eyrun og starði í áttina
til okkar. Hann hafði auðsjáan
lega orðið okkar var.
Eftir augnablik myndi hann
verða horfinn í urðina.
Eg leit til Gríms, ætlaði hann
ekki að skjóta? Um leið sá ég
vísifingur hægri handar krepp-
ast um gikkinn, því fylgdi ör-
lítill smellur. Byssan hafð:
klikkað. Samtímis tók rebbi
undir sig stökk og þaut af stað.
„Ekki er hann bráðfeigur“,
hugsaði ég.
En í sama bili kvað við hár
hvellur. Eg hrökk við, því að
ég átti ekki von á, að Grím-
ur reyndi að skjóta aftur, þeg-
ar rebbi var kominn á harða
sprett.
Skerandi ýlfur og dýrið kast-
aðist til hliðar, brölti síðan af
stað með aflyana afturfætur
Grímur hljóp á eftir, og þeir
hurfu suður í lægðina.
Brátt kvað við annað skot,
og eftir nokkrar mínútur kom
Grímur og hélt á máttvana
líki fjallabúans.
„Þetta gekk nú bærilega, ref-
urinn unninn, og þá hlýtur tæf
an að nást líka, sennilega er
hún inni og þurfum við varla
að vonast eftir að sjá hana í
bráð“, sagði Grímur um leið
og hann settist í byrgið og fór
að leita að tóbaksglasinu sínu.
En ég gat ómögulega glaðzt
eins fullkomlega yfir þessum
sigri og hann. Hvort það stafaði
af barnslegri viðkvæmni eða ég
var þetta kjarbminni en aðrir,
að ég þöli ekki að sjá blóð án
þess að vikna, yeit ég ekkv
Ef til vill var það líka af því,
að það var Grímur, sem skaut,
en ekki ég.
En ég gat ekki gleymt ang-
istarveininu, er dýrið rak upp,
þegar skotið hitti.
Var það sársauka og hræðslu
óp helsærðrar skepnu, eða var
það hinzta kveðja og aðvörun
viti gæddrar veru til þeirra,
sem það unni?
Við bjuggum nú aftur um
okkur í byrginu. En brátt fór
kuldinn að gera alvarlega vart
við sig. Það þurfti hlý og góð
föt og haldgóðan skjólvegg til
þess að verjast þeim fjanda, í
stórviðri, frosti og kafalds
fjúki, þegar setið er hreyfing
arlaus í grágrýtisurð uppi á
heiði. Lágum við þarna alla
nóttina, en urðum einskis var-
ir.
Um morguninn kom okku"
saman um að skreppa heim, ef
hestarnir væru ekki farnir. Fór
ég nú að svipast eftir þeim og
fann þá brátt.
Héldum við nú heim og kom-
um ekki aftur í grenið fyrr en
undir kvöldið. Enn var sami
kuldinn og var því lítið til-
hlakk að liggja þarna næstu
nótt, og ekki bætti það úr, að
nú vorum við ósofnir, en um
annað var ekki að gena.
Við höfðum ekki verið þarna
lengi, er ég tók að dotta og
hálfsofa upp við grjótvegginn
annað slagið, en á Grím virt-
ist ekkert bíta. Hann bara tók
í nefið og saup á kaffibrúsan-
um, þegar svefninn og kuldinn
fóru að angra hann.
„Djöfull að mega ekki fá sér
í pípu“, heyrði ég hann eitf
sinn tauta > við sjálfan sig-
„O, láttu það bara effir þér“,
bætti ég við.
„Má ekki. Það kemur reykj
arlykt“.
Klukkan var farin að ganga
fimm og ennþá höfðum við ekki
orðið varir við lágfótu. Eg var
orðinn kaldur, syfjaður og
hundleiður að hanga þarna og
fyrir löngu síðar hættur að
geta fest augun á þeim stað,
sem mér var ætlað.
Allt í einu sá ég, að Grímur
tók að iða og losa sig við
vettlingana og um leið bar
hann byssuna upp að öxlinni.
Nú hlaut hann að hafa orð-
ið einhvers yar.
Jú, niðri í urðinni kom ég
auga á tæfuna, þar sem hún
stiklaði varfærnislega milli
steinanna. Hún var auðsjáan-
lega að ráða það við sig, hvort
hún ætti að hætta sér lengra
eða snúa við.
En nú var eins og hún hefði
orðið einhvers vísari um návist:
okkar. Hún stakk sér á kaf í
urðina.
„Helvízk“, tautaði Grímur.
„Ekki get ég láð henni, þótt
hún færi inn aftur. Eg mundi
hafa gert það sama“ Eg gat
ekki setið á mér að stríða hon-
um ögn, þegar ég sá vonbrigðir:
í svip hans.
Um hálf klukkustund leið án.
þess nokkuð bæri til tíðinda.
Þá kom hún aftur í ljós, en
þá á öðrum stað. Hún stefndi
nú austur úr urðinni, þefandi
og skimandi í allar áttir.
Eg virti hana fyrir mér. Átti
ég að miða á hana byssunni.
Nei, færið var of langt, og
svo var það Grímur, sem átti
að hafa veg og vanda þessa
starfa.
Og þótt í mér væri veiðihug-
ur, þá hálfóskaði ég þess, að
hún slyppi.
Þá kvað við skot. Tæfan kast-
aðist til og þaut austur á mel-
inn, og hvarf þar sjónum
okkar.
„Fallega lá hún“, sagði ég
við Grím, þar sem hann stóð
bölvandi og var að plokka tóma
skothylkið úr byssunni með
vasahnífnum sínum.
„Færið var of langt. Hefur
líklega ekkert komið í hana.
Þó sýndist mér hún vera lappa
brotin“, tautaði hann niður í
bringu sína-
„Þú hefur auðvitað hugsað
sem svo, að hún myndi deyja
úr hræðslu, þegar höglin
glymdu í grjótinu“, skaut ég
inn í.
„Ekki var það nú. En hún
verður ekki lengi í burtu frá
svona ungum yrðlingum, þótt
hún yrði hrædd. Hitt má sín
meira að komast til þeirra aft-
ur. En þegar hún kemur verð-
um við að vera viðbúnir að
taka á móti henni, en mundu
nú að nota byssuna, ef þú færð
tækifæri. Eg hef séð þig skjóta
svartbak o. fl., og þú getur
eins miðað á tófu. Stattu þig
nú. Eg verð hér ofar“.
Mitt var að hlýða. Eg' lagð-
ist niður í stóra gjótu og reyndi
að koma mér þar sem bezt fyr-
ir. Alllangur tími leið án þess
ég yrði nokkurs var. Mér var
orðið óhægt að liggja þarna-
En þá sá ég, hvar tæfa kom í
ca. 500—600 faðma fjarlægð.
Hún fór í langan hálfhring um
urðina nokkrum sinnum og
Framh. á 5. síðu.
★ EFTIR
Jens Gudmundsson
frá Kinnarstöðum.