Þjóðviljinn - 20.03.1945, Side 3
2
Þ TÓÐV3 LJ INN
Þriðjudagur 20- marz 1945.
Kaupkúgunaraðferðin
á Eyrarbakka
Að gefnu tilefni, langar mig
að skýra frá aðdraganda og
gangi hinnar svokölluðu frysti-
hússkaupdeilu hér á Eyrar-
bakka, þar sem mér og fleir-
um er borið á brýn að við sé-
um að setja fótinn fyrir það
mikla menningarfyrirtæki og
lífæð plássins, eins og þeir kom
ast að orði form. Verkamanna-
félagsins og framkvæmdastjóri
frystihússins, þeir heiðurssam-
herjar í þessu máli.
Þegar frystihúsið tók til
starfa í fyrsta skipti síðastliðið
vor, kom til kasta Verkamanna
félagsins að semja um kaup og
kjör. Þá var það svo, að það
var samþykkt, að hafa sömu
kjör og voru við Stokkseyrar-
frystihúsið, en það mun hafa
verið í grunnlaun 2-10 kr. á
tímann. En þá var búið að
segja upp samningum þar, og
átti taxtinn að hækka hjá þeim
eins og hanrt gerði. Við geng-
um út frá því að okkar taxti j
fylgdi Stokkseyrartaxtanum
þangað til annar hvor segði
honum upp, en það var ekki
gert og látið afskiptalaust af
Verkamannafélaginu.
Eg vil taka það fram, að ég
xnælti eindregið á móti þessum
samningi og vildi láta félags-
taxtann okkar gilda við frysti-
húsið eins og aðra atvinnurek-
endur hér.
Eg hefði auðvitað átt að
ganga út eins og farið er að
tíðkast hjá krötunum, þegar
þeir eru í minni'hluta, en gerði
það ekki og skrifaði undir þenn
an samning með það fyrir aug-
um að þetta bættist með hækk
uninni á Sto.kkseyrartaxtanum
En þetta var ekki nefnt af
hvorugum aðilanum þar til í
vetur eftir aðalfund, þá kallar
form. Verkamannafél. saman
hina nýkjörnu stjórn og var ba
tekið fyrir kaupgjaldið við
frystihúsið. Þá kom það í ljós,
að meiri hluti stjórnarinnar vill
vinna við sama kaup og hafði
verið greitt áður, og gekk for
maður lengst í því og taldi
húsið (frystihúsið) svo illa statc
að það gæti ekki borgað hærra
-og ekki einu sinni það. Þá lét
hann strax fara að skína í það,
að þeir yrðu að loka húsinu, ef
þeir yrðu að borga hærra kaup
og jafnvel með þessu kaupi sem
var.
Þrátt fyrir þetta var sam-
þykkt tillaga svohljóðandr
„Ákveðið er að hafa sömu kjör
sem borguð eru við frystihúsið
á Stokkseyri, og bera það til
samþykktar undir félagsfund11.
Nokkru seinna er fulltrúa-
ráðið kallað saman og er þetta
mál rætt þar. Á þeim fundi bið
ég form. að skrifa undir fund-
argerðina frá síðasta fundi sem
áðurgreind samþykkt var gerð,
en hann neitar með þeim for-
sendum, að hann sé búinn að
fá aðra skoðun á málinu- En í
millitíðinni hafði hann frétt að
taxtinn hjá frystihúsinu á
Stokkseyri hefði hækkað. Og
hann er með reikninga frá
frystihúsinu hér, og ætlar að
sýna okkur svart á hvítu hvort
húsið gæti borgað fólkinu við-
unandi kaup og síðan kom hann
með lokunarhótanir frá Magn-
úsi Magnússyni, en hann er for-
maður frystihússstjórnarinnar
og er líka í Verkamannafélag-
inu.
Það var engin ákvörðun tek-
in en Kristján lofaði að halda
fund í Bárunni sem hann og
líka gerði til að ræða þetta
mál. Á þeim fundi mætti Magn-
ús Magnússon og las upp alia
raunasogu frystihússins og var
hún heldur bágborin.
Það var raunalegt að sjá þá
báða formennina Kristján og
Magnús, standa upp til skiptis
allan fundinn út og berjast eins
og ljón fyrir jafn lúalegri kaup •
kröfu og þarna kom fram.
Þeir sögðu, að við yrðum að
fórna fyrir þetta menningar-
tæki og lífæð plássins. Það var
fólkið, sem hefur ótryggasta og
lægst launuðu vinnuna sem
átti að fórna, með öðrum orð-
um: við áttum að rétta við
reksturshalla hússins með því'
að vinna fyrir það kaup sem
þessum herrum þóknaðist að
borga okkur og var formaður-
inn okkur ekki slíkur liðsmað -
ur sem Magnúsar í þeirri bar-
áttu, því að þegar einn félags-
maður stóð upp og mótmælti
þessu gerræði þeirra félaga. þá
réðust þeir báðir á hann með
persónulegum svívirðingum. En
ekki treystu þeir félagar sér til
að láta taka neina ákvörðun
þarna á þessum fundi.
Það sýndi sig, Magnús minn,
að það var ekki nóg að tryggja
sér meiri hluta stjórnarinnaT-
eins og kom betur í ljós síðar.
Eg hélt því hinsvegar fram
að það væri ekki rétta leiðin
að eyðileggja félagssamtökin til
að rétta við fjárhagslegan halla
á frystihúsinu. sem við áttum
engan þátt í að gera svona
slæman, eins og þeir félagar
sögðu okkur að væri, en hitt er
vitanlegt að með slíku fram-
ferði eins og þeir komu fram,
væri ekki til að efla húsið, því
að ef það yrði vinna hér i
plássi, eins og gott útlit er fyr-
ir, gæti farið svo að ekki feng-
ist fólk til að vinna í húsinu
fyrir taxta Magnúsar og Krist-
jáns.
Eftir þennan fund boðaði
formaður stjórn og tmnaðarráð
saman og þar var 'samþykkt
með 4 gegn 3 að bjóða stjórn
frystihússins að mætast þanT!-
ig að þeir greiddu kr- 2.27 á
tímann í grunnlaun og félágs-
taxtann að öðru leyti óbreytt-
an, hinsvegar lögðum við til að
taxtinn yrði greiddur óbrevttuf
að öllu leyti, en það var fellt
Síðan var stjóminni falið að
semja við stjóm frystihússins.
en þegar þeir heyrðu þessar
hræð(ilegu kröfuh, þá settu
þeir skilyrði ef þeir ættu að
líta við þessu þ. e. a. s. að borga
kr. 2.27.
Það sem þeir komu með var
þetta:
„Stjóm Hraðfrystihússins á
Eyrarbakka fer fram á við
stjóm Bámnnar að hún beri
undir opinberan fund félagsins
að mönnum yrðu gefnar frjáls-
ar hendur við að vinna eftir-
og helgidagavinnu fyrir sama
gmnnkaupi ef þeir óska þess
og þörf krefur“.
Þegar okkur var afhent
þetta glæsilega svar, varð Krist-
jáni að orði: „Heldur hefði ég
viljað hafa sama lága kaupið.
og þetta hefði ekki komið“.
Þarna blöskraði honum fanta-
skapur stjórnarinnar, en það
kast leið brátt frá, því að á
næsta fundi, þegar þetta svar
var lagt fram fyrir fundinn,
sagðist form. lítið ætla að segja
um þetta plagg, en eitt sagðisc
hann vita, að við myndum
stórþéna á þessu, því að ef við
samþykktum ekki þetta, bá
létu þeir ekki vinna neina eft-
irvinnu eða helgidagavinnu. En
það undarlega skeði, að menn
voru ekki hrifnir af þessari
fjáröflunarleið, nema ef það
hafa verið tveir eða þrír með-
stjórnendur Kristjáns.
Síðan var plaggið borið upp
til samþykktar og var þetta
I indæla tilboð fellt með öllum
greiddum atkvæðum- 3—4 sátu
hjá og það er hægt að ímynda
hér, hverjir það hafa verið.
Síðan var stjórninni falið að
tilkynna stjórn frystihússins
hvaða útreið krafa þeirra fékk
í félaginu og fór Kristján til
Magnúsar. Sagði Magnús að
þeir myndu ekki semja við okk-
ur, en láta þetta mál bíða þar
til aðalfundur yrði haldinn með
hluthöfum og láta þá ákveða
hvort eigi að loka, eða borga
kr. 2.27 í grunnlaun, en ekki
vissi hann hvenær hann yrði
haldinn (en að öllum líkindum
einhvern tíma á þessu ári).
Hann sagðist ekki láta vinna
eftir- og helgidagavinnu, en
það þýddi, sagði hann, að frysti-
húsið tæki ekki við fiski á
laugardögum, svo að bátarnir
gætu ekki róið á þeim dögum.
Fyrir þetta er varaformaður
látinn bera okkur það á brýn,
að við eyðileggjum atvinnu
fólksins bæði á sjó og landi.
Þetta er maður sem talar mest
á milli funda. Slíka dagskrár-
liði er hann látinn annast fyr-
ir þá. Kommúnistagrýlan er hér
enn við líði og‘ nota þeir sér
það af mesta dugnaði.
Svona standa sakir í þessu
máli nú, en Kristján sagði að
fólkið mundi vinna upp á vænL
anlega samninga!!
HAFNFIRÐINGAR! HAFNFIRÐINGAR!
SÖNGSKEMMTUN
heldur
GUÐMUNDUR JÓNSSON
í Hafnarfjarðarbíó miðvikudaginn 21. þ. m. kl.
7,15 e. h.
Við hljóðfærið: Fr. Weisshappel
Aðgöngumiðar seldir í Hafnarfjarðarbíó frá kl. 4
Orrborginní
Næturíæknir er í laeknavarðstof-
unni i Austurbæjarskólanum,
sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunn.
Nýkomin
amerísk, prjónuð ullar-
útiföt á telpur og drengi
Treyja, buxur, húfa og
vettlingar.
Mjög smekklegir litir.
Verzlun
Anna Gunnlaugsson
Laugaveg 37.
Næturakstur: B. S. í. sími 1540
Ljósatími ökutækja er frá kl.
18.50 til kl. 6.25.
Útvarpið í dag:
18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur.
19.00 Enskukennsla, 2. flokkur.
19.25 Hljómplötur: Lög úr óperett
um og tónfilmum.
20.20 Tónleikar Tónlistarskólans:
Tríó ( G-dúr eftir Smetana
(Tríó Tónlistarskólans leikur).
20.50 Erindi: Um sjórnskipun ís-
lendinga. — Dómstólar (Gunn-
ar Thoroddsen prófessor).
21.15 Hljómplötur: Lög leikin á
píanó.
21.20 Upplestur: Tvær smásögur
(Þorsteinn O. Stephensen).
21.45 Hljómplötur: Krikjutónlist.
Það er ekki hagur félagsins
eða frysti’hússins, sem þessir
herrar bera mest fyrir brjósti.
Nei, ónei. Þetta er beint fram-
hald af famkomu Alþýð.uflokks
mannanna á síðasta Alþýðusam
bandsþingi. Það var dagskipun
þeirra um leið og þeir hlupu út,
að skapa innbyrðis sundrung
og öngþveiti í kaupgjaldsmál-
um og yfirleitt öllum hags-
munamálum hvers félags, sem
þeir hafa aðstöðu til að beita
sér í.
Eitt get ég sagt M. M. og
K. G. og þeirra fylgifiskum, að
þeir eru ekki menn til að eyði-
leggja þá einingu sem búið er
að skapa innan verklýðsstéttar-
innar nú á síðustu árum, en
þetta hefur unnizt með þrot-
lausri baráttu fólksins sjálfs.
Nú liggja fyrir mörg og að-
kallandi verkefni, sem við þurf
um að fara að snúa okkur að
og búið er að fela okkur af
félaginu, það eru allt hagsmuna
mál fólksins hér.
Komdu Kristján, við skulum
ganga heilir og ótrauðir að því
starfi og láttu þig það litlu
skipta, hvort það særir hégóma
dýrð stóru kratanna fyrir sunn-
an. Láttu þá sjálfa kyrja út-
fararsönginn yfir sér og fvrir-
alla muni láttu þá ekki raska
sálarró þinni.
Eyrarbakka,
Andrés Jónsson.
TIL
liggur leiðin
MUNIÐ
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
Rðgnar ðlafsson
Hæstaréttarlögmaður
og
löggiltnr endurskoðandi
Vonarstræti 12, sími 5999.
Skrifstofutími 9—12 og 1—5.
> Fjölbreytt úrval !;
? af glervörum, búsáhöldum og 5
5 matvöru. %
í VerzluninNova \
5 Barónsstíg 27. — Sími 4519. í
Iðnnemi
getur komizt að í málara-
iðn og skiltagerð.
SKILTAGERÐIN
Aug. Hákansson
Hverfisgötu 41.