Þjóðviljinn - 27.03.1945, Side 2

Þjóðviljinn - 27.03.1945, Side 2
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 27. marz 1945. Bæjarstjérn Hafnarfjarðar er enn sama sinnis Fyrir nokkru sagði Þjóðviljinn frá þeirri furðulegu ráðstöfun bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar að fyrir- skipa verkamönnum í bæjarvinn- unni að fara í skipaafgreiðslu hve- nær sem er, að öðrum kosti fái þeir ekki bæjarvinnu. GÖMUL DEILA Hafnfirzkir verkamenn telja að með þessari ráðstöfun sé gengið á sjálfsákvörðunarrétt sinn, jafn- framt því að hún sé með öllu til- efnislaus. Deila um þetta atriði varð fyrst s. I. vetur þegar verkamenn voru sendir úr Krýsuvíkurveginum til vinnu við skipaafgreiðslu. Náðist þá samkomulag milli Hlífar og bæj arstjórnarinnar, samkomulag er eigi varð séð annað en báðir aðilar myndu við una, en svo varð þó ekki. Um miðjan fe'brúar sagði bæjarstjórnin verkamönnum stríð á hendur á nýjan leik. ÞETTA VAR EKKI NEITT KOSNINGARLOFORÐ Bæjarstjórnin í Hafnarfirði hef- ur fyrr gefið út ýmiskonar yfirlýs- ingar um það sem hún hyggðist gera. Fyrir bæjarstjórnarkosning- ar hefur hún gefið út ýmsar yfir- lýsingar um liitt og annað, sem framkvæmast skyldi, en það hafa verið kosningaloforð, kosningalof- orð, sem átakanlega oft gleymd- uát að afloknum kosningum (t. d. fleiri togarar fyrir Bæjarútgerðina, báta'höfn o. fl.). En nú var bæjar- stjórninni alvara. Nú skyldu orð bæjarstjórnarinnar ekki ómerk falla. Þeir verkamenn sem mót- mæltu því að láta framselja sig frá einum atvinnurekanda til annars, voru tafarlaust reknir. (Það er ó- neitanlega léttara verk að reka nokkra verkamenn úr bæjarvinn- unni en t. d. byggja .bátahöfn!!). VIRDING Á9GEIRS, LOFTS & CO. FYRIR VILJA VERKA- MANNA Eins og áður er sagt náðist sam- komulag í þessu máli s. I. vetur og verkamenn mótmæltu þessari ágengni bæjarstjórnar á rétt þeirra og brotinu á áður gerðu samkomu- lagi. Verkariiennirnir í bæjarvinnunni mótmæltu. Stjórn Hlífar mót- mælti. Fundur í Hlíf mótmælti. Mótmæli þessi sendi stjórn Hlíf- ar til bæjarstjórnarinnar og lýsti sig reiðulbúna til umræðna um mál- ið. Þessum mótmælum og bréfi Hlíf arstjórnarinnar hefur bæjarstjórn enn ekki svarað. — Það er um- hugsunarefni að á næsta ári eftir lýðveldisstofnunina skuli bæjar- stjórn eins af stærstu bæjum lands- ins á þennan hátt auglýsa van- þekkingu sína á samskiptavenjum siðaðra manna í lýðfrjálsu landi. LEITAÐ TIL IIINS „VEIKARA KYNS“ Fyrir nokkru gerðist býsna ó- venjulegur atburður í þessu máli. Einn þeirra verkamanna sem rekinn hafði verið var kallaður fýr- ir bæjarstjórn og honum sagt að hann gæti fengið bæjarvinnuna aft ur ef hann gengi að skilyrðum bæj- arstjórnarinnar. Verkamaðurinn neitaði. Þá er kona hans boðuð með hon um á fund bæjarstjórnar og mál- ið rætt við þau sameiginlega. Þessir heiðursmenn virðast hafa trúað á gömlu kenninguna um að konan sé „hið veikara kyn“ og myndi hún verða auðsveipari að ganga að skilyrðum en maður- inn. Þetta reyndist misskilningur. Konan sagði blátt áfram að mað- urinn gæti ekki heilsu sinnar vegna unnið hin ýmsu erfiðu störf við skipavinnu. Auðvitað var krafist sannana. Daginn eftir Jagði mað- urinn fram læknisvottorð. — Hann hefur ekki enn verið tekinn í bæj- arvinnuna. HVAÐ VELDUR? Nú mun e. t. v. einhverjum detta í hug, að bæjarstjórnin sé hér að framkvæma nauðsynlega ráðstöfun ti! þess að vinnan við framleiðsluna þurfi ekki að tefjast. Við skulum athuga það nánar. I verkamannafélaginu Hlíf eru 5—600 manns. í bæjarvinnunni í— síðan hún var hafin aftur fyrir kröfu Hlífar •— hafa verið 30—40 manns. Atvinnuleysi hefur vcrið í bænum í allan vetur. Eitthvað af mönnum hefur leitað vinnu annars staðar. Það er því fjarstæða að halda því fram, að þegar frá eru dregnir þeir 30—40 menn, sem i bæjarvinn- unni hafa verið og hinir ér aðra vinnu hafa fengið, að J)á fáist ekki nægir menn til skipaafgreiðslu í Hafnarfirði, þótt þessum 30—40 bæjarvinnumönnum sé ekki skip- að niður á bryggju. Enda hefur það komið fyrir að þeir sem ekki hafa verið í bæjarvinnunni hafa gengið atvinnulausir á sama tíma og bæjarvinnumennirnir hafa verið sendir í skipaafgreiðslu. Auk þess hefur Hlíf lýst því yfir að hún telji að vinnan við framleiðsluna eigi að ganga fyrir og öruggt að nægir menn muni fást til skipa- , afgreiðslu með frjálsu samkomu- lagi. Það var sú tíð, að atvinnurek- endur í Hafnarfirði höfðu öll ráð verkamanna í hendi sér. Undan- farin ár hefur þetta verið á annan veg. Af þessu síðasta fyrirskipana- . brölti bæjarstjórnarinnar verður . ekki annað ráðið en að Jæssir menn stjórnist fyrst og fremst af löng- uninni til þess að láta verkamenn sjá og finna, að enn séu það at- vinnurekendur sem völdin hafa. STÓR LÖNGUN LÍTILLA K4RLA Litlir karlar eru oft haldnir stórri löngun til þess að virðast stórir. Til þess að fullnægja þessari löng- un sinni grípa þeir oft til átak- anlegra örþrifaráða. Slíkt virðist ' Naeturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæ j arskólanum, sími 5030. Ljósatimi ökutækja er frá kl. 19.10 til kl. 6.00. Næturvörður er í Laugavegs Apó- teki. Næturakstur: Hreyfill, sími 1633. 'Útvarpið í dag: 18.30 Dönskukennsla, 1. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur. 19.30 Ávarp um Frakklandssöfnun- ína (Eiríkur Sigurbergsson viðskipafræðingur). 20.20 Tónleikar Tónlistarskólans: a) „Salomo", ouverture eftu' Hándel. b) St. Pauls svíta eftir Holst. Strengjasveit leikur. Dr. Urbantsehitsch stjómar. 20.50 Erindi: Um stjórnskipun ís- lendinga. -— Mannréttindi. (Gunnar Thoroddsen prófes- sor). 21.15 Hljómplötur: Lög leikin á píanó. 21.20 Erindi: Um „Paul Lange og Thora Parsberg" (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21.45 Hljómplötur: Kirkjutónlist. Ritstjóraskipti við Útvarpstíðindi. Páskahefti Útvarpstíðinda er ný- komið út og flytur margskonar efni: Viðtal við Harald Björnsson um þjóðleikhúsið, sem nú er unnið við af kappi, grein um leikritið Paui Lange og Tora Parsberg eftir B Björnsson, er flutt verður í útvarp- ið um páskana undir stjórn frú Gerd Grieg, eru í því tilefni birt ummæli forustumanna Leikfélagsin*1 um störf frúarinnar hér á landi og nokkur orð um Björns. eftir Vilhj. Þ. Gislason (kafli úr grein úr Leik- skrá). Þá er viðtal við Sigurð Ein- arsson um skáldskap, útvarp og heimsviðhorf, grein um Samkór Reykjavíkur og stjórnanda hans, á- samt mynd af kórnum, birt eru um mæli Tómasar Guðmundssonar og Kristmanns Guðmundssonar um no. ræna samvinnu og viðtal við Guð- laug Rósenkranz um næstu viðfangs efni Norræna félagsins. Að lokum má nefna smásögu og afmæliskveðj- ur er fóru á milli þeirra Gísla Ó1 afssonar frá Eiríksstöðum og Jó- seps Húnfjörð,' en þeir skiptust á kvæðum. Þá er þess getið, að með þessu hefti láti þeir Gunnar M. Magnúss og Jón úr Vör af ritstjórn, en við taki Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Þorsteinn Jósepsson blaðamenn. HEIMILISRITIÐ, marzheftið. er kom- ið út, og flytur m. a.: NobelsoerSlaunin, sfðari grein Skúla Þórðarsonar mag. (með mörgum myndum); Kið munum k°ma aftur, sögu um einmana, nýgifta stúlku og freistingar hennar, eftir Anya Seton; Eg gleymi þuí aldrei, sanna frá- sögu hermanns um viðskipti hans við Arabahöfðingja; Gestur á sumarhóteli, gamansaman kafla úr „Rekkjusiðum", ó- prentaðri bók; Berlínardagbók blaÓa- manns, eftir Wiiliam L. Shirer; Skin og skúrir, framhaldssögu eftir Joan Marsh; Dularfulla vitamáliS, glæpamannasögu eftir Michael Hervey og 50 skrítlur og skopsögur. nú hafa hent bæjarstjórnina í Hafn arfirði. Það getur á sinn hátt verið næsta broslegt — en öllu gamni fylgir nokkur alvara. og hafnfirzk- um verkamönnum finnst frekja lít- illa karla hafa þegar gengið nógu langt og mál sé að hún nemi staðar. Ilafnfirzku r verkamaður viat?ptéMurink> Hjátrúarfull þjóð? Ó. Þ. skrifar mér um hjátrú, slúðursögur, drauma o. fl. „íslenzka þjóðin hefur löngum verið hjátrúarfull. Trú hennar á allskonar yfimáttúrlega hluti hefur þó jafnan verið gripin úr lausu lofti og tíðum farið út í öfgar. Með auk- inni þekkingu hefur þó íslenzka al- þýðan, að mestu leyti, losað sig út álögum þessara hindurvitna. En.i er þó til hópur manna hér á landi sem trúir á afturgöngur, anda, vof- ur og spádóma og reynir að koma öðrum til að trúa slíku með sér. Þessar „trúuðu“ sálir reyna sífellt að koma af stað ýmsum furðusög- um án minnsta tilefnis. Oft þarf ekki annað en maður deyi, eðlileg- um dauðdaga, þá er farið á kreik. haldnir „fundir“ og sá látni látinn birtast ættingjum sínum, tala til þeirra o. s. frv. Aðrir þjást sífellt af draumum, sem þeir halda að séu ákaflega merkilegir og sem valda draumamanninum geysilegra áhyggna. Allt þetta er býsna ógeðs- legt fyrir þá, sem verða að um- gangast þetta fólk, eða verður fyrir ásókn þess, án þess að hafa sjálfir áhuga fyrir kuklinu. * „Stríðsyfirlýsingin“ og slúðurberarnir Það er furðulegt hve geysimiklu er hrúgað upp af slúðursögum hér í Reykjavík, jafnt og þétt. Það virð ist vera atvinna fjölmenns hóps manna — og kvenna að ljúga upp allskonar sögum og láta náungann hlaupa með þær. — -Það væri synd að segja, að íslendingar væru ekki skáldhneigð þjóð. — Til hins er verra að vita, að þessar slúðursög- MINNINGAR- OG MENNINGARSJÓÐ UR KVENNA. Gjafir sendar KRFÍ. — Dánargjöf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kr. 2000,00; Gjöf KRFi til minningar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kr. 1000,00; Gjöf frá félagskonum KRFÍ til minningar um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (meðtalin gjöf Landsfundar kvenna kr. 525,00) kr. 3000,00; frá frú Steinunni H. Bjarnason kr. 100,00. — Gjafir frá ýmsum kven- félögum til minningar um Bríeti Bjarn- héðinsdóttur: Frá Þvottakvennafélaginu Freyju kr. 500,00; frá félagskonum í Þvottakvennafélaginu Freyju kr. 800,00, samtals kr. 1300,00; frá Verkakvenna- félaginu Framsókn kr. 500,00; frá Lestr- i arfélagi kvenna kr. 500,00; frá Kvenfélagi I Alþýðuflokksins kr. 300,00; frá kvenfélagi | Hellissands kr. 100,00; frá Kvenfélagi Húsavíkur kr. 300,00; frá Kvenfélaginu Hörpu, Rangárvöllum kr. 100,00; frá Kvenfélagi Aðaldæla kr. 100,00; frá Kven félaginu Fjólan, Vatnsleysuströnd kr. 150,00 og frá 2 félagskonum í sama fé- lagi kr. 20,00, samtals kr. 170,00; frá Kvenfélagi Stykkishólms kr. 250,00; frá kvenfélagi í Flóanum kr. 100,00; frá Kven félagi Mývetninga kr. 160,00; frá Verka- kvennafélaginu Einingunni, Akureyri kr. 500,00; frá Kvenfélagi Svalbarðsstrand- ar kr. 200,00; frá Kvenfélaginu Freyju, Víðidal kr. 100,00; frá Kvenfélagi Gaul- verjabæjarhrepps kr. 50,00; frá Kvenfé- laginu Snót, Vestmannaeyjum kr. 942,70; frá Kvenfélagi Bólsstaðarhlíðar kr. 233,00. Samtals kr. 14207,70. — Gjafir til minn- ingar um aðrar konur: Thorvaldsensfé- laginu Hringnum, til minningar um frú Kristínu Jacobsson kr. 1000,00; frá Thor- valdsensfélaginu til minningar um frú Þórunni Jónassen kr. 1000,00-; til minning ar um frú Guðnýju Aðalsteins kr. 1000,00 til' minningar um frú Guðbj. Stefánsdótt- ur, Garði kr. 100,00. Samtals kr. 3100,00. Samtals gjafir alls kr- 17307,70. HJÓNAEFNI. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Anna Elíasdóttir, Kirkju- stræti 2^ og Jón Svavar Björgvinsson prentmyndasmiður, Laugarnesv. 37. ur gera aldrei gagn, heldur oft hið gagnstæða. Eitt af þeim málum sem olli á sínum tíma miklum sögu- burði og umræðum manna á milli var hin svokallaða „stríðsyfirlýsing“ á hendur Möndulveldunum. Hulan sem var yfir þessu máli var ekki einungis notuð til að bera út mein- litlar og jafnvel hlægilegar slúður- sögur, eins og það, að ísland hefði sagt Þýzkalandi og Japan stríð á hendur og þeir er vildu ganga i íslenzka herinn ættu að koma á Vinnumiðlunarskrifstofuna og láta skrásetja sig þar. Nei, þetta mál var notað af nokkr um stjórnmálamönnum þriggja dag- blaða til að reyna að sverta ákveð- inn stjórnmálaflokk. Það má með sanni kalla lúalega aðferð til áróð- urs — en þrátt fyrir það er hún þeim sömu mönnum samboðin. Draumar, sem ekki átti að birta Nýlega birti íslenzkt dagblað stóra grein frá íslenzku yfirvaldi þar sem rætt er ítarlega um drauma manns nokkurs nor'ður í landi. I sambandi við þessa drauma hefur verið nefnt eitt af strandferðaskipum okkar. Þetta mun m. a. hafa orð- ið til þess, að fólk ferðast ekki nem.a með hálfum huga með skipi þessu. Það virðist ekki heppileg að- ferð að hrópa þessa drauma út urn allt, undir þeim kringumstæðum sem sjómenn vorir eiga nú við að búa, auk farþeganna sem verða að ferðast með strandferðaskipunum. JJm þetta munu sjómenn vera á einu máli og kunna þeim litlar þakkir, sem hér eiga hlut að máli. Hve merkilegir sem draumarnir kunna að vera, átti að þegja yfir þeim a. m. k. nú. Mannahvörf Að undanförnu hafa tíðkazt hér í bænum mannahvörf, sem ekki eiga sinn líka. Ekki vantar að um þetta sé ráett og ályktanir dregnar. Dagblöðin hafa lítilsháttar gert þetta að umræðuefni, sérstaklega eitt þeirra. Virðast ummæli Vík- verja Mbl. mjög ámælisverð og lítt sæmandi blaðamanni, en fyrir þa framkomu sína hefur hann þegar fengið ámæli og skulu þau ekkr endurtekin hér. En í þessu sam- bandi hlýtur að vakna sú spurning hvort lögregla bæjarins gæti ekkL verið meira á ferli á næturnar, en hún virðist vera nú, t. d. við höfn- ina og á öðrum stöðum þar sem helzt er mannaferð um nætur. Við, borgararnir verðum að gera þa kröfu til lögreglu og rannsóknarlög reglu bæjarins, að' hún láti einskis ófreistað til að upplýsa þessi mál og önnur mál er telja verður innan hennar verkahrings, eins og ákeyrzl- una á enska flugmanninn á Hafnar- fjarðarvegi og konuna í Vestur- bænum sem skeði ekki alls fyrir löngu. Getur „pýramídanum mikla“ líka yfirsézt? Kunningi minn var að ræða við mig um spádóma og hjátrú nýlega Hann sagðist hafa lesið ekki alls- fyrir löngu grein í dagbl. Vísi um spádóma „pýramídans mikla“ eins' og hann komst að orði. Samkvæmt spádómum hans átti víst eitthvað stórkostlegt að ske í alþjóðamál- um 4. eða 5. marz s. 1. En þar eð nú ekkert skeði þá, fremur venju, urðum við sammála um að Pýramídanum hefði kannski yfir- sézt, eða er það ekki fyrirgefanlegt? Ó. Þ.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.