Þjóðviljinn - 29.03.1945, Side 1

Þjóðviljinn - 29.03.1945, Side 1
10. árgangur. Næsta blað Þjóðviljans kemur út miðvikudag eftir páska. Fimmtudagur 29. marz 1945. 74. tölublað. Sóknín míkla: Sveitír úr l. bandaríska hernum stefna tíl Kassel, og hersveítir ' Montgomerys tíl Múnster Minningarræður um Lloyd George Lloycl Georges var minnzt með ræðum í báðum deildum brezka jþingsins í gær. Churchill flutti að- alræðuna í neðri dejldinni, en Beaveribrook lávarður í efri deild- inni. Churchill taldi Lloyd George upphafsmann að því, að Frjáls- lyndi flokkurinn og Ihaldsflokkur- iun hefðu tekið róttækar þjóðfé- lagsumbætur á stefnuskrár sínar, — og væri sú stefna nú orðin krafa nútímans. Beav-erbrook lýsti aðdáun sinni á framkomu Lloyd Georgs árið 1916, þegar Þjóðverjar virtust ætla að vaða yfir allt Frakkland, — Bandarfkin voru ekki komin í stríðið enn, og margir hcldu að nú væri úti um Bandamenn. En ekki Lloyd George. Hann talaði kjark í þjóðina og hershöfðingjana og hamraði látlaust á því, að gagn- áhlaup yrðu gerð. Annar ræðumaður í lávarða- ■deildinni sagði Lloyd George hafa verið frumkvöðul allrar félags- málalöggjafar á Bretlandi. Innrás á Cebu Innrás Bandaríkjamanna á eyna Cebu, sem er ein af Filippseyjum, gengur að óskum. Eiga þeir nú um 4 km ófarna til borgarinnar Cebu. — Mótspyrna Japana hefur verið lin fram að þessu. Judas Lie berst við „bolsévismann“ Blöðin í Osló, sem eru undir þýzkri stjórn, birtu s.l. mánudag áskorun frá lögreglustjóra Quis- lings, Jonas Lie, sem Norðmenn kalla Judas, til norskra lögreglu- manna, um að ganga í „norsku stormsveitina“ til að berjast gegn „bolsévismanum“ í Finnmörku. Lie skýrir frá því, að „norska lög- reglan“ hafi þegar myndað þrjár liðsveitir og af þeim berjist „þriðja stormsveitin og lögreglusveitin“ við hlið Þjóðverja í Finnmörku. Nú á að mynda „fjórðu storm- sveitina og lögreglusveitina" til að leysa þriðju sveitina af hólmi, en hún fær væntanlega leyfi í apríl, segir hann. (Frá norska blaðajulltrúamim). Samkvæmt fréttastofufregnum nálgaðist 3. banda- ríski herinn borgina Niirnberg í gærkvöldi. — Sam- kvæmt því hefur hann sótt fram hátt á annað hundrað kílómetra frá Rín og er rúmlega 100 km. frá fyrrver- andi landamærum Tékkoslovakíu. Aðrar hersveitir 3. hersins hafa tekið borgirnar Wiesbaden, Hanau og hálfa Frankfurt- 1. bandaríski herinn berst í borginni Giessen. — Sveitir úr honum stefna suður til Frankfurt og norður til Kassel. Nú er ekki lengur um neina „víglínu“ að ræða á vesturvígstöðvunum. Vörn þýzka hersins er skipulags- laus og herir Bandamanna hafa rekið stóra fleygi inn að hjarta Þýzkalands. — Enginn utan herstjórnar Bandamanna (jafnvel ekki þýzka herstjórnin) veit hvað skriðdrekaframsveitirnar eru raunverulega komnar langt. Og engu er hægt að spá um, hvert þær kunni að vera komnar, þegar þessar línur eru lesnar. Skriðdrekasveitir 3. banda- ríska hersins hafa sótt fram um a. m. k. 90 km. í gær, þ. e. vega- lengdina frá Wúrzburg til Núrnberg. — Ekki er kunnugt. hvort þær hafa tekið Wúrz burg, en vitanlega hafa skrið- drekasveitirnar brunað fram- hjá fjölda borga og bæja og enr. er barizt í mörgum þeirra langt að baki fremstu sveitunum. Ákafir götubardagar geisa í Frankfurt. Hálf borgin er á valdi Bandamanna. — Þeir tóku kunnan flugvöll skammt frá henni, og á járnbrautarstöð íúthverfi hennar tóku þeir 400 járnbrautai’vagna, hlaðna birgð- um. Aðrar hersveitir 3. hersins hafa tekið stórborgina Wies baden, skammt frá Rín, fyrir norðan Mainz. 7. HERINN AÐ MAIN 7. bandaríski herinn, sem fór yfir Rín norðan Mannheim \ fyrradag, hefur sótt fram um 50 km, — að Main fyrir sUnnan Aschaffenburg. — Barizt er í Mannheim. FRAKKAR YFIR RÍN 1. franska herfylkið hefu” komizt yfir Rín frá Alsace og inn í Baden. 1. HERINN í GIESSEN Sveitir úr 1. bandaríska hern um berjast í Giessen, mikilli samgöngumiðstöð 70. km. frá Rín, en 100 km. frá Remagen, þar sem 1. herinn fór fyrst yfir. — Aðrar sveitir hans muni’. komnar miklu lengra. — Stefn? sumar til borgarinnar Kassei. sem er meir en 100 km. norð- ar og austar. Yfirherstjórnin hefur lagt fréttabann á ferðir þessara her- sveita 1. her§ins og sömuleiðis fremstu hersveita 3. hersins. „NÆSTUM STJÓRNLAUS FLÓTTI“ Fréttaritarar með herjum Montgomerys, nyrzt á sóknar- svæðinu, segja að undanhalJ þýzka hersins sé að breytast í stjórnlausan flótta. — Komast þeir svo að orði að „eltingar- leikur“ sé byrjaður þarna. ; — Hersveitir Mongomerys eru búnar að ná Rínarbakkanum frá Wesel til Emmerich á sit. vald. Þær eru komnar inn í bæina Emmerich, Bocholt og Borken — Aðrar hersveitir stefna liratt í átt til Múnster. Aðalstöðvar Montgomerys eru fluttar á klukkustunda r fresti. BANDARÍKJAMENN í DUISBURG Sunnar eru Bandaríkjamenn komnir inn í Duisburg og hafu tekið útborg hennar, Hamborn. Þeir eru komnir inn í Dorsten og eru 10 km. frá Essen. í Hamborn voru aðalstöðvar jámhringsins þýzka, sem kennd ur er við Göring. BÁGAR ÁSTÆÐUR HJÁ LUFTWAFFE Þýzki flugherinn sendi einu Rússneskur skriðdreki í Búkarest. 6íliOMiFII, BliðP í VlMI Hann er 15 km frá Austurríkí Stalín marskálkur gaf út þrjár dagskipanir í gær. — Sú fyrsta skýrði frá töku pólsku hafnarborgarinnar Gdynia. í Ungverjalandi hefur her Malinovskis tekið syðri hluta borgarinnar Komarom og borgirnar Györ, Csoma (15 km. frá Austurríki) og Sarvar. Hersveitir Rokossovskis mar- skálks tóku Gdynia eftir að liafa barizt á götunum í einn sólarhring. — Teknir voru þar 9000 fangar. — Stalín gat sérstaklega lofsam- lega um framgöngu pólskrar skrið- drekahersveitar. sinn 1 gær 12 flugvélar á loft til að reyna að trufla eitthvað hinar látlausu loftárásir Banda manna. — Tíu þeirra voru skotnar niður. Þýzku hermennirnir eru nú sendir beint út í bardagann þegar þeir komast á vígstöðv- ama, án stuðnings stórskotaliðs eða flugvéla. Þúsundir þýzkra borgára og hermanna reyna nú að ryðjast inn í Svissland með góðu og illu. Forseti landsins hefur skipað svo fyrir að landamæraliðið skuli tvöfaldað. Þjóðverjar höfðu til skamms tíma mikinn hluta Eystrasaltsflota síns í Gdynia. — Fram að árinu 1924 var hún lítið fiskiþorp. en Pólverjar breyttu henni í nýtízku hafnarborg á 10 árum. Hafði hún 130.000 íbúar fyrir stríð. Akafur bardagi geisar i miðri Danzig. — Vestari helmingur borg- arinnar er á valdi Rússa. Afar mikið herfang var tekið fyrir vestan Königsberg. „Á LEIi) TIL VÍNAIl“. Borgin Györ í Ungverjalandi liefur 60.000 íbúa. — Stalín komst svo að orði um hana og Komarom, að þær væru „mikilvæg virki á leiðinni til Vanar“. Hersveitir Malinovskis komust yfir ána Raba á breiðu svæði og tóku bæina Csorna og Sarvar. — Sá fyrri er 15 km frti landamærum Framh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.