Þjóðviljinn - 29.03.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.03.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. marz 1945. ÞJÓÐVILJINN 3 LetMélag lcmplara Sundgarpurinn Skopleihur í þrem þáttum eftír Arnold og Bach Þfðandí: EmílThoroddsen-Stjórnandí: Lárus Sígurbjörnsson Leikfélag templara hefur sýnt gamanleikinn Sundgarpur- inn eftir Amold og Back nokkr um sinnum undanfarið við á- gæta aðsókn, en frumsýning leiksins var 16. þ. m. Leikfélag templara er aðeins tveggja ára gamalt. En leik- starfsemi templara er miklu eldri. Hún er svo miklu eldri, að raunverulega á reykvísk leik starfsemi upphaf sitt að rekja til hennar. ' En jþótt svo langt sé síðan leikstarfsemi templara hófst hef ur hún legið niðri alllengi und- anfarið, eða þar til fyrir þrem árum að hafin var sýning á leiknum Syndir annarra, og hafði frú Anna Guðmundsdótt- ir forgöngu í því og annaðist leikstjómina. Það mun fyrst og fremst vera hennar verk að templarar hófu leikstarfsemi á ný og stofnuðu leikfélag fyrir tveim árum, og á hún þakkir skyldar fyrir. Þetta er því aðeins þriðja ár ið sem leikflokkur templara starfar og verður því að líta á þessa leikendur sem nýliða og gera kröfur til þeirra sam- kvæmt því. Um leikinn sjálfan, Sundgarp inn er það að segja, að þýðing Emils Thoroddsen er næg trygg ing fyrir því að enginn mun finna að hann sé af erlendum toga spunninn, slíkur snillingur var hann að „staðhæfa“ erlendn skopleiki íslenzku þjóðlífi og gefa þeim líf og lit innlendra þjóðfélagshátta. Leikurinn snýst um sundgarp inn ósynda, Otto Magalín, ágæt- an reykvískan borgara, sem er svo önnum kafinn að hann má ekki vera að muna eftir neinu nema þá helzt hinni óstjómlegu giftingarþrá sinni, sem hafði yf- irþyrmt hann austur á strönd Laugarvatns þegar hann sá þar meðvitundarlausa stúlku í bað- fötum. ( Finnur Sigurjónsson leikur sundgarpinn, Otto Magalín og verður ekki annað sagt en að honum takizt sæmilega að ná flestu því skoplega í fari slíkr- ar persónu. pórhcllur Bj'ómttson sem Engilbert byggingameistari og Jón Bene- diktsson sem Vemhard prófessor. Þóra Sveinbjömsdóttir leikur Önnu Maríu, tilvonandi brríði herra Magalíns, og beygir hún sig full ástríðulaust undir örlög sín til þess að leikur hennar nái tilætluðum áhrifum Karl Sigurðsson leikur Frið- rik frá Nýjabæ verkfræðing, hinn svikna elskhuga. Alvara hans og ákveðni, sem slíks, er góð það sem hún nær, þyrfti aðeins meiri hita. Soffía Briem leikur Kötu dóttur Magalíns og er þýð og viðkunnanleg „heimasæta“. Guðjón Einarsson leikur dr. phil. Valdimar Má, piparsvein- inn hjárænulega sem talar um hundinn sinn, en þráir allt ann- að. Tekst. honum vel að gera hann eftirminnilega skoplegan. Kristjana Benediktsdóttir leikur Teresíu, ráðskonuvarg Magalíns. Það er gustur af þeirri kerlingu, það dottar eng- inn undir leik Kristjönu. Húr virðist hafa séð eitthvað svip- líkt í lífinu — og tekið eftir því! Carlotta Albertsdóttir leikui frú Gabríellu, móður Önnu Mar íu. Hún virðist tæpast ná því skoplega í hlutverkinu fyrr en kemur að giftingarþönkum hennar og Magalíns. Árdís Freymóðs leikur Emmu. stofustúlku Magalíns. Tekst henni vel að ná virðingarleys- inu fyrir óðagoti húsbóndans. Þorvaldur Daníelsson leikur Fimmsuntrínus Valentínusson, sveitapiltinn sem dregur hált drukknaðar Reykjavíkurstúlkur upp úr Laugarvatni og reisir stiga upp við svefnherbergis- glugga þeirra að næturlagi og á tvo „erfingja“ með henni Guddu sinni fyrir austan. Það er fjör í leik hans, en tæplegn mun „Framsóknarfólkið í Laug- ardalnum“ kannast við hann sem einn úr sínum hópi Einar Björnsson leikur Her- mann, sundkennara hins ósynda sundgarps, en í því hlutverki gefst lítið tækifæri til þess að sýna til hvers leikarinn dugar. Þórhallur Bjömsson og Jóu 1 Benediktsson leika Erlend bygg ingameistara og Vemharð pró- fessor. Þórhallur líkist frekar skagfirzkum hrossaprangara í sparifötunum en reykvískum ’byggingameistara og Jón er ekki sérlega prófessorslegur, en báðir sýna þeir skoplegan leik. Ágúst Fr. Guðmundsson leik- ur þjóninn, sem þurrkar ryk, lagfærir púða og lætur að duttl- Þorvaldwr Daníelsson sem Fimmsuntrínus Valentínupson og Ásdís Freymóðs sem Envma stofustúlka. Karl Sigurðsson í hlutverki Frið- riks frá Nýjabœ, verkfrœðings og Þóra Sveinbjömsdáttir í hlutverki Onnu Maríu. ungum húsbóndans. 'Slík mann- tegund er fátíð hér á landi og flestir Íslendingar myndu næsta skoplegir, ættu þeir að leika þetta hlutverk í veruleikanum. Leikstjóri er Lárus Sigur- björnsson og hefur hann auð- sjáanlega lagt alúð við það starf og tekizt að halda leik . nýlið- anna“ allvel jöfnum og lifandi sem heild og jafnframt að hindra það að hið skoplega verði afkáralegt. Væri það Leik félagi templara mikið happ að geta notið leiðbeiningar hans í framtíðinni. * Þeim áfanga verður sennilega náð á næstu árum, að Þjóðleik- húsið taki til starfa og verða þar þá að sjálfsögðu beztu leik- kraftarnir. Það verður eðlilepa Finnur Sigurjónsson í hlutverki Magalíns og Einar Bjömsson í lilutverki Hermanns sundken nara Ivan Danilovits Tsérníakovski hershöfðingi Ivan Danilovits Tsérníakovski | hershöfðingi, yfirforingi rauða hers- ins í Austur-Prússlandi, dó þann 18. föbrúár s.l. af sárurn, sem hann hafði fengið á vígvellinum, 37 ára gamall. Hann var yngsti hershöfð- ingi rauða hersins, sem stjómaði sóknarher, og var sá fyrsti, sem gerði þýzkt land að vigvelli. Hann var ættaður frá Úman í Úkraiínu. Faðir hans vann á jám- brautunum. ívan varð mjög ung- ur munaðarlaus og vissi, hvað það var að vera svangur og kaldur. Um tírna vann hann fyrir sér við smalamennsku og seinna sem hafn- arverkamaður í Novorossisk. — En þá voru tímarnir orðnir breytt- ir í Rússlandi, byltingin opnaði fá- tæklingum leið til farsældar og frarna, Ivan vakti athygli fyrir dugnað og vitsmuni og fékk inn- göngu í herskóla. — Sextán árum seinna kom hann aftur til .æsku- stöðva sinna og var þá orðinn hers- liöfðingi. Sumarið 1941 stjórnaði hann hersveit, sem stöðvaði framsókn fimmfalt fjölmennara liðs í sex talinn einhver mikilvægasti á- fangi í sögu íslenzkrar leiklistar til þessa. En það þarf fleiri leik flokka, þar sem nýliðar geti komið fram, öðru vísi en sem „statistar“ og sýnt hvað í þeim býr, leikstarfsemi sem gefui nýjurn leikaraefnum tækifæri. Slíka leikstarfsemi hafa templ- arar tekið upp og þessvegna á Leikfélag templara framtíð fyr- ir sér. * Sundgarpurinn er ekki veiga- mikill leikur, en hann er frá upphafi til enda ósvikið góðlát- legt skop sem vekur hressandi hlátur. — Næsta sýning leiks- ins verður í Góðtemplarahúsinu á annan í páskum. J. B. daga orustu á bökkum Dvinu. Fyrstu 73 mennirnir, sem sovét- stjórnin veitti heiðursmerki fyrir framgöngu í þessu stríði, voru í hersveit Tséríakovskis. Hann var svo lánssamur, að vera fyrsti hershöfðinginn, sem komst aftur til Úkraínu, föðurlands síns, þegar verið var að reka þýzka her- inn þaðan. — Ilann og 299 undir- menn hans fengu heiðursnafnbót- ina, „Iíetjur Sovétríkjanna“, fyrir förina yfir Dnépr. Fyrir lok ársins 1943 höfðu hersveitir Tsérníakpv- skis farið yfir alla Úkraínu og tekið Tarnopol með áhlaupi. ★ Vorið 1944 var Tsérniakovski skipaður yfirmaður 2. Hvíta-Rúss- lands-hersins. Hermenn hans bug- uðu mótspyrnumiðstöðvar Þjóð- verja í hvítiússnesku borgunum Vitebsk, Orsja, Borisoff og Vileika. Hvíta-Rússlands-herferðin náði hámarki með frelsun Minsks, höf- uðborgar lýðveldisins. Því næst hófst sóknin gegn Þjóð- verjum í Litúvu. Ekki leið langur tími áður en hersveitir hans höfðu hrakið óvinina úr litúvsku höfuð- borginni, Vilníus, og voru farnar að nálgast Austur-Prússland. — Tsérníakovski var nú sæmdur tign- arheitinu, „Hetja Sovétríkjanna“, í annað sinn fyrir afrek sín í þágu ættjarðarinnar. I október s.l. stjórnaði hann árás hersveita sinna á landamæravirki Austur-Prússlands, brauzt. í gegn- um þau og tók fyrstu þýzku bæina. Eftir áramótin hófu hersveitir hans sókn að nýjuí Austur-Prússlandiog tóku Tilsit og margar aðrar borgiiv Þær höfðu nána samvinnu við her- sveitir Rokossovskis marskálks og brutust gegnum víggirðingar Þjóð- verja á milli hinna frægu Masúríu- vatna og komust að úthverfum Königsbergs. Tsérníakovski hafði hlotið fjölda Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.