Þjóðviljinn - 29.03.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.03.1945, Blaðsíða 5
Í>JÓÐVILJINN — Fimmtudagur 29. marz 1945 3MÓÐV1LJIKN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu, — Sósíalistajloklcurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Emar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: Austurstrœti ÍSS, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.j., Garðastræti 17. Snöggt átak Undirtektimar í fjársöfnuninni handa Prentsmiðju Þjóð- viljans hafa farið fram úr beztu vonum, og eru þó vandamenn Þjóðviljans bjartsýnir. En það er ekki ofnefnd fjöldahreyfing, sem komin er af stað með prentsmiðjusöfnuninni, og fæstir þeirra sem mættir voru á stofnfundi prentsmiðjunnar á sunnudaginn var, hafa nokkru sinni átt hlutahréf og lítt' talið sig aftlögufæra ,til slíkra kaupa. Það sem þessir alþýðumenn, karlar og konur, hafa unnið sér inn, hefur aðeins nægt til daglegra þarfa, þegar bezt lét. Það, að þetta fólk skuli tugum og hundruðum saman verða við áskorun Þjóðviljans um hjálp til að koma upp prent- smiðju, sýnir auðvitað, að nú er rýmri fjárhagur margra alþýðu- manna en oft áður, en þó fyrst of* fremst hitt, að íslenzkt al- þýðufólk telur það svo mikið nauðsynjamál, að útgáfa Þjóðyilj- ans komist á öruggan grundvöll, að það hikar ekki við að leggja fram stórar fjáíhæðir í prentsmiðjuna — af litlum efnum. En það er einmitt þetta fólk, sem skilur þjóðmálaþróunina á Íslandi — og í heiminum öllum. Alþýðufólkið er alstaðar í sókn. Það þjappar sér fastar saman, treystir samtökin, eflir málgögn sín og býr sig undir það að taka völdin í þjóðfélaginu. Þeir, sem staðið hafa í verkfalli viku eftir viku og mánuð eftir mánuð og orðið að lesa daglega níð og róg um verkfalls- menn í borgarablöðunum, vfta hvers virði það er, .að eiga verka lýðsdagblað, sem heldur uppi sókn og vörn fyrir málstað verka- manna. Fleiri og fleiri alþýðumenn hafa skilið nauðsynina á blaðakosti, sem hægt væri að treysta, og eftir því sem sá skiln- ingur hefur vaxið, hafa blöð alþýðunnar stækkað og útbreiðsla þeirra aukizt. Enn er ekki komið að því að alþýðusamtök ís- lands eigi stærstu blöð landsins, að borgarablöðunum standa auðmenn, sem ausa í þau misjafnlega fengnum gróða, en verka- lýðsblöðin verða að byggjast upp af smápeningum þeirra al- þýðumanna, sem hafa þau að málgögnum sínum. En íslenzk al- þýða sækir hratt fram þessi síðustu ár, og gerir sér með hverju ári ljósara það hlutverk, sem hennar bíður í þjóðfélagsþróun- inni. Það mun einnig koma fram í stækkun og eflingu blaða alþýðusamtakanna, því einmitt verkalýðsblöðin eru og verða beitt vopn í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og völdunum í þjóð félaginu. Rússneskír verkamenn og stríðsfangar í Þýzkalandí Fimmtudagur 29. marz 1945 — ÞJÓÐVIUINN „Þrælar” gerast skæruliðar Stofnun Prentsmiðju Þjóðviljans fyrir framlög fjölda al- þýðumanna er merkur áfangi í þessari sókn; með henni er verið að tryggja útgáfu Þjóðviljans og gefa honum vaxtarskilyrði. Þó ævi blaðsins sé ekki orðin löng, hefur það þó fengið ósvikna viðurkenningu bæði frá vinum og andstæðingum. Þjóðviljinn hefur staðið af sér storma hatrammra ofsókna vegna þess að vin- ir hans, íslenzk alþýða, fylktu sér um hann hvað sem á gekk. hjálpuðu og liðsinntu þegar mest reið á. Og enn sýnir þetta sama fólk hvers það metur Þjóðviljann, með hinum ágætu undirtekt- um í prentsmiðjusöfnuninni. Það má telja víst að Prentsmiðja Þjóðviljans taki til starfa nú þegar á þessu vori, ef framhald söfnunarinnar verður 1 lík- ingu við það sem af er. Og átakið er svo myndarlegt og snöggt, að þess mun minnzt sem glæsilegs dæmis um stjórnmálaþroska alþýðunnar árið 1945. Alltaf eru að berast nýjar fréttir af uppreisnum sovét-verkamanna, sem Þjóðverjar hafa flutt til Þýzkalands og haldið þar í þræl- dómi. — Þegar rauði herinn nálg- ast grípa þeir fyrsta tækifæri til að afla sér vopna og heimta frelsi sitt úr höndum kúgaranna. Þeirra skaplyndi er ekki að bíða frelsun- arinnar aðgerðalausir, enda þótt það sé áhættuminna. UPPREISN RÚSSNESKRA VERKAMANNA í DRESDEN. Serafim Sjúmilin, faglærður verkamaður, var látinn vinna 18 klukkustundir á dag í efnaverk- smiðju í Dresden. Ilann var ekki búinn að vera þar lengi, þegar hann hafði safnað um sig hópi landa sinna. Einhverju sinni, þegar flugvélar Bandamanna gerðu árás á borg- ina, greip þessi hópur sovét-verka- manna tækifærið, réðst á varð- menn verksmiðjunnar með berum hnefunum, bareflum og grjóti og afvopnaði þá. Með þessu móti náðu þeir í 18 riffla og 3 handvélbyssur. Um 1000 landar þeirra fengu frelsi sitt vegna þessa tiltækis, og mynduðu þeir skæruliðíahersveit, sem þeir nefndu „S. S. S. R.“ (skammstöf- un á hinu opinbera nafni Sovét- ríkjanna). Þeir lögðu leið sína austur á bóg- inn til móts við rauða herinn, og forðuðust aðalveginn. — Margir bættust í hópinn á leið þeirra um Saxland og Neðri-Slésíu. Fyrsti bardaginn var háður í lítilli járnbrautarstöð nálægt Dresden. Gerðu þeir áhlaup á stöð- ina, sem var gætt af sérstökum járnbrautavarðmönnum. Fjandmennirnir flýðu í skelf- ingu og skildu eftir talsverðan fjölda riffla og handvélbyssna í h ermannaskálu nu m. Hjá Kalau, nálægt Kottbus, sprengdu skæruliðarnir skotfæra- skemmu í loft upp og sömuleiðis brú á ánni Spree. Þeir réðust líka á flutningalest bíla, sem var að flytja verksmiðjuvélar burt frá Guben. Um það leyti, sem þeir nálguð- ust vígstöðvarnar voru þeir orðn- ir næstum 2000 að tölu og höfðu náð sér í nokkrar sprengjuvörpur í viðbót við önnur vopn sín. Mesta orusta þeirra var háð ná- lægt ánni Neisse. Þegar skærulið- arnir nálguðust þennan stað, stóð þar yfir bardagi milli rússneskra og þýzkra hermanna. SKAKKA LEIKINN. Lítill hópur sovét-hermanna hafði náð smábletti af vestari bakka árinnar á sitt vald og var orðinn aðþrengdur af völdum fjöl- mennari andstæðinga. Þýzkar sprengjuvörpur og fallbyssur létu kúlunum rigna niður á þennan blett. Astandið var orðið liættulegt. Allt í einu byrjaði að draga úr skothríð óvinanna, og sprengju- vörpukúlur sáust springa nálægt byssustæðum þeirra. Innan skamms hættu Þjóðverj- ar alveg að skjóta, og fáeinum mínútum seinna sáu sovét-iher- mennirnir sér til mikillar undrunar marga menn í bláum samfesting- um með ' rauð' handleggsbönd hlaupa til sín. Serafim Sjúlín sagði sögu sína og spurði sovét-fyrirliðann, hvort hann og félagar hans gætu ekki orðið reglulegir hermenn og haldið áfram bardaganum. • • Ormagna fangar gera uppreisn Rússneskir stríðsfangar, sumir svo veikburða, að þeir gátu varla staðið, réðust á varðmennina, þeg- ar þeir heyrðu í fallibyssum Banda- manna, sem voru að s.ækja fram nálægt Forbach á SaarvígstöðVun- um. Þegar þeim hafði verið bjargað, reyndu Rússarnir að mynda fylk- ingu og ganga hergöngu fram hjá bandaríska ofurstanum, yfirmanni hersveitanna, sem höfðu frelsað þá. Þarna voru 800 Rússar og all- margir fangar af öðrum þjóðern- um, þar á meðal 140 Júgoslavar, nokkrir Frakkar, Pólverjar og ítal- ir. Dvöldust þeir í fangabúðum Þjóðverja hjá Stiringwendel. Þegar Þjóðverjar tóku þá hönd- um, voru þeir allir heilbrigðir menn. Nú er komið í ljós, að 600 þeirra hafa fengið berkla, — fjórir hafa taugaveiki og fjórir voru orðn- ir brjálaðir. Nokkrir þeirar voru svo veikir, að þeir dóu fácinum klukkustund- um eftir að þeim var bjargað. „En þeir höfðu hugrekki til að hefja uppreisn og ráðast á varð- menn sína, þegar við nálguðumst“, sagði bandaríski ofurstinn. „Meira að segja menn, sem höfðu misst limi, reyndu að berjast við Þjóð- verjana. Þeir reyndu að mynda fylkingu og ganga hergöngu til stöðva okk- ar, jafn-veikir og þeir voru. og klæddir tötrum . Það var aumkunarleg sjón. — Sunnir höktu áfram á efnum fæti. Aðrir duttu á göngunni. Um leið og þeir gengu fram hjá mér reyndi hver maður að heilsa hermannlega. Einn Rússi lyfti vinstri handar stúf upp og brosti. Okkur skildist skyndilega, að þetta voru rnenn, aðframkomnir af hungri. Sjálfir höfðu þeir ekki nefnt það í hrifningu sinni yfir frelsinu. Þegar við komumst að því. hvað þeir voru hungraðir, byrjuðum við allir að opna nestiábögglana okkar. HYLLTU RAUÐA IIERINN. Það var fyrsti ósvikni maturinn, sem flestir þeirra höfðu bragðað í marga mánuði. En engum J)eirra datt í hug að byrja að borða, fyrr en hann var viss um, að allir félag- ar sínir hefðu fengið eitthvað. Seinna söfnuðust farigarnir kringum franskan liðsforingja, sem las upp síðustu stríðsfréttirnar og skýrði þeim frá þeim atburðum, sem höfðu oi'ðið á vígstöðvunum á fangavistarárum þeirra. Rússai', svo veikburða, að þeir gátu varla staðið, hlógu og klöpp- uðu hver öðrum á bakið, þegar franski foi'inginn sagði þeim fi'á framsókn rauða hei'sins inn i Þýzkaland. ■: BIFREIÐALESTIR eins og sú sem liér sést á myndinni streyma stöðugt eftir Ledo-veg- inum með birgðir til herjanna í Norður-Burma. FRANSKJQt FANGAR I ÞÝZKALANDI Meira en 3.000.000 franskra fanga eru nú í Þýzkalandi, af þeim eru 1.150.000 herfangar, tæplega 1.000.000 verkamenn, 600.000 póli tískir fangar og 300.000 Elsasbúar. UNDARLEG SAGA Fvrir skörrimu birtist undarleg saga í ensku blaði. Hún var um það, að leynilegur erindreki Petains marskálks hefði komið til Lundúna snemma á árinu 1941 og átt viðræð ur við Churchill varðandi það, að Vichy-Frakkland gerðist eitt Banda mannaríkjanna. Þessari sögu var mótmælt af hálfu brezkra yfir- valda, en lítil áherzla lögð á mót- mælin. En síðan hefur þessari sögu enn verið haldið fram í brezkum blöðum og í blaðinu Cavalcade . skýrt nokkuð nánar frá atvikum við þetta mál. Cavalvade segir: Sendi maður Petains var þáverandi yf- irmaður Jeyniþjónustu Vichy-stjórn arinnar Groussard, fyrrv. meðlim ur í hinum alræmda nazistafélags- skap, „Munkahettunum". Groussarö komst yfir til Lundúna með aðstoð leyniþjónustu de Gaulle. Síðar lét Laval handtaka hann og setja hann í fangabúðir við Vichy fyrir þær sakir að hann hefði unn- ið með Bretum á þeim tíma, þeg- ar brezka stjórnin barðist gegn Vichý. SVIKAVEFUR Margt undarlegt gerðist í Frakk- landi á þeim tíma, heldur Cavai cade áfram. Petain, Darlan og aðr- ir voru að reyna að koma sér vel fyrir, hvað svo sem skeði; þeir unnu með nazistum og reyndu um leið fyrir sér með samkomulag vi? Bandamenn. Fjöldi leyniþjónusta starfaði í Frakklandi: Brezka leyni- þjónustan, leyniþjónusta de Gaulles og tvær leyniþjónustur Vichystjórn arinnar, sú sem vann fyrir Þjóð- verja og sú sem vann fyrir tæki- færissinna í Vichystjórninni og hún vann stundum með og stundum móti Þjóðverjum. Öngþveiti Þjóð- verja í Danmörku Fregn jrá danska blaðajulltrúanum. í Danmörku má einnig sja þess merki, að stjórn Þjóðverja sé að fara í handaskolum. Á sunnudaginn sló í bardaga milli þýzkra hermanna og lög- reglu í Fríhöfninni, og bars' hann um tíma inn í borgina. Þjóðverjar eru ráðþrota með flóttafólksstrauminn. — Þeir halda áfram að leggja undir sig stórhýsi, reka jafnvel sjúkl- inga út úr sjúkrahúsum, til að fá húsnæði handa flóttafólk- inu. — Þeir eru búnir að taka lýðháskólann í Askov og ráð- húsið í Esbjerg til þessara nota m. a. Skemmdarverkamönnum hef- ur tekizt að eyðileggja útvarps tækjaverksmiðju í Fríhöfninni Framleiddi hún eingöngu fyrir Þjóðverja. — Fyrir tveimur vikum síðan gerðu föðurlands- vinir tilraun til að eyðileggja hana, en urðu að hverfa frá vegna þess að við ofurefli var að etja. Nú komu þeir mjög fjölmennir. Sló í bardaga, og særðist einn verksmiðjuvörður, en annar er talinn hafa beðið bana. Þjóðverjar gerðu nýlega hús rannsókn á Nordisk Studenter- kollegium. Leituðu þeir í hverju herbergi. FYRRVERANDIFANGAR SHELLHÚSSINS AÐVARAÐIR. Tilkynningablað það, sern danska leynihreyfingin gefnr út daglega og nefnist Infoi'mation, hefur birt aðvörun til þeirra Dana, sexn sluppu úr fangelsi Þjóðverja í Shellhúsinu, Jjegar ái'ásin var gerð á dögunum, eða ha-fa verið fangar þar áður. Segir blaðið. að Þjóðverjar leggi hið xnesta kapp á að ná þeinx aftur á sitt vald og hafi þeir látið semja lista yfir alla Dani, sem verið hafa í haldi í Shellhúsinu, því að þeir gruna þá um að hafa hjálpað til við undir- búiling árásarinnar. DANIR MYRTIR AF HANDAHÓFI. Fyrir skómmu síðan myrtu Þjóðverjar eða dönsk liandbendi þeirra. þrjá merka Dani á Jótlandi. — Tveir þeirra voni læknar. Ilringdu morðingjarnir dyrabjöll- um þeirra og skutu þá, er þeir opn- uðu. — Sá þriðji var prestur, og skutu þeir liann til bana í rúmi sínu. Morð þessi eins og fleiri, sem Þjóðverjar hafa framið að undan- förnu, eru algerlega tilefnisiaus. LJÓTUR MINJAGRIPUR. Meðal þeii’ra minjagripa, sem eru í fórum danskra föðurlands- vina, sem tókst að flýja xxr Shell- húsinu, þegar árásin var gerð, er svipa, sem nazistarnir notuðu á fanga sína. Er hún úr sterku ieðri og alsett járngöddum. TÓKU UNNUSTUNA I STAÐINN. Þjóðverjar halda áfram að hand- taka fólk víðs v-egar í Danmörku. Þeir komu nýlega á búnaðarskóla í Aarhus og ætluðu að handtaka þar mann nokkurn. Fannst hanri hvcrgi, og tóku þeir þá umuistu he.ns i staðinn og fóru með hana. Frá Yinnustöðvum og verkiýdsíélögum Helgi Þorlcelsson. Aðalfundur Skjald- borgar Klæðskerasveinafélagið Skjald borg hélt aðalfund sinn s. 1. mánudag. í stjóm voru kosnir: Formaður: Helgi Þorkelsson. Viarform.: Ólafur Ingibergs- son. Ritari: Ragnhildur Halldórs- son. Gjaldkeri: Reinhardt Rein- hardtsson. Fjármálaritari: Sigurður Jóns son. Meðstjórnendur: Sigríður Þorvaldsdóttir og Friðrik Ing- þórsson. Fundurinn var fjölsóttur Meðlimatala félagsins , er nú 140. Rakarasveinar segja upp samningum Rakarasveinafélagið hefur sagt upp samningum sínum við Rakarameistarafélagið frá og með 1. apríl. Samningaumleitanir hafa staðið yfir undanfarið en hafa Fimmtugur verður á páskadag Einar Angantýsson, Hofsvallagötu 23. Skíðafélag Reykjavíkur ráðgerir að fara skíðaferðir upp á Hellis- heiði á skírdag, laugardaginn, páskadag og á annan páskadag. Lagt af stað kl. 9 árdegis frá Aust- urvelli. Farmiðar seldir við bílana Á páskadagsmorgun kl. 10 flytur síra Sigurbjörn Einarsson dósent stutta guðsþjónustu í skálanum. Lxiðrasveitin Svanur leikur við Austurbæjarskólann annan páska dag kl. 3. Sstjórnandi Karl O. Run- ólfsson. eigi tekizt enn og hefur Rak- ai-asveinafélagið boðað verkfall frá og með 1. apríl ef eigi hafa náðst samningar fyrir þanr: tíma. Nýir samningar á Rauf- arhöfn Þann 14. marz s.l. voru und- irritaðir nýir kjarasamningar milli Verkamannafélags Rauf- ai’hafnar og Síldai-verksmiðja ríkisins. Aðalbreytingar frá fyrri samn ingum eru sem hér segir: Tímakaup í almennri vinnu hækkar úr kr. 2,00 í kr. 2,30. Tímakaup í skipavmnu og við umhleðslu sements hækkar úr kr. 2,75 í kr. 3,00. Nýjum lið var bætt í samninginn: Skipa- vinna við kol, salt, sement og öll lestavinna, ennfx-emur losuo síldar úr skipum og bátum greið ist með kr. 3,00 á kl.st. (Boxa- og katlavinnan greiðist eins og áður með kr. 3.60 á klst.). Mánað arkaup fastráðinna verkamanna hækkar úr kr. 436 í kr. 478,40. Kaup þróaimanna hækkar úr kr. 479,60 í kr. 526,24 á mánuði. Kaup kyndara, kola- lempara og pressumanna hækk- ar úr kr. 479,60 í kr. 545,38 á mánuði. Kaup yindumanna verð ur kr. 502,32 á mánuði (nýr lið- ur í samningnum). Sú hækkun sem verkamenn á Raufarhöín hafa fengið með þessum samn- ingum, nemur frá 10—15% á hinum ýmsu liðum kaupgjalds- ins. Alþýðusambandið annaðist samningagerðina fyrir verka- mannafélagið. 1. maí nefnd verkalýðs- félaganna Eftirtalin félög hafa tilnefnt fulltrúa í 1. maí nefnd verka- lýðsfélaganna: Verkamannafél. Dagsbrún: Hannes' Stephensen; Sveinafé lag húsgagnabólstrara: Ágúst G. Helgason; Hið ísl. prentara- félag: Sigurð Eyjólfsson; nót. félag netavinnufólks: Gíxðmund Halldórsson og A. S. B., félag afgreiðslustúlkna í brauð- og mjólkursölubúðum: Bi-yndísi Þorsteinsdóttur. Félag bifvélavirkja segir upp samningum F élag bifvélavirkja sam- þykkti á félagsfundi s.l. mánu- dag að segja upp samningum sínum við bifreiðaviðgerðaverk- stæðaeigendur. — Samningarni ■ ganga úr gildi fi'á og með 1. maí n.k. Kaupmaðurinn í Feneyjum T sérní akovski Franih. af 3. síðu. heiðui'smei’kja, J). á. m. þau allra æðstu. — Hann var framúrskar- andi hugrakkur maður, stilltur og hið mesta karlmenni. Undirmenn lians báru takmai-kalaust traust til hans. Hailri á að hafa sagt einu sinni: „Sovétxrikjunum á ég allt að þakka, og þeim lxelga ég alla starfsorku mína“. Og nú hefur hann fært þeim stærstu fórnina, sem hægt er að færa, látið lífið fyrir þau. Gamanleikur í fimm þáttum eftir William Shakespeare. Sýning á annan í páskum kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir kl. 2—5 á laugardag. Aðgangur bannaður fyrir börn. wuwww I fjarveru mfn^i (utanför um nokkurra mán aða skeið) frá næstu mán- aðarmótum, gegnir Karl Sig. Jónasson læknisstörf- um fyrir mig, á lækninga- stofu sinni Kirkjustræti 8B. Viðtalstími hans er kl. 4y2—6, nema laugardaga kl. 1—2. Sími á stofu 5970, heima 3925. Ófeigur J. Ófeigsson. Landbúnaðarmálin Framhald af 2. síðu. stéttir Jjjóðfélagsins txekju hönd- um saman um nýsköpun á Jxjóðfé- laginu á grundvelli þeirra sérstöku skilyrða, er nú eru fyrir hendi vegna lxinna miklu innstæðna þjóð- arinnar ei'lendis. — Fullyrða má, að vilji var fyrir hendi til þessarar samvinim hjá öllum stéttum þjóð- félagsins, nema nokkrum hluta verzlúnarstéttarinnar, sem rakar sanian fé í skjóli skipulagsleysis í rekstiri þjóðarbúsins. Og það má fullyrða, að það var ekki sízt bændastéttin, sem var reiðubúin til þessarar samvinnu, enda var engri stéttinni Jxað meiri nauðsyn. En í-eyndin varð sú, að utan stjórnarsamvinnunnar varð bændastéttin ásamt með spilltustu klíku verzlunarstéttarinnar. Og þetta atvikaðist svo fyrir þá sök, að með mál bœndanna fór klíka pðlitískra prangara, sem hikuð'u ekki við, að stofna í hœttu fram- tíðarmöguleikum þeirrar stéttar, sem hafði falið þeim forsjá mála sinna, hikuðu ekki við að leggja allt kapp á glundroða og upplausn í þjóðlífinu í von um að geta bœtt persónulega valdaaðstöðu sína. Það er sök þessara manna, að bændur eiga ekki fulltrúa í núver- andi ríkisstjórn, það er sök þeirra, að fulltrúar bænda taka ekki þátt í áætlunum um rekstur þjóðarbús- ins og nýsköpun í íslenzkum at- vinnuvegum og íslenzku Jxjóðlífi. BÆNDUR VERÐA AÐ RYÐJA ÞEIM í BURTU Þessari klíku verða bændur að víkja til hliðar. Og þeir mega ekki briða eftir því, að tækifæri gefist til að þurrka þá burt af Alþingi íslendinga. Þeir verða þegar að draga mál sín úr höndum þeirra, því að víðar er með þau farið en á Alþingri. Bændur verða þegar að ganga til samstarfs við framfaraöfl Jxjóðfélagsins á grundvelli stéttar- samtaka, þar sem hin pólitlska for- usta, er þeir höfðu valið sér, hefur svikið þá með slíkum endemum. Búnaðarfélag íslaftds á að hafa aðstöðu til að bjarga málinu. ef nægilegt væri af manndómi og víð- sýni, en almennt mun mjög vera efazt um, að slíkt sé fyrir heridi. Búnaðarþing hefur þegar sýnt máíinu fullkominn tómleika. Full- trúar Búnaðarþings stigu í haust Jxað óheillaspor aö ganga í berhögg við hagsmuni umbjóðenda sinna I þeim tilgangi einum. að hjálpa til að koma á fót afturhnldssaniri rík- isstjórn og liægt væri að útiloka verkalýðshreyfinguna frá þátttöku í ríkisstjórninni. Þeir ættu nú að hafa fengið augun opin fvrir því. á hvern hátt þeir voru hhmndregn- ir af pólitískum bröskurum, og þá ber þeim skylda til annað tveggja, að taka upp nýja stefnu, þurrka af sér samstarf við heildsala og Framsóknarklíkurnar og ga.nga beint til samstarfs við verkalýðs- hreyfinguna, eða leggja Jiegar nið- ur umboð sitt, og láta kjósa til nýs Búnaðarþings, sem saman gæti komið Jiegar í sumar. Við vitum, að Búnaðarþing efnir ekki til þingrofs, og við vitum líka, að fulltrúar bænda á sviði búnað- arfélaganna gera ekkert að gagni, ef þeir mega vera sjálfráðir. En ekki er rétt, að telja það vonlaust, að þeir létu lirekjast til fð taka sómasamlega á málunum, ef á Jieim lægi nógu þungur straumur sveita- alþýðunnar, sem á alla sína fram- tíðarmöguleika við búskap undir því, að nú sé skjótt brugðið við. Félagslega séð er Búnaðarfélag ís- lands svo sterkur aðili að það get- ur fullkomlega tryggt aðstöðu bænda í áætlunum um nýsköpun atvinnuveganna, ef það gengur til stéttarlegs samstarfs við verka- lýðshreyfinguna og hefur mann- dóm til að sparka Framsókn og hennar stefnu með öllu út af vett- vangi stéttarmála bændanna. ÞAÐ KEMUR EKKERT AF SJÁLFU SÉR Lífsbarátta íslenzkra bænda hef- ur verið svo erfið, að þeim hefði átt að lærast það, að bjargráðin koma ekki af sjálfu sér. Nú á tím- um er bændum ekki nóg að skilja það, að Framsókn hefur svikið þá á hinn herfilegasta hátt. Þeim er ekki nóg að skilja það, að nauð- syn sé á samvinnu við aðrar stétt- ir þjóðfélagsins, til að gerbrevta hátt íslenzka landbúnaðarins. Það fæst ekkert með því einu saman að skilja hlutina. Það þarf að starfa á grundvelli þess skilnings. í hverju einasta liéraði á landinu þurfa bændur og önnur sveitaalþýða að bindast samtökum til raunhæfra aðgerða um félagsleg tengsl við al- þýðusamtök bæjanna. Mótmælin gegn stefnu Framsóknar þurfa að ganga eins og alda yfir sveitir lendsins'. Hvert hérað verður að leita sinna leiða ti! að koma A’ilja síriiim á framfæri, til að knýja full- I trúa sína til að hægja á sér í ! skemmdarstörfunum þennan stutta tíma, sem Jieir eiga eftir að fara með rimiboð sín. Sljóleiki íslerizkra bænda fyrir spillingu Framsóknarflokksins er á góðum vegi með að leiða hrun yfir J)á og atvinnurekstur Jieirra. Því hruni getur íslenzk bænda- ^ stétt ekki afstýrt nema með starfi i við aðrar alþýðustéttir landsins. Því lengur sem það dregst, að það samstarf komist á, því erfiðara verður úr að bæta. (Nýi tíminn, 19. marz 1945).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.