Þjóðviljinn - 18.04.1945, Side 7
Miðvikudagur 18. apríl 1945.
í> JOÐVTLJINIÍ
?
Mikkjel Fönfaus:
Hraknmgar bjórafjölskyldnnnar
SJÖUNDI KAFLI
Bragðarefur fer að heiman. .
Það var komið fram í júlí. Gömul kona var á ferð
gangandi vestan við Miklavatnið. Hún teymdi á eftír sér.
og talaði við sjálfa sig í sífellu. Stundum yrti hún þó á
hundinn.
En hundurinn leit ekki einu sinni á hana. Hann var
orðinn því vanur, að hún væri alitaf tautandi.
‘Þaö var farið að skyggja. Báðum megin við veginn
var skógur en þvert yfir hann lá símaþráðurinn.
Þegar kom út úr skóginum beygði vegurinn til hægri.
Þar var bóndabær og vegur heim íúnið. Kerlingin
með hundinn gekk þangað heim.
Bærinn var lokáður. Fólkið var farið að sofa. Úti á.
túninu var vagn, með fjórum hjólum og á honum stóð
stór kassl
Yitlausa Gunnhildur gekk hratt í áttina að fjárhús-
ins. Hún var stór vexti en lotin í herðum. Andlitið var
hrukkótt og hún var illa til fara. En þó hafði hún hatt
með langri strútsfjöður.
Hún nam staðar og horfði grunsgmlega á íbúðarhús-
ið. Jú, það voru áreiðanlega allir háttaðir. Þá hélt hún
áfam að fjárhúsdyrunum.. Hún vissi, að þar voru þrjár
fjórar kindur, sem ekki voru hafðar úti. Dyrnar voru
læstur með hengilási. Hún Mppti í lásinn, en fann óðar,
að hann gaf ekki eftir.
„Vont fólk!“ tautaði Vitlausa Gunnhildur og sneri
við út túnið með hundinn í eftirdragi.
Það var ekki í fyrsta sinn, sem Gunnhildur reyndi
að opna fjárhúsið eftir að fólkið var háttað. Og þetta
var ekki eini bærinn, þar, sem fjárhúsi var læst fyrir
henni.
Gunnhildur hafði aldrei á ævi sinni verið með réttu
ráði. Nú bjó hún alein í kofa og hafði hundinn þar hjá i
sér. Tartarar sem voru á ferð, höfðu gefið henni hundinn.
Hún fékk peninga frá hreppnum, þegar hún þurfti þess
með, annars sá hún um sig sjálf að miklu leyti.
Þegar Gunnhildur var ung, eignaðist hún barn. Það
WtmETIA
Fáeinir prestar í Bandaríkj-
unum tóku það ráð fyrir nokkr
um árum að fara um dreifð-
ustu byg^ðir landsins í Fordbíl,
á hverjum var komið fyrir kap-
ellu. Þar gat presturinn fram-
kvæmt ýmis embættisverk, svo
sem hjónavígslur, barnaskímii
og jafnvel venjulega guðsþjón-
ustu, ef áheyrendur stóðu úti.
e
Orðið þrætuepli, sem til er 1
mörgum málum, á uppruna í
grískri goðafræði. Þrætugyðj-
an kom í veizlu og kastaði
gullnu epli meðal gestanna, á
hvað var ritað: „Til fegurstu
konunnar“. Sem vænta mátti
urðu afleiðingarnar hinar háska
legustu.
Það er engin nýtízku kurt-
eisi, að gestirnir verði að bragða
á öllum réttum, sem þeim eru
bomir. Indíánakynflokkur nokk
ur fylgdi þessari reglu svo
stranglega, að hver sá gestur,
sem ekki bragðaði alla réttina
hvort sem hann var saddur eða
svangur og sagði um leið
,.Hznea-wek“ (sem ekki virð-
ist auðvelt heldur) var álitinn
fjandmaður f jölskyldunnar.
Síamsbúar tóku þessa kurt
eisisvenju með enn meiri al-
vöru: Gestur, sem leyfði sér að
ganga framhjá einhverjum
rétti hiá þeim, var talinn fjand-
maður allrar ættarinnar og
blátt áfram rétt dræpur.
„Vertu rólegur. Það er ég. Þú
hefur ekki ímyndunarafl til að
finna upp á svona hlutumu Eg
var í ,5róman.tísku“ skapi þá.
Eg hugsaði ekki um annað en
kirkjuklukkumar, blómin og
sálmasönginn. En nú er ég orð-
in .,nervös“ og það er þér að
kenna. Alltaf fylgja þér ein-
hver vandræði. Ertu með vott-
orðin?“
„Það hef ég ekki hugmynd
um“, sagði Marteinn og rétti
hendurnar fram á borðið.
„Það er allt í .réttu Iagi“,
j sagði Nielsen og Ring kinkaði
| kolli: . Já, allt“.
tEg treysti ykkur nefnilega
ekki“, sagði Ásta tortryggin.
„Þið emð hver öðrum „foT'
skrúfaðri“ allir þrír. Gefið þið
mér nú portvín. Prestar geta
fundið upp á að spyrja um
ótrúlegustu hluti. Ef hann spyr
mig nú til dæmis, hvort ég eigi
bam — hverju á ég þá að
svara?“
„Auðvitað segirðu nei, mann-
eskja“, sagði Marteinn.
,,En ef hann kemst svo að því,
að ég hefi logið. Hvað þá? Eg
á nefnilega dreng".
„Þú hefðir átt að segja mér
það fyrr“, sagði Marteinn og
reyndi að láta sem hann værí
móðgaður.
„Hvað kemur þér það við? Þú
ert ekki prestur. Mig langar
bara til að vita, hvort prestur-
inn getur neitað að gifta okkui
af þessum ástæðum“.
Svaramennimir litu hvor á
annan. Þeim kom saman um.
að þetta gæti ekki verið nein
hindrun.
Ásta hristi höfuðið. „Þið vitið
ekkert. Það er líka annað/sem
mig langar til að fá upplýsingar
um. Á ég að hafa hattinn þegar
ég geng upp að altarinu, eða á
ég að taka hann af mér? Ójá!
þið gónið hver á annan eins og
sauðir. Þið vitið hvorki í þenn-
an.heim né annan, hvað brúð-
kaup snertir. Gefið þið mér
eitt glas, ef ég á ekki að fara
að gráta“.
4.
Meðhjálparinn tók á móti
þeim í dyrunum svartklæddur
og hátíðlegur. Ásta tók í hand-
legg hans og leit hvasst á hann:
„Heyrið þér — þér hljótið að
vita allt, áem kemur giftingu
við. Á ég að hafa hattinn?"
Meðhjálparinn leit á hatt-
inn, feimínn og alvarlegur.
Þetta var stór hattur, skreyttur
einhverju gljáandi, sem líkt-
ist hefilspónum.
„Það eru engin ákvæði um
það í kirkjubókinni“; sagði
meðhjálparinn.
„En mér dettur ekki í hug
að hafa hattinn. Presturinn get
ur skemmt hann, þegar hann
blessar yfir mig. Og þetta var
dýr hattur“.
„Þá takið þér hattinn af vð-
nr“, sagði meðhjálparinn hóg
vær.
,,Já, takk. En ég verð að hafa
hattinn. Eg er ókrulluð", sagði
Ásta gröm. „Hann ætti bara
að reyna að skemma hattinn.
En segið þér mér eitt- Er ég
völt á fótunum? Síðasta port-
vínsglasið sveif á mig“.
Ásta gekk fáein skref, virðu-
leg í hreyfingum. En þegar
hún sneri sér við til að heyra
dóm meðhjálparans, hafði hann
forðað sér bak við súlu.
„Þú ert ekkert óstöðug"1', sagði
Marteinn gramur. „En það er
líka asnalegt að drekka port-
vín á morgnana“.
,,Hvað á maður að gera,
Þegar maður er „nervös“?“
:sagði Ásta og andvarpaði.
Það var heldur ekki laust við
að hún væri óstyrk. Þegar hún
gekk inn kirkjugólfið við hönd
Uielsen stundakennara og prest
urinn stóð reiðubúinn að taka
á móti þeim, staðnæmdist hún
allt í einu, reif af sér hattinn
og setti hann ofan á lampa,
sem stóð á einum kirkjubekkn-
um.
Preslurinn lagaði á sér gler-
augun. Hann var ekki viss um
að hann hefði séð rétt. Þetta
voru undarleg hjónaefni. Brúð-
guminn vírtist dauðskelkaður
og brúðurinn gréf. Ojæja. Það
bar að minnsta kosti vott um
að hún skildi alvöru þessarar
athafnar og bar lotningu fyrir
guðs húsi.
Presturinn var hinn mildasti
í garð brúðhjónanna og fram-
kvæmdi hjónavígsluna eftir
því sem lög og reglur bjóða.
5.
Taugaveiklun Ástu var fokir.
út í Viður og vind. Hún hló og
söng fyrir munni sér, þegar hún
lét á sig hattinn frammi í for-
kirkjunni.
,.Nú verður gott að fá sér
matarbita", sagði hún.
Marteinn Askerud ræskti sig
og gerðist órólegur: „Okkur
langar til — frökin Möller og
mig — það er að segja konu
mína og mig — langar til að
bjóða ykkur upp á, lítilsháttar
morgunmat“.
„Miðdegismat, auðvitað mað-
ur“, sagði brúðurin.
„Kallaðu það,. hvað sem þú
vilt. Það verður einhver heitur
matur og kannske brauð með
osti-----“
„Þú ert nirfill. Þetta ætlarðu
'að bjóða okkur á brúðkaups-
daginm Þú sem ert nýbúinn
að fá arf“.
Ásta gleymdi sultinum á leið-
inni. Hún stanzaði við búðar-
glugga.
j„En hvað þetta er ódýrt!
Þrjár og fimmtíu! Og þetta er
reglulega fínn kragi“.
„Já, þetta er laglegt útprjón“,
tautaði Marteinn og stillti sig
um að geispa.
Ásta sneri sér snöggt við og
horfði út í bláinn eins og hún
væri að tala við allan heim-
inn. „Hann heldur, að þetta sé
prjónað. Hann heldur víst að
hann sé staddur út í eyðihólm
anum og móðir hans sé að
prjóna sokka“.
Fólk sem gekk um Breiðu-
götu tók eftir brúðhjónunum
og fylgdarliði þeirra. Nielsen
stundakennari var í „smoking"..
Vátryggingarmaðurinn í svö.rt-
um frakka og Marteinn var í’
„diplomat“. Klæðnað brúður-
innar var erfitt að telja til nokk
urrar sérstakrar tegundar.
Ásta horfði dreymandi ahg-
um á skó í glugga, sem þau
fóru fram hjá. ,.,Nei, hugsa sért
Allrahanda skór! Götuskór.
ballskór, selskapsskór —“.
„Það væri hægt að ímynda
sér, að faðir yðar hefði verið
skósmiður“, sagði vátryggingar-
maðurinn.
„Hann var ekki skósmiður.
Hann var heildsali og seldi
bursta, hef ég heyrt. Annars
veit ég það ekki. Eg hef aldrei
séð hann — svínið. En skór
hafa alltaf verið minn draumur
Það er að segja almennilegir
skór, sem fara vel á fæti og
kreppa mig ekki. Eg hef svo
mörg likþorn“.
Að lokum lenti brúðfylgdin á
Hótel Fönix og þá var farið
að ræða um matinn.
„Eigum við ekki að fá okkur
humar?“ spurði Ásta.
„Guð hjálpi okkur“. sagði
brúðguminn og rétti upp hend
urnar, eins og miðað hefði ver-
ið á hann skambyssu. En brúð-
urin lét sem ekkert væri.
„Skiptið þér yður ekkert af því,
sem hann segir. Komið þér bara
með humarinn“, hvíslaði hún
að þjóninum.
Humarinn kom, vínflaska og
öl. Óttasvipurinn hvarf nærri
því af andliti Marteins litla
stund.
„Við skulum ekki gera mál-
tíðina endasleppa", sagði hann.
„Biðjið þið ym kaffi. Eg ætla
að bregða mér burt“.
„Hvert ætlarðu?"
„Eg ætla út og kaupa ciga-
rettur í sjálfsala hérna úti.
Þær eru ódýrari þar en hérna“.
„Hundspottið þitt“, varð brúð-
inni að orði. En hún sagði það
ekki í illu, bví að nú lá vel
á henni. Hún var södd og ham
ingjusöm.
„Kauptu líka cigarettu,-
handa mér“ hvíslaði hún blíð-
lega. Og þegar Marteinn kon:
inn aftur með tvær öskjur i
hendinni, brosti hún þakklæt
isbrosi.
„Brúðkaup, eru yndisleg“,
sagði hún og stundi af sælu.