Þjóðviljinn - 18.04.1945, Page 8
KRON kmnítt^atnarí
illliða Reiaoim aoarar tailiaraMaldlao
Pað hefur engan fulltrúa fengið hosmti í ReYhíavíh, stðan
það hóf herferðína t 7. deíld
Látum það líka tapa 5. og 16. deild
ÐVILIINN
Kosning fulltrúa í 3. deild, fór fram í gærfcvöld. Unnu ei»
ingarmenn einn sigurinn enn, fengu alla fulltrúana kosna, 31
;að tölu.
Er þá aðeins eftir að kjósa í tveimur deildum; 5. deild og
116. deildL
Fundur 16. deildar verður föstudaginn 20. apríl kl. &30 í
Mjólkurstöðinni, en fundur 5. deildar mánudaginn 23. apeíl kl.
8,30 í Listamannaskálanum, (ekki fimmtudaginn 19. apríl eins og
áður var ákveðið).
Framsóknarhyskið og taglhnýtingar þeirra, Vísis- og Alþýðu-
blaðsmenn, hafa nú fengið verðugt svar hjá alþýðu Reykjavíkur,
vð sundrungarbrölti sínu innan KRON. I»essi þokkalega þrenning
jheíur tapað kosningu í hverri einustu deild í Reykjavík, síðan
vupjwist varð um klæki hennar á fundi 7. deildar, en þar fékk
ihúri 11 fulltrúa kosna.
Kronfélagar í 5. og 16. deild! Látið Tímavisisalþýðublaðsklík-
una fá þá útreið sem hún hefur unnið til. Látið hana tapa í 5.
og 16. deild, eins og hinum,
Deildarsvæði 16. deildar nær
yfir allt innan Rauðarárstígs
(stök númer) að Kringlumýrar-
vegi, auk þess öll Höfðatúnin,
Hljómleikar í hátíðasal
Menntaskólans
Illjómleikar verða haldnir í há-
tíðasal Menntaskólarus n.h. laugar
dag Jcl. 6 síðdegis.
Eru það fyrstu hljóinleikarnir
af þremu'r sem áformað er að
halda í vetur, með svipuðu sniði.
Hafa þeir Árni Kristjánsson og
Ragnar Jónsson haft forgöngu
um þetta.
Á hljómleikunum á laugardag-
inn verður flutt eitt af me.stu
verkum Bachs í Kunster Fuga.
Þar sýnir Bach meðferð 15 Fuga
og 4 Ganons, þar sem tekið er til
meðferðar eitt stef í öllum hugs-
auLegum myndum.
Verk þetta samdi Bach árið
1749, en lauk aldrei við það til
fulls.
Hér verður þetta mikla verk
Bachs flutt allmikið stytt, eða
nánar tiltekið: 6 Fugur og 2 Can-
ons.
Strokhljómsveit dr. Viktors
Urbantschitchs flytur verkið, Sig
ríður Björnsdóttir leikur á Cem-
balo en Páll ísólfsson skýrir verk-
ið áður en hljómleikamir hefjast.
í næstu viku verður flutt tón-
verk frá 16 öld og eitthvað eftir
nútíma höfunda. Amerísk blást-
urshljóðfærasveit, undir stjórn
CorLeys h 1 jórnsveitarstjóra, leikur.
Framsókn á Ítalíu
Bandarískar sprengj ulfl u g v élaæ
héldu áfram árásum í gær, þriðja
daginn í röð, á stöðvar Þjóðverja
á leiðinni til Bologna.
Bretar eru komnir yfir Silaro-
ána á fleiri stöðum.
Bandaríkjamenn hafa tekið
tvær hæðir í viðbót við þær fyrri,
tæpa 20 km. fyrir suðvestan Bol-
ogna.
Aðrar hersveitir Bandaríkja-
manna eru aðeins 13 km. frá Bol-
ogna.
Laugarnesveg allan og Kirkju-
sand.
Deildarsvæði 5. deildar er
vestan Frakkastígs (rétt númer
með), upp Njarðargötu, beygir
niður Freyjugötu (stök númef
með), niður Bjargarstíg á Berg-
staðastræti 21 og þaðan niður
Bergstaðastræti (stöku númer-
in) og Smiðjustíg (rétt númer),
þaðan um Lindargötu (nr.12'—2
ekki með) og niður Klapparstíg.
Kafbátahætta enn
umhverfis Bretland
Einn af ráðherrum Bandaríkja-
stjórnar sagði í gær, að kafbáta-
hættan væri enn mjög alvarleg
á hafinu umhverfis Bretland.
Sagði hann Þjóðverja gera all't,
sem þeir gætu til að tefja sigling-
ar milli BretLands og meginlands-
ins. Hann sagði, að kafbátarnir
væru að vísu fa^rri en áður, en
þeir væru líka miklu betur út-
búnir og erfiðari viðureignar.
Henderson biður
um frið vegna San
Francisco-ráðstefn-
unnar
Arthur Henderson einn af
foringjum verkamannaflokksins
brezka, lét svo um mælt í gær
í tilefni af orðrómi um sam-
vinnuslit flokkanna, sem standa
að ríkisstjóminni, að það væri
illt verk að reyna að stuðla að
samvinnuslitum eins og nú
stæði á. Að sínu áliti ætti ekki
að gera neitt til að stofna ár
angrinum af San Francisco-ráð-
stefnunni í voða. En það gæti
orðið afleiðingin ef brezku full
trúarnir þar þyrftu að óttast
hörð stjórnmálaátök og jafnve!
stjórnarskipti á meðan þeir
væru vestra.
Henderson sagði, að það væri
æðsta skylda Breta að sjá um,
að Bretland tæki fullkominn
þátt í ráðstefnunni.
Islenzkir íþróttamenn
heiðra minningu
Roosevelts forseta
Áður en síðasti leikur-
inn fór fram í hnefaleika
móti Ármanns í And-
rewshöllinni í fyrra~
kvöld kvaddi Benedikt
G. Waage, forseti íþrótta
sambands íslands sér
hljóðs.
Lýsti hann hryggð ís-
lenzkra íþróttamanna
við fráfall Roosevelts
Bandaríkjaforseta. Bað
hann viðstadda heiðra
minningu hans með því
að rísa úr sætum.
Mannfjöldinn vottaði
hinum látna forseta virð
ingu sína með því að
rísa úr sætum og standa
þögull nokkra stund.
Húsvíkingar samþykkja
kaup tveggja 55 tonna
vélbáta
Frébtaritari Þjóðviljans í Húsa-
vík símar:
Alinennur borgarafundur var
haldinn hér í gœrkv'óld. Sam-
þykkt var að hrep'purinn sendi
Nýbyggingaráði beiðni um tvo
55 tonna báta nú þegar.
Jafnframt lýsti fundurinn yfir
að hann teldi rótt að hreppsnefnd
in leitaði hlutafjárframlaga til
bátakaupanna.
\
Stríðslokin nálgast
gOVIET WAR NEWS birti nýlega grein um horfurnar í
Evrópustyrjöldinni, eftir rússneska blaðamanninn M.
Mikhajloff, og segir þar meðal annars:
„Milljónir manna horfa nú daglega á Evrópukortið
með eftirvæntingu. I drununum frá hinum einstæðu, stór-
kostlegu- orustum í austri og vestri náigast stríðslokin.
Sigurskotunum úr fallbysgunum í Moskva er svarað
með fréttunum af sigrunum á vesturvígstöðvunum, þar
sem Montgömery marskálkur hefur molað vamir Þjóð-
verja á norðurhluta vesturvígstöðvanna.
Það er verið að framkvæma ákvarðanir Krímráðstefn-
unnar, markvíst og kröftuglega, með sókn rauða hersins í
austri og brezk-bandarísku herjanna í vestri. Síðustu
fregnir af sigrum Bandamanna minna *á þau orð Staííns
marskálks, að Þýzkalandi yrði að halda í tangarörmum
tveggja vígstöðva, og herða stöðugt að þeim. Töngin er nú
að lokast um Þýzkaland af miklu afli.
Aldrei fyrr í þessu stríði hefur samvinna Banda-
manna á austur- (og vesturvigstöðvunum verið jafnfull-
komin. Nazista'herimir eru lokaðir milli tveggja eldveggja,
sem færast stöðugt nær hvor öðrum.
Hitler brást sú von að vamir Þjóðverja að vestan
mundu duga. Bandamanna'hersveitir geisa nú inn á norð-
urþýzku sléttuna, en þaðan er auðfarin leið til Berlín.
Það er nokkuð síðan að rauði herinn brauzt fram að
Oder, þar sem skemmst er til Berlínar. Þjóðverjum hlýtur
að vera orðið lióst að orustan um Berlín er komin á dag-
skrá, og áróðursmenn nazista reyna að búa þýzku þjóðina
undir fregnir af ósigrinum, sem dynur yfir Hitlers-Þýzka-
land þegar hersveitir Súkoffs marskálks fara þessa 50
km. sem þeir eiga eftir til höfuðborgar landsins.
Þriðja ríkið er að sökkva undan þunga glæpa sinna,
eins og Stalín marskálkur spáði. Það er að molast vegna
sóknar hinna voldugu afla réttlætis og menningar.
Enga miskunn, enga linkind, enga vægð fyrir þessa
glæpamenn. Það vildum við sagt hafa við alla þá, sem nú
taka þátt í lokaáhlaupinu. Blessun milljóna frelsisunnandi
manna fylgir hinum sigursælu herjum Bandamanna. Megi
vonir þeirra rætast“.
1
Myndin sýnir bandaríska faUMífarhermcnn lenda á Corregidor, 16. febrúar 1945. — FaUMífarher-
mönnurn þesswn var œtlað það hfutverk að auðvelda landgöngu aðalhersins, með töhu strand
virkjanna.