Þjóðviljinn - 19.04.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.04.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Bandaríkjamenn eru komnir inn í Tékkoslóvakíu fyrir sunnan Plauen. Magdeburg er öll á valdi 9. hersins. Mikið lið úr 7. hemum er komið inn í Núrnberg. — Hitler hefur skipað héraðsstjóranum að verja borg- ina til síðasta manns. Kanadamenn eru komnir að Suidersee á 3 stöðum og eru um 30 km. frá Amsterdam. Skriðdrekasveit úr 3. banda- ríska hernum fór inn í Tékkosló vakíu í gærmorgun, 16 km. fyr- ir austan Hof. — Hermennirnir höfðu birgt sig upp af tóbaki og sælg^ti til að gefa Tékkum. því að þarna gildir samneytis- bannið ekki. MAGDEBURG 9. bandaríski herinn lauk í gærdag við að taka borgina Magdeburg eða rústir hénnar, því að hún hafði að kalla verið jöfnuð við jörðu í loftárásinni á þriðjudggsmorguninn. — Með al þeirra, sem hörfuðu síðast úr borginni, voru piltar úr Hitlers- æskunni. — Þjóðverjar sprengdu brúna yfir Saxelfi. Magdeburg er 110 km. fyrir vestan Berlín. NtÍRNBERG Varnarliðið í Nurnberg er tal- ið skipað 5000 S.S.-mönnum. Hitler sendi setuliðinu ávarp í gær. Sagðist hann vera sann- færður um, að þýzkasta borg allra þýzkra borga yrði varin til síðasta manns. HALLE OG LEIPZIG Bandaríkjamenn hafa næst- um alveg lok'ið við að taka Halle og Leipzig. Bandaríkjamenn hafa tekið um 1000 loftvarnafallbyssur i úthverfum Leipzig. Vörnin í Halle var mjög hörð. ZV/ICKAU 3. herinn tók borgina Zwickau, 30 km. fyrir vestan Chemnitz. 32 KM. FRÁ HAMBORG Brezkar hersveitir eru um 32 km. fyrir sunnan Hamborg. — Aðrar eru komnar inn í út- hverfi bæjarins Luneburg. sem er 13 km. frá Saxelfi. INN í DÚSSELDORF Bandaríkjamenn eru komnir inn í borgina Dússeldorf í Ruhr. Næstum 310 000 fangar haf j verið téknir í Ruhr. 2055000 fangar hafa verið teknir á vesturvígstöðvunum frá innrásarbyrjun. Kosningarnar í KRON Fundur 16. deildar á morgun Aðalfundur 16. deildar KRON verður á morgun, föstudaginn 20. apríl kl. 8,30 í nýju Mjólk- urstöðinni við Laugaveg. Deildarsvæði 16. deildar nær yfir allt innan Rauðarárstígs (stök númer) að Kringlumýrar- vegi, öll Höfðatúnin, Laugarnes veg allan og Kirkjusand. Framsóknarafturhaldið og fylgifiskar þess, hafa tapað kosningunum í öllum deildum • KRON í Reykjavík, síðan þeir hófu fjölskyldusmölunina í 7 deild. Einingarmenn í 16. deild! Starfið vel fyrir kosninguna i 16. deild. Mætið vel og stundvís lega á fundinn. Látiun Framsóknarafturhald- ið tapa í 16. og 5. deild! Skrifstofa Sósíalistaflokksins á Skólavörðustíg 19 verður opin á morgun. SwirilsHlIíaelö SIIMRRfiliFðR Skrúðganga — útisamkoma á Austurvelli. — Fjölbreyttar skemmtanir Sumardagshátíðahöld Bamavinafélagsins Sumargjöf, liefjast kl. 12,45, með skrúðgöngu bama, frá Austurbæjarskólanum og Miðbæjarskólanum að Austurvelli. Á Austurvelli kl. 1,30 flytur séra Jakob Jónsson ræðu, en kl. 1,40 leikur Lúðrasveit Reykja- víkur, undir stjóm Albert Klahn. Sumargjöf gengst fyrir 19 inniskemmtunum í dag; verða þær í 11 samkomuhúsum bæjarins. Þjóðverjar jála enn að Rússar vinní á í nágreneí Berlínar Fréttaritarar í Moskvu segja rauða herinn vera að í mola varnarvirki Þjóðverja á leiðinni til Berlínar. Þjóðverjar játa nýja ávinninga Rússa á þessum ! vígstöðvum, — m. a. að þeir séu komnir yfir Oder á nýjum stað fyrir norðaustan Berlín. Þessi sumardagshátíðahöld eru óefað þau fjölbreyttustu Ofbeldisstjórn á Kyprus l.ógregla Breta á Kypms skaut á hóp .evjarskagigja, sem var að halda npp á þjóðhátíðardag Grikkja ])ann 25. marz s.l. 12 ára gamalt barn og einn karlmaður biðu bana. <^n 13 særðiust. Lögreglan skaut á fólkið af yf- irlögðu ráði og stuttu færi. Þetta gerðist í litlu þorpi, se.m heitir Lérkoniko. Var um 200 mánns að koma fiá messu í kirkjunni og bar gríska fána. I.eiðtogar verka m a nn aflokks- im , verkalýðssambandið á Kyrpus og j'élag smákaupmanna hafa mótmælt þessu-m aðförum hnrð- iaga og krafist þess, að Kyprus verði látin til'heyra Grikklandi samkvæmt Atlantshafssóttniál- iuium. sem verið hafa hér, á sumar- daginn fyrsta. Ber þar fyrst til að nefna skrúðgöngu barnanna, en það er nú í fyrsta skipti um nokkurra ára skeið. að slík hóp- ganga barna hér í bænum, er látin fram fara, fyrsta sumar- dag. Um inniskemmtanirnar er það að segja, að þær verða fleiri í dag en árin á undan, og fleiri og fjölbreyttari skemmtikraft- ar, en nokkru sinni fyrr. Leggja þar margir saman krafta sína til að gera börnunum daginn sem ánægjulegastan. (Sjá auglýsingu á 5. síðu). Merkjasala til ágóða fyrir starfsemi Sumargjafar fer fram í dag. Verða merkin afhent frá bai’naskólunum og Grænuborg Styrkið Baniavinafélagið Sumargjöf í starfi þess fyrir bömin, með því að fjölmenna á skemmtanir þess í dag, og kaupa bamadagsmerkin. í þýzku herstjórnartilkvnn- ingunni var sagt, að Rússar hafi brotizt inn í varnarlínur Þjóðverjar fyrir norðaustan austan og suðaustan Berlín 40 50 km. frá borginni, en þeir hafi alstaðar verið stöðvaðir. Svo er að skilja á sömu til- kynningu, að rauði herinn sé kominn yfir ána Neisse á milli Görlitz og Cottbus og sé kom- inn að borginni Spremberg við ána Spree, 75 km. fyrir norð- austan Dresden. Rauði herinn tók 30 bæi og þorp fyrir sunnan og suðvestan Ratibor í gær. — Sækir hann inn í Moravíu að norðan. Her Malinovskis er 15 km frá Brno að sunnan og álíka I langt frá þeirri borgv að suð- | vestan. Þrengt hefur verið enn meir að Þjóðverjum hjá Pillau 1 Austur-Prússlandi. Rúmlega 8700 fangar voru tekúir þar : gær. — Mikið herfang var tek- ið, m: a. næstum 4000 bílar. 98 skriðdrekar voru eyðilagð- ; ir fyrir Þjóðverjum á austur- vígstöðvunum. ÞJÓÐVILJINN óskar lesendum sínum og allri alþýðu gleðilegs sumars. Árásin á Gestapo í Odense bar góðan árangur Ekki hafa enn borizt fréttir frá Danmörku af árangrinum af loftárásimii á aðalstöðvar Gesta- pos í Odense á Fjóni. En fyrir- liði árásafluigvólanna fulyrðir, að árásin hafi tekist mijög vel. Sex Mosquito-flugvélar gerðu árásina. Fylgdu þeim Musitang- flugvélar og ein myndatökuvél. Flugvélarnar flugu .frá stöðvmu í Belgíu og gátu því flutt auka- sprenigjur. Aðalsitóðvar Gestapos voru í bændaskóla, 2—3 km. frá Odense- bæ miðjum. Er það stórhýsi í þnem álmuan. Þarna dvöldust um, 200 Þjóð- verjar og hópur danskra njósnara. Höfðu Gestapomenn verið fluttir þaðan frá Árósum og Kaupmanna höfn ef.tir árásirnaf á stöðvar þeirra þar. Yfirforinginn þarna hét Dohse, var hann alræmdur mannhundur. Kunn'ugt er, að meðal Gestapo- böðlanna þarria voru a.m.k. tveir h r e inræk t a ðir sa d is t ar. Eki er kunnugt um, hversu margir hafa farizt, en samkvæmt reynslunni í Árósum og Kaup- niannahöfn nrun óhætt að gera ráð fyrir, að manntjón hafi orðið mikið, og mun árásin vafalaust gera’ döiiskum föðiurlandsvinum rni'klu hægara um vik. Brezkur herlæknir lýsir þýzkum fanga- búðum Brezbur herlæknir dvaldist ný- lega tvo sólarhringa í þýzkum fangaibúðum jiálægt Bremen. Seg ir haiin það vera hryllilegasita stað, sem hann hafi nokkurn tíina séð. Nakhi lík kvenna voru þar í stórum köstum og börn fáfandi í krin.gu.rn þau. JMargir liöfðu dáið í sorpræsunum. 1 einum skálanarm lágu maigar kontir á bernm fjölum og voru svo máttfarnar, að þær gátu varla hreýft sig. Þarna var fólk frá ýmsum 'lönd um. Yfirmaður fangabúðanna var týpiskur þýzkur ruddi, og var al veg laihst' við, að hann skammað ist sín. Bandamenn hafa látið kvik- m yn da fangabúðirnar. Kaffikvöld heldur Kvenfélag Sósíalistaflokksins, n.k. laugar- dag kl. 8.30 á Skólavörðustíg 19. Nánar auglýst síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.