Þjóðviljinn - 22.04.1945, Page 2

Þjóðviljinn - 22.04.1945, Page 2
2 ÞTÓÐVILJINN Sunnudagur 22. apríl 1945. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær var ársþing knatt- spymumanna í Reykjavík haldið nýlega. Þingið gerði eftirtaldar samþykktir varðandi hagsmunamál knattspymumanna: 1. Ársþing knattspymumannahugað í sambandi við önnur ráð í Reykjavík, samþykkir gerðir K. R. R. í sambandi við Walters keppnina og samþykkir enn- fremur að ágóðinn af umrædd- ftri keppni, skuli renna til K. R. R. og verði honum varið tii þess að undirbúa stofnun Knatt spymusambands íslands. 2. Ársþing knattspyrnumannu 1 Reykjavík ályktar, að bjóða í. S. í. að K. R. R. hafi for göngu um íþróttamálasýningu á 35 ára afmæli í. S. í. 1947. 3. Ársþing knattspyrnumann'a 1945, beinir þeim tilmælum til stjórnar í. S. í. að hún hlutist ti'l um, að gefinn sé út árlega „Árbók knattspyrnumanna“, þar sem skýrt er frá íþrótta- starfseminni í landinu. í ár- bókinni séu öll lög og reglu- gerðir er varða íþróttamenn og í gildi' eru á hverjum tíma. 4. Ársþing knattspyrnumanna í Reykjavík, haldið 22. marz 1945, skorar á Vallarnefnd, að úthluta íþróttavellinum til æf- inga eigi síðar en 1. apríl ár og íþróttabandalag Reykjavík- ur. Með tilliti til þinghalda í- þróttaráða í Reykjavík, leggur ársþing knattspyrnumanna 1945 til, að íþróttabandalag Reykjavíkur sarfiþykki eftirfar andi tillögur og breyti lögum sínum og ráðanna í sambandí við þær: 1. Þing ráðanna sameinist þingi í. B. R. og nefnist íþrótta- þing Reykjavíkur. 2. Þinginu verði hagað þann- ig: a. Eftir skýrslur og reikninga í. B. R. komi skýrslur fastra nefnda í. B. R. og þá skýrslur ráða og reikningar. b. í byrjun hvers þings verði skipaðar sérgreinanefndir, er starfi meðan þingið stendur. Verði vísað til þeirra málum, sem fram koma og þurfa þykir, bæði frá fundum í. B. R. og sérfundum ráða. c. Umræður um skýrslur í. B. R. og ráða fara fram á sérstök- um fundum, þar sem tilkjömir fulltrúar mæta '.(eins og verið hefur). d. Nákvæm dagskrá fyrir þingið yerði gefin út með fyr- irvara og ákveðinn verði fund- arstaður og tími hvers ráðs. e. Annar dagur þingsins verði helgaður í. B. R. síðan fara fram fundið ráða og fari fundir tveggja til þriggja ráða fram sama kvöld (sitt í hverju lagi) ef þurfa þykir, enda verði val- in saman fjarskyldustu ráðin. Síðasti dagur þingsins verði helgaður í. B. R. f. Þingið hefjist á sunnudegi Framhald á 5. síðu. Up bopginnl Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum. Helgidagslæknir er Óskar Þórðar- son, Öldugötu 19, sími 2235. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur í nótt.annast Litla bílastöðin, sími 1380. — Aðra nótt: B. S. í., sími 1540. Ljósatími ökutækja er frá kl. 20,55 til kl. 4,00. Útvarpið í dag. 8,30 Morgunfréttir. 10.30 Útvarpsþáttur (Helgi Hjörvar). 10,00 Messa í Nessókn (síra Jón Thorarensen. — Háskólakap- ellan). Fermingarmessa. 14,00—16,00 Miðdegistónleikar (plöt- ur). 18.30 Barnatími (Pétur Pétursson o. fl.). 19,25 Hljómplötur: Lög eftir Hándel. 20,20 Samleikur á fiðlu og píanó (Þórir Jónsson og Fritz Weiss- happel): Sónata í D-dúr eftir Beethoven. 20,35 Erindi: Fyrstu kappreiðar á íslandi (dr. Broddi Jóhannes- son). 21,00 Kvöld „Bræðralags“, kristilegs stúdentafélags. a) Ávörp og erindi (Leó Júlíusson stud. theol., Guðmundur Sveinsson stud. theol., Bjartmar Kristjáns son stud. theol., Bjarni Bene- diktsson stud. theol.). b) Upp- lestur (frú Hildur Bernhöft stud. theol., Þorsteinn Valde- marsson stud. theol.). c) Ein- leikur á harmoníum (Þor- steinn Valdemarsson). d) Sex- tett syngur. 22,05 Danslög til kl. 1. Húsmæðrafélag Reykjavíkur. Nám. skeið félagsins í sýnikennslu byrj- ar mánudaginn 23. apríl í Lista- mannaskálanum kl. 2. Konur, sem innritaðar eru á námskeiðið, geta fengið allar frekari upplýsingar hjá formanni félagsins, Jónínu Guð- mundsdóttur, Barónsstíg 80, sími 4740. PrófeSsor Ágúst H. Bjarnason. flytur fyrirlestur í hátíðasal Háskól- ans í dag (sunnud. 22. apr.) kl. 2: e. m. Erindið nefnir hann: Heimspeki óg trú og er það lokaerindið í ritinu: Vandamál mannlegs lífs, er prófess- orinn hefur unnið að undanfarin 2 ár. Öllum er heimill aðgangur að fyr- irlestrinum. AUfiLÝSIMS hvert og leita samkomulags um. að knattspyrna sé látin sitja þar í fyrirrúmi. 5. Ársþing knattspymumanna 1945 ályktar að skora á stjóm í. S. í., að hún hlutist til um, að knattspyma verði tekin upp sem námsgrein við íþróttaskóla ríksins, nú þegar á þessu ári. 6. Viðauki við 16. gr. í Leik- reglum í. S. í. um almenn knattspyrnumót: Sérráð getur frestað kappleik, ef það telur ástæður til þess. 7. Samþykktar nýjar starfs- reglur fyrir Knattspymráðið. 8. Knattspymuþingið 1945 samþykkir að beina þeirri ósk til stjómar í. S. t, að hún fyrir næsta sumar gefi út heildar- reglur varðandi landsmót í knattspymu. 9. Knattspymþingið 1945 sam þykkir, að beina þeirri ósk tii stjómar í. S. í., að hún, svo fljótt sem við verður komið, gefi út reglur um ferðalög og utanfarir íþróttaflokka. 10. Knattspymuþingið felur K. R. R. að fjalla um tillögurn- ar um landsmótin og hafa um það samvinnu við nefnd þá, sem starfar að athugun á stofn- un landssambands í knatt spyrnu, er síðan komi þeim á- leiðis til félaga úti um land. 11. Knattspyrnuþing Reykja- víkur 1945 skorar á í. S. 1, að veita K. R. R. heimild til þess, að leyfa 2—3 opinbera knatt- spymukappleiki við setuliðin, sem eftir eru í landmu, á kom- andi starfsári. 12. Knattspymuþingið legg- ur til, að reglugerð um Tulinius ar-bikarinn verði breytt þann ig, að félögin keppi eitt við öll og öll við eitt, og verði leik- ir það stuttir, að tveir geti farið fram á kvöldi. 13. Knattspyrnuþingið sam • þykkir eftirfarandi, sem álykt- un til K. R. R., sem verði at- um skoðun á bifreiðum í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur Samkvæmt bifreiðalögum tilkynnist hér með bif- reiðaeigendum, að skoðun fer fram frá 2. maí til 12. júní þ. á., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Miðvikudaginn 2. maí R. 1- - 100 Fimmtudaginn 3. — — 101- - 200 Föstudaginn 4. — — 201- - 300 Mánudaginn 7. — — 301- - 400 Þriðjudaginn 8. — — 401- - 500 Miðvikudaginn 9. — — 501- - 600 Föstudaginn 11. —: — 601- - 700 Mánudaginn 14. — — 701- - 800 Þriðjudaginn 15. — — 801- - 900 Miðvikudaginn 16. — — 901- -1000 Fimmtudaginn 17. — — 1001- -1200 Föstudaginn 18. — — 1201- -1300 Þriðjudaginn 22. — —T 1301- -1400 Miðvikudaginn 23. — — 1401- -1500 Fimmtudaginn 24. — — 1501- -1600 Föstudaginn 25. — — 1601- -1700 Mánudaginn 28. — — 1701- -1800 Þriðjudaginn 29. — — 1801- -1900 Miðvikudaginn 30. — — 1901- -2000 Fimmtudaginn 31. — — 2001- -2100 Föstudaginn 1. júní — 2101- -2200 Mánudaginn 4. — — 2201- -2300 Þriðjudaginn 5. — — 2301- -2400 Miðvikudaginn 6. — — 2401- -2500 Fimmtudaginn 7. — — 2501- -2600 Föstudaginn 8. — — 2601- -2700 Mánudaginn 11. — — 2701- -2800 Þriðjudaginn . 12. — - — 2801 og þar yfir. Enn fremur fer þann dag fram skoð- un á öllum bifreiðum, sem eru í notkun hér í bænum en skrásettar eru annars staðar á landinu. Ber bifreiðaeigendum að koma með bifreiðar sínar til ibifreiðaeftirlitsins yið Amtmannsstíg 1 og verður skoð- unin framkvæmd þar daglega frá kl. 10—12 f. h. og frá kl. 1—6 e. h. Bifreiðum þeim, sem færðar eru til skoðunar sam- kvæmt ofanrituðu skal ekið frá Bankastræti suður Skóla- stræti að Amtmannsstíg og skipað þar í einfalda röð. Við skoðunina skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram skírteini sín. Komi í ljós að þeir hafi ekki fullgild skír- teini, verða þeir tafarlaust látnir sæta ábyrgð og bifreið- amar kyrrsettar. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau á sama tíma, þar sem þau falla undir skoð- , unina jafnt og sjálf bifreiðin. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum. Ef bifreiðaeigandi (umráðamaður) getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoð- unar á réttum tíma, ber honum að koma á skrifstofu bif- reiðaeftirlitsins og tilkynna það. Tilkynningar í síma nægja ekki. Ógreiddur bifreiðaskattur, skoðunargjöld og vátrygg- ingariðgjöld ökumanna fyrir tímabilið 1. apríl 1944 til 31. marz 1945 verða innheimt um leið og skoðun fer fram, en til 1. maí n. k. verður gjöldum veitt viðtaka á skrifstofu tollstjóra í Hafnarstræti 5. Séu gjöld ekki greidd við skoðun eða áður, megd menn búast við því, að bifreiðam- ar verði stöðvaðar. Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu ávalt vera vel læsileg, og er því hér með Tagt fyrir þá bifreiðaeigendur (umráðamenn) sem þurfa að endur- nýja númeraspjöld á bifreiðum sínum, að gera það tafar- laust nú, áður en bifreiðaskoðunin hefst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli, til eftirbreyíni. Tollstjórinn og lögreglustjórinn í Reykjavík. Reykjavík, 21. apríl 1945. Torfi Hjartarson. Agnar Kofoed-Hansen. v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.