Þjóðviljinn - 22.04.1945, Qupperneq 3
Sunnudagur 22. apríl 1945.
ÞJÓÐVILJINN
3
l)R LÍFI ALÞYÐUNNAR
1
Ekki eru allar ferðir
17'LUKKAN er fimm að
morgni er ég vakna,
nudda stírurnar úr augunum,
klæði mig, geng út og lít til
veðurs. Það er fögur sjón sem
mætir auganu þegar út er kom-
ið. í norðaustri blasa við Tinda
fjöll og „EyjafjallaskallinTi
gamli“ sveipaður gylltum
bjarma morgunroðans, en í
suðri, rísa Vestmannaeyjarnar
sæbrattar úr hafinu, tignarleg-
ar að vanda en sýnast nú
nokkru hærri en venjulega, því
loftið er svo tært og bjart, og
engin vindmóða, sem er þó svo
algeng á hafinu, en nú er kyrrð
in og lognið alls ráðandi, ekk-
ert • hljóð rýfur næturfriðinn
nema þungt og reglubundið
brimhljóð við ströndina, „þvi
hafgang þann ei heftu veður
blíð, sem voldug reisir Rán á
Eyjasandi“.
Það sást á öllu að vorið var
komið, en almanakið sagði nu
samt ekki nema miðgóu og
gamla fólkið var trúað á að
gýldist fyrir góugróðurinn. Er.
nú var nýgræðingurinn víða far
ínn að skjóta upp kollinum og
allar skepnur sælar og sjálfala
úti í náttúrunni, nema kýrnar,
þær einar lágu rólegar á melt-
unni á básum sínum og voru
að líkindum ekki farnar að láU
sig dreyma neitt vorlega ennþá.
En þrátt fyrir alla þessa
blessaða náttúrufegurð og veð-
urblíðu, var einhver óhugur í
mér, sem ég gat ekki gert mér
grein fyrir af hverju stafaði,
en hefur að líkindum orsakazt
af því að fyrir mér lá langt
ferðalag frá heimili mínu. Eg
var nýbúinn að taka þá ákvörð-
un að fara til Vestmannaeyja
í atvinnuleit, og var það góða
tíðin sem freistaði mín og
þröngur efnahagur sem rak
mig. Þetta yar í rauninni
fyllsta óvit þegar þess er gætt,
að heimilisfólkið var ekki ann-
að en kona mín óhraust með
tvo litla drengi og ungling um
fermingu og hún þurfti því að
taka að sér alla skepnuhirð-
ingu, sem gat orðið mikil ef
tíðarfar versnaði, sérstaklega
fyrir það að býlið okkar, Tjam-
arkot í Austur-Landeyjum, er
rnjög láglent og blautlent. Mik-
ið af landinu þakið tjömum
ug sundurskorið af djúpum sýkj
um, sem voru slæmar hættur
fyrir allar skepnur, ekki sízt á
vorin þegar á þeim lá ónýtur
'ís. Þá þurfti helzt að fylgja
skepnunum eftir ef vel átti að
fara, sem bezt sést á því að
karl einn sem bjó á undan méi
ó þessu koti, missti eitt sinn
alla sauðina sína, tuttugu að
tölu, ofan í sömu tjörnina rétt
á meðan hann var að lesa Jóns-
bókarlesturinn á páskadaginn.
Eg var ekkj heldur búinn að
vera margar vikur í Vestmanna
eyjum í þetta sinn, þegar ég
frétti að ég hefði misst ofan í
flóðin eitt ærkúgildi og gullfal-
lega hryssu komna að köstum.
Mönnum kann að virðast það
undarleg ráðabreytni að fara
frá heimili sínu undir þessum
kringumstæðum, og hef ég fátt
mér til afsökunar annað en það
að ég vildi reyna að vera
..sjálfstætt fólk“ eins og Bjartur
í Sumarhúsum, en sá mér til
þess þann möguleika helztan
að reyna að alla mér einhverra
aukatekna, enda vat það líka
siðvenja ' þessari sveit að all-
ir sem vettiingi gátu valdið
fóru til veis ag skildu oftast
heimilin eftir í forsjá kvenfójks
og barna.
Jæja, hvað misráðið sem
þetta ferðalag mitt var, þá var
það samt afráðið og kl. 6 lagði
ég hnakkinn minn á bleika
vininn minn, sex vetra gamlan
úrvalsgæðing, því honum ætl-
aði ég að ríða upp í Hvolhrepp,
til móts við félaga mína, nokkra
Landeyinga sem ætluðu til
Eyja eins og ég, en þaðan ætl-
uðum við að taka bíl til Reykja
víkur. En þegar í Hvolhreppinn
kom, fréttum við að bíllinn
væri strandaður í blautum vegi
úti í Holtum, svo ekki var um
annað að gera en halda áfram
ríðandi, og þútt mér s]æmt. að
þurfa að leggja svo mikla brúk-
un á Bleik minn blessaðan. ö-
harðnaðann unglinginn. Öli
leiðin var 40—50 km.
Það hefði þó ekki sakað ef
ekkert misjafnt heíði hent hann
á heimleiðinrti, en svo ' slysa-
lega vildi til. að fylgdarmaður-
inn okkar, sem rak hestana
heim, missti þá á veginn, fram-
fyrir bíl. Allir hestamir hrukku
út af yeginum, nema Bleikur,
hann hljóp veginn á undan
bílnum í ofsatrvllingi, aiia leið
austur að Þvera (um 30 krr..).
Eftir það bar hann aldrei sitt
barr, hann hefur aldrei síðan
mátt sjá i.'.l og fannst mér þeð
mesti skaðinn sem ég hafði at
þessu Vestmannaeyjafiani
mínu.
Til Reykjavíkur komum v;ð
seint um kvöld og fórum það-
an kl. 7 að morgni með Botníu
áleiðis til Eyja, en þá var góu-
blíðan á enda. Þegar skipið var
komið út í flóarm, gerði svo
mikið norðaustan fárviðri með
snjókomu, að hún sneri við inri
á Reykjavíkurhöfn aftur, en
hvað hún dvaldi þar lengi eða
hvað lengi hún var á leiðinni
til Eyja vissi ég ógjörla, því
svo illa var ég haldinn af sjó-
veiki. að ég vissi lítið í þennan
heim né annan, en mér var
sagt, að við hefðum verið 30
klst. um borð í skipinu. Eg
hefði eins yel getað trúar að
það hefðu verið 30 dagar, og
sjaldan hef ég verið fegnari að
hafa fast land undir fótum en
þegar ég sté með föggur mínat
í land í Vestmannaeyjum, þe
ég væri valtur á fótum og reik-
ull í ráði eftir sjóferðina.
Þegar ég fór af stað að heim-
an vissi ég ekki annað en ég
væri ráðinn til loka hjá öðru
stærsta útgerðarfélaginu í Eyj-
um, en þegar ég fór að tala við
forstjórann, vildi hann ekki við
það kannast,1 sagðist hafa nóga
menn til að látá ganga iðju-
lausa, en rétt þá dagana va”
fiskirí tregt og gæftalítið. Með
eftirgangsmunum fékk ég hann
þó til að taka mig upp á 350.00
kr til loka, og af því varð ég
að kosta mig að öllu leyti.
Þótt mér þætti þetta lítið,
þorði ég samt ekki annað en
ganga að því, heldur en stunda
lausavinnu, því þá gat ég‘ eins
búizt við að ég yrði ekki mat-
vinnungur ef illa til tækist, þar
sem ég var öllum ókunnugur.
En ég sá eftir þessu fljót-
ræði mínu, því fáum dögum
seinna kom svo gengdarlaust
fiskirí, að slíkur landburður
hafði þá varla þekkzt í sögu
Eyjanna, og félagar mínir, sem
með mér komu og stunduðu
lausavinnu, höfðu upp næstum
tífalt kaup við mig, enda unna
margir meðan þeir gátu staðið.
og dæmi voru til þess að menn
stóðu sofandi við flatningsborð
ið með hnífinn í höndunum.
Við, sem vorum fastráðnir,
unnum samt sjaldan lengur en
20 tíma á sólarhring og þótti
okkur það næsta nóg vinna fyr-
ir ekki hærra kaup. Mig minn-
ir að við reiknuðum, að við
hefðum 15 aura um klukkutím
ann að frádregnu fæði og þætti
einhverjum það lítið núna.
Þegar svona var komið fót
ég til útgerðarstjórans og fór
fram á það að hann annaðhvort
hækkaði við mig kaupið eða
gæfi mig lausan og vildi hann
ekki sleppa mér, en lofaði góðri
kaupuppbót ef fiskiríið héldist.
Með þetta munnlega loforð fór
ég glaður án allrar tortryggni.
Þama stóð ég svq fastur í
fiskkösinni og afhausaði gol-
þorskinn nætur og daga allt til
loka, taldi dagana og hugsaði
heim til litlu drengjanna minna
og konunnar sem ég vissi að
mundi vera að berjast úti í ill-
viðrum að hirða um skepnum
ar okkar. Oft óskaði ég mér að
ég væri horfinn heim til að
rétta henni hjálparhönd og hét
því innilega að ég skyldi aldrei
oftar fara frá heimili mínu í
atvinnuleit.
Mér fannst margt ands1,ætt
þennan tíma. Eg var óvanur
vinnunni, fannst hún erfið og
sóðaleg og kunni ekki sem bezt
við suma starfsfélaga mína, en
þó gat ég allra sízt liðið hús-
bændurna, því mér fannst þeir
meðhöndla okkur piltana sem
hjá þeim unnum eins og þræla
eða skynlausar skepnur, sem
þeir virtu ekki meira en skarn-
ið sem þeir gengu á, enda
fannst mér ég geta þekkt þá
karlana úr, sem lengst voru
búnir að vinna hjá þeim. Þeir
voru að mínum dómi orðnir
þýlyndir augnaþjónar sem
skriðu í duftinu fyrir yfirboð-
urum sínum og reyndu að
koma sér í mjúkinn hjá þeim
með því að spilla fyrir sam-
verkamönnum sínum. Eg hef
víða verið og margvísleg störf
unnið um dagana en hvergi
hef ég verið, sem mér hefur
líkað jafnilla og þennan vertíð-
artíma í Vestmannaeyjum. í
endurminningunni renna þessir
útmánaðadagar saman 1 einn
tilgangslausan óskapnað, þar
sem ekkert markvert bar fyrir
auga eða eyru að undanskildu
hinum dæmalausa „saltbar-
daga“ á skírdag og langar mig
til að reyna að lýsa honum lít-
tilsháttar sem hlutlaus áhorf-
andi.
Með því að vinna af kappi
mestalla aðfaranótt skírdags,
vorum við búnir að vinna sigur
á fiskkösinni að áliðnum degi.
Þá tökum við til óspilltra mál-
anna að hreinsa kræmar og
mesta slorið af okkur sjálfum,
en þegar við vorum í þann veg-
inn að leggja af stað, varð okk-
ur litið ofan á bryggju og sá-
um þar óvenju mikinn mann-
söfnuð og heýrðum háreysti
mikla. Okkur var forvitni á að
vita hvað um væri að vera og
brugðum okkur því þangað í
stað þess að fara strax heim.
Við vissum að verið var að
skipa upp salti úr gríðarstórum
saltdalli sem lá á höfninni, en
það yar venjulega gert á þanr.
hátt, að saltið var flutt laust
í uppskipunarprömmum upp að
bryggjunni, úr þeim var þvi
mokað upp á bryggjuna og at
henni upp á bíla sem keyrðo
það svo inn í hús. En nú gafst
okkur á að líta óvenjuleg
vinnubrögð. Fyr-st greindum
við lítið annað en saltbyl lík-
astan því sem snjóhríðir ger-
ast norður á Hrútafjarðarhálsi,
en þegar við hugðum betur að,
sáum við að salthríðin . stafaði
af því að f jöldi manna á bryggj
unni mokaði saltinu jafnóðum
ofan í bátana og yfir mannskap-
inn og eins af bílunum vfir þá
sem á bryggjunni voru, svo allt
var í einu saltkófi, — b'ryggja,
bátar, menn og bilar og þegar
hvorugir létu undan með mokst
urinn, fleygðu sumir skóflun-
um og tókust á fangbrögðum
og hættu ekki fyrr en þeir kút-
veltust og kaffærðust í salt-
haugunum. Mér varð fyrst fyri:
að forða mér upp á einn bílinn
og virða þaðan fyrir mér að
farimar. Fyrst í stað botnaði
ég ekkert í þessum vinnubrögð
um en svo smá skýrðist fvrir
mér málið og einhver áhorf-
andinn gat frætt mig um að
★ EFTIR
■----.V.-.-.-.-.-.-.-.-.V.-.1
Björn Eiriksson
Arnarfelli, Eyjafirði.
til fjár
orsökin til þess ófamaðar væri
sú að tímavinnumenn í landi
hefðu farið fram á kauphækk-
un en ekki fengið hana með
góðu og þá tekið það ráð að
stofna til verkfalls, en þegar
til vinnustöðvunar kom á
bryggjunni, brauzt út þessi orð-
lagði saltslagur sem lengi mun
í minnum hafður og endaði
með algerðum sigri verkfalls
manna. Mér fannst þetta* hálf-
hlálegar aðfarir og ólíkt þeim
vinnubrögðum sem ég hafði
vanizt. En þótt ég væri þá ó-
stéttvís sveitamaður, þá rann
mér samt blóðið til skyldunnar
og fannst mér ég eindregið geta
staðið með verkfallsmönnum,
og af áhuga fyrir málinu fór
ég að gefa mig á tal við for-
ustumenn þeirra til að kynnast
málavöxtum. En það dugði til
þess að göfugmennin sem ég
vann hjá þóttust hafa átyllu
til að svíkja mig um kaupupp-
bótina sem ég hafði aðeins
munnlegt loforð fyrir. Þeir
héldu að beir færu ekki að
verðlauna óeirðaseggi og hel-
vítis bolsjevíka.
Eg reið ekki feitum hesti úr
þessum stað og setti ég það
ekki fyrir mig. Það eina sem
ég þráði var að losna sem fyrst
úr prísundinni. Og þegar hinn
langþráði lokadagur rann upp,
tók ég fyrstu ferð til lands þó
hún væri ekki upp í mína sveit,
Landeyjamar, heldur undir
Eyjafjöllin og mjög vafasamt
leiði, austanstormur og því eins
mikil líkindi til að ekki væri
hægt að ná landi. Sveitungar
mínir heimskuðu mig mikið
fyrir þetta „flan“ og sögðu:
„Bíðendur fá byr en bráðir
andróða". Við sjáum þig aftur
í Eyjum í kvöld“.
En sem betur fór rættist ekki
sú hrakspá. Við náðum landi
með herkjum í Holtsós um
kvöldið og sveitungar mínir
urðu að bíða marga daga í
Eyjum og sumir að síðustu að
flækjast til Reykjavíkur til að
komast heim.
Þegar ég kom í land varð ég
að vera kominn upp á náð
góðra manna með hest heim til
mín. Og á lánshesti rólaði ég
svo um nóttina út yfir Markar
fljót og Ála og kom heim í
kotið mitt þegar sólin sveipaði
Tindafjöll og Eyjafjallaskallann
rauðgullnum bjarma. Þau heils-
uðu mér eins og þau kvöddu
mig, blessuð fjöllin, en nú var
lund mín léttari en þegar ég
fór að heiman. '
Eg efast um, að nokk.ur þjóð-
höfðingi hafi nokkru sinni verið
sælli við heimkomu í ríki sitt
að fengnum sigri en ég var þá
að vera kominn aftur heim á
litla friðsæla heimilið mitt til
ástvina minna glaðra og heil-
brigðra.