Þjóðviljinn - 16.05.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.05.1945, Blaðsíða 8
Þeim, sevi hafa hug á að taka þátt í Hvítasunnuför Æskulýðsfylkingarinnar og Sósíalistafélagsins er nú hœgt að segja þau gleðitíðindi að tekist hefur að útvega fleiri bíla til fararinnar svo fleiri geta kömist með og verða farmiðar seldir í skrifstofu Æskulýðsfyllcingarinnar nœstu daga. Þetta verður fyrsta ferð sumarsins og á leiðinni sem farin verður eru sumir af fegurstu stöðum landsins. Verið ekki of sein að >ná í miða, þá eigið þið á hcettu að komast. ekki með! Á myndinni hér að ofan sjást nokkrir staðir á þes.san leið. Efri röð frá vinstri: Skógafoss, Drangarnir við Vík, Seljalandsfoss. Neðri röð: Frá Dyrhólaey og útsýni úr Paradísarhelli. „Hér koma veðurfréttir“ Norðanliríð og mikil snjókoma á Vestur- og norð-vesturlandi í gær Útlit fyrir áframhaldandi norðanátt í dag Veðurfregnum var útvarpað i fyrsta sinni í fyrralcvöld, síðan ísland varð herstöð 1940. Óvenjuhart ■veður hefur. verið siðustu dagana og norðanlirið og mikil snjókoma á Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi og útlit. fyrir áframhaldandi norðanátt í dag. í gær var norðanhríð og mikil snjókoma á Vestfjörðum, Breiða- firði og vestanverðu Norðurlandi eða Húnaflóa og Skagafirði, en náði ekki til Eyjafjarðar. Aftur á móti var gott og bjart veður á suðáustanverðu landinu. Þjóðviljinn hafði í gær tal af Jóni Eyþórssyni veðurfræðing, kvað hann útiit fyrir áframhald- andi hríðarveðri á Norðurlandi í dag og myndi það breiðast til Norð-austurlandsins. Upp úr helginni breytti skyndi- jega úr góðviðri í óvenjulega kulda og hríð. í gær var 1 stigs írost á Vestfjörðum en 1 stigs hiti i Reykjavík, en fyrir nokkrum dögum var hitinn 10—12 stig. Á. Suð-austurlandi var hitinn í gær 7—í) stig. Jón hvað veðurspárnar, enn sem komið er, byggðar á litlu betri gpundvelli en á stríðsárun- nm, þar sem enn vantar allar veð urfregnir frá Noregi, Bretlandi og Grænlandi, en sennilega mætti vænta veðuúfregna frá þessum löndum áður on laiu't um líður. Friðrik Guðmundsson glímukóngur K. R. Innanfélagsglíma K.R. fór fram á laugardagskvöldið í fimleikasal Menntaskólans. Keppendur voru 8. Keppt var um hið fagra glímuhorn K.R. Úrslit glímunnar urðu þau, að sigurvegari varð Friðrik Guð- mundsson með 7 vinninga, ann ar varð Ólafur Sveinsson með 5:1 og þriðji Ágúst Steindórs- son með 5 vinninga. Fegurðar- verðlaunabikarinn hlaut einn- ig Friðrik Guðmundsson, fékk hann 117 stig, annar varð Ól- afur Sveinsson, 109 stig og þriðji Guðmundur Guðmunds- Fyrírmælí um banosvæðí í Faxafióa afnumín Atvinnu- og samgöngumála- i áðuneytið liefur tilkynnt. að fyr- irmœli um bann við fislcveiðum og siglingum, i og utan Faxaflóa, séu úr gildi numin. Fyrirmælin um þttta bannsvæði hafa. verið í gildi siðan 23. nóvem ber 1944. Kolaskortur yfírvofandí Vegna fyrirsjáanlegra örðug- leilca við að afla nœgilegra lcolu- birgða til neesta vetrar, slcorar við skiptamálaráðuneytið á almenn- mg að gœta ýtrasta sparnaðar um kolanotkun og nota, svo sem frek ast er unnt, innlent eldsneyti. Eru héraðs og sveitastjórnir á- minntar um að beita sér fyrir öflun innlends eldsneytis. son með 95 stig. í fyrra hlaut Davíð Hálfdánarson hornið, en 'hann gat ekki keppt núna vegna forfalla. Falldómarar voru: Ágúst Jónsson, Guðmund ur Guðmundsson og Kristinn Sigurjónsson. Fegurðardómar- ar: Þorsteinn Kristjánsson, Em- il Tómasson og Kristmundúr Sigurðsson. Glímustjóri Ágúst Kristjánsson. þlÖÐVILIINN NWAAftiW.VWWiWW rjmmmjmmmjmjmmrj‘ Landssöfnunin gengur mjög vel Safnast hefur yfir V2 milljón króna Mjög almennur áhugi ríkir um allt land fyrir söfnun- inni, og berast þær fregnir frá öllum kaupstöðum, kaup- túnum og sveitum, að söfnunin gangi mjög vel. Hér að neðan er eingöngu getið þeirra upphæða, sem afhendar hafa verið eða tilkynntar skrifstofu Landssöfnimarinnar í Vonarstræti 4 (símar: 1130, 1155, 4203 og 4204). En á næstunni mun von á skilagreinum utan af landi. í dag hafa Landssöfnuninni borist eftirtaldar upphæðir: Ónefndur .................. Alliance h.f............... Djúpavík h.f............?.. Landssmiðjan .............. Siglufjarðarkaupstaður .... Neskaupstaður ............. Verzlunin Björn Kristjánsson Kópanes h.f................. Kolbeinn Ámason ............ Thyra og Pálmi Loftsson .... Jón Hermannsson, úrsmiður P P P P .................... Jón Steffensen ............. Óskar Gíslason, gullsmiður . Sjö systkin ................ Guðbergur Jóhannsson ...... Vilhjálmur Helgason, Grund Kr. 25.000,00 20.000,00 10.000,00 10.000,00 10.000,00 10.000,00 10.000,00 5.000,00 1.000,00 1.000,00 •1.000,00 700,00 500,00 500,00 350,00 300,00 300,00 200 kr. gáfu G. R., Guðrún og Carl Rydén, P. E. og Bjarni Halldórsson, 185 kr. Guðný Rósants, 100 kr. Björg Sverr- isdóttir, Þ. B., Ásta Sveinsdóttir, G., Regína Birkis, S. F., Elín Sölvadóttir og Sæunn Guðmundsd., 50 kr. N. N., Guðbj. Jónsd., O. S., H. S., 30 kr. Kristín Gísladóttir, 20 kr. Guðm. Guðmundsson og A. B. — Samtals kr. 107.705. Áður tilkynnt kr. 449.300, alls kr. 557.005. /WUVWV\AT/VUVV^VVVVUVW%WW,^^WWVVWWVVVUWWVUVWWWV Prófessor Ólaíur Lár- usson kjörinn rektor Háskólans Prófessor Ólafur Lárusson var 14. þ. m. kjörinri rektor Há- skóla íslands til næstu þriggja ára frá 15. september næstkom- andi. Stúlkubarn drukn- ar í Síglufírðí S.l. sunnudag vildi það slys til á Siglufirði að tveggja ára telpa, Eygló Antonsdóttir. frá Hrísey, féll út af bryggju og druknaði. Fannst lík hennar um það bil einni klukkustund eftir að slysið átti sér stað. Sígurður S« Thor- oddsen opnar . mynclasÝníngu Sigurður S. Thoroddsen, verk fræðingur opnar í dag sýningu á teikningum og málverkum í Hótel Heklu. Sýnir Sigurður þar um 100 mannamyndir og um 30 vatns- litamyndir, og hafa aðeins ör- fáar . mannamyndanna verið sýndar áður opinberlega. Vísitalan óbreytt frá ára- mótum Hagstofan og kauplagsnefnd hafa reiknað út vísitölu fram- færslukostnaðar fyrir aprílmán uð. Reyndist hún vera sú sama og s.l. fjóra mánuði, eða 274 stig. Vegir til Vestur- og Norðurlands lokast vegna fannkomu Allmargt fólk veður- teppt í gær Samkvæmt upplýsingum vegamálaskrifstofunnar hef- ur hríðarveðrið undanfama daga valdið allmiklum trufl- unum á umferð. Holtavörðuheiði, Kerlingar skarð (á leiðinni til Stykkis- hólms) og Fróðarheiði lokuð- ust vegna snjókomu í fyrra- dag. Hvassviðri, mikil snjókoma og 3 stiga frost var á þessum stöðum í gær og var rokið 5vo mikið að ekki var vinnu- fært. Allmargt manna sem ætl- aði vestur og norður í gær varð veðurteppt. Me'ðan svipað veður helzt er ekki útlit fyrir að þessir vegir opnist, en verða senni- ega opnaðir fljótlega þegar veður lægir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.