Þjóðviljinn - 24.05.1945, Síða 1
10. árgangur.
VILJINN
Finuntudagnr 24. maí 1945.
112. tölublað.
t-------------------------------
Æ. F. R.
Munið félagsfundinn á Skóla-
vörðustíg 19 kl. 9 í kvöld.
Umræðuefni:
1. Rauðhólaskálinn.
2. Æskulýðsráðstefnan í Lon-
don.
3. Félagsmál.
_______________________________J
f.
„Stjórn44 Dönitz tek-
in höndum
Dönitz og allir meðlimir hinn-
ar svonefndu ríkisstjómar hans
hafa verið settir i varðhald á-
samt öllum meðlimum þýzka
herforingjaráðsins.
Friedeburg hershöfðingi, sá
sem undirritaði uppgjöfina fyr-
ir Montgomery réð sig af dög-
um með því að taka inn eitur,
til þess að losna við fangavist-
ina.
Það voru hermenn úr 11.
brezku loftfluttu herdeildinni
sem framkvæmdu handtökurn-
ar. Meðal þeirra sem teknir voru
var Jodl hershöfðingi, sem und-
irritaði allsherjaruppgjöf Þjóð-
verja, og Speer, fyrrverandi her-
gagnaframleiðsluráðherra Þýzka
lands. Handtökurnar hófust kl.
10 í gærmorgun og var fljótt lok-
ið. Auk þessara „háttsettu“
stríðsglæpamanna hafa einnig
verið handteknir þúsundir lægra
settra þýzkra foringja. Þegar
hershöfðingjarnir voru spurðir
hvar Himmler héldi sig, neituðu
þeir að svara. Dönitz ætlaði að
hafa með sér 8 töskur, en varð
að skilja allar eftir nema eina.
Streicher, hinn illræmdi Gyð-
ingahatari og ein ógeðslegasta
veran af hinum nazistisku glæpa
mönnum var tekinn höndum í
Austurríki í gær.
ChurchilS fallð að mynda brádabírgðaráðuoe^tí
Brezka samsteypustjómin sem setið hefur við völd
s. 1. 5 ár, hefur nú beðizt lausnar vegna væntanlegra
þingkosninga. Brezka þingið verður rofið 15. júní n. k.
Konungurinn hefur heðið Churchill að mynda bráða-
birgðastjóm sem starfi þangað til úrslit í kosningunum
era kunn.
Það var á hádegi í gær, sem
Ghurchill gekk á fund Breta-
konungs í Buckinghamhöll og
lagði fram lausnarbeiðni fyrir
sig og ráðuneyti sitt. Kl. 4
gekk hann aftur á fund kon-
ungs og fól konungur honum
þá að mynda bráðabirgðastjóm,
er sæti við völd, þar til úrslit,
í kosningunum verða kunn, eða
um 2 mánaða bil. 15. júní n. k
verður svo brezka þingið rofið.
Búizt er við að þingið muni
gerbreytast við kosningarnar,
en nú eru bráðum liðin 10 ár
síðan að almennar þingkosning-
ar fóm fram í Bretlandi. Meg-
inflokkar brezka þingsins eru
Ihaldsflokkurinn, sem hefur
359 þingmenn og Verkamanna-
flokknum sem hefur 164.
Við það að samsteypustjórnin
hefur hætt störfum, losna 30
ráðherrastöður í brezku stjóm-
inni. Eru það að mestu leyti
embætti fulltrúa Verkamanna-
ÞING VERKAMANNA- '
FLOKKSINS'
Á þingi Verkamannaflokksins
í gær voru mörg og mikilvæg
mál á dagskrá. Bevin gerði grein
fyrir stefnu Verkamannaflokks-
ins í utanríkismálum. Hann
sagði að ef Verkamannaflokkur
inn kæmist til valda mundi hann
vinna að sífellt bættri sambúð
og samvinnu Bretlands við Sov-
étríkin og Bandaríkin. í innan-
landsmálum mundi flokkurinn
beita sér fyrir þjóðnýtingu allra
mikilvægustu atvinnugreina og
þær atvinnugreinar, sem ekki
yrðu þjóðnýttar yrðu undir
sterku eftirliti ríkisvaldsins.
Atlee, formaður flokksins hélt
einnig ræðu í gær.Hann sagði að
hin mikla reynsla, sem brezka
verklýðshreýfingin hefði að baki
sér, mundi verða henni mikil-
væg 1 þeim átökum er framund-
an væru.
Rúml. 200 kafbátar
hafa gefizt upp
44 þýzkir kafbátar hafa nú
gefizt upp fyrir herskipum
Bandamanna eða í brezkum
höfnum.
í Flensborg gáfust upp 15, 10
Osló, 40 í Bergen, 1 í Kiel og um
100 í höfnunum á vesturströnd
Frakklands.
Sýrlandsdeilan
Ekkert hlé er enn á deilunum
í Sýrlandi og Libanon.
Stúdentar fóru í hópgöngu
um stræti Beiruts í gær í mót-
mælaskyni við ráðstafanir
Frakka í Sýrlandi og Libanon.
Mótmælagöngur voi'u einnig
farnar í Damaskus, þar sem for-
sætisráðherra Sýrlands hélt
ræðu yfir mannfjöldanum.
í San Francisco báru fulltrú-
ar Sýrlands og Libanons fram
mótmæli stjórna sinna við ráð-
stefnuna.
Endurskoðun
frönsku stjórnar-
innar
Stjóm frönsku þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar hefur skorað á
de Gaulle að endurskoða stjóm
sína, þar sem ekki sé tekið nœgi-
legt tillit í henni til hinnar
greinilegu meirihlutaafstöðu
vinstri flokkanna í frönskum
stjórnmálum, ems og bezt hafi
komið fram í sveitastjómarkosn
ingunum.
de Gaulle heldur rdeðu í kvöld
og er búizt við að hann muni
gefa mikilvæga yfirlýsingu.
Viðræður fara nú fram milli
frönsku verklýðsfélaganna og
stjórnarinnar um verkföllin í
landinu, því að verkföll halda
enn áfram, þó að verkföllum
námamanna sé lokið. Flest verk-
föllin eru gerð í mótmælaskyni
yfir því, að stjórnin hefur ekki
enn framkvæmt þá liði stefnu-
skrár sinnar, er snerta þjóðnýt-
ingu mikilvægustu atvinnu-
greina. Samkomulag er um það
milli verklýðshreyfingarinnar og
stjórnarinnar að lífsnauðsynlegt
sé fyrir frönsku þjóðina að auka
framleiðsluna, og að tilgangs-
laust sé að auka kaup verka-
manna, ef öll nauðsynlegustu
farmfærsluverðmæti skortir.
1 mill j. stolinna bóka
Bandarísku hersveitimar í
Austurríki hafa fundið einn
mesta ránsfeng Þjóðverja, bóka
safn með 1 millj. binda.
Safn þetta fannst skammt
frá Klagenfurt í héraðinu
Kárnten í Austurríki. Mesti
hluti safnsins var úr bókasöfn-
um í París og Kieff og hafði
að geyma ómetanleg verðmæti.
í höll, sem Himmler hafði
látið reisa sér 1 Austurríki fund
ust einnig mjög dýrmætir. list-
munir allra tegunda.________
flokksins.
Kjósa á um 650 fulltrúa til
þingsins, en 1650 eru í fram-
boði, 600 frá íhaldsflokknum,
600 frá Verkamannaflokknum,
300 frá Frjálslynda flokknum
og 20—30 frá Kommúnista-
flokknum og Commonweai •
flokknum. Kommúnistar hafa
ekki fleiri fulltrúa í framboði
til þess að lið vinstri aflanna
sundrist ekki í viðureigninni
við íhaldið. 50 bonur eru í
framboði, en 14 sitja nú á þingi.
Búizt er við að kjósendur séu
um 33 millj.
Mesta loftárás styrialdarinnar á
Tokio
Mesta loftárás styrjaldarinnar var í gær gerð á Tokio, höfuð-
borg Japans. Það voru 550 risaflugvirki frá Marianaseyjunum, sein
gerðu árásina og vörpuðu þær niður 4500 smál. af íkveikjusprengj-
um.
Árásin hófst kl. 10 1 gærmorg
un og stóð í P/2 klst. Um %
millj. íkveikjusprengna var
dreíft yfir Tokio, sem öll stóð
í ljósum logum er flugvélamar
flugu burt. Lítilla vama af
hálfu Japana varð vart.
MISSTU 450 FALLBYSSUR
Slim, yfirforingi 14. hersins
í Burma, skýrði frá því, að
japanski herinn í Burma hefði
misst 450 fallbyssur á s. 1. mán-
uðum. Hann sagði að slíkt fall-
byssutjón væri táknrænt fyrir
það, hvílíkan gífurlegan ósigur
japanskí herinn í Burma hefði
beðið.
Litlar fréttir hafa annars
borizt af bardögum á Kyrra-
hafssvæðinu.
SílðaFeerHiiiðlDmF á SiDlBliFði n
ShaðaMd eloa að ue?a homnaF upp
BBgafra ||p||| — Aívínnamálafáðljen'a sfeípay
Éiilið lllll fjðtfra manna byfgín^arsijórn
Atvinnumálaráðherra skipaði 5. þ. m. fjögra manna
byggingarstjórn fyrir síldarverksmiðjumar sem ákveð-
ið er að reisa á Siglufirði og Skagaströnd. Eiga sæti í
nefndinni Trausti Ólafsson efnafræðingnr (formaður),
Þórður Runólfsson vélaverkfræðingur, Snorri Stefáns-
son vélfræðingur og Magnús Vigfússon byggingámeist-
ari.
Verkefni byggingarstjórnarinnar er að gera fullnað-
aráætlanir um alla tilhögun þessara verksmiðja, ann-
ast um kaup á efni og vélum og hafa á hendi allar
byggingaframkvæmdir.
Miðað er við að nefndin skili verksmiðjunum til
vinnslu fyrir síldarvertíð næsta sumar, vorið 1946.
í viðtali við Þjóðviljann lagði
atvinnumálaráðherra áherzlu á
þá gífurlegu þörf, sem nú er fyr
ir auknar síldarverksmiðjur. Á
næstu vertíð mætti gera ráð fyr-
ir að öll sænsku skipin verði
komin og sennilega fleiri, og
} eykst þörfin þá um allan helm-
ing.
Undanfarin sumur hefur það
valdið sjómönnum og skipaeig-
endum miklu tjóni hvað skipin
hafa oft. orðið að bíða eftir af- 1
Framhald á 5. síðu.
Eitt mesta verkf ræði
afrekstríðsins
Nýlega hefur verið skýrt frá
einu mesta verkfræði-afreki
styrjaldarinnar.
Eru það olíuleiðslur sem lagð
ar voru neðansjávar um Erm-
arsund til Frakklandsstranda.
Um þessar olíuleiðslur höfðu
120 milljóhir lítra af olíu ver-
ið fluttir í stríðslok í
Evrópu. Ennþá er dælt um
þær 1 millj. lítra á dag. Leiðsl-
urnar eru 20 talsins og fór um
þær nær allt olíumagn, sem
Bandamannaherimir á vestur-
vigstöðvunum þurftu að nota.
25 þús. smál. matvæla eru nú
á leið til Noregs, mest frá Bret-
landi.