Þjóðviljinn - 24.05.1945, Side 3

Þjóðviljinn - 24.05.1945, Side 3
Fimmtudagur 24. maí 1945 Þ J Ó Ð VIL J I N N * I I. Búnaðarfræðslan á íslandi á ;sér ekki ýkja langa sögu. Ekki urðum við samt langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum, að læra að meta gildi hennar. Lengi framan af voru það þó einungis þeir framsýnustu, er gerðu sér grein fyrir nauðsyn búnaðarfræðslu hér á landi, og ekki ósjaldan voru það einmitt sömu mennimir, er einnig á öðr irm sviðum, mörkuðu dýpst spor í þjóðlíf okkaráþessusamatíma bili. Það verður t. d. varla talin nein sérstök hending að það var Jón Sigurðsson er hóf máls á því fyrstur manna, að við þyrft- um að koma á fót búnaðarskól- um, og lagði á ráðin um hvernig þeir skyldu vera. Ritgerð Jóns um' þetta efni birtist í Nýjum félagsritum, 9. árg. Fleiri ágætir menn urðu til að ljá þessu máli liðsinni, þó þeir verði ekki taldir hér. Munu eggjanir þeirra hafa valdið því að upp úr miðri 19. öldinni var reynt að stofna hér búnaðarskóla. Þó að þær til- raunir rynnu út í sandinn, til að byrja með, voru þær gott'for dæmi þeim mönnum er seinna á öldinni fylgdu þessu máli fram til sigurs. Bændastéttin sjálf hafði frem ur lítinn skilning á þýðingu búnaðarfræðslunnar, sýndi mál inu jafnvel fullan fjandskap. Voru búfræðingar þá óspart hafðir að spotti, og þóttu ekki líklegir til að hafa, öðrum frem- ur, vit á búskap. Eimir ennþá eftir af þessum öfuguggafiætti, í sumum héruðum landsins, bó öllum þorra bændastéttarinnar, sé löngu ljóst orðið, að betra sé að hafa einhverja þekkingu á þeim viðfangsefnum sem hún stöðugt er að glíma við. Fyrsti vísir að búnaðarskóla hér á landi var settur á stofn veturinn 1852—3, á Frostastöð- um í Skagafirði. Stofnandi var Jón Espó'lín, einn þeirra íslend- inga er fyrstur stundaði búnað- arnám. Fyrsti íslenzki búfræð- ingur hét Þórður Þóroddsson. Hann stundaði búnaðar- og nátt úrufræðanám í Svíþjóð árin 1773—9 og naut til þess stjórn- arstyrks. Ekki varð skólinn á Frostastöðum langlífur, mun þar mestu hafa valdið fjárskort ur og skilningsleysi samtíðar- mannanna. Skömmu seinna, eða 1857, er svo stofnað til búnaðar- fræðslu í Flatey á Breiðafirði, en sá skóii lognaðist út af eftir stuttan tíma. Það er með til- komu búnaðarskólans í Ólafs- dal 1880, að fyrsti raurjverulegi búnaðarskólinn er stofnaður hér á landi. Það var Torfi Bjarnason er stofnaði og stýrði honum. Hafði skólinn stórmikii áhrif til batnaðar á búnað lands manna og munu aðrir en Torfi í Ólafsdal ekki hafa orðið land- biinaði okkar þarfari, hvorki fyrr né síðar. Skólirm starfaði til ársins 1907, og höfðu þá 160 nemendur stundað þar nám. Um það leyti sem Ólafsdals- skólinn var stofnaður, var yax- andi áhugi meðal landsmanna fyrir stofnun búnaðarskóla. Hólaskóli er stofnaður árið 1882, Eiðaskóli 1885 og Hvann- eyrar skóli 1889. Eiðaskóla var breytt í alþýðuskóla 1918, en Fræðslan í búnaðarskólunum verður að brevtast til muna Athugasemdir hinir skólamir tveir, að Hólum og Hvanneyri, starfa enn þann dag í dag. Á lögum um bændaskóla hef- ur nýlega verið gerð sú breyt- ing, að skólamir skuli vera þrír. Auk þeirra tveggja sem fyrir eru, verði reistur skóli fyr- ir Sunnlendingaf jórðung, og verður honum sennilega valinn staður á hinu foma skólasetri! Skál'holti. Ekki verður búnaðarfræðsl- uhnar hérlendis getið að nokkm gagni, nema gerð sé stuttlega grein fyrir þætti gróðrarstöðv- anna í útbreiðslu verklegrar kunnáttu. Eru það einkum þrjár gróðrarstöðvar, sem koma þar við sögu: Gróðrarstöð Ræktun- arfélags Norðurlands á Akur- eyri, Gróðrarstöðin í Reykjavík og Gróðrarstöð Búnaðarfélags íslands á Sámsstöðum. Fjöl- margir nemendur búnaðarskól- anna og aðrir, er ætlað hafa að géra landbúnað að lífsstarfi, hafa stundað nám í þessum gróðrarstöðvum. Má sízt van- meta þann þátt, er þær hafa átt í hagnýtari aðferðum og bættri vinnutækni við landbúnað okk- ar. Hefur nú í fáum og ófull- komnum dráttum verið gero grein fyrir sögu búnaðarfræðsl- unnar hér hjá okkur, og skal þá bent á, hvers henni í sínu núverandi formi er vant, til að geta fullnægt því hlutverki sem henni er ætlað að gegna í þjóð- lífinu: að skila árlega álitlegum hóp tækniþjálfaðra og sérfróðra manna, er séu líklegir til að efla gengi landbúnaðarins; gera hann hæfan til að leysa af hönd um sitt h’utverk í þjóðarbú- skapnum. Síðar verður svo bent á þær breytmgar, sem gera verður á skólunum ti.' að þeir verði þessu hlutverki vaxnir. II. Inntökuskilyrði samkvæmt reglugerð bændaskólanna eru þessi: 1. að umsækjandi sé fullra 18 ára. Þó getur skóla- stjóri veitt undanþágu frá þessu, ef sérstakar ástæður mæla með því; 2. að hann hafi unnið eitt ár við landbúnað eft- ir fermingaraldur. Auk þess eru venjulega ákvæði um inn- göngu í skóla, s. s. óflekkað manno.rð o. s. frv. Af þessu sést að ekki er gert ráð fyrir að umsækjendur um yngri deild bændaskólanna hafi fengið aðra menntun en þá, sem veitt er í bamaskólum. Námstíminn er þrjú missiri, tveggja vetra bóklegt nám og verklegt nám eitt sumar. Fyrri námsvefrinum er að miklu leyti varið til að kenna eitt'hvert hrafl almennra fræða, vitaskuld í mikið smærri stíl en í héraðs- og íillögur um ísler og gagnfræðaskólum, þar ,sem því námi eru ætlaðir tveir til þrír vetur en í búnaðarskólun- um aðeins einn, en auk þess kenndar námsgreinar er til- heyra sémámiriu. Seinni námsveturinn er nær eingöngu helgaður sérnáminu. Höfuðáherzla lögð á kennslu í jarðræktar- og búfjárræktar- fræði, hvorttveggja yfirgrips miklar námsgreinar, auk þess margar aðrar er tilheyra sér- náminu og taka upp mikinn tíma. Hverjum sem kynnzt hefur þessum námsháttum, ætti að vera ljóst að ekki myndiafveita tveimur vetrum eingöngu helg- aða sémáminu, ef vænta mætti tilætlaðs árangurs. Rétt er að benda á viðvíkjandi náminu í almennu fögunum, að meðal nemenda bændaskólanna em á- vallt fleiri eða færri sem stund að hafa nám við héraðs- eða gagnfræðaskóla. Þetta hefur freistað margrá til að sækja um upptöku í eldri deildirnar. En þá er þess að gæta, að almenna- og faglega náminu er eklci skipt á milli deilda, þannig að sér- námið sé aðeins 1 eldri deild, enda mundi það þrengja kosti sémámsins um of. Enginn vafi leikur á því að líta ber á bændaskólana sem sérskóla, er eigi hliðstæðu hlut- verki að gegna og t. d. kennaraskólar, verzlunarskólar, stýrimannaskólar og iðnskólar, eri þó öllu yfirgripsmeira. Eins og nú er háttað fyrirkomulagi bændaskólanna, litur út fyrir að þeir eigi að vera bæði lýð- skólar og sérskólar, en er of þröngur stakkur skorinn til að geta gegnt þeim hlutverkum báðum, svo að vel sé. Kemur að litlu haldi þó vel menntaðir menn í sinni grein, annist kennsluna, ef námshættir skól- anna eru þeim ekki viðráðan- legir. Búnaðarfræðslan er tvíþætt og verður ekki á milli greint hvor þátturinn er mikilvægarr. Þó er bóklegu fræðslunni ætl- aðir tveir vetur, en þeirri verk- legu að mestu leyti aðeins eitt sumar. Það veitir því ekki af að sá tími sé notaður vel og ekki eytt við störf sem búast má við að nemendurnir hafi áður stundað og tileinkað sér réttar aðferðir við. Nú er svo ráð fyrir gert I lögum um bændaskóla, að nem endur þeirra vinni á skólabú- unum verknámstímann og gangi þar að öllum algengum störfum, alveg án tillits til þess hvort þeir hafi unnið sömu eða svipuð störf áður. Af þessu leið ir, að fleiri og fleiri nemendur fá undanbágu frá að dvelja á skólabúunum allan sumartím- ann, en stunda aðeins verklegt nám stuttan tíma að vorinu við zka bændaskóla eftir venjuleg vorverk og jarðafoætur á skólabúinu. í reglugerð bændaskólanna er lagt svo fyrir, að á skólabúun- um fari fram „hagnýtar tilraun ir í jarðrækt og búfjárrækt.“ Þetta er viðurkenning á því að búfræðinemum sé hin mesta nauðsyn að kunna nokkur skil á tilraunastarfi og þeim lær- dómum er af því má draga. Þær niðurstöður er hinar stærri tilraunastöðvar korpast að, eru í flestum tilfellum meira eða minna staðbundnar, og því brýn þörf fyrir einstaka bændur að geta ísambandiviðeiginbúrekst ur, gert einföldustu tilraunir í jarðrækt og búfjárrækt og kunna að gera sér rétta grein fyrir niðurstöðunum. Fjölbreytt tilraunastarfsemi með góðum árangri, er vandrek in á skólabúunum, og ber þar fleira en eitt til. Veldur þar mestu, að búrekstrinum er fyrst og fremst hagað þannig að 1 harrn „beri sig“, í stað þess að vera raunverulegt kennslutæki nemendanna. Jafnframt tilraunastarfsem- inni verður að fara fram ýtar- leg kennsla í meðferð nýtízku búvéla og aukinni vinnutækni. En þetta er mjög mikið van- rækt, af sömu ástæðum og til- raunastarfsemin. Niðurstaðan verður sú, að ekki er að vænta eins mikils árangurs af verklega náminu og vera ætti, til þess er eitt stutt vomámskeið ekki full- nægjandi kennsla, auk þess sem fullkomin verkleg kennsla samræmist illa núverandi rekstrarfyrirkomulagi skólabú anna. III. Þær breytingar sem ég tel að gera verði á námsháttum og fyrirkomulagi bændaskólanna eru í stuttu máli þær sem nú skal greina. Það er þá fyrst, að fullnað- arpróf frá héraðs- eða gagn- fræðaskóla, verði gert að inn- tökuskilyrði við bændaskólana. Sérnámið verði aukið sem svar ar því er sleppt verður af al- mennum námsfögum. Kennsl- an í búf járfræði verði aukin frá því sem nú er, einkum í kyn- bótafræði og bóklegt og verk- legt nám í dýralækningum. Þessar greinar búfjárfræðinnar er ekki lögð nægileg rækt við í bændaskólunum. Kennsluna í jarðræktarfræði þárf einnig að auka að miklum mun. Athug- andi er hvort ekki væri heppi- legra að verja seinni námsvetr- inum einvörðungu til námsins í jarðræktar- og búfjárræktar- fræði. en aðrar námsgreinar sem nú eru kenndar þann vet- ur, yrðu eftirleiðis kenndar fyrri veturinn. enda má segja búfræðinema að þær séu flestar eða allar einskonar undirbúningur undir námið í jarðræktar- og búf jár- ræktarfræði. Þó að miklar breytingar þurfi að gera á bóklega náminu við bændaskólana, þarf þó erinþá gagngerðari breytingar á því verklega. Það verður sennilega ekki hjá því komist að færa verklega námið að mestu eða öllu leyti út fyrir takmörk skól- anna. Enda mun heimild fyrir að gera það, ef betur þykir henta. Að ég tel þessa breyt- ingu nauðsjmlega stafar af því sem ég raunar hef áður skýrt frá, að skólabúin hafa ekki með núverandi fyrirkomulági. skilyrði til að vera kennslutæki, hinsvegar mundu vera ýmis vandkvæði á að fá þeim breytt í það horf. Það virðist vera eðlilegast að gróðrarstöðvunum verði falið að annast verklegu kennsluna. Við höfum nú tvær gróðrar- stöðvar, sem geta tekið hana að sér, á Sámsstöðum og Akureyri. I ráði er að bæta tveimur við, annarri á Vestfjörðum en hinni á Austurlandi. Væri þessum gróðrarstöðvum séð fyrir nægi- legu rekstursfé, hefðu þær mun betri aðstöðu til að taka að'sér verklegu kennsluna, en bænda- skólarnir hafa nú. Gróðrarstöðv arnar á Akureyri og Sámsstöð- um, hafa um langt skeið rekið víðtæka tilraunastarfsemi, þó að fjárskortur hafi mjög haml- að starfi þeirra, og einnig því að fleiri tilraunastöðvar yrðu sett- ar á stofn. Gerum ráð fyrir að hórfið verði að því ráði að fela gróðr- arstöðvunum verklegu kennsl ■ una. Hvað ber þá að leggja höf- uðáherzlu á við verknámið? Þvi er fljótsvarað. Höfuðáherzlu ber að leggja á meiri vinnutækni, aukin afköst og hverskonar til- raunastarfsemi. Það verður að kenna meðferð nýtízku búvéla, og að nota þær á sem hagkvæm astan hátt til aukinna vinnuaf- kasta. Margvíslegar tilraunir i jarðrækt og búfjárrækt, og kenna uppgjör þeirra tilrauna. Eg get hugsað mér að nemend- um skólanna yrði skipt niður á gróðraretöðvarnar eftir þeirri megim-eglu að þeir stunduðu námið í þeim landsfjórðungi sem likur væru fyrir að yrði þeirra framtíðarheimkynni. Hverjum landsfjórðungi hentar sérstök búskaparaðferð. að vissu leyti, og verður að taka tillit til þess við verknámið. Þá vil ég fara nokkrum orðum um' hversvegna leggja ber mik- ið kapp á meiri vinnutækni og þar með aukin afköst í búnaði. Það er viðurkennt að landbún- aður hér á landi, sé langt á eftir öðrum atvinnuvegum okkar hvað vinnutækni snertir, og við Framhald á 5. síðu. •

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.